Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
Grínfréttasíðan The
Onion er einn af þeim
allra skemmtilegustu stöð-
um veraldarvefsins til þess
að eyða tíma sínum á »27
»
Hætta er á því að
fjöldi breskra
sviðslistabygg-
inga, óperur og
leikhús, verði rif-
in á næsta ári
vegna nið-
urskurðar á rík-
isframlögum til
þeirra, að því er
fram kemur í
nýrri skýrslu The
Theatres Trust, stofnunar sem helg-
ar sig varðveislu og verndun
breskra sviðslistabygginga. Í úttekt-
inni segir að óvissa ríki um framtíð
55 bygginga og þar af séu nokkrar í
Wallsend, Derby og Workington sem
eigi á hættu að verða jafnaðar við
jörðu. Forstöðumaður stofnunar-
innar, Rob Dickins, hefur áhyggjur
af því að nokkrum sviðslistahúsum,
sem starfandi eru í dag, verði lokað
og að þau verði síðar rifin niður.
Sviðslista-
byggingar
í hættu
Framlög skert og
hætta á niðurrifi
Hackney Empire í
London er á válista
Í frétt um ferða-
leikhúsið Light
Nights, sem
birtist í Morg-
unblaðinu föstu-
daginn sl., sagði
að engar sýn-
ingar yrðu í
leikhúsinu í
sumar sökum
þess að mennta-
málaráðuneytið hefði neitað leik-
húsinu um styrk, að því er haft var
eftir eiganda þess, Kristínu G.
Magnús. Í fréttinni kom fram að þó
yrðu haldnar sýningar í undantekn-
ingartilfellum en láðist að nefna að
þar væri um pantaðar hópsýningar
að ræða, þ.e. að hópar, 30 manns
eða fleiri, gætu pantað sýningu hjá
leikhúsinu. Slíkar pantanir fara
fram í gegnum tölvupóst á net-
fangið info@lightnights.com eða í
síma 5519181. Sýningar geta verið
á íslensku eða ensku.
Hægt að
panta hjá
Light Nights
Kristín G. Magnús
63. bókin í bókaflokknum neon
er komin út, Glæpir eftir þýska
lögfræðinginn Ferdinand von
Schirach, en hann hefur sótt
og varið mál í Berlín í þrjá ára-
tugi, að því er fram kemur í til-
kynningu frá útgefandanum,
Bjarti. Schirach segir í bókinni
sögur af sérstæðum glæpum,
kostulegum refsingum og
skrýtnum örlögum, eins og því er lýst. „Hvernig
stendur á því að maður sem drepur eiginkonu sína
með öxi fær vægustu refsingu? Hvað verður um
ólánlega smákrimma sem brjótast inn hjá jap-
önskum auðjöfri og grípa óvart með sér hundrað
ára ættardjásn?“ segir m.a. um bókina. Bjarni
Jónsson íslenskaði.
Bókmenntir
Lögfræðingur segir
sögur af glæpum
Ljósmyndarinn
Peter Beym
opnaði í fyrra-
dag sýningu í
Listhúsi Ófeigs
á ljósmyndum
sem hann hefur
tekið á Íslandi
og er yfirskrift sýningarinnar Íslensk augna-
blik.
Peter, réttu nafni Piotr Jerzy Beym, fæddist
í Póllandi árið 1966 en fluttist búferlum þaðan
af pólitískum ástæðum þegar hann var 19 ára,
að því er segir í tölvupósti. Þá lagðist hann í
ferðalög og settist að á Íslandi árið 2005.
Sýning hans í Listhúsi Ófeigs, að Skóla-
vörðustíg 5, stendur til 11. ágúst.
Ljósmyndun
Íslensk augnablik í
Listhúsi Ófeigs
Út er komin skáldsagan Bók-
mennta- og kartöfluböku-
félagið eftir Mary Ann Shaf-
fer og Annie Barrows. Í
bókinni segir af rithöfund-
inum Juliet Ashton sem er að
leita að efni í næstu skáld-
sögu sína og fær bréf frá
manni sem hefur undir hönd-
um bók sem hún átti áður.
Þegar hún kemst að því að hann er í Bók-
mennta- og kartöflufélaginu á eyjunni Guernsey
vaknar forvitni hennar og hún kynnist fleirum í
því merkilega félagi og fræðist um ástir og sorg-
ir á eyjunni undir þýsku hernámi. Þýðandi bók-
arinnar er Ingunn Ásdísardóttir og það er
Bjartur sem gefur hana út.
Bókmenntir
Bókmennta- og
kartöflubökufélagið
Ingunn Eyþórsdóttir
ingunn@mbl.is
Út er komin ljóðabókin Síðdegi eftir
Vilborgu Dagbjartsdóttur, rithöf-
und, ljóðskáld og þýðanda. „Í þess-
ari bók er að finna hvort tveggja,
tönkur og hækur, líkt og í fyrri verk-
um mínum,“ segir Vilborg um nýju
ljóðabókina en í henni yrkir hún af
„skáldlegum einfaldleik“ eins og
fram kemur á baksíðu bókarinnar.
„Helgi Hálfdánarson, sálmaskáld,
færði okkur þetta ævaforna jap-
anska ljóðform á íslensku. Munurinn
á mér og hækuskáldunum fornu
grundvallast á kyni okkar. Þetta
voru eintómir karlmenn sem söðluðu
um á milli mustera og fagurra staða.
Ég er hins vegar íslensk kona sem
sit heima hjá mér og yrki hækur um
árstíðirnar fjórar,“ segir hún og
kveðst hafa gaman af.
