Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 Jarðfræði í Elliðaár- dal Þriðjudagskvöldið 20. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar, jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávarhjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal kl. 19:30. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 07 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. Þær stofnanir sem staðið hafa sigsvo vel við að mæta brýnustu þörfum þeirra sem einkum líða skort í kreppunni komust ekki hjá að gera hlé á starfsemi sinni vegna sumarleyfa.     En neyðin ferekki í frí. Hún bítur alla 365 daga ársins. Sem betur fer bítur hún ekki alltaf þá sömu þessa 365 daga sem almanakið heldur utan um. En hún er til staðar alla 365 dagana.     Góðviljaðir borgarar, svo semveitingamenn og samhjálpar- fólk hafa hlaupið undir bagga á lok- unartímanum.     En nú hefur verið upplýst að þaðeru margar og ólíkar leiðir fær- ar í vanda eins og þessum.     Þannig hefur slyngur athafna-maður, sem segist ekki hafa nema 10 milljónir króna í mán- aðarlaun, eftir að þrengja fór að og má ekki fá stjórnarlaun í tilteknu fyrirtæki vegna hæfisskorts og má ekki láta það borga sér arð vegna fjárskorts fundið það snjallræði að láta það borga sér „framfærslu“ upp á rúmar 20 þúsund krónur á dag alla 365 daga ársins.     Það bætir úr þeirri þungu neyðsem 10 milljón króna mán- aðarlaunin augljóslega geta ekki dekkað.     Ekkert fyrirtæki skilur betur en365 að ekki er hægt að hlaupa frá framfærsluskyldum einhvern af hinum 365 dögum ársins og því best að borga þá alla.     Og snilldin er að það er Arionbankinn endurreisti sem í raun sér um framfærsluna. 365 daga framfærsla Veður víða um heim 18.7., kl. 18.00 Reykjavík 17 heiðskírt Bolungarvík 19 heiðskírt Akureyri 11 skýjað Egilsstaðir 12 alskýjað Kirkjubæjarkl. 19 léttskýjað Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 23 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 18 skýjað London 23 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 17 alskýjað Moskva 28 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 35 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 25 léttskýjað New York 32 léttskýjað Chicago 30 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:54 23:15 ÍSAFJÖRÐUR 3:25 23:54 SIGLUFJÖRÐUR 3:07 23:38 DJÚPIVOGUR 3:16 22:52 Á Skötumessu sem haldin verður hátíðleg í Garði á Reykjanesi á þriðjudag verður boðið upp á skötu, saltfisk og saltaðar kinnar auk ým- issa skemmtiatriða, allt til styrktar góðum málefnum. Ásmundur Frið- riksson, bæjarstjóri í Garði og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að 240 manns séu þegar búnir að bóka komu sína en hann eigi á von á húsfylli, um 300 manns. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin og fer hún ætíð fram þann 20. júlí eða á Þorláksmessu á sumri. „Það var þennan dag árið 1198 sem Þor- lákur helgi var tekinn í dýrlingatölu af páfanum í Róm. Við sem erum hrifin af skötu notum hvert tækifæri til að borða hana og þess vegna hef- ur þessi hátíð mælst mjög vel fyrir.“ Undanfarin ár hefur ágóði af há- tíðinni runnið til MND-félagsins en í ár mun hann einnig renna til ung- menna á sambýlum fatlaðra í Garð- inum. „Við ætlum að bjóða þeim í unglingahelgi, kíkja með þau í keilu, út að borða og enda í leikhúsi, lík- lega að sjá söngleikinn Buddy Holly,“ segir Ásmundur. Skemmtiatriðin hafa verið af ýms- um toga, sögur sagðar og söngvar sungnir, en þau koma alltaf frá fólk- inu í salnum að sögn Ásmundar. „Það verður fullt af fólki og mikil stemning,“ lofar hann. Hátíðin fer fram í Gerðaskóla og hefst klukkan 19 á þriðjudag. kjartan@mbl.is Skötumessa á Þorláksmessu á sumri  Búist við húsfylli í Garðinum  Til styrktar MND og sambýlum fatlaðra Hilmar Bragi Bárðarsson Skata Skötuvinir taka gleði sína. Helen Ólafsdóttir setti nýtt brautar- met í kvennaflokki í Laugavegs- hlaupinu sem fram fór á laugardag þegar hún kom í mark á fimm tímum, 21 mínútu og 12 sekúndum. Bætti hún met Bryndísar Ernstsdóttur um u.þ.b. tíu mínútur. Sigurvegari í karlaflokki var Þorlákur Jónsson á tímanum 4 klst., 48 mínútum og 1 sekúndu. Alls komust 267 hlauparar í mark af þeim 279 sem lögðu af stað frá Landamannalaugum. Að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur hjá Reykjavíkurmaraþoni var þátttaka góð þrátt fyrir að óvenjumargir hafi hætt við af ótta við öskufok. Askan hafi þó ekki sett strik í reikninginn þó að sumir hafi komið nokkuð svartir í mark. Þá olli hiti hlaupurum nokkr- um vandræðum og þurftu nokkrir að fá vökva í æð að hlaupi loknu. Einnig hlaupið fyrir vestan Á Vestfjörðum fór fram mikil hlau- pahátíð sem hófst með Óshlíðar- hlaupi á föstudag og lauk með Vest- urgötuhlaupi í gær. Sigruðu þau Þórólfur Ingi Þórsson og Hrefna Bjarnadóttir í Óshlíðarhlaupinu en Sveinn Margeirsson og Eva Margrét Einarsdóttir í því síðarnefnda. Að sögn Rúnars Pálmasonar, blaða- manns Morgunblaðsins, var feikilega góð stemning og vel að hlaupunum staðið. Margt af ferðafólki hafi verið á svæðinu í tengslum við hlaupin og þátttaka góð. Hjólreiðakeppni, sk. Svalvoga- keppni, var haldin í fyrsta skipti og var afar vel heppnuð þrátt fyrir að sumir sprengdu dekk jafnvel fjórum sinnum að sögn Rúnars. Athygli vakti að einn keppandi tók þátt í öll- um liðum hátíðarinnar en það var Sigurður Þórarinsson. Þreytti hann Óshlíðarhlaupið á föstudag, tók þátt í hjólreiðakeppninni á laugardag og hljóp síðan hálfa Vesturgötu á sunnu- dag. Öskusvartir í Laugavegshlaupi  Hlaupahátíð haldin á Vestfjörðum Rásmark Hlauparar í Laugavegs- hlaupinu ræstir af stað í blíðviðrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.