Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 Kýrnar „leika við hvurn sinn fingur“ þegar þær fara út á vorin, jafnvel virðulegar maddömur sletta úr klaufunum. Þessi atburður hefur mikið aðdráttarafl á unga sem aldna og nokkrir kúabændur bjóða því al- menningi heim til að njóta stund- arinnar. Fallegar kýr á beit eru mik- ilvægar fyrir ímynd íslenskrar mjólkurframleiðslu, ímynd sem kúa- bændur vilja standa vörð um. Rannsóknir sýna ótvírætt fram á mikilvægi útbeitar fyrir nautgripi. Útbeitin hefur jákvæð áhrif á heil- brigði kúnna, marktæk fækkun verð- ur á algengustu sjúkdómstilvikum s.s. doða, súrdoða, júgurbólgu, leg- bólgum og liðabólgum. Kýrnar fá tækifæri til eðlilegrar félagslegrar hegðunar, árásargirnin minnkar og lægra settar kýr eiga auðveldara með að forðast þær hærra settu. Kýrnar hreyfa sig mun meira, eiga auðveldara með að leggjast og standa upp og hvíldaratferli er ótruflað. Hreyfingin eykur einnig þol og heilbrigði kúnna og er dánartíðni lægri í hjörðum sem eru á beit. Kvíg- urnar þurfa sömuleiðis að njóta út- beitar. Fyrir utan ávinninginn varð- andi líkamlegt heilbrigði lærir ungviðið að hegða sér í hóp þar sem gripirnir eru á mismunandi aldri. Þetta er mikilvæg þjálfun því þegar fyrstakálfskvígurnar koma inn í kúa- hjörðina, langt gengnar með eða ný- bornar, lenda þær yfirleitt neðst í virðingarstiganum. Rannsóknir sýna nú sömuleiðis fram á hagkvæmni útbeitar. Sem dæmi framleiða Írar og Nýsjálend- ingar, ráðandi þjóðir á heimsmarkaði nautakjöts og mjólkurafurða, nánast allt á útbeit. Í fyrrasumar hóf Mat- vælastofnun átaksverkefnið „Útivist nautgripa“ til að tryggja að ákvæð- um reglugerðar um átta vikna útivist nautgripa hið minnsta ár hvert, að graðnautum eldri en sex mánaða undanskildum, sé framfylgt. Héraðs- dýralæknar heimsóttu kúabú þar sem grunur lék á um að kýrnar væru ekki settar út, bændur fengu í kjöl- farið bréf þar sem þess var krafist að kýrnar fengju að njóta útivistar. Árangur átaksins var mjög góður, flestir bændur brugðust vel við og hleyptu kúnum út. Átakinu verður haldið áfram nú í sumar, skoðað verður sérstaklega hvort kvígurnar fá að fara út. Gerð verður skrifleg krafa um útivist og málunum fylgt eftir þar til úrlausn fæst. Katrín H. Andrésdóttir, héraðs- dýralæknir hjá Matvælastofnun. Heilbrigði og velferð dýra Þegar kýrnar dansa Sælar Útbeitin hefur jákvæð áhrif á heilbrigði kúnna. steinum og perlum. Auk þess selur Hjördís glervörur og glerdýr í Gall- ery 8. Bæði Dröfn H. Guðmunds- dóttir og Hildur Harðardóttir selja fatnað úr ull og skreyta með silki og roði. Dröfn saumar alklæðnað úr ull- arprjóni en Hildur notar þæfða ull í sjöl, slár og nælur sem hún hannar og býr til. Hildur selur einnig vatns- litamyndir í galleríinu og deilir myndlistinni með Fríðu Rögnvalds- dóttur sem gerir lágmyndir úr olíu og steypu á striga. Steinunn Guðna- dóttir hannar leðurvörur með roði, aðallega veski og ýmsa fylgihluti s.s. armbönd, belti o.fl. en Kolbrún Valdi- marsdóttir og Ingibjörg Magn- úsdóttir eru mestmegnis í hönnun húsbúnaðar og innanhússkrauts. Kolbrún notar plexigler í vörur sínar, sem hún vinnur samhliða eiginmann- inum, Hilmari Guðsteinssyni, undir merkjum hilmko. Þau gera m.a. kertastjaka, matarbakka, skartgripastand og skrautfígúrur eins og jólakött og hreindýr. Ingi- björg Magnúsdóttir hefur nýlokið 4 ára námi frá Iðnskólanum í Hafn- arfirði