Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bylting verður í uppsveitum Árnes-
sýslu í haust þegar framkvæmdum
lýkur við tvær umfangsmiklar sam-
gönguframkvæmdir sem þar er nú
unnið að; það er nýr vegur um Lyng-
dalsheiði og brú yfir Hvítá á móts við
Bræðratungu í Biskupstungum.
Kóngsvegurinn víkur
Unnið hefur verið að framgangi
beggja þessara verkefna um árabil
og hefur sumum þótt seint miða. En
nú er landsýn í málinu má hér ef til
vill segja að góðir hlutir gerist hægt.
Nýr 14 km vegur um Lyngdals-
heiði sem tengir saman Laugarvatn
og Þingvelli verður tekinn í notkun á
haustdögum. Það er AÞ. ehf. sem
hefur þá framkvæmd með höndum,
en fyrirtækið tók við keflinu af fyrri
verktaka, Klæðningu hf. Heildar-
kostnaður við þetta verkefni er 1.250
milljónir króna.
Núverandi vegur á þessum slóð-
um, það er Gjábakkaleið, fylgir að
mestu leyti Kóngsveginum, svo-
nefnda sem lagður var um uppsveit-
irnar áður en Friðrik 3. Danakon-
ungur kom hingað til lands til þess
að heimsækja Ísland, herraland sitt.
Nýi vegurinn liggur hins vegar
nokkru sunnar.
Ekki gekk snurðulaust að koma
framkvæmdum af stað og þær töfð-
ust von úr viti. Vegna kærumála
þurfti að meta umhverfisáhrif nýs
vegar tvisvar, enda var því borið við
að hann raskaði viðkvæmri náttúru
Þingvalla og var tærleiki vatnsins
meðal annars nefndur í því sambandi
sem áhrifaþáttur.
Beðið eftir Bræðratungubrú
Ekki síður verður mikil breyting
þegar ný brú yfir Hvítá kemst í
gagnið, en hún tengir saman Bisk-
upstungur og Hrunamannahrepp við
Flúðir. Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða er aðalverktaki í því verkefni
og annast 7,4 km vegagerð. JÁ-verk
hefur hins vegar með höndum smíði
brúarinnar yfir ána sem er stein-
steypt 270 metra bitabrú. Heildar-
kostnaður við þessa framkvæmd er
rúmlega 1.130 milljónir kr.
Að sögn Svans Bjarnason, um-
dæmisstjóra Vegagerðarinnar á
Suðurlandi, er gert ráð fyrir því um-
ferð verði hleypt á brúna í nóvember
nk. en slitlag kemur ekki á aðliggj-
andi veg fyrr en næsta vor.
Styrkir og styttir
„Við væntum mikils af þessum
framkvæmdum. Leiðir styttast og
það styrkir ferðaþjónustuna hér á
svæðinu,“ segir Ásborg Arnþórs-
dóttir ferðamálafulltrúi í uppsveitum
Árnessýslu. „Gjábakkaleið hefur
ekki verið heilsársvegur og því mun
nýr vegur breyta miklu bæði á Þing-
völlum og á Laugarvatni. Gullni
hringurinn að Gullfossi og Geysi er
vinsæl ferðamannaleið og nú koma
þar inn nýjar víddir og möguleikar.
Úr Reykholti er í dag hálftímaakstur
að Flúðum en með nýrri brú verða
þetta aðeins örfáar mínútur og með
því er líklegt að Flúðir verði enn einn
gimsteinninn á þeirri skemmtilegu
leið sem hringurinn gullni er.“
Uppsveitirnar að opnast
Nýr vegur um Lyngdalsheiði og brú yfir Hvítá komast í notkun á haustdögum
Langur undirbúningur og heildarkostnaður við framkvæmdir 2,4 milljarðar kr.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Flugsýn Brúin nýja yfir Hvítá í Árnessýslu sem opnuð verður í nóvember tengir saman Flúðir og Biskupstungur á móts við Bræðratungu, vel þekkt stórbýli.
Selfoss
Hveragerði
Laugarvatn
Flúðir
Þingvellir
Laugarás
Grunnkort: LMÍ
Lyngdalsheiðarvegur
Hvítárbrú við
Bræðratungu
Stórframkvæmdir í uppsveitum á Suðurlandi
„Þessi nýju sam-
göngumannvirki
munu auka um-
ferð í upp-
sveitum Árnes-
sýslu og gerir
þær að einu
markaðssvæði.
