Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
LÁRA BÖÐVARSDÓTTIR,
frá Laugarvatni,
Barmahlíð 54,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 12. júlí.
Útför fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn
29. júlí kl. 15.00.
Eggert Hauksson,
Ágústa Hauksdóttir, Jónas Ingimundarson,
Ása Guðmundsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SONJA BJÖRG HELGASON,
Bakkaseli 15,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 13. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
26. júlí kl. 11.00.
Helgi Þór Axelsson, Guðfinna Helgadóttir,
Erla Björk Axelsdóttir, Guðfinnur R. Kjartansson,
Ósk Axelsdóttir, Sigurjón Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, afi,
bróðir og sonur,
TÓMAS RAGNARSSON,
er látinn.
Alfa Regína Jóhannsdóttir,
Ellý Tómasdóttir, Ragnar Tómasson,
Rúna Tómasdóttir, Ragnar Arnórsson,
Svanhildur Steinarrsdóttir, Ólafur Jóhann Steinarrsson,
Ragna Þóra Ragnarsdóttir, Dagný Ragnarsdóttir,
Arnar Ragnarsson,
Dagný Gísladóttir, Ragnar Tómasson.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ FINNSDÓTTIR,
frá Hrauni, Ingjaldssandi,
áður til heimilis að Skólavegi 5,
Hnífsdal,
er lést föstudaginn 9. júlí, verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00.
Guðrún Þórðardóttir, Friðrik Antonsson,
Guðný Sigríður Þórðardóttir, Jens Kristmannsson,
Guðmundur Gunnar Þórðarson, Erna Jónsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÓLAFS JAKOBS HELGASONAR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður til heimilis á Patreksfirði.
Veronika Pétursdóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Pétur Ólafsson,
Bjarki Ólafsson,
Sigþrúður Ólafsdóttir, Björn J. Hannesson,
Guðrún Ólafsdóttir, Vignir Richardsson,
barnabörn og barnabarnabörn. ✝
Systir okkar og frænka,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
lést mánudaginn 5. júlí á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ, Reykjavík.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fjölskylda og aðstandendur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
30 pör í sumarbrids
í Reykjavík
Mánudaginn 12. júlí var spilaður
tvímenningur með þátttöku
31 para. Efstu pör voru:
Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 92,8
Guðm. Skúlason – Bergur Reyniss. 72,5
Halldór Þorvaldss. – Hjálmar Pálsson 72,5
Miðvikudaginn 14. júlí mættu 28
pör til spilamennsku og voru efstu
pör:
Garðar V. Jónss. – Björn Arnarson 106,6
Alda Guðnad. – Kristján Snorrason 64,6
Erla Sigurjónsd. – Guðni Ingvarsson 63,5
Bronsstigastaða Sumarbrids 2010
hefur sjaldan verið meira spennandi
því aðeins munar 1 stigi á efstu 2
mönnunum.
Bronsstigahæstu spilarar sumars-
ins eru:
1. Halldór Þorvaldsson 158
2. Magnús Sverrisson 157
3. Jörundur Þórðarson 117
4. Ísak Örn Sigurðsson 104
5. Þórður Jörundsson 97
6. Guðrún Jóhannesdóttir 96
Sumarbrids er spilað á mánudög-
um og miðvikudögum í allt
sumar. Spilamennska byrjar kl.
19:00 og er tekið við skráningu þegar
spilarar mæta til leiks. Keppnisstjóri
er Sveinn Rúnar Eiríksson.
Sumarbrids á Akureyri
Spilað er á vegum Bridsfélags Ak-
ureyrar á þriðjudagskvöldum í
Skipagötu 14, 4. hæð. Spilamennska
hefst kl. 19.30 og að sjálfsögðu eru
allir velkomnir. Kaffi er á könnunni,
létt er yfir spilurum og veitir ýmsum
betur.
Úrslit 13. júlí:
Pétur Guðjónsson – Una Sveinsd. 60,4%
Reynir Helgas. – Hermann Huijbens 59,1%
Sveinbj. Sigurðs.– Sigurður Marteins. 54,2%
Grétar og Örlygur Örlygssynir 54,2%
Eldri úrslit: (22. júní.)
Frímann Stefánss. – Reynir Helgas. 68,5%
Stefán Vilhjálmss. – Örlygur Örlygss. 59,5%
Víðir Jónsson – Stefán Sveinbjörnss. 50,6%
Ragnh. Haraldsd. – Ólína Sigurjónsd. 50,6%
29. júní
Valmar Väljaots – Hermann Huijbens 66,1%
Pétur Guðjónsson – Una Sveinsdóttir 57,1%
Reynir Helgason – Vilhelm Adolfsson 55,4%
6. júlí
Ragnheiður Haraldsd. – Ólína Sigurjónsd.
