Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 16
16 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 Hjarðhegðun er hugtak sem sálfræð- ingur kom fram með í skýrslu um banka- hrunið. Hún segir að það hafi ráðið miklu um það hve illa fór. En höfum við að ein- hverju leyti tekist á við þennan kvilla þjóðarinnar eftir hrun? Það held ég ekki. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um t.d. Morgunblaðið og Icesave svo dæmi séu tekin. Margir hlupu upp til handa og fóta og sögðu Mogg- anum upp og tilkynntu svo hreyknir á facebook að þeir væru búnir að segja upp Mogganum. Þetta er ein birtingamynd hjarð- hegðunar. Þrátt fyrir að Davíð væri ráðinn ritstjóri á Morg- unblaðinu er þetta eini prentmið- illinn sem gefur almenningi kost á að skrifa og tjá skoðanir sínar í blað. Mér finnst það svolítið skjóta skökku við að allir skuli segja þessu blaði upp, en á sama tíma lesa þessir aðilar Fréttablað Jóns Ásgeirs eins og ekkert hafi í skor- ist. Hann er samt maðurinn sem hefur hagað sér eins og veggja- títla í bankakerfinu okkar og ber því mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er. Á sama hátt og fólk var kúgað til ákveðinnar hegðunar fyrir hrun er enn sama uppi á teningnum. Ekki þarf að líta á annað en hegð- un Samfylkingarinnar með Jó- hönnu í fararbroddi í sambandi við Evrópu- bandalagið. Þjóðin skal hafa þá skoðun sem Jóhanna og sam- fylkingarfólk hefur hvað sem það kostar. Ég spyr mig hvort þetta sé það lýðræði sem fólk vill búa við. Margir halda fram að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið með einræðistilburði og eru mjög ósáttir. Ég sé hins vegar engan mun á hegðun stjórnvalda gagn- vart almenningi nú miðað við Geir Haarde. Ég kaus Vinstri græna í síðustu kosningum í þeirri trú að þeir meintu eitthvað með því sem þeir sögðu fólki fyrir kosningar. En eitt af þeirra kosningamálum var að þeir væru andvígir inn- göngu í Evrópubandalagið. Ég hef sjaldan séð jafn mikið eftir at- kvæði mínu til flokks sem svo sannarlega hefur sýnt að hann átti ekki skilið traust mitt sem kjós- anda. Ég hef aldrei verið flokksbundin í neinum flokk af því ég hef viljað hafa þann rétt sem kjósandi að taka afstöðu eftir mönnum og mál- efnunum sem þeir standa fyrir. Mér finnst sorglegt að horfa upp á meðhöndlun núverandi stjórnarflokka á málefnum þjóð- arinnar. Þetta eru flokkar sem kenna sig við félagshyggju en þeim virðist skítsama um fólkið sem byggir þetta land. Þetta kem- ur vel fram í þeim aðgerðum sem þessi stjórn stendur fyrir. Þegar fólk kallaði á inngrip ríkis stjórn- arinnar þegar gengislánin fóru úr böndunum og fólk missti tök á fjármálum sínum var fólkið ábyrgt fyrir því að hafa tekið lánin. Nú þegar dæmið snýst við eftir dóm hæstaréttar á sama fólk að sýna sanngirni! Það var hægt að fella niður milljarða hjá sumum á með- an hinn venjulegi þjóðfélagsþegn fær ekki tommu gefna eftir. Ég spyr sjálfa mig og aðra hvernig ætlar svona stjórn að ná sátt í þessu þjóðfélagi? Stjórn sem sýnir þegnum sínum í verki hvað þeir skipta litlu máli. Það virðist ekki vefjast fyrir þessari stjórn að troða á þeim „verst stöddu“. Það byggist kannski á því að það eru ekki kosningar strax ef þeim tekst að hanga í stjórn hvað sem það kostar. Ég held að flestir í þessu landi vilji sjá breytingar sem snúa að almenningi og lífi þeirra sem byggja landið. Áhersla þessarar stjórnar er á eitthvað allt annað en það. Mér persónulega finnst ekkert betra að hafa þessa spilltu stjórn en þá sem var á undan. Hugleiðing um hjarðhegðun og hrunadans Eftir Hildi Halldóru Karlsdóttur »Mér finnst það sorg- legt að horfa upp á meðhöndlun núverandi stjórnarflokka á mál- efnum þjóðarinnar. Þeim virðist skítsama um fólkið í landinu. Hildur Halldóra Karlsdóttir Höfundur er bókasafnsfræðingur og kennari. Umræðan um hern- aðarlegt eðli Evrópu- sambandsins er lífleg þessa daganna og birtist grein eftir Semu Erlu Serda- roglu í Morgunblaðinu hinn 14. júlí sem ber heitið „ESB – hern- aðar- eða mann- úðarsamband?