Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 6
24. desember 2011 LAUGARDAGUR6 Frá kr. 59.900 Kanarí 4. janúar í 13 nætur Einstakt tækifæri í sólina í beinu flugi til Kanaríeyja þann 4. janúar í 13 nátta ferð á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábær sértilboð á hinu vinsæla íbúðarhóteli Parque Sol. Ekki missa af þessu einstaka tilboði. Athugið takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! Frá kr. 89.900 með gistingu í 13 nætur. Verð kr. 59.900 Netverð á mann, Flugsæti 4 – 17. janúar. Verð kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 2 svefnherbergjum á Parque Sol í 13 nætur. Verð kr. 96.800 Verð m.v. 4 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum á Parque Sol í 13 nætur. Verð kr. 129.900 Verð m.v. 2 fullorðna í ibúð með 2 svefnherbergjum á Parque Sol í 13 nætur. Ert þú andvíg/ur byggingu bað- húss við Perluna? Já 34,0% Nei 66,0% SpurNiNg dagSiNS í dag Borðaðir þú skötu á Þorláks- messu? Segðu þína skoðun á visir.is DÝRAHALD Ellefu hvolpum var hjálp­ að í heiminn í Dýralæknamiðstöð­ inni í Grafarholti í gær. Þeir voru teknir með keisaraskurði sem tveir dýralæknar á spítalanum fram­ kvæmdu. Allir voru þeir sprell­ lifandi og komnir á spena þegar tíkurnar tvær sem áttu þá voru útskrifaðar síðdegis. Í báðum tilvik­ um var um tíkur af ensku bolabíts­ kyni að ræða. „Þetta gekk allt rosalega vel,“ segir Sif Traustadóttir dýralæknir, sem gerði annan keisaraskurðinn. Hún segir sjálfa aðgerðina taka um það bil klukkustund. Fyrst þurfi að undirbúa tíkina, setja upp æða­ legg hjá henni til að setja vökva í æð, raka allan kviðinn og sótt­ hreinsa svæðið áður en hún fer inn á skurðstofuna. Í tilvikunum í gær var einnig sett upp barkaþræðing og tíkunum gefið súrefni meðan á aðgerðinni stóð. Miklar annir hafa verið á Dýra­ læknamiðstöðinni í desember, að sögn Sifjar. Auk heilsufarsskoðana, geldinga og ormahreinsana hafa komið inn dýr með margs konar kvilla og lemstur sem hefur þurft að sinna. „Um daginn var komið með kett­ ling sem var að þvælast fyrir þegar verið var að hella stíflueyði í niður­ fall. Hann skellti loppunni undir bununa og brenndist illa á fæti.“ Að ýmsu þarf að huga yfir jól og áramót þegar gæludýr eru á heim­ ilinu. „Hvolpar og kettlingar eru for­ vitnir og hafa engan skilning á því hvað kertalogi er. Þau geta velt skreytingum um koll og kettlingar reyna að hnusa af loganum og brenna þá af sér veiðihárin. Því þarf fulla aðgát og eftirlit.“ Margir vilja gleðja dýrin sín um jólin með einhverju góðgæti. En sú gleði getur snúist í andhverfu sína. „Súkkulaði er eitrað fyrir hunda og ketti. Það er algengt að fólk hafi samband við okkur vegna hunda sem fengið hafa súkkulaði­ eitrun ásamt meðfylgjandi niður­ gangi, uppköstum og sleni. Dökkt súkkulaði er hættulegast. Rúsín­ ur eru einnig eitraðar þannig að rúsínu súkkulaði er ban eitraður kokkteill. Þá ætti ekki að gefa hundunum reyktan og saltaðan mat því það er ávísun á niðurgang morgun inn eftir.“ Loks bendir Sif á hættu sem getur stafað af flugeldum um áramót. Auk hræðslunnar sem hrjáir hundana þegar hvellirnir byrja þarf að passa að þeir komist ekki í að naga leifar af flugeldum eftir áramót. „Við fengum einn sem hafði nagað flugeldaprik í fyrra og hann drapst. Í þessu eru þungmálmar og fleiri efni sem dýrin þola alls ekki.