Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfis-
ferðir til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol.
Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og
herbergja í boði - verð getur hækkað
án fyrirvara.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
Síðustu sætin 17. júlí á einstöku tilboði
frá kr. 59.900
Kr. 114.900 Aguamarina apart-
ments *** með fullu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11
ára, í íbúð með fullu fæði og drykkjum með mat í
10 nætur. Verð m.v. 2 í studio kr. 139.900.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kr. 79.900
Balmoral **+ með hálfu fæði *
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11
ára, í herbergi í 10 nætur með hálfu fæð. Verð
m.v. 2 í herbergi kr. 109.980 á mann með hálfu
fæði.
Kr. 59.900 Flugsæti 17.–27. júlí
Netverð á mann.
Kr. 109.900 Hotel Palmasol ***
með „öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11
ára, í fjölskylduherbergi með „öllu inniföldu“ í 10
nætur. Verð m.v. 2 í herbergi kr. 139.900.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna, LSS, hyggst
fylgja eftir kjarakröfum sínum með
dagsverkföllum næstu vikurnar en
dugi þau ekki til hefur sambandið
boðað allsherjarverkfall 7. septem-
ber. Einvörðungu verður sinnt
neyðarþjónustu í verkfalli og mun
sérstök verkfallsnefnd meta tilvik.
Ríkissáttasemjari hefur boðað
til nýs fundar með deiluaðilum á
miðvikudag. Áætlað er að fyrsta
dagsverkfallið verði á föstudag en
mikil reiði er sögð meðal liðsmanna
LSS yfir tilboði launanefndar sveit-
arfélaganna. Hún bauð 1,4% kaup-
hækkun frá 1. júlí en samningar
hafa verið lausir í tæpt ár. LSS-
menn horfa mjög
til þess að lög-
reglumenn fengu
nýlega sex pró-
senta launa-
hækkun.
Slökkviliðs-
menn aka sjúkra-
bílum og eru
einnig oft lærðir
bráðatæknar. Alþjóðleg menntun
þeirra gerir að verkum að þeir geta
auðveldlega fengið vinnu í öðrum
löndum.
Fólkið mun njóta vafans
Skyndiverkföllin eiga augljós-
lega að minna ráðamenn og aðra á
það hve mikilvægum störfum liðs-
menn LSS gegna í samfélaginu;
þau eru fyrst og fremst viðvörun.
Heimildarmaður úr röðum slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna segir
að forgangsröðin í starfinu sé nú
mannslíf, umhverfi og síðan eignir, í
þessari röð. „Við tökum enga
áhættu í verkfalli, fólk verður látið
njóta vafans. Ef aldraður maður á
elliheimili dettur og fær skurð á
höfuðið flytjum við hann að sjálf-
sögðu á sjúkrahús.
En ef það hefur dugað að setja
plástur á sárið og maðurinn ekki í
neinni hættu myndum við ekki sjá
um að flytja hann af sjúkrahúsinu
aftur á heimilið, það yrði vandamál
spítalans.
Mörg mál af þessu tagi geta
komið upp. Ef allsherjarverkfall
skellur á gæti orðið geysilega flókið
að leysa þetta. Þetta gæti orðið
ringulreið.“
„Gæti orðið ringulreið“
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í verkfall í vikulokin
Horfa til 6% launahækkunar lögreglumanna
Það var líf og fjör á bændamarkaðnum í Mos-
skógum í Mosfellsdal um helgina. Markaðurinn er
fyrst og fremst grænmetismarkaður en þar má
líka finna osta, pestó, sultur og annað góðgæti.
Markaðurinn er opinn frá júlí fram í september
og eru margir mættir snemma morguns til að
krækja sér í brakandi ferskt grænmeti og eitt-
hvað gott ofan á brauð. Í ágúst er síðan haldin
sultukeppni með sultum, marmelaði og chutney.
Sívinsæll bændamarkaður í Mosfellsdalnum
Morgunblaðið/Ómar
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Umtalsverð aukning varð í sölu á grillkjöti síðasta sum-
ar og virðast sölutölur nú ætla að verða svipaðar að
sögn kjötframleiðenda. Aukin ferðalög Íslendinga inn-
anlands voru talin ein ástæða söluaukningarinnar í
fyrra. Meira virðist þó fara af dýrari kjötbitum eins og
fille og lundum þetta sumarið.