“ þar sem lítið var gert úr hervæðingu Evrópusambandsins og talið ólíklegt að sameining her- afla ESB-ríkja myndi nokkurn tím- ann eiga sér stað. Evrópusam- bandið (ESB) hefur hins vegar verið í farvegi hervæðingar í dá- góðan tíma. Miðað við eðli sam- bandsins og vilja þess til aukins áhrifamáttar í heimsmálum kemur sú þróun sem farið verður yfir hér að neðan ekki á óvart. Áhrifamiklir menn innan ESB hafa margsinnis viðrað opinberlega þá hugmynd að sambandið kæmi sér upp evrópskum her. Gott dæmi er yfirlýsing Franks-Walters Steinmeier, þá utanríkisráðherra Þýskalands, um að stefna ætti að sameiningu herafla ESB-ríkja í einn Evrópuher. Rökstuðningur Walters var sá að slíkur her yrði sá „annar öflugasti í heiminum“ og þar af leiðandi öflugt „pólitískt stjórntæki“. En kanslari Þýska- lands Angela Merkel, forseti Frakklands Nicolas Sarkozy, utan- ríkisráðherra Ítalíu Franco Fratt- ini og fyrrum forsætisráðherra Belgíu Guy Verhofstadt hafa öll opinberlega lýst yfir áhuga á sam- eiginlegri varnarstefnu fyrir ESB. Frakkar hafa stungið upp á sam- eiginlegri flugmóð- urskipadeild ESB og var hvítskýrsla Frakka um varnarmál mjög skýr í þeim efn- um að stefna ætti á sameiginlegar Evr- ópuhersveitir innan ESB. Þá hafa Frakk- ar einnig rætt mik- ilvægi þess að sam- eina vopnaiðnað Evrópuríkja. Loks eru í gangi mörg verkefni sem snúa að þessari þróun og má þar m.a. benda á evr- ópsku þungalyftu-áætlunina (Euro- pean heavy lift program). Skýrasta dæmið um þá undirbúningsvinnu sem er nú í fullum gangi við her- væðingu ESB er þó vafalaust Lissabon-sáttmálinn. Greinar 27 og 28 í sáttmálanum leggja grundvöll að því að koma á fót Evrópuher. Þá leggur Lissabon-sáttmálinn einnig línurnar að þróun sameig- inlegrar varnarmálastefnu fyrir Evrópusambandið. Í dag kristall- ast þessar greinar í 42. grein sátt- málans um Evrópusambandið (Treaty of European Union). Hér hafa aðeins verið tínd til nokkur dæmi er snúa að hervæðingu Evr- ópusambandsins. Í dag er samanstendur ESB af 27 aðildarríkjum sem árið 2007 vörðu samanlagt 308 milljörðum dollara í varnarmál skv. tölum frá Evrópsku varnarmálastofnuninni. Á eftir Bandaríkjunum eru þetta næsthæstu útgjöld í heiminum til hernaðarmála en þrátt fyrir þetta ber Rússland meiri hernaðarþunga á alþjóðavettvangi heldur en ESB. Ein lykilástæða þess er sú að framlögum til hernaðarmála í sam- bandinu er skipt á 27 vegu sem eru hvorki skipulögð né undirbúin sameiginlega nema að örlitlu leyti. Þetta er veikleiki fyrir Evrópu þegar kemur að varnarmálum og þýðir að samlegðaráhrif allra þessa útgjalda verða í raun í lágmarki og er mikill fjölverknaður stundaður í evrópskum varnarmálum. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt fyrir samband eins og Evrópusambandið að stefna að heildstæðari og sam- eiginlegri hernaðaráætlun sem kæmi m.a. fram í sameiginlegum her. Grunnvinnan fyrir þetta ferli er langt á veg komin. Grein Semu fór ekki yfir þá þróun sem bent er á hér að ofan en tók hins vegar fram að ESB væri t.d. öflugt í þróun- arverkefnum. Það má vel vera en það breytir því ekki að ESB er í sinni núverandi mynd að stefna að því að gera sig meira gildandi á hernaðarsviðinu. Þess vegna á undirritaður erfitt með að skilja hvernig hægt er að halda öðru fram þegar fyrirliggjandi gögn eru skoðuð. Íslendingar munu vissu- lega þurfa að taka afstöðu til þessa málaflokks eins og annarra þegar kemur að því að vega og meta kosti og galla Evrópusambands- aðildar. Hervæðing Evrópusambandsins Eftir Tryggva Hjaltason »Evrópusambandið hefur verið í farvegi hervæðingar í nokkurn tíma. Umræða um ESB hér á landi þarf að taka mið af þessari þróun. Tryggvi Hjaltason Höfundur er öryggismála- og greiningarfræðingur. ✝ Jóna Björg Hall-dórsdóttir fæddist á Húsavík 23. maí 1914. