Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 10
10 24. desember 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Einn er sá atburður er varð með þjóðinni á þessu ári sem setur nokkur tíma-mót í menningarsögu hennar. Tími þótti vera kominn til að takmarka kærleikshugsjón kristinna manna í skólum höfuð- borgarbúa. Gott eitt er um hitt að segja að allar táknmyndir kaup- mennsku jóla fylla tómarúmið og eru þar velkomnar eftir sem áður. En einmitt sá veruleiki skerpir mynd þeirrar nýju hugsunar sem að baki býr. Sú mynd sýnir að nú eru það önnur gildi sem ríkja og þykja meira um verð. Því er ekki að leyna að þau endur- spegla um margt tíðarandann. Aftur á móti má spyrja hvort tíðarandinn er framför. Sú var tíð að krafa var gerð til þeirra sem fóru fyrir sameiginlegum málum borgar- anna að þeir legðu sig fram við að hækka ris þjóðarinnar í andlegum efnum fremur en að lækka það. Tíðarandinn hefur boðið flat- neskjuna velkomna. Helst má engin hugsun vera annarri æðri. Lágkúra er lögð að jöfnu við há- leitar hugsjónir. En af því að peningarnir hafa ekkert siðferð- isgildi er jólatáknmynd þeirra vel- komin í skólana. Hún verður í póli- tískum skilningi hlutlaus gagnvart kærleiks gildum kristinnar trúar rétt eins og peningarnir eru hlut- lausir gagnvart lágkúru og dyggð. Kirkjan þarf að takast á við við- fangsefni sitt í nýjum heimi marg- víslegra lífsskoðana og trúar- hugmynda. Það er vandasamara en áður. Sá vandi hefur hins vegar ekki dregið úr þýðingu kristinna gilda, síst á jólum. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR A ðventan hefur verið með lítils háttar öðru sniði í mörgum skólum í Reykjavík eftir að nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga tóku gildi í haust. Þær gengu þó skemmra en þær áttu að gera í upphafi og spilltu minna fyrir gömlum hefðum en margir höfðu áhyggjur af. Í einhverjum tilvikum fóru börn í kirkju og máttu syngja sálma en ekki biðja bænir. Það er aðallega kjánalegt. Í öðrum tilfellum hættu skólar við hefðbundna kirkjuferð. Í sumum sóknum borgarinnar brugðust prestar við með því að hafa frumkvæði að því að bjóða skólabörnunum í kirkju utan skólatíma. Þannig fékk hefðin að halda sér og margir mættu. Ekki allir, en væntanlega þeir sem fannst hefðin – og boðskapurinn – einhvers virði. Slík framtakssemi er dæmi um þau viðbrögð sem þjóðkirkjan þarf að sýna við breyttum aðstæðum. Niðurstaðan varðandi sam- skipti kirkju og skóla í Reykjavík varð ekki sú sem kirkjan og margir fylgjendur hennar hefðu kosið. Ekki dugir að sýta bara málalokin; það þarf að finna nýjar leiðir til að ná til fólks. Ólíklegt er að nýjar reglur borgaryfirvalda, þar sem þrengt er að starfi kirkjunnar með skólunum, hefðu orðið að veruleika hefði kirkjan ekki þegar staðið höllum fæti gagnvart almenningsálitinu og glatað trausti margra. Tvennt kemur þar aðallega til síðustu ár. Annars vegar tregða kirkjunnar að koma til móts við óskir um hjónaband samkyn- hneigðra (sem nú er orðið að veruleika án þess að séð verði að kristindómurinn eða almennt siðferði hafi beðið skaða af) og hins vegar hik hennar að hlusta á ásakanir um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar og koma málunum í réttan farveg. Úr báðum málum hefur verið leyst, en það tók of langan tíma og ónauðsyn- legar fórnir voru færðar. Of margir urðu fráhverfir kirkjunni sem þurftu ekki að verða það. Af þessari reynslu þarf kirkjan að læra. Samkeppni lífsskoðana fer vaxandi í íslenzku samfélagi. Sömu- leiðis er líklegt að opinbert vald haldi áfram að þrengja að þjóð- kirkjunni. Mörg fordæmi eru fyrir slíku í tvö þúsund ára sögu kristindómsins. Svarið nú eins og áður hlýtur að vera að kirkjan snúi vörn í sókn. Kirkjan þarf að sýna meira sjálfstæði, frumkvæði og frumleika í að koma boðskap sínum á framfæri og treysta í minni mæli á að allir komi og hlusti eins og þeir eru vanir. Hún þarf sjálf að hlusta, breikka faðminn og sýna sterkari réttlætiskennd þannig að engum finnist hann útilokaður í