Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 10

Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 10 Daglegt líf Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Þ að var ekki laust við að ég fyndi fyrir smástressi eftir að hafa tekið að mér það verkefni að mæta í balletttíma í fyrsta skipti. Þegar ég hugsa um ballett sé ég oftar en ekki fyrir mér tjullpils, táskó og klakabað, vatns- greidda hárhnúta og strekktar ristar dillandi við klassíska tóna – allt sam- an fjarri mínum hversdagsleika. Ég kynntist ballett fyrst þegar móðir mín sendi mig í balletttíma í veikri von um að ég gæti fundið mína hillu í öllu þessu framboði af tómstundum. Sú varð ekki raunin og ballettferill minn spannar því ekki meira en þrjá tíma þar sem ég lærði um „ljótar tær og fínar tær“ og gerði talsvert af því að „hoppa yfir polla“. Ég dáist að góðum dönsurum og skamma mömmu reglulega fyrir að hafa leyft mér að hætta. Draumar rifjaðir upp Ég skellti mér í tíma í ball- ettskóla Guðbjargar Björgvins en í sumar hefur hún boðið upp á ball- ettnámskeið fyrir sextán ára og eldri. Engar kröfur eru gerðar um reynslu af dansi og því geta allir sem hafa áhuga mætt á æfingar til að láta æskudrauminn rætast eða rifja upp gömul spor. Stressið hvarf um leið og ég gekk inn í salinn þar sem ég mætti hópi af hressu fólki í miðri upphitun. Á eftir upphituninni Tími í fágaðri fótafimi á frönsku Ballett er einstaklega fallegt listform að sjá og getur verið kröfuhörð íþrótt að æfa. Ólíkt því sem margir halda er ballett ekki bundinn við ákveðinn aldur eða reynslu því til eru námskeið þar sem hægt er að hefja ballettæfingar á hvaða aldri sem er ef áhuginn er fyrir hendi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Teygja Í lok tímans var slakað á enda mikilvægt að teygja vel á eftir. Fyrir þá ferðalanga sem njóta þess að skoða nýjar borgir á alla enda og kanta, sjúga í sig menningu þeirra og finna faldar perlur er síðan unlike.net tilvalin til skoðunar. Gallinn við borg- arferðir er oftar en ekki að þær eru of stuttar og ferðamenn ná einungis að skoða helstu kennileiti, kirkjur og kaffihús sem allir hinir túristarnir skoða einnig. Þetta getur að vísu hentað sumum en margir snúa aftur heim með þá tilfinningu að þeir hafi misst af einhverju sérstöku. Síðan býður upp á leiðarvísi fyrir alls þrettán borgir en reglulega bæt- ist meira við. Borgirnar eru jafn ólík- ar og þær eru margar en meðal ann- ars má nefna Kaupmannahöfn, Berlín, Sjanghæ, Ibiza og Höfðaborg. Fyrir hverja borg má finna tillögur um hótel, veitingastaði, verslanir, bari, listviðburði og söfn. Við hverja tillögu er lýsing á fyrirbærinu, upplýsingar um staðsetningu og oftast fylgir mynd með. Földu perlurnar koma á silfurfati og eins og síðuhaldarar orða það sjálfir er unlike.net meira en einfaldur leiðarvísir – hann er lykill- inn að því að ferðamenn geti orðið að íbúum borganna í nokkra daga. Hér finnur þú vinsælustu skákbúð Lund- úna, exótískan ávaxta- og krydd- jurtagarð í Miami og frægustu vin- tage-búðir Parísarborgar. Góða ferð! Vefsíðan www.unlike.net Meira en venjulegur leiðarvísir Kolaportið í miðbænum er vinsælt af mörgum enda kennir þar ýmissa grasa. Þegar rölt er í bæinn á laug- ardegi er tilvalið að fá sér morg- unmat einhvers staðar og kíkja svo þangað í heimsókn og ná sér í smáh- arðfisk, sælgæti eða nýjar kartöflur, nú eða kaupa bók eða nýja flík á kostakjörum. Það er vinsælt að selja