og hún sagði járnið hafa heill- að mest á námsárunum. Hún gerir m.a. fatastanda, kertahólka og serv- éttuhringi sem allir fá útlit eftir veðri, þ.e. hamraðir með mynstri sem minnir á snjó eða rigningu. Auk margvíslegrar listmennt- unar og vinnu við hönnun og sköpun koma konurnar úr ýmsum starfs- stéttum eins og leik- og grunnskóla- kennslu, hárgreiðslu og lyfjafræði eins og þegar hefur komið fram. Flíkur með ævintýraleg nöfn Neðar á Hafnargötunni, nánar tiltekið í Fishershúsi, hafa listakon- urnar og vinkonurnar Íris Jónsdóttir og Ingunn Yngvadóttir komið sér fyrir. Þær hanna flíkur undir merkj- um Spiral og ævintýrið sem byrjaði smátt er orðið býsna stórt, eins og þær viðurkenndu í samtali við blaða- mann. „Við byrjuðum í apríl sl. og ákváðum að sjá hvert þetta myndi leiða okkur. Við höfðum sett stefnuna á sýningu á ljósanótt en núna 20. júlí erum við að halda tískusýningu á Flughóteli þar sem við kynnum nýju línuna okkar,“ sögðu þær stöllur og bættu við að ferlið væri búið að vera ævintýri líkast. Nokkrar flíkurnar hafa líka fengið ævintýraleg nöfn á borð við Mikka ref, Lilla klifurmús og Snjóengil. – En hvernig hófst þetta ævintýri? „Við erum æsku- vinkonur og báðar mikla fatafríkur. Þennan draum hefur oft borið á góma í samtölum okkar og núna ákváðum við að láta verða af þessu, hætta að tala um þetta og fram- kvæma. Við erum nokkuð duglegar við það að stinga okkur út í djúpu laugina,“ sagði Íris. Þær sjá báðar um hönnun, útfærslu og saumaskap en vegna anna þurftu þær að ráða sér aðstoðarkonu, Birnu Huld Helga- dóttur kjólameistara. Bæði Ingunn og Íris eiga langan feril að baki í hönnun og listsköpun. Íris er mynd- listarmenntuð og kennir myndlist við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Ing- unn byrjaði ung að sauma og hanna og hefur á undanförnum árum hann- að leðurvörur, m.a. töskur sem seldar eru í Reykjavík Bags. Í Fishershúsi hefur Magdalena Sirrý einnig að- stöðu fyrir hönnun sína og vörur en í hennar safni er mikið úrval prjóna- vara. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vinsælt Það hefur hitt í mark hjá Gallery 8 að listakonurnar taka á móti hópum, hvort sem er á opnunartíma eða utan hans. Fríður hópur Listakonurnar níu í Gallery 8 á Hafnargötu í Reykjanesbæ allar samankomnar. F.v. Fríða, Sveindís, Hjördís, Hildur, Sigríður, Kolbrún, Steinunn, Ingibjörg og Dröfn. Ekki gleyma að vera með blóm í hárinu farir þú til San Francisco, ráð- lagði söngvarinn Scott McKenzie í lagi sínu hér forðum daga og bætti síðan við að þar muni ferðalangar hitta indælt fólk. Hann hafði grein- lega rétt fyrir sér en borgin er efst á lista breska blaðsins Independent yfir staði sem þykir hvað best fyrir samkynhneigða að búa á. Andrúmsloftið í borginni þykir af- slappað og þangað flykktust hipp- arnir á sínum tíma en stjórnvöld í borginni eru einnig frjálslynd miðað við aðrar bandarískar borgir. Enda er Kalifornía aðeins annað af tveimur ríkjum Bandaríkjanna þar sem hjóna- band tveggja aðila af sama kyni er leyfilegt. San Francisco hefur því orð- ið vinsæll brúðkaupsstaður hjá sam- kynhneigðum pörum en í borginni er stundum sagt að finna megi fjögur samkynhneigðustu horn heims, á gatnamótum Castro og 18 strætis. San Francisco talin best San Fransisco Allir eru velkomnir. Frjálslynt sam- félag í blóma ódýrt og gott kr. pk. Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.