Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 ✝ Guðrún HelgaBjörgvinsdóttir fæddist á Fáskrúðs- firði 13. september 1930. Hún lést á Dval- arheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðsfirði 10. júlí sl. Guðrún var dóttir hjónanna Björgvins Benediktssonar, f. 3. ágúst 1891, d. 5. apríl 1962, og Valborgar Árnadóttur. f. 22. maí 1901, d. 24. júlí 1990. Systur Guðrúnar eru Erla, f. 26. janúar 1928, og Oddný, f. 4. mars 1929, d. 10. desember 1974. Uppeldissystir hennar er Val- borg Björgvinsdóttir, f. 14. sept- ember 1947. Guðrún bjó með Guðmundi Guð- mar Daði og Eva Dröfn. 2) Jóhanna Kristín Hauksdóttir, f. 12. janúar 1964, gift Jóhannesi Marteini Pét- urssyni, börn þeirra eru Örvar Ingi, Pétur Haukur, Ísak Fannar (látinn) og Melkorka Mjöll. 3) Erla Svein- björg Hauksdóttir Jakobsen, f. 14. október 1965, gift Carli Erik Leh- mann Jakobsen, sonur þeirra er Ísak Lehmann Jakobsen. Fyrri eig- inmaður Erlu var Ólafur Ingi Ólafs- son, f. 3. maí 1964, og dóttir þeirra er Ástríður. Guðrún ólst upp á Fáskrúðsfirði og bjó þar alla tíð utan stuttrar bú- setu í Reykjavík á yngri árum. Hún hóf ung störf hjá Kaupfélagi Fá- skrúðsfirðinga og vann þar bæði á skrifstofu, í verslun og við fisk- vinnu. Hún var heimavinnandi hús- móðir á meðan börn hennar voru ung en sneri síðan aftur á vinnu- markaðinn og vann á Dvalarheim- ilinu Uppsölum þar til hún hætti vinnu vegna heilsubrests. Guðrún Helga Björgvinsdóttir verður jarðsungin frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju í dag, mánudaginn 19. júlí 2010, klukkan 15. laugssyni f. 24. sept- ember 1929. Sonur þeirra er Björgvin Valur Guðmundsson, f. 24. febrúar 1959, sambýliskona Þóra Björk Nikulásdóttir, börn þeirra eru Erna Valborg, Haukur Árni og Axel Þór. Dóttir Björgvins af fyrra hjónabandi er Jesse Myree. Guðrún giftist 26. desember 1964 Hauki Sigurði Jónssyni, f. 10. október 1937, d. 22. maí 2008, og bjuggu þau alla tíð á Fáskrúðs- firði. Börn þeirra eru 1) Jón Þorgils Hauksson, f. 8. nóvember 1962, kvæntur Bylgju Þráinsdóttur, börn þeirra eru Andri Mar, Þráinn, Al- Mamma var kona ákveðinna og mótaðra skoðana og hún lá ekki á þeim. Hún var vinstri róttæklingur og það fór ekki framhjá neinum sem heyrði hana tjá sig um samfélags- mál. Það var henni eðlislægt að taka afstöðu með lítilmagnanum og hún sýndi það margsinnis í verki því hún mátti ekkert aumt sjá. Ef hún vissi af fólki sem átti um sárt að binda eða leið skort, veitti hún aðstoð af fremsta megni og dró hvergi af sér þar. Sennilega var hún femínisti, þótt hugtakið hafi verið óþekkt í litlu þorpi austur á fjörðum þegar hún var í blóma lífsins; hún vildi að kon- ur fengju sömu tækifæri og karlar og ég man sérstaklega eftir því þeg- ar hún sagðist vilja hafa fæðst karl- maður fyrst það væri það sem þyrfti til að geta orðið sjómaður. Sá var nefnilega draumurinn; að verða sjó- maður og ég efast ekki eitt andartak um að hún hefði munstrað sig á sjó hefði hún fengið til þess tækifæri. En ég minnist mömmu þó fyrst og fremst fyrir alla ástina sem hún átti handa mér og systkinum mínum; alla umhyggjuna og örlætið sem við nutum og öruggu höfnina sem beið alltaf þegar á móti blés. Við vorum alltaf í fyrirrúmi hjá henni og höfð- um aldrei ástæðu til að efast um það því móðurástin er skilyrðislaus. Lífið var mömmu þó ekki dans á rósum alla tíð, því eftir að fóstri minn dó, var eins og hún missti lífs- löngunina og það var átakanlegt að sjá ljósið slokkna hægt og bítandi og þegar dauðinn nálgaðist, tók hún því af æðruleysi og gaf sig honum á vald, södd lífdaga. Ég mun sakna umhyggjusama róttæklingsins sem móðir mín var en ég sætti mig líka við að dauðinn var henni líkn frá veraldlegri þján- ingu og ég ann henni hvíldarinnar, þakklátur fyrir að hafa átt akkúrat þessa móður. Björgvin V. Guðmundsson. Það er eitt sem við eigum öll sam- eiginlegt á þessari jörðu og það er að við deyjum öll einhvern tímann. Nú í dag kveð ég mömmu mína, Guðrúnu Helgu Björgvinsdóttur eða Lillu eins og hún var kölluð. Mamma missti