“ jss@frettabladid.is Ellefu litlir hvolpar teknir með keisara Ellefu hvolpum var hjálpað í heiminn með keisaraskurði í Dýralækna­ miðstöðinni í gær. Dýralæknir segir að ýmsu að hyggja yfir hátíðarnar séu gæludýr á heimilinu. Jólakertin svipta forvitna kettlinga veiðihárunum. Slími Sogið úr öNduNarvegi Hér má sjá að mjótt rör er notað til að sjúga slímið úr öndunarvegi hvolpanna strax eftir að þeir eru komnir í heiminn. HvolparNir þurrkaðir Það væsir ekki um litlu krílin á fyrstu mínútum lífsins. fréttablaðið/anton Fleiri myndir má sjá á visir.is sAmféLAGsmáL Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Lands­ virkjunar. Fimmtán fjölbreytt verkefni hlutu styrk að þessu sinni. Verkefnin sem hljóta styrk eru af ýmsum toga. Hæsti styrkur­ inn, eða milljón króna, kom í hlut Garðarshólms, miðstöð sjálf­ bærni sem rísa mun á hafnar­ bakkanum á Húsavík. Annar hæsti styrkurinn, eða 500 þúsund krónur, kom í hlut Landvernd­ ar. Þá hlaut samstarfsverkefni um nýja og samræmda heildar­ þýðingu allra Íslendingasagna á þremur Norðurlandamálum styrk. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í mars 2012 og er um­ sóknar frestur til 25. febrúar. - shá Hæsti styrkur til Húsavíkur: Landsvirkjun veitir 15 styrki HúSavík Höfnin er miðpunktur atvinnu og menningarstarfs. fréttablaðið/kk TyRkLAnD „Talið er að Frakkar hafi frá 1945 drepið um 15 pró- sent alsírsku þjóðarinnar. Það er þjóðar- morð,“ segir Recep Tayyip Erdogan, for- sætisráðherra Tyrklands. Þetta er nýjasta útspil hans í deilu Frakka og Tyrkja um það hvort rétt sé að kalla fjöldamorð á Armenum í átökum við Tyrki á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar þjóðar- morð. Franska þingið samþykkti í vikunni lög sem banna fólki að afneita því að þessi fjöldamorð teljist þjóðarmorð. - gb Erdogan svarar Frökkum: Sakar Frakka um þjóðarmorð recep Tayyip erdogaN aflið fær 100 þúsund í styrk aflið, samtök fyrir þolendur kynferðis- ofbeldis, hefur fengið 100 þúsund krónur að gjöf frá Soroptimista- félaginu, sem verður 30 ára í febrúar. Markmið þess er að hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti. akureyri BReTLAnD Breska efnahagsbrota­ lögreglan, Serious Fraud Office (SFO), viðurkennir að mistök hafi verið gerð í aðgerðum sem beindust að Kaupþingi og íransk­ ættuðu bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz í mars síðast­ liðnum. Breska blaðið Telegraph sagði frá þessu í gær. Þá voru níu handteknir, þeirra á meðal bræðurnir tveir, vegna rannsóknar á stórfelldum lánveit­ ingum Kaupþingssamstæðunnar til þeirra. Meðal hinna handteknu voru einnig fimm fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi. Leitað var á níu stöðum í Bretlandi og tóku starfsmenn sérstaks sak­ sóknara þátt í aðgerðunum. Bræðurnir voru afar ósáttir við aðgerðirnar og lögfræðing­ ar þeirra gerðu strax á fyrstu stigum alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina. Þetta leiddi til þess að gögnin sem lagt var hald á voru sett í salt og hafa ekki verið aðgengileg síðan. Nú hafa forsvarsmenn SFO viðurkennt að húsleitirnar og handtökurnar hafi byggt á ófull­ nægjandi upplýsingum og þarf lögreglan því að greiða lögfræði­ kostnað bræðranna vegna máls­ ins. Hluti gagnanna verður áfram lokaður niðri og ekki nýtileg­ ur við rannsóknina, en lögregla fagnar því að niðurstaða skuli fengin, því það þýði að hún fái nauðsynlegustu gögnin loks í hendur eftir áramótin og geti þá haldið rannsókninni áfram. Starfsmenn sérstaks saksókn­ ara fóru með í húsleitirnar vegna rannsóknar á öðrum málum og niðurstaðan ytra hefur engin áhrif á þær rannsóknir. - sh Frumhlaup bresku lögreglunnar gagnvart Kaupþingi hefur ekki áhrif á rannsóknir sérstaks saksóknara: SFO játar mistök í máli Tchenguiz-bræðra roberT TcHeNguiz viNceNT TcHeNguiz kJörkaSSiNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.