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Selja- hlíð 4. júlí 2010. Foreldrar hennar voru Halldór Nikulás Sigurjónsson smiður á Húsavík, f. 22. desem- ber 1868, d. 30. októ- ber 1936, og Ingibjörg Stefánsdóttir hús- móðir, f. 30. janúar 1874, d. 11. mars 1951. Jóna var næstyngst 8 systkina sem eru nú öll látin. Þau voru: Stefán, f. 25. september 1899; Sigurjón, f. 6. mars 1902; Dórothea, f. 19. apríl 1904; Bára, f. 17. ágúst 1906; Helga, f. 23. október 1907; Svava, f. 23. ágúst 1910, og Karítas, f. 7. des- ember 1917. Jóna giftist 8. júní 1935 Hannesi Björnssyni fulltrúa á Pósthúsinu í Reykjavík, f. 12. apríl 1900 á Beina- keldu í Húnavatnssýslu, d. 26. ágúst 1974. Foreldrar hans voru Björn Jó- hannsson. f. 4. desember 1869, og Guðrún Magnúsdóttir, f. 1. apríl 1973. Hannes átti tvær systur sem báðar eru látnar. Börn Jónu og Hannesar eru: 1) Guðrún Birna, f. 1936, giftist Sigurði Sigurðssyni, þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru: Sigrún f. 1955, Jóhann f. 1956, Ólöf f. 1958 og Þorsteinn Gauti, f. 1960. 2) Halldór, f. 1939, kvæntur Eddu Óskarsdóttur, þau eiga sex börn: Gunnþóru, f. 1963, Arnar f. 1966, Jósef f. 1969, Katrín f. 1972 og tvíburana Guðlaugu Ósk og Jónu Björgu f. 1974. 3) Helga Heiður giftist Anastasios Englesos, þau skildu. Þeirra syn- ir eru: Elías Ikaros f. 1960 og Jannis f. 1964. Helga giftist síðar Mikael Magnússyni Ly- ras, hann er látinn. 4) Hannes Jón, hann á 5 börn; Guð- mundur f. 1973, Ásta Katrín f. 1975, Heimir Örn f. 1975, Andrés Frímann f. 1982 og Kristófer Jón f. 1998. Af- komendur Jónu og Hannesar eru nú orðnir 42 talsins. Jóna ólst upp á Húsavík og fékk þar hefðbundna barna- og unglinga- fræðslu. Sextán ára gömul fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. Jóna og Hannes bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, síðustu árin saman að Keldulandi 11. Jóna hélt eigið heimili til 90 ára aldurs en dvaldist síðustu árin á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð við góða að- hlynningu starfsfólks. Hún andaðist þar. Útför Jónu verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag, 19. júlí 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma. Mig langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var þér líkt að kveðja um há- sumar í sól og blíðu. Þú varst alltaf mikið fyrir það að baða þig í sólinni á sumrin. Þú áttir mörg góð ár í Keldu- landinu þar sem þú hafðir þinn eigin litla, fallega garð og gast verið úti á góðviðrisdögum. Þó svo þú hafir búið í Reykjavík frá unglingsárum var heima alltaf á Húsavík þar sem þú varst fædd og uppalin. Þú áttir greinilega góðar æskuminningar þaðan. Mig langar til þess að þakka þér hversu góð amma þú varst mér. Ég man sem barn hvernig þú straukst mér blíðlega þegar þú þvoðir mér á kvöldin og man hve mikið öryggi það var að hafa ykkur afa oft búsett mjög nálægt okkur. Öll jólin sem þið afi, Jóa frænka og Ella eydduð með okkur, þið komuð klyfjuð eins og vitringarnir til að gleðja okkur krakkana. Mörg síðustu jól hef- ur þú verið hjá mér og minni fjölskyldu og þá hafa gömlu árin rifjast upp fyrir mér. Þegar þú varst um 80 ára komst þú til mín í heimsókn til Svíþjóðar og fórst með mér út um allt í neðanjarð- arlestunum. Hvað ég var stolt af því að eiga svona hressa ömmu. Elsku amma, þú varst barngóð og varst stolt af öllum þínum afkomendum sem voru þinn fjársjóður. Hér