31
Þórhallur Hermannss. – Gissur Jónass. 19
Stefán Vilhjálmss. – Vilhelm Adolfss. 10
Ég heyri enn fóta-
tak þitt í mölinni við
innkeyrsluna hér á
Ægisíðunni. Og ég
ætla að halda áfram að heyra það.
Þið Elvar áttuð einstakt vinasam-
band sem ég hélt að væri ekki til
hjá strákum. Þú studdir Elvar í
gegnum gleði, sigra og tár. Þú
reyndist Elvari klettur sem hagg-
aðist ekki, sama á hverju gekk. Þú
fórst með honum í gegnum hans
veikindi. Þegar Elvar missti föður
sinn sviplega varstu kominn áður
en við náðum andanum og varst hjá
okkur allt sumarið. Þú studdir okk-
ur, labbaðir með okkur, grést og
þagðir með okkur. Ég hef aldrei
upplifað neinn sýna eins mikið
æðruleysi og þig, elsku Bjarni
minn, hvort sem það var gagnvart
Elvari eða í veikindum þínum.
Á veikindum þínum tókstu á með
húmorinn að vopni og leiddir vini
þína í gegnum erfiðleikana. Þegar
þú kvaddir varstu á þinn hátt búinn
að undirbúa okkur. Í dag reyni ég
að hugsa um hve þakklát ég sé að
þú skyldir verða vinur hans Elvars.
Við áttum svo margar skemmtileg-
ar stundir, bæði hér heima og ekki
síður erlendis. Þið voruð sem eitt,
höfðuð ómældan áhuga á vopnum,
stríðum, ferðalögum, tónlist, bíó-
myndum og ég get haldið endalaust
áfram. Það kemur varla sá dagur að
ekki heyrist hér, ohhh Bjarni verð-
ur að sjá þetta. Þú heldur áfram
með okkur í gegnum lífið og ég held
áfram að heyra fótatak þitt.
„Vinur þinn er þér allt. Hann er akur
sálarinnar, þar sem samúð þinni er
sáð og gleði þín uppskorin. Hann er
brauð þitt og arineldur. Þú kemur til
hans svangur og í leit að friði.
Þegar vinur þinn talar, þá andmælir
þú honum óttalaust eða ert honum
samþykkur af heilum hug. Og þegar
hann þegir, skiljið þið hvor annan.
Því að í þögulli vináttu ykkar verða
allar hugsanir, allar langanir og allar
vonir ykkar til, og þeirra er notið í
gleði, sem krefst einskis. Þú skalt
Bjarni Páll
Kristjánsson
✝ Bjarni Páll Krist-jánsson fæddist í
Reykjavík 19. janúar
1988. Hann lést á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspít-
alans 15. júlí 2008.
Útför Bjarna Páls
var gerð frá Nes-
kirkju 31. júlí 2008.
ekki hryggjast, þegar
þú skilur við vin þinn,
því að það, sem þér
þykir vænst um í fari
hans, getur orðið þér
ljósara í fjarveru
hans, eins og fjall-
göngumaður sér fjall-
ið bezt af sléttunni.“
(Úr Spámann-
inum.)
Helga Elvars-
mamma.
Manstu
Þegar við sigldum
um höfin í kafbátum okkar á Tóm-
asarhaga.
Þegar við börðumst í gegnum
regnskóga og drápum þyrnisk-
rímslið, þó svo að gömlu konurnar
hafi kallað það rósagerði.
Þegar þú tókst ekki húfuna af
þér í heilt ár.
Þegar við stoppuðum alltaf bíó-
myndir til að þú gætur séð hvers
konar byssur bófarnir notuðu.
Þegar við tókum upp okkar
fyrsta spjallþátt sem hefur sem
betur fer aldrei komið fyrir al-
mennings sjónir.
Þegar við héldum okkar fyrstu
tónleika í sófanum hjá ömmu.
Þegar ég lofaði að horfa ekki
vegna þessa að baðherbergisvegg-
urinn á hótelherberginu var gerður
úr gleri og þú varst í sturtu.
Þegar við börðumst í seinni heim-
styrjöldinni, þó úr öruggri fjarlægð
bakvið tölvuskjá.
Þegar við opnuðum markað á
miðöldum og hjálpuðu skátum við
þrautalausnir.
Þegar við urðum bestu vinir.
Ég mun muna eftir þér og okkar
frábæru heimsreisu, alltaf.
Héðanaf allt til enda veraldar,
Að ekki verði’ á oss minnzt, hina fáu,
Oss fáa, því fer betur, bræðra-
hópinn;
því sá sem við mig blandar blóðin í
dag,
er bróðir minn;
(Shakespeare, í þýðingu
Helga Hálfdánarsonar.)
Þinn vinur,
Elvar.