Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 25
Árangur okkar allra Rio Tinto Alcan Straumsvík | Pósthólf 244 | 222 Hafnarfjörður | Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is Álverið í Straumsvík hlaut nýverið öryggisviður- kenningu Tom Albanese, aðalforstjóra Rio Tinto, fyrir framúrskarandi árangur í öryggismálum á undanliðnum tveimur árum. Aðeins tvær starfsstöðvar Rio Tinto fengu slíka viður- kenningu, en Rio Tinto er í hópi stærstu fyrirtækja heims með yfir 100 þúsund starfsmenn, einkum í Norður-Ameríku, Evrópu og Ástralíu. Viðurkenningin er því mikill heiður fyrir starfsfólk álversins. Fyrst og fremst er hún þó til marks um ríkan metnað allra sem starfa fyrir álverið til að ná framúrskarandi árangri. Það gildir ekki aðeins um öryggismál heldur alla þætti rekstrarins. Við óskum öllu starfsfólki okkar og verktökum til hamingju með þennan árangur. Megi viðurkenningin verða okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.