Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  166. tölublað  98. árgangur  MIKIÐ LISTALÍF VIÐ HAFNARGÖTUNA Í REYKJANESBÆ NÍUNDA LJÓÐA- BÓKIN Á ÁTT- RÆÐISAFMÆLI VÆNGJASLÁTTUR Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR SÍÐDEGI VILBORGAR 24 LOKAHÁTÍÐ LISTHÓPA 29NÍU KONUR Í GALLERÝ 8 10 Sveitarstjórnin í Vesturbyggð hefur sett í sölu fjörutíu íbúðir í bænum, sem eru í eign sveitarfélagsins. Íbúðirnar voru upphaflega byggðar í félagslega kerfinu, en fráfarandi sveitarstjóri, Ragnar Jörundsson, segir að m.a. vegna fólksflutninga frá sveitarfé- laginu sé lítil eftirspurn eftir eða þörf á slíku húsnæði í bænum. „Þessar íbúðir hafa verið afar þungur baggi á sveitar- félaginu, en það skuldar Íbúðalánasjóði um 300 milljónir vegna íbúðanna. Þegar haft er í huga að heildarskuldir Vesturbyggðar eru í kringum 1,2 milljarðar króna sést hve stór hluti skuldanna þetta er.“ Ólafur B. Blöndal fasteignasali fer með sölu íbúðanna og hefur hann sett fermetraverðið á um 50.000-60.000 krónur. Heildarsölu- virði eignanna fjörutíu segir hann á bilinu 150 til 200 milljónir króna. „Við- brögðin hafa verið góð og ég hef fengið fjölda fyrirspurna, bæði frá einstak- lingum og félögum. Reyndar á ég von á því að fá á þriðjudaginn tilboð í allar eignirnar í einum pakka.“ Íbúðirnar sem um ræðir eru bæði íbúðir í fjölbýli, tveggja til fjögurra herbergja, sem og nokkur sérbýli og raðhús. Ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fermetraverð á íbúðarhúsnæði á Pat- reksfirði, en á Ísafirði hefur fermetraverðið verið á bilinu 50.000-75.000 í fjölbýli. bjarni@mbl.is Selja félagslegar íbúðir Rökkur Kvöld á Patreksfirði.  Íbúðirnar þungur baggi á sveitarsjóði Vesturbyggðar Það var mikið um að vera í Kópavogi um helgina þegar Símamótið í knattspyrnu, fyrir 5.-7. flokk kvenna, fór fram. Mótið fór af stað með heljarinnar skrúðgöngu á fimmtudagskvöldið sem lauk með setningarhátíð á Kópavogsvelli. Á föstudeginum hófust leikar og var ekkert gefið eftir. Einbeitingin skein úr augum stúlknanna og keppnisskapið duldist engum. Dag- arnir snerust þó ekki eingöngu um knattspyrnu því á laugardagskvöldið var heljarinnar skemmtun í Smáranum þar sem Lalli töframaður sýndi listir sínar og Ingó Veðurguð söng af hjartans lyst. Morgunblaðið/Ómar Öflugar og einbeittar Kristján Jónsson kjon@mbl.is Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna á í kjaradeilu við sveitarfélögin og hyggst grípa til dagsverkfalla næstu vik- urnar, það fyrsta verður á föstudag. Eitt af því sem gæti komið upp er að ekki verði hægt að bregðast nægilega hratt og vel við sinueldum. Eldur varð laus í sinu við Straum, sunnan Hafnar- fjarðar á laugardag en Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins náði að slökkva hann með aðstoð þyrlu Landhelg- isgæslunnar. „Alls tóku um 20 manns þátt í slökkvistarfinu en að jafnaði eru rúm- lega 20 manns á vakt,“ segir Jón Viðar Matthíasson, yfirmaður Slökkvi- liðs höfuðborg- arsvæðisins, SHS. „Sinubrunar eru mjög mannkrefj- andi og þetta var úti í hrauni, erfitt að komast að þessu. Nú er mesta hættan hvað allt er orðið þurrt. Umfangið getur allt í einu snaraukist.