Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Íslensk stúlka leiðir heims… 2. Ómar Ragnarsson fær milljónir 3. „Orðlaus, hrærður og þakklátur“ 4. Akureyrarflugvöllur gæti lokast… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Margt var um manninn á Austur- velli á sumargleði sem Jafningja- fræðsla Hins hússins stóð fyrir. Pyls- ur, tónleikar og margt fleira var á boðstólum í frábæru sumarveðri þar sem ungir og aldnir nutu sín. »28 Sumargleði Jafn- ingjafræðslunnar  Margt bar fyrir augu flugunnar síðastliðinn fimmtudag en hún kynntist mörgum sem lögðu leið sína í sumarblíðunni að sjá gjörninginn Domains of Joyful Degradation sem var á dagskrá Villa Reykjavík. Inni tók myrkrið við og margt forvitnilegt, skrítið og furðu- legt bar fyrir augu gesta. »25 Flugan fór á gjörning í sumarblíðunni  Hjálmar spiluðu á föstudags- kvöldið síðastliðið á efri hæð Faktorý en að vanda náðu þeir að virkja reggí- stemninguna til hins ýtrasta. Þá létu þeir hugann sveima til gam- alla tíma þegar þeir spiluðu „heit og sveitt gigg“ á Grand Rokk á upp- hafsárunum. »29 Hjálmar voru á opn- unarkvöldi Faktorý Á þriðjudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjart í veðri, en skýjað með köflum á Suðurlandi og þurrt að kalla. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast norðanlands. Á miðvikudag Hæg suðvestlæg átt og dálítil súld með köflum við vesturströndina en annars léttskýjað að mestu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað en skýjað og hætt við þokulofti við N- og A-ströndina. Hiti 14 til 22 stig á S- og V-landi, annars 8 til 15 stig. VEÐUR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vest- mannaeyjum, heldur að öll- um líkindum til Englands síðar í vikunni þar sem hann verður til skoðunar hjá Charlton Athletic. Hann var í herbúðum félagsins fyrir skömmu en meiddist í æf- ingaleik. Nú vilja for- ráðamenn Charlton líta á Gunnar Heiðar á nýjan leik. »1 Gunnar Heiðar aftur til Charlton „Það er náttúrlega ótrúlegt að þetta skuli gerast,“ sagði hinn þraut- reyndi kylfingur Björgvin Þor- steinsson eftir að hann fór holu í höggi tvo daga í röð á Jaðarsvelli á Akureyri. Björgvin hefur alls tíu sinnum farið holu í höggi á ferl- inum. »1 Daglegt brauð hjá Björgvini Breiðablik og ÍBV eru áfram jöfn á toppi Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu eftir leiki 12. umferðar í gær. Liðin hafa skorið sig aðeins frá öðr- um í deildinni. Breiðablik lagði Kefla- vík og Eyjamenn lögðu Fram, 1:0, á laugardaginn. Enn einu sinni gekk sigur nýliðum Hauka úr greipum. Nú misstu þeir tveggja marka forskot gegn KR niður í jafntefli. »2-5 Áfram berjast ÍBV og Breiðablik á toppnum ÍÞRÓTTIR María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þær Alissa R. Vilmundardóttir, læknanemi, og Íris Mýrdal Krist- insdóttir, líffræðinemi, hafa sett sér það markmið að hjóla hringinn í kringum landið á tíu dögum til styrktar Rannsóknarstofu í krabba- meinsfræðum. Þær leggja í hann þann níunda ágúst næstkomandi en slagorð ferðarinnar er Okkar leið - allra málefni og er Vigdís Finn- bogadóttir sérstakur verndari ferð- arinnar. Rannsóknarstofan hefur fyrir löngu unnið sér sess í alþjóð- legum heimi krabbameinsfræða en Alissa segir að almennt séð hafi þær valið þetta málefni þar sem krabba- mein sé sjúkdómur sem fólk heyri um í eiginlega öllum fjölskyldum og að með þessu átaki vonist þær því til að ná til sem flestra. Þrotlausar æfingar „Það hefur löngum verið draumur hjá mér að takast á við svona stórt verkefni til styrktar verðugu mál- efni og ætli ég hafi ekki bara fengið innblástur frá fólki sem ég hef fylgst með gera eitthvað álíka. Líkt og ég er Íris mikill hjólreiðagarpur og samþykkti strax hugmyndina en síðastliðið hálft ár höfum við æft okkur og undirbúið með því að hjóla, hlaupa og lyfta. Ég var reyndar á þessum tíma úti í París og Íris hér heima en við vorum í stöðugu tölvusambandi til að skipu- leggja allt saman. Undirbúning- urinn hefur gengið vel og upp á síð- kastið hef ég hjólað nærri daglega. Ég lengi ferðirnar í hvert skipti en ég náði að hjóla 80 km úti í París og er einmitt á leiðinni núna á eftir að hjóla fram og til baka á Þingvöll, en það eru á milli 80 til 90 km. Mark- mið okkar er að hjóla hringinn á tíu dögum eftir þjóðvegi 1 sem eru 134 km á dag en við ætlum okkur þó allt upp í 14 daga í ferðina þar sem veð- ur og óvæntar uppákomur geta allt- af sett strik í reikninginn,“ segir Al- issa en þeim mun fylgja bíll með öllum nauðsynlegum farangri, svo sem orkuríkum mat og nægum skammti af vatni. Vilja ná til sem flestra Þegar nær dregur ferðinni verður hægt að fylgjast með framvindu hennar á vefsíðunni facebook.com/ #!/pages/Okkar-leid-allra-malefni. Þar munu þær Alissa og Íris skrifa dagbók á hverjum degi með upplýs- ingum um hvernig gangi og setja inn myndir. Fyrir þá sem vilja styrkja fram- takið má leggja frjáls framlög inn á reikninginn 0115-15-630829, kenni- tala 020887-2069. Hjóla hringinn á tíu dögum Til styrktar krabbameins- rannsóknum Morgunblaðið/Ómar Hjólagarpur Alissa R. Vilmundardóttir hjólar hringinn í kringum landið á tíu dögum ásamt Írisi Mýrdal Kristins- dóttur til styrktar Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, en þær undirbúa sig nú á hverjum degi. Hversu langur er vegurinn? Lokið var við gerð hringvegarins ár- ið 1974 þegar Skeiðarárbrú var opn- uð, en hann er tæplega 1.400 km og liggur um alla landshluta nema Vestfirði og miðhálendið. Kíló- metrafjöldinn er því allnokkur og mikilvægt að undirbúa sig vel. Hafa aðrir hjólað hringveginn? Síðastliðin ár hefur verið vinsælt meðal hjólagarpa að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar góðu málefni. Ótal garpar hafa hjólað en meðal þeirra má nefna Eggert Skúlason sem hjólaði til styrktar Hjartaheill, Landssamtökum hjarta- sjúklinga, sumarið 2005 og fjóra hjólreiðamenn frá Brunavörnum Suðurnesja og lögreglunni í Kefla- vík og á Keflavíkurflugvelli sem hjóluðu hringinn árið 2006 til styrktar langveikum börnum. Er hringvegurinn vinsæll? Margir ferðamenn, íslenskir og erlendir, kjósa að keyra hringveginn og mælti blaðamaður breska blaðs- ins Sunday Telegraph meðal annars með því að keyra hringveginn í kringum landið að vetri til. Spurt & svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.