á árum áður prjónaðir þú gríðarlega mikið og fallegar lopa- peysur koma upp í hug mér. Þú varst léttlynd og hafðir gaman af lífinu. Aldrei man ég eftir þér þung- lyndri þó ýmislegt hafi bjátað á eins og hjá öðrum í þessu lífi. Þú barst þig allt- af vel, varst vel tilhöfð og svolítið pjött- uð. Settir þér alltaf markmið til þess að hlakka til og varst mér þannig góð fyr- irmynd í því hvernig hægt er að sigla í gegnum lífins öldudal. Stundum fannst mér eins og fátt gæti haggað þér, elsku amma. Síðustu árin varst þú í Seljahlíð og þann stað valdir þú sjálf og þar leið þér vel. Fyrstu árin þar naust þú þess að taka þátt í félagslífinu sem þar bauðst og varst dugleg í leirvinnunni. Starfs- fólk Seljahlíðar á mikið þakklæti skilið fyrir hlýja og góða umönnun. Elsku amma, hvíl í friði og takk fyrir allt. Ólöf Sigurðardóttir. Við brunum úr Hafnarfirðinum, á Peugeot 504, leiðin liggur í Kelduland 11, það stendur til að gista hjá ömmu Jónu. Bústaðakirkjan í augsýn, þá var ekki langt eftir. Ég svipaðist eftir rétta gleranddyrinu ofan af veginum, með tilhlökkun um að sjá þig. Ég man enn eftir lyktinni í ganginum og mynstrinu á teppinu í stigaganginum, hljóðinu í dyrasímanum og annarri dyrabjöllu, sem mér stóð smá ógn af, en á þeirri bjöllu stóð Kolbeinn! Opin hurð og þú stóðst þarna, í þínum munstraða kjól med appelsínugulum og svörtum blóm- um, ljómandi og hlæjandi með opinn faðminn. Við tók heimur fullur frelsis, þar sem öll boð og bönn voru á bak og burt. Geymslan í kjallaranum var opin, með barnavagninum og ýmsum hlut- um sem mér þótti mjög spennandi, maður mátti ganga í nánast allt. Þú leyfðir manni að gera sér sinn heim, úr öllu því sem þú hafðir upp á að bjóða. Þú gerðir minnstu hluti að stórum æv- intýraheimi fyrir okkur börnin, sam- anber gaukinn í klukkunni, sem þú sannfærðir okkur um að byggi í veggn- um aftan við klukkuna, og kæmi bara stöku sinnum út, kringlóttu marglitu formin í eldhúsinu, sem við fengum að spæla egg í, varalitirnir og naglalökkin þín sem við fengum að mála með. Að deginum var farið í Grímsbæ, stundum með vagninn úr kjallaranum, til bak- arans og í búðina. Við fengum svo að velja okkur dót og einu sinni fékk ég strokleður sem var eins og kókflaska, ég á hana enn þann dag í dag. Þegar að svefntíma kom og við vorum háttaðar í svefnherberginu þínu með myntu- græna loftinu, sagðir þú okkur sögur af þér og þínum systkinum, af bróður þín- um, sem ég hélt lengi frameftir að væri myndin af manninum með ljáinn, sem hékk í herberginu. Þú kenndir okkur bænir, sem ég ekki alveg skildi og setti alltaf í samhengi við kassettuna Stjörn- ur í skónum, sem þú spilaðir svo oft fyr- ir okkur. Við flissuðum og spurðum spurninga og vildum ekki fara að sofa, þá notaðir þú hljóðið úr pípunum í veggjunum og fórst inn í stofu með stafinn þinn og barðir í loftið, þú sagðir að þetta væri Kolbeinn á efri hæðinni að kvarta yfir hávaðanum í okkur. Þá þorði maður ekki annað en að haga sér og fara að sofa. Ég bíð með að opna augun og vonast til að gærdagurinn hafi ekki verið draumur, vonast til að sjá myntugrænt loft, myndina af stráknum með tárið á kinninni, jú ég er hjá ömmu Jónu. Það var notaleg tilfinning að vakna þannig. Pabbi kemur síðdegis að sækja okk- ur, það er komið að kveðjustund, við brunum aftur upp á veginn, þú í gler- anddyrinu, ennþá að veifa. Ég horfi á þig, þar til þú ert bara orðin að litlum marglitum punkti, í þínum rósótta kjól, þú ert farin úr augsýn, þú ert farin. Þessi mynstur og liti sé ég alltaf sjaldn- ar, en þegar ég sé þá, þá minna þeir mig alltaf á þig, það er ömmu Jónu- legt. Elsku amma mín, hvíldu í friði. Þín nafna, Jóna Björg. Jóna Björg Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.