Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 ✝ Stefán H. Skúla-son fæddist á fæð- ingardeild Landspít- ala 25. október 1986. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi að morgni 12. júlí 2010. Móðir er Katrín Árnadóttir, f. 1970, gift Páli E. Winkel, f. 1973. Systur Stefáns eru Guðný Kristín, f. 2002, og Katrín Pála, f. 2003. Foreldrar Katrínar eru Guðný Sigurðardóttir og Árni Þorsteinsson. Foreldrar Páls eru Guðný Jónsdóttir og Per Winkel. Stefán bjó í Furubergi 1 í Hafn- arfirði alla sína barn- æsku en flutti á sam- býlið Hólmasundi í lok ársins 2002. Stefán hóf skólagöngu í Lyngási og Safamýr- arskóla árið 1992. Að því loknu fór hann í sérdeild Fjölbrauta- skólans við Ármúla. Stefán var alla tíð áhugasamur um tón- list og sótti tónlistar- námskeið hjá Fjöl- mennt auk sund- námskeiða. Útför Stefáns verður gerð frá Viðistaðakirkju í dag, 19. júlí 2010, og hefst hún kl. 13. Elskulegi afadrengur. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig hinstu kveðju. Þú hefur frá fyrstu tíð verið sólargeislinn minn og samband okkar verið náið og umvafið hlýju. Á þessari kveðjustund hellast yfir mig dásamlegar minningar um öll þau 23 ár sem okkur auðnaðist að eiga sam- an. Minnisstæðar eru fjölmargar ferðir okkar saman um landið en m.a. fórum við í hringferð um landið og ferðuðumst um Vestfirðina. Ávallt varst þú glaður, ánægður og hvers manns hugljúfi í ferðunum. Þá eru mér sérstaklega kærar stundirnar sem við áttum saman, oft einir, í Furuberginu þar sem við spjölluðum um heima og geima og nutum nær- veru hvor annars. Yndislegi afadrengur, ég bið Guð að blessa minningu þína og veit að þér líður vel nú eftir hetjulega baráttu í 23 ár. Þín verður ávallt sárt saknað. Árni Hreiðar Þorsteinsson. Þó vindur blási á litla logann þinn og líka streymi regn – hann blikar þarna. Því flýgurðu ekki hátt í himininn? Þar hlýtur þú að verða fögur stjarna. (Þýð. Helgi Hálfdánarson.) Í dag kveðjum við ljúfan dreng, Stefán Hansen. Stefán var með okkur í leik og starfi á Lyngási sl. 18 ár. Síð- astliðinn föstudag fór Stefán í frí eins og allir aðrir á Lyngási, nema hann ákvað að fríið sitt skyldi vera öllu lengra en okkar hinna. Það verður skrítið að mæta aftur eftir sumarfrí og hafa ekki Stefán með í hópnum, enginn að hlusta og hlæja að bæjarins nýjasta slúðri eða að hlusta á Ladda í botni og hlæja dátt. Hann var að öllu jöfnu lífsglaður, hafði ljúft skap og smitandi hlátur sem kallaði fram bros hjá okkur öllum. Hann var mikil fé- lagsvera og naut þess að spjalla í góðra vina hópi. Óbilandi kjarkur og leiftrandi húmor er okkur ofarlega í huga. Kenndu mér klökkum að gráta, Kynntu mér lífið í svip, Færðu mér friðsæld í huga Finndu mér leiðir og veg. Gefðu mér gullin í svefni, Gættu að óskum og þrám, Minntu á máttinn í sálu, Minning er fegurri en tár, Og sjáðu hvar heiður himinn Handan við þyngstu ský Er dagur sem dugar á ný. (Sigmundur Ernir.) Um leið og við vottum fjölskyldu Stefáns samúð okkar, þökkum við góðar stundir á liðnum árum. Minn- ingin um yndislegan dreng lifir. F.h. allra vina á Lyngási, Birna Björnsdóttir. Elsku Stebbi okkar. Lífið í Hólmasundinu er tómlegt þessa dagana. Við söknum þess svo mikið að hafa þig ekki hér hjá okkur, brosandi og hlæjandi. Alla daga hress og kátur en lést þó vel í ljós ef það var eitthvað sem þér líkaði ekki. Þú varst alltaf fyrstur allra til að skella upp úr yfir uppátækum ann- arra og fékkst okkur undantekning- arlaust til að hlæja með þér, alltaf sami grallarinn. Við vitum að þú ert kominn á góðan stað og sendir okkur bros í laumi. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér kær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Fyrir hönd starfsfólks og íbúa í Sambýlinu Hólmasundi 2, Svanhildur Geirarðsdóttir. Þú varst bara 10 ára þegar ég kom í heiminn og eru þessi 14 ár búin að gefa mér svo mikið. Þú varst uppá- haldið mitt. Ég man þegar þú fermdist þá var ég bara 4 ára og ég hljóp upp að alt- arinu og ríghélt í þig, elsku Stebbi minn. Manstu eftir því? Við höfum verið saman öll okkar jól og ég get ekki hugsað mér jólin án þín. Það verður tómlegt, ég sakna þín strax. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað og brosir út að eyrum eins og þú varst vanur að gera. Ég trúi því líka að þú getir gert allt sem þig langar og sérstaklega staðið í löbburnar þínar. Mér þótti svo gott að koma til þín og leggjast í vatnsrúmið þitt. Þú manst þegar afi bað þig um að passa mig þegar ég var lítil. Þú varst svo góður við mig svo bara hlóstu, Stebbi minn. Þú ert bestur. Ég mun varðveita hringinn sem þú gafst mér í fermingargjöf. Takk fyri allt og allt. Ég elska þig og sakna þín, Árný Sara. Að setjast niður og kveðja þig, elsku fallegi strákurinn okkar, er nær óbærilegt. Í tæp 17 ár áttir þú heima hjá okkur og hafa alltaf verið órjúf- anleg bönd á milli okkar. Það eru svo margar fallegar minningar hjá okkur og erfitt að byrja, nema þann dag sem þú fæddist, fallegur strákur og allt virtist í góðu lagi, en svo kom í ljós að þú varst með meðfæddan hjartagalla og það þurfti að fara til London með þig í aðgerð. Þú fórst um allt húsið í þinni göngugrind og vildir helst borða bara sjálfur, það gekk eins og best varð á kosið en svo áttu sér stað þeir hlutir sem gerðu allt þitt líf öðruvísi, í júlí 1987. Alltaf hefur þú verið gleðigjafi hvar sem þú komst með hlátur þinn og hlýju. Ekki varstu til að byrja með mikið ánægður þegar fjölgaði í hópn- um á heimilinu með tilkomu frænd- systkina en þegar á leið fann maður hve áhugasamur þú varst um þau og glaður að fylgjast með þeim stækka og dafna. Þegar þú varst á 17. ári fluttir þú að heiman eins og aðrir ung- ir menn og þá á sambýli í Hólmasundi 2, með eigin íbúð. Við vitum að þú eignaðist góða vini þar og annars staðar sem leið þín lá. Ég er afar þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og mun ég um alla tíð varðveita minningu um ynd- islegan, hjartahlýjan dreng. Guð blessi minningu Stefáns og varðveiti sál hans. Guðný Sigurðardóttir. Nú er komið að kveðjustund elsku Stebbi frændi. Margs er að minnast og margs að sakna. Ég veit ekki hvað setja á á blað þar sem svo margar og góðar minn- ingar koma upp og erfitt að stoppa táraflóðið. Ég var þrettán ára gömul þegar þú fæddist og ég var svo spennt að vera stóra frænka. Við áttum margar og góðar stundir saman enda bjóst þú heima hjá okkur og fékk maður þann heiður að kynnast þér eins og þú varst, góður og flottur frændi. Sólar- hringsgamall fórst þú í aðgerð til London og biðum við í þrjár vikur eft- ir að fá að knúsa og kynnast þér. Þú verður alltaf besti frændi, hetj- an okkar, lítill drengur sem mátti þola margt. Ég mun sakna þín sárt. Elsku Kata systir, Palli, Guðný Kristín, Katrín Pála, mamma og pabbi, ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þín frænka, Steinunn Árnadóttir. Elsku Stebbi frændi okkar er dá- inn. Þú sem varst alltaf svo kátur og glaður þrátt fyrir mikla fötlun. Ég man svo vel þegar þú komst í heiminn, svo fallegur lítill drengur sem barðist fyrir lífi sínu. Ég sá þig ekki fyrsta mánuðinn og var það erfið bið svo loks komstu heim eftir vel heppnaða aðgerð í London. Yndislega fallegur drengur svo glaður alltaf. Þótt þú hafir ekki getað tjáð þig þá veit ég vel að þú varst bráðvel gefinn þú ærðist af gleði þegar þér var keyrt alla daga heim til afa og ömmu. Þú vissir nákvæmlega hvert ferðinni