Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
10 Daglegt líf
The Grand Daddy-hótelið í Cape
Town, Suður-Afríku, er allt annað en
venjulegt. Nafnið er í fyrsta lagi at-
hyglisvert en hótelið státar líka af
hjólhýsagarði sem komið hefur verið
fyrir á þaki hótelsins. Hjólhýsin eru
öll af tegundinni Airstream og það af
eldri gerðinni. Þau hafa nú verið gerð
upp og skreytt af listamönnum borg-
arinnar. Samtals eru hjólhýsin sjö og
er hvert hannað að innan með sér-
stöku þema. Meðal þeirra má nefna
skreytingar í stíl Gullbrár og bjarn-
anna þriggja og bandarískt þema þar
sem innanstokksmunirnir minna á
ekta bandarískt heimili frá því um
1950. Á hótelinu má líka finna venju-
leg herbergi en með óvenjulegum
nöfnum eins og Sugar Daddy-svít-
una. Síðan má ekki gleyma að fá sér
drykk á The Daddy Cool Bar, barnum
sem gefur sig út fyrir að vera svalasti
barinn í bænum, fullur af skrauti og
flottri innanhúshönnun í formi stóla,
spegla og margs annars. Hugmynda-
fræðin á bak við hótelið er lúxus í
bland við skemmtilegheit og létt-
leika, eins og sjá má í frumlegum
nöfnum.
Svalasti barinn í bænum
Rómantískt Hvert hjólhýsanna á þaki Grand Daddy-hótelsins hefur þema.
Pabbi kúl í
Cape Town
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
V
ið hittumst þrjár á hár-
greiðslustofunni hennar
Kolbrúnar [Valdimars-
dóttur] og fórum að
ræða um gallerí. Það
hafði oft borið á góma, enda margar
okkar búnar að vera lengi að, og nú
sögðum við nei, nú hættum við að tala
bara um þetta og framkvæmum,“
sagði handverkskonan Hildur Harð-
ardóttir um upphaf Gallery átta, sem
níu konur reka í Ásbergshúsi við
Hafnargötuna. Gallery 8 var opnað í
febrúarlok en þar selja 9 handverks-
og listakonur vörur sínar og hönnun.
Afgreiðslustörfunum skipa þær jafnt
á milli sín sem og kostnaði við rekst-
ur gallerísins. Flestar eru konurnar
margreyndar í faginu en fæstar
vinna þó að list sinni eingöngu. Þær
hafa allar aflað sér þekkingar í gegn-
um margvíslegt nám og námskeið, að
undanskilinni Sigríði Albertsdóttur
sem datt niður á hugmynd sína alveg
óvart, en hún hannar skartgripi úr
pappír og efni. „Þannig var að ég var
að horfa á pappírshrúgu sem hafði á
nokkrum dögum borist inn um bréfa-
lúguna og safnast upp á heimilinu og
ég hugsaði með mér, get ég ekki nýtt
þetta í eitthvað? Ég fór að prófa að
búa til hring, varð ánægð með út-
komuna og hélt því áfram að þróa
skartgripina. Ég kalla skartið mitt
Regnbogaskart,“ sagði Sigríður sem
er lyfjafræðingur að mennt.
Engin að gera það sama
Grunnhugmyndin í Gallery 8 er
að engar tvær listakvennanna séu að
gera það sama. Þó svo að nokkrar
þeirra hanni skartgripi vinna engar
tvær með sama efnið. Sveindís Valdi-
marsdóttir notar pappamassa, kaffi,
litsterkar jurtir, krydd, sand og ösku
í skartgripi sína og Hjördís Haffjörð
hannar skart úr gleri, íslenskum
Frjóar konur láta
drauma sína rætast
Hafnargatan í Reykjanesbæ iðar af listalífi en á undanförnum mánuðum hafa
sprottið upp gallerí og vinnustofur tólf handverks- og listakvenna.
Mikki Meðal fatnaða í línu Spíral eru buxur, toppar, bolir og slár. Hér eru
Ingunn og Íris með slána Mikka ref á milli sín og klæddar í eigin hönnun.
Fjölbreytt Úrval listmuna og handverks er að finna í Gallery 8.
