Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 11
Leiðbeiningar Nemendur fylgdu hreyfingum kennarans eftir í hinum ýmsu æfingum á gólfinu.
dreifðum við
okkur um
gólfið og við
tóku æfingar
sem báru ýmis
frönsk nöfn.
Ég stillti mér
upp útskeif með
ímyndaðan bolta
í fanginu og
reyndi að fylgja
leiðbeiningum
kennarans.
Sjaldan hef ég
horft jafn mikið
á fætur ann-
arra og í þess-
um balletttíma
á meðan ég
reyndi að læra sporin
og halda jafnvægi við
framkvæmd þeirra.
Brak í beinum
Æfingarnar fólu
í sér ákveðnar fóta-
hreyfingar, hringi
og hopp og það kom
mér strax á óvart
hve mikið ég
reyndi á mig,
að því er mér
sýndist, við ein-
földustu æf-
ingar. Svita-
perlurnar
spruttu fram þegar ég
horfði á samnemendur mína
framkvæma „plié“ og „piqué“ og
færa sig úr einni „position“ í
aðra en í ballett eru þær alls fimm.
Allir lögðu sig fram við að gera sitt
besta og brak í beinum og harkaleg
hopp stórbættu stemninguna í saln-
um. Stundum einbeitti ég mér um of
að fótahreyfingunum sem varð til
þess að ég gleymdi að halda hand-
leggjunum einnig glæsilegum. Fyrir
mér snerust þessi fyrstu spor því að-
allega um tækni og samhæfingu en
hugmyndir um fágun í hreyfingum
varð ég að geyma þar til síðar.
Hvatning og húmor
Næst á dagskrá voru æfingar
framkvæmdar þvert yfir gólfið, úr
einu horni yfir í annað. Ég háði bar-
áttu við eigin líkama þegar ég reyndi
við „pirouette“, eins konar snúning á
öðrum fæti á meðan hinum er lyft
upp. Til að verða ekki ringluð þurfti
ég að finna ákveðinn punkt til að
horfa á í hvert skipti sem ég sneri í
hring en í því fólst snögg höfuðhreyf-
ing (og þrælgóð jafnvægisæfing)
sem heppnaðist misvel. Við gerðum
fleiri dansspor yfir gólfið sem voru
mörg hver skrautleg, sérstaklega
þegar æfingar voru endurteknar frá
vinstri hlið. Í lok tímans slöppuðum
við af og teygðum á í rólegheitum. Ef
ekki hefði verið fyrir endalaus hvatn-
ingarorð kennarans og húmorinn hjá
krökkunum hefði upplifun mín af
tímanum eflaust verið öðruvísi. Ég
má til með að nefna að á námskeið-
inu voru ekki einungis stelpur held-
ur einnig nokkrir strákar sem röð-
uðu sér í fremstu línu af miklu
öryggi. Ég skemmti mér kon-
unglega þrátt fyrir eigin klaufa-
skap en miðað við harðsperrurnar
daginn eftir hef ég vonandi gert eitt-
hvað af viti.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
Daglegt líf 11
„Ég ætla að ganga upp á fjallið Högn-
höfða í Biskupstungum í dag ásamt
Hjalta kærastanum mínum og Maríu
frænku hans,“ segir Áslaug Rut Krist-
insdóttir þroskaþjálfi.
Við byrjum daginn klukkan sjö,
smyrjum nesti og brunum svo upp í
sveit.
Við ætlum að fara upp norðan við
Högnhöfða en þar er göngustígur.
Þegar við höfum sigrað þetta fallega
fjall og gengið upp á hæsta tind hans
í norðri, þá brunum við aftur suður
og förum í afmæliskvöldverð í Kópa-
vogi hjá tengdamóður minni.“
Áslaug segir Högnhöfða vera mikið
fjall, tíu þúsund ára gamall móbergs-
hryggur sem er 1,002 metra hátt og
aflangt frá norðaustri til suðvesturs.
Högnhöfði er brattur og klettóttur
nánast allt í kring.
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Gengur á
Högnhöfða
Ballett er ein tegund dansforms og á upphaf sitt að rekja í
umrót ítölsku endurreisnarinnar. Ballettinn þróaðist síðar
enn frekar í Frakklandi og Rússlandi og hefur haft mikil
áhrif á aðrar tegundir af dansi. Ballett er oftar en ekki
sýndur við undirspil klassískrar tónlistar en ballettverk
eru samin og sýnd af listamönnum og dönsurum sem
jafnvel þurfa að beita leiklist á sviðinu. Fremstu ball-
ettdansarar heimsins helga líf sitt dansinum og æfa
stíft í ströngu námi til að ná tækninni óaðfinn-
anlega.
Dansarar æfa stíft
ÓAÐFINNANLEG TÆKNI
Verkefnið styrkja Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, NORA, Orkusetur, HR og fleiri
Upplýsingar veitir Guðrún Lilja Kristinsdóttir , glk@newenergy.is 588-0316
Viltu taka þátt í
rafmagnaðri tilraun?
Við leitum að átta fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu til að taka þátt í rannsókn og
leigja nýorkubíla (rafgeymabíl og vetnisrafbíl, hvorn í einn mánuð). Við viljum um-
sóknir frá 2-4 manna heimilum sem hafa áhuga á umhverfismálum. Ökumenn verða
að hafa náð 22 ára aldri. Æskilegt er að hafa bílskúr til umráða, en aðgangur að raf-
magnsinnstungu fyrir bílinn er nauðsynlegur.
Notendur greiða fyrir áfyllingu sjálfir og
leigan er 25.000kr á mánuði, trygging
er innifalin. Sendið okkur fjölskyldulýs-
ingu og stutta umsókn sem svarar spurn-
ingunni: „Hvers vegna ættum einmitt
VIÐ að fá leigðan rafbíl?“ Umsóknin
sendist á glk@newenergy.is fyrir 29.
júlí næstkomandi.
Rannsóknarverkefnið hefst í ágúst
2010 og lýkur í maí 2011. Þátt-
takendur verða að svara spurninga-
könnunum og halda skráningu yfir
akstur bílanna á leigutímanum.
Vinsælu
Yoohoo tuskudýrin
í miklu úrvali
Dreifingaraðili
Danco