var heitið. Þér þótti best að vera hjá afa og ömmu enda elskuðu þau þig og lifðu fyrir þig. Hvernig verða jólin án þín, elsku Stebbi minn. Það verður aldrei eins án þín. Ég trúi og veit í hjarta mínu að núna ertu frjáls og sennilega ertu hlaupandi í löbbunum þínum. Þín verður sárt saknað. Elsku Kata mín, það sem þú hefur þurft að ganga í gegnum er eitthvað sem engin móðir ætti að þurfa ganga í gegnum og mundu að við elskum þig. Elsku Kata mín, Palli, Guðný Kristín, Katrín Pála, amma Guðný og Addi afi Guð veiti ykkur styrk. Helga Sæunn og fjölskylda. Það var sárt að fá fréttirnar af því að þú værir búinn að kveðja þetta líf, elsku Stebbi okkar. Í okkar augum varstu sannkölluð hetja þar sem þú barðist hetjulega við veikindi þín. Við eigum minningar um þig frá þínum yngri árum þar sem mamma gætti þín oft brot úr degi á heimili okkar. Þar fengum við tækifæri til að kynn- ast þér betur og þykir okkur það ómetanlegt að hafa átt þann tíma með þér. Þó að samverustundunum hafi fækkað með árunum, fengum við reglulega af þér fréttir sem okkur þótti vænt um að fá. Við minnumst þín ávallt sem fallega og duglega frænda okkar. Þínar frænkur, Katrín Helga, Guðrún Harpa og Tinna Björk. Það er erfitt að kveðja ungan og góðan dreng. Stefán hitti ég fyrst fyr- ir rúmlega 20 árum, þegar Steinunn kynnti mig fyrir honum. Hann var sólargeisli í lífi allra sem þekktu hann og voru svo heppnir að fá að kynnast honum. Vil ég þakka fyrir allar stund- irnar okkar saman, megi góður guð fylgja þér, litli vinur. Elsku Katrín, Páll, Guðný Kristín, Katrín Pála, Guðný og Árni, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Stefáns. Jón V. Guðmundsson. Stefán H. Skúlason HINSTA KVEÐJA Elsku Stefán. Við kveðjum þig með söknuði. Takk fyrir allt, guð blessi þig, stóri frændi. Elsku Kata, Palli, Guðný, Katrín, amma og afi, megi góð- ur guð veita ykkur styrk í sorg- inni. Guðný Margrét, Guð- mundur og Pálína Ósk. Elskulegi bróðir okkar. Þegar mamma og pabbi sögðu okkur af því að þú værir dáinn og farinn til Guðs urðum við mjög leiðar. Við sögðum mömmu og pabba að við mynd- um alltaf minnast þín með gleði og væntumþykju. Hafðu það gott á himnum kæri bróðir. Guðný Kristín og Katrín Pála.                          ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÞORGEIRSSON, Pósthússtræti 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. júlí kl. 14.00. Erna Sigríður Sigurðardóttir, Lilja Bergmann Sigurðardóttir, Friðrik Sverrisson, Garðar Sigurðsson, Ásta Halldóra Böðvarsdóttir, Gunnlaug Olsen, Sturla Ólafsson, Kolbrún Dóra Kristinsdóttir, Þór Sigurðsson, Jóna Kr. Olsen Sigurðardóttir, Leif Erik Williams og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKA BETA LÍKAFRÓNSDÓTTIR, Álfhólsvegi 66, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 9. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Álfhóls fyrir góða og hlýja umönnun. Hrönn Guðný Gunnarsdóttir, Jón Oddur Jónsson, Rósa Sigríður Gunnarsdóttir, Hannes Kristinsson, Bjarney Sólveig Gunnarsdóttir, Böðvar Böðvarsson, Gunnar Björgvin Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN MAGNÚSSON Ljósulind 2 Kópavogi, lést föstudaginn 16. júlí á krabbameinsdeild Landspítalans. Þuríður Gísladóttir, Arnar Jónsson, Helga Þórdís Gunnarsdóttir, Rögnvaldur Örn Jónsson, Jóna Björg Olsen, María Björk Jónsdóttir, Sveinn J. Kjarval, Brynjar, Arndís, Hilmar, Selma og Róbert. ✝ Útför elskulegrar mágkonu og frænku okkar, MAGNEU KATRÍNAR HANNESDÓTTUR, frá Stóru Sandvík, Stóragerði 36, Reykjavík, verður gerð frá Selfosskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 13.30. Hrefna Gísladóttir og systkinabörn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.