Kakan stækkar
og mun breyta
markaðsstarfi,“
segir Hjördís
Björnsdóttir sem með fjölskyldu
sinni stendur að ferðaþjónustu í Út-
hlíð í Biskupstungum. „Leiðin yfir
Lyngdalsheiði styttist auðvitað
ekki mikið en nú fáum við loksins
veg sem stendur undir kröfum. Það
er gaman að starfa að ferðaþjón-
ustu í dag. Fólk fer minna til út-
landa en er þess í stað tilbúið að
gera eitthvað skemmtilegt hér inn-
anlands enda hefur verið bryddað
upp á mörgu slíku í sumar.“
Stækkar kökuna og
gerir sveitirnar að
einu markaðssvæði
Hjördís
Björnsdóttir
„Laugarvatn er
líkast verstöð
með tveimur
frystihúsum, sem
hér eru skóli og
ferðaþjónusta.
Nýr vegur um
Lyngdalsheiði
eflir hvort
tveggja,“ segir
Halldór Páll
Halldórsson,
skólameistari Menntaskólans að
Laugarvatni. „Stóra breytingin er
að nýi vegurinn er heilsársleið til
Reykjavíkur. Þá tengir vegurinn
saman staði í því víðfeðma sveitar-
félagi sem Bláskógabyggð er.“
Vegurinn nýi mun
styrkja verstöðina
Halldór Páll
Halldórsson
„Nýja Hvítár-
brúin gerir Bisk-
upstungur og
byggðina hér á
Flúðum að einu
atvinnusvæði,“
segir Jón Her-
mannsson, bóndi
á Högnastöðum í
Hrunamanna-
hreppi. „Nú
stendur til að
virkja neðanverða Þjórsá og þá
verður sú á brúuð og með því verð-
ur örstutt héðan frá Flúðum í sveit-
irnar í utanverðu Rangárþingi. Þá
eignumst við í uppsveitunum nýja
nágranna; brúin mun breyta öllu
enda örstutt á milli á landakorti.“
Þá eignumst við
nýja nágranna
Jón
Hermansson
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn
Útlit er fyrir að fæðingar á Landspítala Íslands verði
tæplega 5% færri en í fyrra. Það ár var sannkölluð
sprenging, en 3.571 barn fæddist þá á spítalanum og var
það 10% aukning frá 2008. Áratuginn þar á undan hafði
fæðingum að jafnaði fjölgað um 2-3% á ári.
Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á fæðingar-
og meðgöngudeild Landspítalans benda spár til að í ár
verði fæðingarnar um 3.340. „Þegar við skoðum fæðinga-
tíðnina mánuð fyrir mánuð eru þetta nokkru færri fæð-
ingar,“ segir Hildur. En 250-300 börn fæðast á spítalan-
um í hverjum mánuði.
Fyrstu sex mánuði þessa árs fæddust 1.738 börn á
Landspítalanum og yfir sama tímabil 2009 voru þau
1.729. Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.606 börn til viðbótar
muni síðan koma í heiminn á Landspítalanum það sem
eftir lifir árs.
Fólksfjölgun verði frá árinu 2011
Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir áfram-
haldandi fólksfækkun á yfirstandandi ári, en að frá og
með árinu 2011 muni fólki fjölga á landinu. Fólks-
fjöldaspáin virðist þó ekki gera ráð fyrir fjölgun fæðinga
á þessu tímabili. annaei@mbl.is.
Fæðingum fækkar milli ára
250-300 börn fæðast á
Landspítalanum í mánuði
Legutími sængurkvenna á
Landspítalanum hefur styst
umtalsvert sl. ár og varð í
fyrra töluverð aukning á
fæðingum í Hreiðrinu.
Að sögn Hildar fara um 70
fæðingar fram í Hreiðrinu í
hverjum mánuði, en þar fara
konur heim eftir 4-12 tíma,
séu þær ekki að eiga sitt
fyrsta barn. „Þær eru því að
fara mun fyrr heim en áður,“
segir Hildur. Það gerist þó
ekki nema fæðingin hafi
gengið eðlilega fyrir sig og konan óski sjálf eftir því
að fara heim.
Forsendan fyrir styttri sængurlegu er heimaþjón-
usta ljósmæðra, sem nú er til endurskoðunar hjá fé-
lagsmálaráðuneytinu. „Við styðjum það eindregið að
þessi þjónusta sé áfram veitt.“
Fara fyrr heim
LEGUTÍMI SÆNGURKVENNA