“ Ákveðinn lágmarksfjöldi verður tiltækur í verkfallinu til að sinna neyðartilfellum. En ekki er hægt að senda mikinn hluta liðsins langt út fyrir þéttbýlið til að slökkva sinuelda sem ekki ógna mannslífi. Og hætt er við að dýrmætur tími fari til spillis ef ná þarf í menn sem eru í verkfalli. »4 Sinueld- ar ekki slökktir? Náttúruperlur gætu brunnið vegna verkfalls Sinueldar » Samkvæmt nútímaskilgrein- ingum ber slökkviliðs- mönnum að sinna neyð- arþjónustu við fólk, umhverfi og mannvirki í þess- ari röð. » Sinueldar geta valdið geysimiklu tjóni, náttúran er oft mörg ár að bæta það. » Verði fram- hald á þurrki gætu vinsælar útivistarperlur á höfuðborgar- svæðinu verið í hættu.  Fyrirtæki Ruperts Murdochs, News Corporation, hóf fyrir fáein- um mánuðum að krefjast greiðslu af fólki fyrir að mega lesa net- útgáfu The Times í London. Ár- angurinn er algert hrun í lestr- inum, segir í frétt Financial Times. Ekki einu sinni áskrifendur pappírsútgáfu blaðsins lesa lengur netútgáfuna þó að hún sé ókeypis fyrir þá. En mesta breytingin varð nokkru áður en byrjað var að krefjast greiðslu, þegar lesendur voru beðnir um að skrá sig sér- staklega til að fá aðgang að efn- inu. Þá minnkaði lesturinn um 58%. Lesendur netmiðla vilji því ekki aðeins fá að lesa þá frítt. Þeir vilja líka að auðvelt sé að nálgast frétt- irnar. kjon@mbl.is Harðneita að borga fyrir netfréttir Ósáttur Lesandi skoðar Times-vefinn.  Nýr vegur um Lyngdalsheiði og brú yfir Hvítá verður opnuð í haust en unnið hefur verið að framgangi þess- ara verkefna um árabil. Þetta þýð- ir byltingu í vegamálum í Ár- nessýslu og getur skilað svæðinu miklu. „Við væntum mikils af þess- um framkvæmdum, Leiðir styttast og það styrkir ferðaþjónustuna hér á svæðinu,“ segir Ásborg Arnþórs- dóttir ferðamálafulltrúi. Heild- arkostnaður framkvæmdanna er talinn vera 2,4 milljarðar króna. »6 Samgöngubót styrkir ferðaiðnað Við Hvítá Margítrekaðar björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar á bönkum og fjármálafyrirtækjum þar í landi hafa skekkt allt hvatakerfi fjármálakerf- isins þar í landi, að mati hagfræði- prófessorsins Russel Roberts. Í ný- legri ritgerð, sem ber heitið „Gambling With Other People’s Mo- ney“, eða „Spilað með fé annarra“, fjallar Roberts um sögu slíkra björg- unaraðgerða og áhrif þeirra á mark- aði. Segir hann að í slíkum björgunar- aðgerðum hafi hluthafar vissulega tapað sínu hlutafé, en gengið hafi verið úr skugga um að lánardrottn- ar, innstæðueigendur og aðrir kröfu- hafar, hafi fengið hvern dal aftur til baka. Í slíku umhverfi hafi lánar- drottnar ekki hvata til að sýna eðli- lega aðgætni í lánveitingum og taki óheppilega mikla áhættu í þeirri trú að ef allt fari á versta veg muni ríkið koma þeim til bjargar. Þetta er að mati Roberts stærsta ástæðan fyrir því hvernig fjármála- bólan varð til fyrir hrun. Allir hafi einblínt á mögulegan gróða, en eng- inn hafi haft augun á hugsanlegu tapi. Við slíkar aðstæður sé ekki von á skynsamlegri fjárstýringu í bönk- um. »12 Spiluðu fjárhættuspil með annarra manna peninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.