Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 24. desember 2011 13 Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 5 76 05 1 2/ 11 Við erum til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og yl um hátíðirnar. Gleðilega hátíð! Í bókinni má skemmta sér yfir stuttum og skrýtnum senum. Svona lýsir Lóa einni þeirra: „Kona krýpur við bensínstöð, á náttfötunum, og öskrar út í loftið: „Ég er með innilokunarkennd!“ 20 ár í Breiðholtinu Fyrstu 20 árum ævi sinnar eyddi Lóa í Efra-Breiðholtinu. Hún gekk í Hólabrekkuskóla sem krakki og færði sig ekki langt um set þegar hún hóf nám í myndlist við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Svo tók myndlistarnám í Lista- háskólanum við og seinna ákvað hún að bæta enn við sig í teikn- ingu. Hún fékk inngöngu í Parsons The New School For Design, í New York. Þangað flutti hún með kær- asta sínum, besta vini og nánasta samstarfsfélaga, Árna Rúnari Hlöðvers syni. Þar bjuggu þau á árunum 2007 og 2008, nutu lífs- ins en lifðu spart, enda hrundi íslenska krónan á þessum tíma. „Við áttum eiginlega bara engan pening en það var allt í lagi. Ég hef alltaf verið voðalega láglaun- uð, þannig að ég kann það alveg.“ Lífið er ekki búið um þrítugt Lóa segir það hafa komið henni á óvart hversu mikið henni fór fram í teikningu í náminu. „Maður held- ur alltaf að manni geti ekki farið fram þegar maður er fullorðinn. En það er bara ekki satt. Það er svo klikkað, að þegar fólk verður þrítugt fer það að hugsa eins og það sé dauðvona. Eins og maður geti ekkert lært eða gert eftir þrí- tugt. Þetta er svo vonlaust tal. Eins og lífið klárist bara einhvern tím- ann á miðri ævi fólks – það er bara eitthvað svo grilluð hugmynd! Mamma mín fór að læra á píanó 58 ára og henni fer alveg ótrúlega mikið fram. Sigríður Níelsdóttir byrjaði ekki að gera myndlist fyrr en eftir sjötugt og tónlist eftir fimmtugt. Mér finnst svo mikil von í svona sögum.“ Hún gefur lítið fyrir sögur af undrabörnum, sem voru búin að skapa sín ódauðlegu verk á unga aldri. „Ég held það sé ömurlegt að vera undrabarn. Toppa sig fimm- tán ára! Megi þér svo leiðast það sem eftir er …“ segir Lóa og skelli- hlær, sínum smitandi hlátri. Sjötíu festivöl á einu ári Lóa er ekki bara myndlistarmað- ur, heldur líka eina stelpan í einni vinsælustu og virkustu hljóm- sveit landsins, FM Belfast. Hana skipa, auk Lóu og kærastans Árna, nokkrir af þeirra bestu vinum. Síð- ustu tvö ár hafa þau ferðast víða og lítið staldrað við heima. „Ég held að við höfum spilað á sjötíu festivölum í fyrra og á þrjátíu mismunandi tónleikum, túrandi í einhverri algjörri geðveiki. Sem betur fer er prógrammið frekar opið hjá okkur, þannig að tónleik- arnir eru aldrei eins. Þá myndi ég tryllast! Við gerum alltaf einhverj- ar breytingar sem eru spennandi fyrir okkur líka.“ Nú eru þau komin í þriggja mánaða hlé frá spilamennsku, sem Lóa ætlar að nýta í að teikna. „Tón listin er búin að taka miklu meiri tíma og athygli frá mér en teikningin og ég er farin að finna fyrir svolitlum söknuði. Nú var ég að fá mér vinnustofu og er ótrú- lega ánægð með það. Það gefur mér miklu meira að teikna mynd og vera ánægð með hana, heldur en að láta klappa fyrir mér eða að vera hrósað. Þegar ég var yngri hélt ég að álit annarra væri mark- mið í lífinu. En svo er ekki eins mikil fylling í því og ég hélt. Mér fannst mjög gott að læra það.“ FRAMHALD Á SÍÐU 14 Einn millimetri getur breytt öllu Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari og tónlistarkona ■ GAMAN AÐ RÝNA Í TEIKNINGAR BARNANNA OG REYNA AÐ HERMA EFTIR ÞEIM Þetta eru mjög skemmtilegar myndir og gaman að fá tækifæri til að rýna í þær og herma eftir þeim. Sumar eru óhugnan- legri en aðrar, en ég veit samt ekki hvort það hafi verið ætlunin hjá krökkunum,“ segir Lóa um myndirnar sem börnin á Barna- heimilinu Ósi teiknuðu fyrir Fréttablaðið. Hún skemmti sér við að láta sér detta í hug hver meiningin gæti verið á bakvið teikn- ingarnar, og hver veit nema hún hafi hitt naglann á höfuðið í sinni túlkun. „Mér finnst alltaf jafn áhugavert hvað það þarf litlar breytingar til þess að breyta til dæmis jólasveini úr glöðum jólasveini í reiðan jólasvein, eða ringlaðan sveinka. Það þarf ekki annað en að færa strik um millimetra. Yfirleitt einbeiti ég mér ekki svona mikið að því að finna eitthvað í teikningum hjá krökk- um en það var mjög fyndið að túlka svipina og stemmninguna í myndunum.“ Samstarf Fréttablaðsins og Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur er innblásið af ellefu ára vinnu bandaríska listamannsins Dave Devries, sem gerir þrívíðar útfærslur af teikn- ingum barna undir vinnuheitinu „The Monster Engine“. Myndirnar og frekari upplýsingar um verk- efnið má skoða á vefsíðunni www.themonsterengine.com. THE MONSTER ENGINE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.