samfélagi hennar. Kirkjan þarf fleiri leiðtoga, færri embættismenn. Meiri sannfæringarkraft á prédikunarstólnum og færri bókstafskreddur. Í kvöld fyllast kirkjur landsins af fólki sem finnst kirkjuferðin bæði ómissandi hluti af jólahefðunum og kemur til að opna hjarta sitt fyrir fagnaðarerindinu um fæðingu Krists. Samhugurinn er sjaldan sterkari; fjöldinn í guðshúsunum er ekki aðeins hin íslenzka kirkja heldur hluti af hundraða milljóna manna samfélagi um allan heim, sem á sér tveggja árþúsunda sögu og stækkar enn. Á aðfanga- dagskvöldi er ekki hægt að efast um að fagnaðarboðskapurinn sigrar alltaf að lokum, jafnvel þótt á móti blási um stund. Gleðileg jól. Kirkjan þarf að bregðast við breyttu umhverfi. Vörn í sókn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Vefur þjóðar og kirkju Kirkjan á vissulega engan einkarétt á kær-leikanum og ekki heldur öðrum þeim siðareglum sem boðskapur hennar er reistur á enda hefur hún ekki gert kall til þess. Hér skiptir hitt máli að kirkjan og þjóðin hafa átt sam- leið um þennan siðaboðskap í þús- und ár. Sýnist mönnum nú vera þeir tímar að nauðsyn beri til að greina þræðina í þeim vef hvorn frá öðrum? Guðmundur Finnbogason pró- fessor átti ríkan þátt í að lyfta andlegri hugsun þjóðarinnar á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var ekki sérstakur talsmaður kirkjunnar en mat andlegt gildi hennar fyrir menningu þjóðar- innar. Í ritinu Íslendingar fjallar hann um lífsskoðun og trú í sögu- legu samhengi. Þar segir: „Það mun naumast dæmi til, að skoðanamunur í trúarefnum hafi nokkurntíma hér orðið til þess að spilla félagslífi manna og samlyndi. Hér hafa verið ýmsir áhugamenn í trúarefnum og reynt að hafa áhrif á þjóðina í ræðu og riti, og tekist það stundum. En það hefur ekki valdið neinu uppnámi. Menn hafa hlustað á það, og haft af því það, sem þeim líkaði.“ Um Íslendinga segir Guð- mundur: „Þeir hafa skilið, að sú trú er best, sem birtist í góðum verkum, og því hafa þeir unnað mest þeim kennifeðrum, sem jafn- framt trúarsannindum kenndu þeim algilda siðspeki. Þeir hafa jafnan borið virðingu fyrir „þeim er fyrða gram færa / fögr verk með trú sterkri.““ Hvað vantar þessa þjóð meir nú um stundir en fögur verk með trú sterkri? Í því ljósi að hér hefur skoðanamunur í trúar efnum aldrei spillt félagslífi manna og samlyndi verður alltént ekki séð að þjóðin þarfnist þess mest að gera hugmyndaheim kaup- mennsku jóla meiri en kristinna jóla í skólum höfuðborgarbúa. Fögur verk með trú sterkri Það er í tísku að vísa til annarra Norðurlanda-ríkja um fyrir myndir. Kirkja og þjóð eiga sér svipaða sögu í þeim löndum og hér. Mikilvægt er að kirkjan breytist í hátt við nýja tíma. Það er áskorun sem hún stendur and- spænis. En fyrirmyndarlöndin eru til fyrirmyndar meðal ann- ars fyrir þá sök að þar er samspil fólks og kirkju virt að verðleikum svo langt sem það nær. Vöxtur efnislegra gæða er hverri þjóð nauðsynlegur þó að hann þurfi ekki að vera eins hrað- ur og var um tíma. En vaxi þjóð- in ekki samtímis að andlegum og menningarlegum styrk kemur hitt fyrir lítið. Það fór illa fyrir okkur eins og fleiri þjóðum þegar hall- aði um of á milli þessara vogar- skála. En eru réttu viðbrögðin þau að veikja siðaboðskap kirkjunnar? Hér hefur kirkjan hlutverk. Hér býr hún að traustum norrænum arfi. Jólahátíðin er í senn trúar- leg og samfélagsleg. Í dag er tími til að spyrja hvort einhvers stað- ar sé holur hljómur, hvort eitt- hvað hafi gleymst, hvort andlegt atgervi hafi vaxið í réttu hlutfalli við veraldlegan belging. Enginn talar fyrir því að meirihlutinn ráði skoðunum allra, síst í trúar- legum efnum. En er það til góðs að ýta þessum spurningum til hliðar? Nú þarf að horfa til þeirra sem trúað er fyrir samfélagslegu valdi og meta framlag þeirra til þess að lyfta þjóðinni í andlegum efnum. Og þá er spurt: Verða þau tíma- mót á næsta ári að þjóðkirkju- skipulagið verði afnumið? Boðar nýtt ár ný tímamót?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.