Morgunblaðið - 17.07.2010, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.07.2010, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Árleg sameiginleg messa ná- grannasóknanna þriggja, Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs verður haldin á morgun, sunnudag. Messan er haldin á Nónholti innst í Graf- arvoginum kl. 11, en Nónholt er á mörkum sóknanna þriggja. Hægt verður að halda til mess- unnar í pílagrímsgöngu úr kirkj- unum þremur fyrir þá sem vilja hjóla eða ganga til messu. Lagt er af stað kl. 10 frá Árbæjarkirkju og Grafarvogskirkju og kl. 10.15 frá Guðríðarkirkju. Að messunni lokinni verður drukkið kaffi og grillaðar pylsur í boði Grafarholtssóknar. Messa og grill í Nónholti Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ gáfu fyrir nokkru Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík búnað að andvirði einnar milljónar króna. Búnaðurinn sam- anstendur af stólum, borðum og skoðunartækjum sem auðvelda læknum vinnuna þegar þeir skoða og lækna sjúklinga sem eiga við háls-, nef- og eyrnamein að stríða. Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ eru fjórir og allir kynskiptir. Karla- klúbbarnir eru Lionsklúbbur Ólafsvíkur og Lionsklúbbur Nesþinga, en kvennaklúbbarnir eru Lionsklúbburinn Þernan á Hellissandi og Lions- klúbburinn Rán í Ólafsvík. Rúmlega 110 manns eru í Lionsklúbbunum fjór- um í Snæfellsbæ og er starfið blómlegt. Morgunblaðið/Alfons Fulltrúar Berit Arnfjörð frá Rán, Sigrún Baldursd., Þernunni, Ari Bjarna- son, Lionsklúbbi Ólafsvíkur og Pétur Jóhannss. frá Lionsklúbbi Nesþinga. Lionsklúbbar gefa heilsugæslu tæki STUTT Fjórir einstaklingar munu synda frá Árskógssandi að Hrísey klukk- an tíu í dag. Hópsundið er liður í fullveldis- og skeljahátíð í Hrísey sem fram fer nú um helgina. Sundið er 3,4 km að lengd. Þetta er annað árið í röð sem Hríseyjarsundið er þreytt en sex manns syntu í fyrra. Þeir fljótustu syntu vegalengdina á rúmum klukkutíma. Á hátíðinni fer einnig fram Ís- landsmeistaramót í skeljakappáti. Þess má geta að í fyrra kepptu þeir Hallgrímur Helgason rithöfundur og Stefán Eiríksson lögreglustjóri til úrslita. Synda til Hríseyjar frá Árskógssandi Bankastrætið verður, ásamt hluta Laugavegar og Skóla- vörðustígs, helgað gangandi og hjólandi vegfarendum fram yfir helgina vegna veðurblíðu. Laugavegurinn verður göngugata frá gatnamótum við Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti. Einstöku blíðviðri er spáð í höfuðborginni um helgina og hafa því borgaryfirvöld í samráði við samtökin Mið- borgin okkar tekið þá ákvörðun að gefa fólki aukið rými til að njóta þess. Bankastræti verður göngugata um helgina Bankastræti • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala 40% afsláttur af öllum fatnaði og skóm Aukatónleikar Basil kórsins frá Moskvu í Langholtskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 20.00. Miðasala á midi.is og við innganginn. Útimessa á Nónholti í Reykjavík Guð, gróður og grill Sameiginleg útimessa Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogssafnaða á Nónholti við Grafarvog sunnudag kl. 11. Ganga fer frá kirkjunum kl. 10. Einnig má aka malarveginn við sjúkrastöðina Vog við Stórhöfða. Grillpylsur og kirkjukaffi í góða veðrinu. Prestar og sóknarnefndir í nyrstu byggðum Reykjavíkur Árbók Ferðafélags Íslands er komin út! Árbók Ferðafélags Íslands fjallar að þessu sinni um eitt fegursta svæði Íslands, Friðland að Fjallabaki. Bókin fæst á skrifstofu félagsins, Mörkinni 6 og kostar 7900 kr. Félagsmenn fá bókina senda, sér að kostnaðarlausu, um leið og heimsendir gíróseðlar vegna félagsgjalda hafa verið greiddir. Kynnið ykkur kosti félagsaðildar og þau fjölmörgu fríðindi sem henni fylgja á heimasíðu félagsins. www.fi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.