Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 18
24. desember 2011 LAUGARDAGUR18
H
ann var búinn að
bíða svo lengi.
Eiginlega síðan
á hádegi að hann
fór á fætur. Sitja
við gluggann íbúð-
inni þeirra á 4. hæð í sambýlishúsi
nálægt miðborginni. Horfa fram á
sundin með hvítfyssandi sjógangi.
Hrími klædda Viðey, Akrafjall og
Esjuna í vetrarskrúða sínum. Horfa
til Akraness sem yrði í öllum litum
í ljósadýrð sinni þegar færi að
skyggja. Það var erfitt að vera sjö
ára og bíða næstum heilan dag eftir
sjómanninum föður sínum sem fór
árla morguns á vélbátnum sínum
út á flóann til fiskjar ásamt tveim
öðrum mönnum. Hann sem ætlaði
að vera kominn aftur um hádegið
og sækja með drengnum stóra jóla-
pakkann frá Þýskalandi. Hann var
úti á Flugleiðahóteli. Einhver sem
mamma þekkti hafði hringt í gær-
kvöldi og sagt frá pakkanum. Hann
vissi að það var stór stjörnustríðs-
bátur. Hann var nefnilega efstur
á óskalistanum sem mamma hafði
beðið hann að senda sér út. Mamma
sendi honum ávallt það sem var efst
á óskalistanum hans.
Það var erfitt að bíða svona lengi.
Af hverju þurfti endilega að versna
veðrið svona sjálfan aðfangadag? Af
hverju þurfti það líka að koma niður
á honum og pabba?
Gamla konan í íbúðinni á móti
færði honum heitt kakó í morgun
eins og venjulega á morgnana áður
en hann fór í háskólann. Hún færði
honum núna með því smákökur á
diski. Þær voru svo undurgóðar að
hann langaði til að borða þær allar
en samt geyma nokkrar handa
pabba.
Kannski hefði hann átt að fara
upp í Breiðholt með frænku sinni
þegar hún leit við um hádegið og
vildi taka hann með sér til krakk-
anna sinna. Þeir ætluðu hvort sem
er að vera þar um kvöldið feðgarnir.
Það dimmdi óðum.
Drengurinn leit enn út um
gluggann sinn. Um leið komu ljósin
á Akranesi til hans í öllum mögu-
legum litum. Veðrið var orðið fag-
urt. Himinninn heiður. Esjan og
Akrafjall urðu að tignarlegu mál-
verki er máninn sem gægðist upp
á himininn bak við þau lýsti þau
svo fallega upp. Og það kviknaði
á öllum stjörnunum í himinhvolf-
inu. Eflaust kviknaði á jólastjörn-
unni líka. Sundin urðu eins og fal-
legur spegill. Drengurinn leit fram
á ganginn. Þaðan sá hann út um
gluggann niður að höfninni, mið-
borgina og vesturborgina. En sú
heillandi ljósadýrð. Jólin voru að
koma.
Gamla konan kom út úr íbúðinni
sinni. Hún var spariklædd, ferð-
búin, með lítinn posa í hendi. „Viltu
koma með mér?“ spurði hún. Nei,
drengurinn vildi bíða heima eftir
föður sínum.
Biðin var orðin of löng. Honum
hugkvæmdist að nota nú tímann
og sækja sjálfur jólapakkann frá
mömmu. Daufur ómur kirkju-
klukkna barst inn um lokaðan
ganggluggann. Drengurinn opn-
aði gluggann. Klukknahringing frá
fjórum kirkjum í borginni bland-
aðist saman í fagra tónlist og fyllti
hug drengsins hátíðlegri tilhlökkun.
Hurð lokaðist að baki hans. Hann
hrökk við. Íbúðin hans var læst.
Hér stóð hann á ganginum, hafði
engan lykil, engin útiföt.
Hann hljóp niður stigana, ber-
höfðaður, á peysunni og strigaskóm.
Ætlaði að sækja jólapakkann frá
mömmu. Veðrið var kyrrt en kalt
og frostið skar drenginn í eyrun.
Allt í einu var kallað til hans.
Gamall maður stóð við lítið hrörlegt
hús sem drengurinn hafði oft tekið
eftir sökum þess að þrestir og snjó-
fuglar voru þar í hópum fyrir utan
þegar vetraði.
„Viltu hjálpa mér, drengur minn,
að koma þessum brauðmolum á
pallinn fyrir framan litla húsið
þarna uppi í trénu?“
Gamli maðurinn rétti drengnum
undirskál með brauðmolum sem
voru á fleygiferð vegna þess hve
gamli maðurinn var skjálf hentur.
Drengurinn fórst verkið vel úr
hendi.
Af því að kirkjuklukkurnar voru
búnar að hringja og gamli maður-
inn sýnilega kominn í bestu fötin
sín sagði drengurinn „Gleðileg jól“,
og bjóst til að fara. En gamli maður-
inn mátti ekki heyra það nefnt.
Og allt í einu sat drengurinn
þarna í lítilli fátæklegri stofu hjá
gamla manninum, sat í slitnum stól
hjá stóru jólakerti með bröndótta
kisu við fætur sér.
„Þér er kalt“, sagði gamli maður-
inn og kom með gamla krukku með
heitum súkkulaðidrykk í sem tók
boðaföll yfir krukkubarmana í titr-
andi höndum gamla mannsins.
Þeir töluðu mikið, það var langt
síðan drengurinn hafði talað svona
mikið.
Gamli maðurinn fékk að vita að
drengurinn átti móður í Þýskalandi
sem bjó þar með ókunnum manni.