eiginmann sinn, pabba minn, fyrir rétt rúmum tveimur árum og hún gat ekki lifað án hans, það var bara þannig, og hinn 10. júlí lést hún. Það hafa verið góðir endurfundir þegar þau hittust og ég efast ekki um að nú dansa þau um einhvers staðar í Paradís. Mamma, þú varst búin að eiga mjög erfitt eftir að pabbi lést og nú undir það síðasta veiktist þú alvar- lega og kvaddir þennan heim. Þegar ég sá þig liggjandi í kistunni fylltist ég vellíðan. Mér fannst þú miklu yngri, þú varst svo slétt og falleg og mikill friður hvíldi yfir þér, engar þjáningar. Það er skrítið að segja þetta eftir að hafa horft á þig dána í kistunni en þetta er samt satt. Þú varst mikil prjóna- og sauma- kona. Föt okkar systkinanna voru ávallt heimasaumuð eða prjónuð af þér. Þú kenndir mér að sauma og þegar ég var 12 ára fékk ég að sauma mestmegnis jólaföt okkar systra og var það þér að þakka. Þú áttir nokkrar góðar og skemmtilegar vinkonur sem komu oft til þín í kaffi. Þá var nú fjör á bænum. Þið sátuð og spjölluðuð, drukkuð kaffi, fengu ykkur sígó og settuð svo bollana á ofninn til að þurrka kaffið sem var eftir á botn- inum. Eftir það var blásinn kross yf- ir bollana og þá loks byrjaði alvara lífsins og hægt var að spá um fram- tíðina. Ég man hvað mér fannst þetta æðislega flott hjá ykkur, ég ætlaði sko að verða svona þegar ég yrði stór. Börnin okkar hjóna komu oft til þín og pabba í heimsókn og þó sér- staklega elsti sonur okkar, Örvar Ingi, en hann var gestur ykkar dag- lega og stundum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á dag fyrir utan að dvelja hjá ykkur á sumrin þau ár er við bjuggum í Reykjavík og voruð þið mjög náin. Ég minnist þess oft þegar Örvar Ingi var skírður, þá fengu allir að vita nafnið í athöfn- inni. Mamma, þú hvíslaðir að mér hvort þú fengir ekki að vita nafnið en ég gaf mig ekki og þá sagðir þú: „Mér finnst nafnið Örvar svo fal- legt,“ og ég starði bara á þig og vissi að enginn hafði sagt þér nafnið. Þú hafðir greinilega einhverja tilfinn- ingu fyrir þessu nafni og varst nú heldur betur glöð þegar þú heyrðir nafn drengsins. Elsku hjartans mamma mín, ég vona ekkert eins innilega og að þú sért búin að hitta pabba einhvers staðar í Paradís og þið séuð ánægð saman og ykkur líði vel. Ég bið að heilsa öllum sem ég þekki þarna. Guð veri með ykkur. Kæru systkini mín, Björgvin Val- ur, Jón Þorgils og Erla Sveinbjörg og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég sendi Erlu systur mömmu og öðrum aðstandendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. (Halldór K. Laxness) Þín dóttir, Jóhanna Kristín Hauksdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Í dag kveð ég hana mömmu mína sem lést hinn 10. júlí. Lífið var frek- ar erfitt hjá þér mamma mín eftir að pabbi dó. Þú saknaðir hans svo mik- ið. Síðustu árin áttir þú við ýmis veikindi að stríða. En núna hefurðu fengið frið og ró hjá honum pabba. Þú varst snillingur í að sauma, þú saumaðir ófáar flíkurnar á þig sjálfa og á okkur systkinin. Ég var ekki gömul þegar þú kenndir mér réttu saumahandtökin og hefur það komið mér að góðum notum í gegnum árin. Litlu naglaskærin þín voru voða vinsæl hjá mér, ég notaði þau þó ekki við saumaskapinn, enda ekki byrjuð að sauma á þeim aldri. En þau voru óspart notuð til að klippa ýmislegt í tætlur, t.d. gard- ínur og náttföt, svo eitthvað sé nefnt. En þau nýttust allra best til að klippa krullurnar mínar. Ég hef ekki tölu á hversu oft það gerðist. Einu sinni bað ég Jóhönnu systur um að klippa mig og varð hún við þeirri bón minni, enda spennandi verkefni. Hún skildi eftir einn væn- an lokk sem var hennar, eins og hún orðaði það. Og mamma, þú fannst okkur úti á palli, ég hálfsköllótt með lokkinn hennar Jóhönnu dinglandi. Þú svoleiðis húðskammaðir okkur. Varst orðin ansi þreytt á þessu skæraveseni á mér. Jóhanna skildi ekkert í þessum ósköpum. Hún sem hafði verið beðin um að klippa mig og gert það úti á palli svo það þyrfti ekkert að sópa. Já, svona vorum við, það gekk stundum á ýmsu hjá okk- ur. Mamma, þú gast verið kvenskör- ungur mikill og hafðir sterkar skoð- anir á ýmsum málum. Eitt er víst að þú reyndist þeim vel sem minna máttu sín við að aðstoða þegar þess þurfti. Kæra mamma mín, þín er sárt saknað. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Knús til þín frá mér. Kæru systkini mín, Björgvin Val- ur, Jón Þorgils og Jóhanna Kristín, og fjölskyldur ykkar, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Erlu systur mömmu og öðrum að- standendum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Erla Sveinbjörg Hauksdóttir. Lilla, gamla leiksystir mín, er lát- in eftir langvarandi heilsubrest. Fullu nafni hét hún Guðrún Helga en var aldrei kölluð annað en Lilla. Það er margt að þakka þegar litið er til baka og lífið er svo óendanlega stutt. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar við vorum að vaða í sjónum, búnar að fylla stígvélin, hvað yrði nú sagt þegar við kæmum heim? Flæðarmálið var einn mest spennandi leikvöllurinn og þar sem heimili okkar voru alveg við sjóinn lá það svo beint við. Lilla var mjög flink að fleyta kerl- ingar, það var nokkurs konar keppnisíþrótt hjá okkur. Fleiri leikir voru stundaðir, geng- ið á stultum, parís, alls konar bolta- leikir, slábolti, handbolti og „yfir“. Þegar skyggja tók á haustin var „flokkafelingaleikur“ vinsæll. Allir krakkar í hverfinu út að Áshæð voru saman, við blönduðum ekki mikið geði við þá sem utar voru. Þegar veðrið var vont voru það dúkkuleikir og alls kyns bústang innandyra. Við uxum upp úr barnaskapnum og urðum ungar stúlkur. Lilla vin- kona var alltaf svo fín enda mamma hennar flinkasta saumakona norðan Alpafjalla þannig leit ég á Valborgu á Svalbarðseyri og held ég að það sé ekki of mælt. Valborg saumaði á mig fermingarfötin, hvítan síðan kjól, það var fyrir daga kyrtlanna, og fallegan eftirfermingarkjól með perlum og pallíettum. Við Lilla settumst báðar að og byggðum okkur hús ekki langt frá æskuheimilum okkar, eignuðumst börn sem léku sér saman og eig- inmenn sem voru mestu mátar, svo að við deildum mjög mörgu. Það var Lillu þungt áfall þegar Haukur maður hennar andaðist fyr- ir rúmum tveimur árum. Hann hafði að vísu ekki gengið heill til skógar um tíma en samt kom andlát hans á óvart. Þegar aldurinn færist yfir og samferðamennirnir hverfa hver af öðrum er ljúft að geta yljað sér við góðar minningar Þau Lilla og Haukur ræktuðu garðinn sinn vel og er þeim margt að þakka. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið Guð að blessa af- komendur þeirra. Guðrún Einarsdóttir frá Odda. Guðrún Helga Björgvinsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SVEINN JÓNSSON, Sléttuvegi 23, lést mánudaginn 12. júlí. Jarðsett verður frá Áskirkju mánudaginn 19. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Rakel Margrét Viggósdóttir, Viggó Sigurðsson, Guðmundína Ragnarsdóttir, Unnur Kristín Sigurðardóttir, Þórður Georg Lárusson, Edda Björg Sigurðardóttir, Konráð Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR SÆVAR GUÐJÓNSSON, Háseylu 1, Njarðvík, lést sunnudaginn 11. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00. Sólbjörg Hilmarsdóttir, Ólafur Sævar Magnússon, Hilmar Þór Hilmarsson, Guðjón Ingi Hilmarsson, Ingi Þór Ólafsson, Aron Smári Ólafsson. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HEIÐMUNDUR SIGURMUNDSSON, Henni heildsali, Skólavegi 2, Vestmannaeyjum, lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 24. júlí kl. 12.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum eða önnur líknarfélög. Guðrún Jóhannsdóttir, Jóhann Óskar Heiðmundsson, Unnur Ósk Ármannsdóttir, Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson, Gerður Garðarsdóttir, Sigrún Jónasína Heiðmundsdóttir, Tryggvi Kristinn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GYLFI MAGNÚSSON, Hjarðarholti 13, Akranesi, lést sunnudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00. Aðalheiður Gylfadóttir, Ásgeir Ólafsson, Magnea Gylfadóttir, Hörður Einarsson, Ebba Magnúsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.