Heillaðist mjög af ljóðagerð
atómskáldanna
Upphafsljóð bókarinnar, Fjall-
konan, samdi Vilborg fyrir þjóðhá-
tíðardaginn árið 2005. Að hennar
sögn er efniviður ljóðsins sóttur
austur á firði þar sem fornminja-
gröftur fór fram. Fundust þar m.a.
tennur og skartgripir sem tilheyrðu
konu frá landnámsöld. Konan fékk
samstundis viðurnefnið Fjallkonan
og voru Austfirðingar afar hrifnir af
þessum merka fundi.
Fyrsta ljóðabók Vilborgar, Laufin
á trjánum, kom út árið 1960 en hún
var ein af fáum konum hérlendis
sem ortu atómljóð. „Atómskáldin í
nýstárlegri nálgun sinni hófu að
yrkja órímuð ljóð. Almenningur reis
upp, gömlu bragarháttunum til
varnar.“ Vilborg segist ekki hafa
mætt miklu andstreymi í kjölfar at-
ómljóðanna en hún heillaðist mjög af
ljóðagerð skáldanna, þá sérstaklega
af verkum Steins Steinars.
Skemmtilegast að skrifa fyrir
yngstu börnin
Í 46 ár starfaði Vilborg við
kennslu, lengst af í Austurbæjar-
skóla. Á kennsluárunum skrifaði
hún og þýddi fjölda bóka fyrir börn
og unglinga og árið 2000 fékk hún
bókmenntaverðlaun alþjóðlegu sam-
takanna IBBY fyrir störf sín í þágu
barna og framlag sitt til barnamenn-
ingar. „Ég hafði mest gaman af að
skrifa fyrir yngstu börnin. Galdur-
inn í því er fólginn í að finna jafn-
vægi á milli þess að hafa texta ofur-
einfaldan en samt með stílbragð.“
Jafnréttismál eru Vilborgu hjart-
fólgin en hún var ein af stofnendum
Rauðsokkahreyfingarinnar. „Veg-
urinn að jafnréttinu er löng ganga.
Jafnrétti allra þegna,
ekki síst barna, er mér
mikilvægt. Ég þýddi
Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna og hef
alltaf haldið dag sam-
takanna hátíðlegan.“
Vilborg fagnaði átt-
ræðisafmælinu í gær en
hún er fædd 18. júlí
1930.
Skáldlegur einfaldleiki
Vilborg Dagbjartsdóttir sendir frá sér sína níundu ljóðabók, Síðdegi Fyrsta
ljóðabók hennar, Laufin á trjánum, kom út fyrir hálfri öld Varð áttræð í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afmæli Vilborg fagnaði áttræðisafmælinu í gær. Haldið var útgáfu- og afmælisboð í Bókabúð M&M á Laugavegi.
Sumarið er komið!
Í morgun heilsaði mér
sjálf býdrottningin.
Stundvís að vanda
komin úr búi sínu
tekin til starfa.
Örvæntingarfull
eigrar æskan um krárnar
á menningarnótt.
Sumar
ÚR LJÓÐABÓKINNI SÍÐDEGI
Gestum Gallerís Ágústsbýðst nú að gerast hluti aflistaverki er þeir gangainn um dyrnar. Ingunn
Fjóla Ingþórsdóttir hefur komið þar
fyrir innsetningu sem samanstendur
af máluðum spónaplötum er mynda
vísi að völundarhúsi í samspili við
gallerírýmið. Til að meðtaka verkið
– og virkja merkingu þess – þarf
sem sagt að hreyfa sig um rýmið.
Sýningin ber heitið „Painting Site“
sem mætti útleggjast sem „vett-
vangur málverks“ enda má þarna
sjá hressilega málaða litafleti; form
og mynstur í skærari enda litaskal-
ans. Rifur, gluggar og veggir skapa
ýmis sjónarhorn og málverkið sem
um ræðir er því síbreytilegt eftir af-
stöðu þess er horfir.
Myndlist sem gengur langt í að
virkja skynjun áhorfenda og krefj-
ast þátttöku þeirra hefur verið áber-
andi nú um nokkurt skeið. Í vel
heppnuðum innsetningum af slíku
tagi gerist það gjarnan að sýning-
argestir sjá sjálfa sig sjá, ef svo má
segja, þ.e. athyglin beinist einnig að
eigin viðbrögðum og þeir verða
þannig virkur hluti af merkingu
verksins. Ingunni Fjólu tekst nokk-
uð vel að grípa athyglina með líflegu,
óhlutbundnu samspili lita og forma.
Stundum skapar hún sjónræn áhrif í
anda op-listar eða hreyfilistar og
nýtir til þess þekkingu á virkni lita
og á myndbyggingu. Innsetningin
ber því nafn með réttu þar eð hún
leggur aðaláherslu á eigindir mál-
verksins og skynjun áhorfandans af-
markast af sjónrænum þáttum
verksins, líkt og hún sé „römmuð
inn“. Hugmyndin um fagurfræðilegt
sjálfstæði, eða sjálfræði hins tvívíða
myndflatar – hugmynd sem byggist
á athafnasemi áhorfandans inn í
verkið – teygir því anga sína hér út í
þriðju víddina.
Það er kannski fátt sem kemur á
óvart á þessari sýningu, en hún er
sem fyrr segir fjörmikil og býr yfir
talsverðri leikgleði sem einnig getur
gripið sýningargestinn á stað og
stund.
Innrömmuð skynjun
Morgunblaðið/Ómar
Litir Frá sýningu Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur í Gallerí Ágúst.
Gallerí Ágúst
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
– Painting Site
bbbmn
Til 24. júlí 2010. Opið mi.-lau.
kl. 12-17 og eftir samkomulagi.
Aðgangur ókeypis.
ANNA
JÓA
MYNDLIST