Að hún sendi stóra jólapakka. Fékk
að vita að drengurinn bjó einn með
föður sínum, fékk að vita atburði
dagsins.
Drengurinn fékk að vita að gamli
maðurinn hafði engan síma og gat
því ekki lofað drengnum að hringja
heim – vita hvort pabbi væri kom-
inn. Að kona gamla mannsins dó í
sumar. Síðan var hann aleinn. Að
yngri sonur þeirra fórst á sjónum
þegar hann var 16 ára. Að hinn son-
urinn var giftur langt úti í löndum.
Sendi alltaf jólagjöf og stórt jóla-
kort með mörgum útlendum orðum
sem gamli maðurinn skildi ekki en
vissi að þau þýddu eitthvað ósköp
gott. Þess vegna þótti honum vænst
um nöfn sonar síns og fjölskyldunn-
ar af því hann skildi þau.
Drengurinn stóð á fætur. Hann
hafði lokið við súkkulaðidrykkinn
og vildi nú flýta sér. Gamli maður-
inn gekk að kommóðu í horninu.
Á henni stóð lítil seglskúta. Birt-
an frá kertinu varpaði sérkenni-
legum bjarma á seglin. Hann tók
skútuna upp og hélt henni upp að
brjósti sér. Sagði svo með klökkva
í röddinni: „Ég smíðaði svona skút-
ur handa sonunum mínum þegar
þeir voru ungir. Mig langar til að
gefa þér þessa. Yngri sonur minn
átti hana. Hann kallaði hann dýr-
gripinn sinn.“
Drengurinn horfði á skútuna í
barnslegri hrifningu. Gamli maður-
inn brosti og sagði:
„Þú komst með svo mikla jóla-
gleði inn til mín í kvöld. Svo góð jól
að þau geta ekki horfið frá mér þótt
þú farir.“
Drengurinn þakkaði fyrir sig og
andlit hans ljómaði af gleði. Gamli
maðurinn fór í þykka ullarpeysu og
setti á sig loðhúfu. Hann tók stór-
an trefil og vafði um háls og höfuð
drengsins sem hreyfði engum mót-
mælum.
Þeir gengu hægt á leið heim til
drengsins sem bar hina dýrmætu
gjöf við barm sér, vafða inn í gam-
alt dagblað.
Er þeir voru á miðri leið staldr-
aði gamli maðurinn við, benti upp
í stjörnubjartan himin og sagði:
„Þarna uppi eru þau sem mér þykir
vænst um – hjá Guði. Mig langar til
þeirra.“
Drengurinn kinkaði kolli. Hann
skildi ekki alveg hvað gamli mað-
urinn var að fara. Þeir voru komn-
ir að útidyrunum hjá drengn-
um sem hrópaði ósjálfrátt upp af
gleði þegar hann sá ljós í íbúðinni
þeirra.
Gamli maðurinn kvaddi hann
með því að halda báðum höndum
um aðra hönd hans og segja: „Guð
blessi þig fyrir jólin sem þú gafst
mér.“ Svo fór hann en drengurinn
flýtti sér upp stigana og mundi að
hann hafði ekki einu sinni sagt
„Gleðileg jól“.
Faðirinn var nýkominn. Hann
var að klæða sig í sparifötin. Var
undrandi að sjá drenginn, hélt að
hann væri kominn upp í Breið-
holtið. Hann skoðaði skútuna í
krók og kring. „Veistu að þetta
er meistara verk, þetta er hreinn
dýr gripur“, sagði hann ákafur.
Drengur inn brosti, hann fann til
sín að eiga svona fagran hlut.
Þegar drengurinn var einnig
kominn í sparifötin hröðuðu þeir
sér út í bíl klyfjaðir jólagjöfum.
Þegar faðirinn ók af stað minnti
drengurinn hann á jólagjöfina
sína frá mömmu. „Við náum í hana
seinna. En heyrðu annars, ég er að
hugsa um hvað við fáum að borða
hjá henni systur minni. Jólagæs
eða svínahrygg. Ég er orðinn svo
skolli svangur.“‘
Er þeir gengu frá bílnum í birtu
tungls og stjarna með ljósdýrð
borgarinnar að baki heim að blokk-
inni í Breiðholtinu leit drengurinn
til himins. Hann var að hugsa um
gamla manninn og þau sem hann
átti þarna uppi.
Lítill og einn
Jenna Jensdóttir er þjóðkunn fyrir sögur sínar fyrir börn og unglinga en meðal verka hennar eru Öddubækurnar sem hafa verið gefnar út
margoft. Fréttablaðið birtir hér jólasögu Jennu sem rituð var árið 1983, en í henni segir frá dreng sem bíður föður síns á aðfangadag.
ERFITT AÐ BÍÐA Það var erfitt að bíða svona lengi. Af hverju þurfti endilega að versna veðrið svona sjálfan aðfangadag? Af hverju þurfti það líka að koma niður á honum og
pabba?
Amma mín sagði við mig: Sofnaðu
sátt að kvöldi og þegar þú vaknar
hugsaðu þá: Til hvers hlakka ég í
dag? Mér hefur tekist að gera þetta.
Ég hef ekki orðið reið þó að þján-
ingu hafi borið að höndum heldur
hugsað að við verðum að gleðjast
yfir því sem hægt er,“ sagði Jenna
Jensdóttir í samtali við Fréttablaðið
síðastliðið vor. Viðtalið var tekið í
tilefni þess að Jenna hlaut heiðurs-
verðlaun Samfélagsverðlauna
Fréttablaðsins fyrir ævistarf sitt sem
rithöfundur og kennari.
Til hvers hlakka
ég í dag?