„Salan á grillkjöti hefur verið mjög svipuð og í
fyrra það sem af er sumri,“ segir Ingvar Gíslason, sölu-
stjóri hjá Norðlenska. En 10% aukning hefur verið í
magnsölu á kjöti hjá fyrirtækinu. Aukning í lambakjöts-
sölu nemi þó 12% og sé horft til dýrari hluta lambsins
nemi hún 30%. Hjá SS hefur salan á grillkjöti einnig
verið góð og dýrari bitarnir seljast vel. Nokkurs sam-
dráttar gætir hins vegar í sölu á svínakjöti. Steinþór
Skúlason, forstjóri SS, segir ástæðu þess þá að versl-
anir geri nú mikið af því að selja svínakjöt á mjög lágu
verði undir eigin merkjum.
Hjá Kjarnafæði hafa sölutölur einnig haldist í
hendur við þróunina síðasta sumar. „Þetta er mjög
sambærilegt og skiptingin svipuð og þá,“ segir Eiður
Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis. „Það er
þó helst að maður taki eftir að fólk geri ívið betur við
sig í mat og leyfi sér meira en á öðrum árstíma.“
Pylsumenningin að breytast
Veruleg aukning hefur einnig orðið í pylsusölu hjá
Kjarnafæði. „Pylsuleikurinn sem við vorum með í
tengslum við HM á eflaust sinn þátt í því, en ég held þó
að aðalskýringin sé sú að Íslendingar hafa á und-
anförnum árum kynnst pylsumenningu annarra Evr-
ópuþjóða betur og vilja gjarnan taka hana með sér
heim. Enda eru pylsur fínasti matur.“
Góð sala í dýrari bitunum
Morgunblaðið/Kristinn
Grill Fólk virðist gera betur við sig í mat yfir sumarið.
Sölutölur yfir grillkjötið
lofa góðu fyrir sumarið
Vel kemur til
greina að skerpa
skilgreininguna
á reiðhjólum í
umferðarlögum
til dæmis með
þyngdartak-
mörkunum, að
sögn Björns Vals
Gíslasonar, for-
manns sam-
göngunefndar Alþingis. Í vikunni
staðfesti Umferðarstofa að raf-
magnsvespur sem nýlega komu á
markað skyldu flokkast sem reið-
hjól og nýtast á göngu- og hjól-
reiðastígum. Björn Valur segir
þetta hæpna skilgreiningu og sjálf-
sagt sé að endurskoða hana í frum-
varpi að nýjum umferðarlögum
sem tekið verður fyrir á haust-
þinginu.
Björn Valur er síður hrifinn af
tillögu Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa um að setja svokallaða
áfengislása í bíla síbrotamanna en
segist þó vera opinn fyrir haldbær-
um rökum fyrir þeim. Lásarnir
virka þannig að ökumaðurinn þarf
að gefa öndunarsýni áður en bíllinn
er ræstur. Ef áfengismagn mælist
of mikið fer bíllinn ekki í gang.
Reiðhjól endurskil-
greind en áfengis-
lásar ólíklegir
Rafmagnsvespa
Í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra
fyrir síðastliðið ár kemur fram að
mun fleiri nauðgunarkærur bárust
lögreglu árið 2009 í samanburði við
árið á undan. Nánast var um helm-
ingsfjölgun að ræða en um 50 slíkar
kærur voru lagðar fram árið 2009 á
móti 35 árið 2008. Þá mátti sjá
fjölgun annarra kynferðisbrota í
tengslum við Netið og er þar átt
bæði við samskiptasíðu eins og Fés-
bók og msn-netspjall. Auk nauðg-
ana voru fjölmennustu brotaflokk-
arnir blygðunarsemisbrot og
kynferðisbrot gegn börnum. Þá
bárust lögreglu líka margar til-
kynningar um heimilisofbeldi, jafnt
andlegt sem líkamlegt.
Mun fleiri
nauðgunarkærur
„Einn verkfallsdagur mun varla
hafa stórvægileg áhrif hér,“
segir Guðrún Birna Gísladóttir,
forstjóri elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar. „En þeir
sem þurfa að fara í sjúkrabíl
geta ekki farið á föstudeginum.
Við erum sjálf með bíl til að
flytja fólk sem er í hjólastól. En
þetta er erfiðara ef fólk þarf að
fara í sjúkrakörfu.“ Hún segir að
ekki muni koma til þess að að-
standendur verði beðnir um að
flytja skjólstæðinga heimilisins
á sjúkrahús.
Sumir þurfa
sjúkrabíl
GRUND
Sundkappanum Benedikt Lafleur
tókst ekki að synda til Vestmanna-
eyja í gær. Ástæðuna segir hann
kaldari strauma en hann hafi búist
við, auk þess sem hann sé ekki
nægilega staðkunnugur. Benedikt
lagðist til sunds í Bakkafjöru og var
áætlaður sundtími 5 til 6 klukku-
tímar. „Ég ætla að gera þetta öðru-
vísi næst,“ segir Benedikt sem er
harðákveðinn að reyna aftur.
Tókst ekki synda frá
landi til Eyja