Á heimasíðu Orkuseturs er ekki bara
fróðleikur og ábendingar um orku-
notkun heldur er síðan stútfull af ým-
iskonar forvitnilegum reiknivélum
tengdum orkunotkun.
Meðal annars er þar hægt að
reikna út hvað ferð á milli tveggja
staða í einkabílnum kostar sem og
rekstrar- og umhverfiskostnað mis-
munandi bifreiða miðað við mismun-
andi forsendur. Þá má reikna út
hversu mikið sparast af eldsneyti og
útblæstri með því að ganga eða hjóla,
sparnaðinn af því að skipta út glóper-
um fyrir sparperur, hversu mikinn
skóg þarf til að binda koltvísýringinn
sem kemur frá bílnum á ári sem og
raforkunotkun nýrri og eldri heim-
ilistækja.
Þá eru á síðunni ýmis ráð og fróð-
leikur sem gagnast við að draga úr
orkunotkun sem aftur lækkar raf-
magnsreikninginn. Að auki er ítarleg
umfjöllun um orkugjafa framtíð-
arinnar og hvernig megi draga úr nei-
kvæðum áhrifum okkar á móður jörð.
Vefsíðan www.orkusetur.is
Morgunblaðið/Kristinn
Bensín Kostnaðurinn svíður en ýmislegt má gera til að draga úr honum.
Eyðslan sýnd svart á hvítu
Góðar ferðahandbækur bæta nýrri
vídd í ferðalögin innanlands og gera
þau innihaldsríkari og eftirminnilegri
en ella. Fjölmargar slíkar hafa sannað
ágæti sitt á undanförnum árum –
Vegahandbókin er löngu orðin klassík
en að auki má benda á bækur eins og
101 Ísland þar sem Páll Ásgeir Ás-
geirsson bendir á áhugaverða staði
við þjóðveginn sem ella gætu auð-
veldlega farið fram hjá ferðalöngum.
Margir hafa haft gleði af bókinni
Heitar laugar á Íslandi sem bæði
fjallar um náttúrulaugar og mann-
gerðar laugar sem gaman gæti verið
að heimsækja. Þjóðsögur við þjóð-
veginn gefa tilefni til að staldra við á
ákveðnum stöðum, setjast niður og
njóta nestis um leið og lesin er upp-
hátt saga sem ku hafa gerst einmitt
þar. Þá má nefna Íslenskan stjörnu-
atlas sem er ómissandi í pottaferðum
á haust- og vetrarkvöldum auk góðra
handbóka um íslenska flóru og fugla-
líf, svo eitthvað sé nefnt.
Endilega …
… notið ferða-
handbækurnar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hveravellir Í bók um heitar laugar.
Að utan lítur það út eins og hvert
annað epli en þegar bitið er í það
kemur sannleikurinn í ljós. Hin nýja
tegund af epli, Redlove-eplið, er
nefnilega rautt í gegn og mætti ætla
að það héldi að það væri tómatur.
Það er svissneski gróðurhúsaeig-
andinn Markus Kobert sem síðast-
liðin 20 ár hefur dundað sér við að
þróa þetta nýja epli í heimalandi sínu.
Það gerði hann með því að setja sam-
an þekkt afbrigði líkt og Royal Gala-
og Braeburn-epli í bland við leynihrá-
efni sem hefur ekkert bragð en gefur
eplinu þennan rauðbleika lit. Lit-
brigði eplisins er líkt við ber en það
er stútfullt af andoxunarefnum. Eins
og stendur hefur breska fyrirtækið
Suttons, sem staðsett er í Devon hér-
aðinu, einkaleyfi á að selja Redlove-
eplatré á tæp 25 pund stykkið eða
um 5.000 kr. íslenskar. Þegar hafa
verið lagðar inn 1.500 pantanir en
áætlað er að eplið verði komið í hillur
breskra verslana eftir fimm ár.
Ný eplategund frá Sviss
Redlove-eplið
er rautt í gegn
Epli Hið nýja epli er rautt í gegn.
Samkeppnisreglur og upplýsingar: www.jonsigurdsson.is
Samkeppni um minjagripi
og handverk. Vertu með!
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
S
L
50
72
8
06
/1
0