Morgunblaðið - 17.07.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 17.07.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Stökkbreyttir lundar í skrítnum lit- um eru ekki óþekktir. Talað er um kolapilt, prins, lundakóng, drottn- ingu og sótara allt eftir litnum. Lundakóngur er alhvítur, lunda- drottning brún á bakið og sótari er dökkbrúnn og svartur. Arnþór Garðarsson prófessor sagði ekki óeðlilegt að afbrigðilegir litir sæj- ust þar sem lundar eru jafn margir og í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Hvítir svartfuglar, brúnir og flikróttir Lundi Íslensku kýrnar eru miklu skraut- legri en vant er um flest kúakyn í nálægum löndum. Emma Eyþórs- dóttir, dósent við Landbúnaðarhá- skólann, benti á að litafjölbreytni sem við eigum að venjast í búfé líð- ist ekki annars staðar. T.d. hafi ver- ið settir ræktunarstaðlar fyrir ýmis húsdýr á 19. öld. Þannig eiga Hol- stein-kýr að vera svartskjöldóttar og Hereford rauðar og húfóttar. Morgunblaðið/RAX Nautgripir í öllum regnbogans litum Íslenska kýrin Meðal furðufiska sem dregnir eru úr sjó eru hvítingjaafbrigði. Fiska- safnið í Vestmannaeyjum fékk sum- arið 2004 hvítan skötusel sem kom í grásleppunet á Breiðafirði. Skötu- selurinn var settur í búr í safninu og lifði í nokkra mánuði. Fleiri hvít- ingjar sem hafa borist eru grá- sleppa, steinbítur, rauðspretta, lax og gulleitar ýsur, að sögn Kristjáns Egilssonar, fv. forstöðumanns. Morgunblaðið/Sigurgeir Fagrir og furðulegir fiskar úr sjónum Fiskar Svartir svanir hafa sést hér á landi. Sex tegundir svana eru þekktar, fjórar á norðurhveli og tvær á suð- urhveli. Ungar allra eru gráir að lit á fyrsta ári. Norðlægu tegundirnar verða allar hvítar. Þær suðlægu taka svartan lit vegna melaníns í fjöðrunum. Áströlsku svanirnir verða svartir á haus, háls og bol og í Suður-Ameríu eru svanir sem verða svartir um haus og háls. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Svartir gestir hjá hvítum ættingjum Svanir Fjölbreyttir litir hesta hafa hvergi varðveist jafn vel og á Íslandi. Fjöl- breytt litaúrvalið er talið til dýr- mætra eiginleika íslenska hestsins. Dr. Stefán heitinn Aðalsteinsson rannsakaði meðal annars hestaliti og skrifaði um þá. Svo virðist sem hér hafi í aldanna rás verið lögð rækt við fjölbreytta liti hesta og það þótt eftirsóknarvert að eiga gæðinga í fágætum litum. Morgunblaðið/Eggert Eru litskrúðugastir allra hestakynja Íslenski hesturinn BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kolsvört kría sást í Siglufirði á dögunum. Ekki er vitað hvort um var að ræða svart litarafbrigði af kríu eða þá frænka hennar af kyni kolþerna eða jafnvel tígulþerna. Dýr sem bera annan lit en algengast er um tegundina vekja jafnan athygli. Íslendingar þekkja hvíta svani og því vekur jafnan mikla at- hygli þegar hingað flækjast svanir af svartri teg- und, en þrír til fimm slíkir sjást jafnan á hverju ári hér. Máltækið segir að sjaldséðir séu hvítir hrafnar. Ragnheiði Jónsdóttur meðhjálpara á Stokkseyri brá í brún þegar hún var á leið til kirkju á nýársdag 2003 og sá tvo svarta hrafna hamast við að hrekja hvítan hrafn frá gamla frystihúsinu á Stokkseyri. Fuglinn var hvítur bæði á skrokk og gogg. Margir sérfræðingar og fuglaáhugamenn hafa velt vöngum yfir lit kríunnar í Sigulfirði. Á vefn- um siglfirdingur.is kemur fram að Yann Kol- beinsson lífeðlisfræðingur hafi skoðað myndir af svörtu kríunni og telji líklegra að hér sé um að ræða „melanískan“ kríuunga frá í sumar en að þetta sé afbrigðileg kolþerna. „Melanismi“ (mel- anosis) er það kallað þegar svarta litarefnið gerir einstakling dekkri en eðlilegt er fyrir tegundina. Arnþór Garðarsson prófessor tók undir þessa skoðun Yanns eftir að hafa skoðað myndir af svörtu kríunni. Hann segir að svona svört litaaf- brigði komi stöku sinnum fyrir hjá spendýrum en þau séu yfirleitt sjaldgæfari en þar sem vantar lit- arefnið eins og í hvítingjum. Stökkbreyting sem veldur því að einstaklingar verða hvítingjar (albino) er þekkt hjá öllum hryggdýrum. Talið er að einn af hverjum 20.000 mönnum sé hvítingi og er hlutfallið óháð kynþætti og litarafti. Jón Már Halldórsson líffræðingur segir á Vísindavefnum að tíðni albínisma hjá öðr- um tegundum en manninum sé ekki þekkt. Hann telur líklegt að lífslíkur villtra dýra sem eru hvít- ingjar séu mun minni en þeirra sem ekki hafa kvillann. Íslensk húsdýr eru fjölbreyttari að lit en gerist með húsdýr í mörgum öðrum löndum. Stefán heit- inn Aðalsteinsson skrifaði t.d. doktorsritgerð um erfðir á sauðalitum og rannsakaði einnig liti fleiri tegunda húsdýra. Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðar- háskólann, sagði að íslenskt búfé sé yfirleitt mun litríkara en þekkist í öðrum löndum. Íslensku kýrnar eru einstakar að fjölbreytni og til eru sér- kennilegar kindur, t.d. bröndótt og ein alhvít á annarri hliðinni og alsvört á hinni. Vitað er um hvítingja meðal kinda og áhöld um hvort þeir séu til á meðal hesta. Emma hafði ekki heyrt um hvítingjakýr. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kolsvört Svört kría sást í Siglufirði fyrr í mánuðinum. Talið er líklegt að hér sé um af- brigðilegan kríuunga að ræða. Aðrar kríur létu þá svörtu ekki í friði svo hún flúði. Svartir svanir og hvítir hrafnar Dýr í afbrigðilegum litum vekja jafnan athygli Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Dæmi eru um að hross séu að fá smitandi hósta í annað sinn á þessu ári. Smitið getur þannig orðið við- varandi ef menn gæta ekki að sér. Dýralæknir hrossasjúkdóma leggur áherslu á að hesteigendur haldi veikum hrossum sér og sleppi þeim ekki saman við aðra hesta, jafnvel þótt þeir hafi fengið hóstann fyrr í sumar. „Það lítur út fyrir að ekki myndi öll hross ónæmi gegn þessari bakt- eríusýkingu,“ segir Sigríður Björns- dóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma. Hún segir að ekki sé til yfirlit um það, en sterkar vísbendingar séu um að einhver hross hafi fengið sýkinguna í annað sinn. Hún segir þetta í samræmi við það sem vitað er um skyldar sýkingar erlendis, að allt að fjórðungur hrossa myndi ekki ónæmi. „Ef þau lenda í miklu smitefni getur það gerst að þau smitist aftur,“ segir Sigríður. Hóstinn smitast mest á milli hrossa við snertingu og er því mest hætta á smiti þar sem veikir hestar eru. „Við verðum öll að taka tillit til þess og reyna sem mest að draga úr smitálaginu,“ segir Sigríður. Það segir hún best að gera með því að halda veikum hrossum sér og leyfa þeim að jafna sig en setja þau alls ekki saman við hrossahópa þótt þeir hafi fengið pestina í vetur eða vor. Þá segir hún að ef veikin sitji lengi í einstökum hrossum sé rétt að fá dýralækni til að meðhöndla þau. Víða gengin yfir Flest hross landsins hafa nú fengið þessa sýkingu. Hún er geng- in yfir í þeim hrossum sem voru á húsi sl. vetur og fengu hana fyrst. Enn eru þó hross veik sem fengu sýkinguna í sumar. Hrossahóstinn hafði alvarleg áhrif á starfsemi tengda hestum um allt land, ekki síst tamningastöðvar, út- flutning og ferðaþjónustu, og hefur enn. Þannig þurfti að fresta Lands- móti hestamanna sem átti að vera í Skagafirði í lok júní og byrjun júlí. Það verður haldið á næsta ári. Þó er ýmis starfsemi hafin að nýju, meðal annars kynbótasýningar og hesta- ferðir og menn eru aftur farnir að geta tamið. Smitálagi haldið í lágmarki Spurð að því hvort hætta sé á því að hrossahóstinn verði viðvarandi í landinu, fyrst dæmi eru um að hross séu að fá hann í annað sinn á árinu, segir Sigríður: „Ég segi það ekki, en til þess að draga hraðar úr skiptir miklu máli að við höldum smitálag- inu í lágmarki.“ Dæmi um að hross fái hóstann aftur  Dýralæknir hrossasjúkdóma ráðleggur hestamönnum að halda veikum hrossum sér til að draga úr smitálagi  Ekki mynda öll hross ónæmi  Lendi hross í miklu smitefni geta þau smitast aftur Morgunblaðið/Ómar Sýning Hrossasóttin er að mestu gengin yfir í reiðhestum. „Við verðum að reyna sem mest að draga úr smitálaginu“ Sigríður Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.