Fréttablaðið - 14.12.2011, Page 24

Fréttablaðið - 14.12.2011, Page 24
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Uppháir herrakuldaskór úr leðri og fóðraðir með lambsgæru. Teg: 53802 - litur: brúnt - stærðir: 40 - 47 - Verð: 24.775.- Nú er farið að kólna og allra veðra von. Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Opið á laugard. 10-14. Ertu komin með eintak? Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is Ferðaáætlun Útivistar kemur út í dag Framhaldslíf Óslóarjólatrésins Félag trérenni- smiða á Íslandi sýnir í Ráðhúsi Reykjavíkur hluti sem unnir eru úr bol Óslóartrésins frá því í fyrra. „Það er mikill heiður að vera beðin, því hingað til hafa þetta verið okkar bestu hönnuðir sem hannað hafa óróann,“ segir Ingi- björg Hanna Bjarnadóttir vöru- hönnuður, sem hannaði jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra í ár. Ingibjörg Haraldsdóttir skáld samdi ljóðið. Þær stöllur fengu frjálsar hend- ur um hvern úr jólasveinafjöl- skyldunni þær tækju fyrir og varð Leppalúði fyrir valinu. „Við vorum alveg sammála um það,“ segir Ingibjörg Hanna. „Það hefur lítið verið skrifað um Leppa- lúða, sem kom okkur á óvart því hann er jú eiginmaður Grýlu og pabbi jólasveinanna. Ég hef auð- vitað mínar skoðanir á því hvernig hann lítur út og hvers konar kar- akter hann er. Ég talaði við fólk í kringum mig og spurði hvernig það upp- lifði Leppalúða og það var merki- lega samhljóma mínum skoðunum: Leppalúði er svolítið ræfilsegur og horaður, með rytjulegar tjásur kringum skallann og hökutopp og lifir í skugganum af Grýlu og jóla- sveinunum.“ „Hann Leppalúði þótti nokkuð baldinn. Í bernsku var hann ódæll og átti enga vini. Af þessu varð hann vansæll og vildi hefna sín.“ Svona hljóma fyrstu línurnar í ljóði Ingibjargar Haraldsdóttur um Leppalúða og tók Ingibjörg Hanna mið af því við hönnun óró- ans. „Ég vildi ná því fram að einu sinni hefði Leppalúði verið sterkari kar- akter, sem leyndist enn innra með honum. Tunglsljósið lýsir því upp helminginn af andlitinu og þar er hann ungur með neista í augum en gamall í skugganum,“ útskýr- ir Ingibjörg og þvertekur fyrir að óróinn hennar eigi sér einhverja ákveðna fyrirmynd. „Ég heyrði reyndar út undan mér að sumum þætti hann líkjast ákveðnum ráðherra en það var alls ekki ætlunin,“ segir hún hlæjandi. Óróarnir eru íslensk fram- leiðsla, smíðaðir af Geislatækni í Garðabæ, og sér starfsfólk vinnu- stofunnar Áss um pökkun. Allur ágóði af sölu jólaóróans rennur til starfa í þágu fatlaðra barna og ungmenna og er hægt að forvitn- ast nánar um óróana á vefsíðunni www.jolaoroinn.is. „Við fengum að skoða aðstöðuna hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra og fannst ótrúlega gaman að sjá hvað þessir peningar nýtast vel. Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni.“ segir Ingibjörg Hanna. heida@frettabladid.is Leppalúði hafði neista Árlega fær Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra íslenskan hönnuð og íslenskt ljóðskáld til að búa til óróa og ljóð um einhvern meðlim jólasveinafjölskyldunnar. Ágóðinn rennur til starfsemi félagsins. Leppalúði Ingibjargar Hönnu. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir vöruhönnuður hannaði jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.