notuð föt í Kolaportinu og má segja að þar fái hlutir nýtt líf þegar þeir rata í hendur ánægðra kaupenda. Oftast eru margir í Kolaportinu og þar iðar allt af lífi og fjöri. Kolaportið er eingöngu opið um helgar en það var sett á fót árið 1989. Endilega … … kíkið inn í Kolaportið Morgunblaðið/G.Rúnar Kostakjör Bækur á góðu verði. Margir eiga góðar minningar frá Eden í Hveragerði og þótti mörgum leitt þegar staðnum var lokað. Nú hefur Eden hinsvegar verið opnað á nýjan leik og segir Jóhann Jakobsson, framkvæmdastjóri Eden, ekkert hafa breyst. „Þetta er allur staðurinn eins og Bragi [Einarsson] skóp hann á sínum tíma. Við erum með veitingastað, minja- gripaverslun og gróðurhús og allan pakkann. Það er óþarfi að fara að finna upp hjólið,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann fólk ánægt með að Eden hafi verið opnað á ný og hafi aðsóknin verið góð. „Staðurinn var í niðurníðslu en við náðum að þrífa, bóna og mála og gera allt. Þetta er orðið gamla góða Eden eins og það var,“ segir Jóhann. Bóbó á von á samkeppni Apinn Bóbó var mikið aðdráttarafl á sínum tíma og ef- laust gleður það marga að heyra að hann er á sínum stað. Bóbó á hinsvegar von á samkeppni því að sögn Jó- hanns er verið að reyna að fá leyfi fyrir innflutningi á þremur lifandi öpum frá Þýskalandi. „Við höfum hug á að flytja þá inn og hafa þá inni í gróðurhúsi en það hefur mætt frekar neikvæðum viðbrögðum hjá yfirdýralækni,“ segir Jóhann. Aðspurður segist hann ekki telja að Bóbó verði afbrýðisamur út í keppinauta sína. „Ég á ekki von á því, Bóbó er með svo mikið jafnaðargeð. Börn og full- orðnir hafa mikla ánægju af því þegar Bóbó segir brand- ara.“ Tónleikar til að þakka fyrir góðar móttökur Um helgina verður mikið um að vera í Eden því í dag kl. 17 mun Papa Jazz, Guðmundur Steingrímsson, flytja fal- lega tóna auk þess sem söngkonan Bryndís Ásmunds- dóttir syngur dægurlög. „Við ætlum að þakka Hvergerð- ingum og nærsveitungum fyrir móttökurnar og stuðninginn. Svo er meiningin að vera með djass og dæg- urlög á hverjum laugardegi upp úr miðjum ágúst.“ Gamla góða Eden opnað á nýjan leik Morgunblaðið/RAX Opið Margir eiga góðar minningar f́rá Eden og kannast vel við apann Bóbó sem þar hefur búið í fjölda ára. Íslenskir bjóráhugamenn ættu að kætast við þær fréttir að þeir geti nú drukkið sjálfan Vatnajökul úr flösku. Um er að ræða nýjan bjór frá Ölvisholti sem er sérstakur fyrir þærsakir að vera bruggaður úr ísjök- um sem teknir eru úr Jökulsárlóni. Þá er bjórinn kryddaður með blóð- bergi sem vex í skjóli jökla á Suð- austurlandi. Bjórinn er frekar dökkur með mikilli fyllingu og er t.d. ætlað að passa vel með villibráð. Nýjungin er samstarfsverkefni Ölvisholts við Matís og ferðaþjón- ustu í Ríki Vatnajökuls. Hún er tengd hugmyndum um staðbundna fram- leiðslu í anda Slow Food-samtakanna sem Valgeir Valgeirsson, brugg- meistari í Ölvisholti, hefur verið í samstarfi við. Vatnajökulsbjórinn mun einungis fást á vínveit- ingastöðum í grennd við Vatnajökul en áhugasamir geta fræðst meira um tilurð bjórsins og fengið að bragða á honum á veitingahúsinu Dill í Norræna húsinu í dag. Bruggaður úr ísjökum Jökulsárslóns Náttúruafurð Vatnajökull er bruggaður úr ísjökum úr Jökulsárlóni. Vatnajökull í flösku Við stöngina Nemandi sýnir blaðamanni „plié“ í fyrstu og annarri „posi- tion“ sem vakti kátínu en á námskeiðinu voru nokkrir strákar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.