Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 4
24. desember 2011 LAUGARDAGUR4 Miðasala á gamlabio.is eða á midi.is | S: 563 4000 Janúar sýningarnar komnar í sölu! „Edda og Laddi slá í gegn“ - DV GenGið 23.12.2011 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 218,7178 GenGisvísitala krónunnar 122,20 122,78 191,60 192,54 159,64 160,54 21,474 21,600 20,536 20,656 17,81 17,914 1,5650 1,5742 188,31 189,43 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr AUGLÝSinGADeiLDiR FRÉTTABLAðSinS – AUGLÝSinGASTJÓRi: jón laufdal jonl@frettabladid.is ALMennAR SÍMi 512-5401: einar davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur steingrímsson hlynurs@365.is, laila awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMi 512-5402: jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, snorri snorrason snorris@365.is SÉRBLÖð SÍMi 512-5016: Benedikt jónsson benediktj@365.is, sigríður sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAðAUGLÝSinGAR /FASTeiGniR SÍMi 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar pétursson vip@365.is ÞJÓnUSTUAUGLÝSinGAR SÍMi 512-5407: sigurlaug aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, arna kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYnninGARSTJÓRi: einar skúlason einar.skulason@365.is SAmGönGUR Strætó mun skerða þjónustu yfir hátíðarnar. Ekið verður eins og á laugardegi til klukkan 14 í dag, þegar vagn- arnir hætta akstri. Enginn akstur verður á jóladag og á annan í jólum verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Akstur verður með hefðbundn- um hætti milli jóla og nýárs. - bj akstur strætó yfir hátíðarnar: Engir vagnar aka á jóladag enGinn STRæTÓ ekki verður ekið á jóladag né eftir klukkan 14 í dag. tækni Vefmyndavél fjarskipta­ fyrirtækisins Mílu við Jökulsárlón hefur verið valin ein af 25 merki­ legustu vefmyndavélunum árið 2011 af EarthCam, langstærsta fyrir­ tæki heims sem helgar sig beinum útsendingum á netinu. Á hverju ári „heimsækja“ hundruð þúsunda manna Ísland í gegnum mynda­ vélarnar, sem eru tólf talsins. Þetta er í þrettánda skipti sem EarthCam gefur út listann og eru sigurvegarar valdir úr þúsundum tilnefninga. Áþekkar vefmynda­ vélar skipta milljónum. Tilnefning­ arnar grundvallast á þremur þátt­ um; gæðum mynda, sérstöðu og alhliða tæknilegri getu. Sigurrós Jónsdóttir, deildarstjóri markaðsstýringar Mílu, segir verð­ launin skemmtilega viðurkenningu og sýna vel hversu mikla athygli vélarnar hafi vakið bæði á Íslandi og ekki síst erlendis. Vefmynda­ vélarnar eru nú tólf talsins og þær tvær nýjustu eru á Akureyri og vél sem sýnir gamlárskvöld frá Vatns­ enda í Reykjavík. „Við verðum með beina útsendingu frá áramótunum og flugeldunum í Reykjavík eins og í fyrra og það gæti því orðið ansi mikil traffík á síðuna þegar nýtt ár gengur í garð.“ Á venjulegum degi sýna tölur að heimsóknir á heimasíðu Mílu eru á bilinu 14 til 20 þúsund og yfir mánuð inn eru heimsóknirnar því um 350 þúsund alls. Að sögn Sigurrósar hófst vef­ myndavélaverkefnið með eldgos­ inu á Fimmvörðuhálsi. „Þá fóru okkar menn af stað og settu upp vél á Hvolsvelli strax í upphafi goss. Svo erum við með vélar sem bein­ ast bæði að Heklu og Kötlu, ef ske kynni að einhverjar hræringar hæfust þar. Aðrir staðir eru helstu ferðamannastaðir landsins sem falla í góðan jarðveg hjá útlending­ um.“ Míla er í fríðum flokki verð­ launahafa hjá EarthCam. Þeirra á meðal eru vélar sem sýna eldinn í kyndli frelsisstyttunnar í New York, Everest, hæsta fjall heims, Fukushima­kjarnorkuverið í Japan sem fór illa í flóðbylgju eftir jarð­ skjálfta fyrr á árinu. Eins er vef­ myndavélin í alþjóðlegu geimrann­ sóknastöðinni meðal vinningshafa. Sigurrós segir að daglega berist tölvupóstur frá notendum vélanna. Margir eru að þakka fyrir sig en aðrir að benda á ef sendingar liggja niðri. Sjá: live.mila.is svavar@frettabladid.is 140.000 manns kíkja í „heimsókn“ á viku Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur hlotið eftirsótt verðlaun fyrir vefmyndavél sína við Jökulsárlón. Fjórar milljónir manna „heimsækja“ Ísland á ári í gegnum veggátt Mílu. Frelsisstyttan í New York og Everest-fjall eru meðal vinningshafa. GLUGGi úT Í heiM Hér er unnið að uppsetningu vefmyndavélar á Fimmvörðuhálsi. Vélinni var beint að gígum sem seinna fengu nöfnin magni og móði. eyjafjallajökull hamast í baksýn. Ólafur sveinsson, starfsmaður mílu, er við vinnu sína. myNd/jÓHaNNes k. sÓlmuNdssoN við verðum með beina útsendingu frá áramótunum og flugeldunum í reykjavík eins og í fyrra og það gæti því orðið ansi mikil traffík... SiGURRÓS JÓnSDÓTTiR deildarstjÓri Hjá mÍlu nýjA-SjáLAnD, AP Harðir jarð- skjálftar riðu yfir í Christchurch í gær, tæplega fjórum mánuðum eftir að stóri skjálftinn reið þar yfir í haust. Íbúar fylltust skelfingu og hlupu út á götur, að minnsta kosti einn meiddist og bjarga þurfti fjórum úr sjálfheldu. Fyrsti skjálftinn mældist 5,8 stig stuttu síðar kom annar upp á 5,3 og loks sá þriðji sem mældist 5,8 stig. Skjálftinn í september mældist 7 stig og kostaði nærri 200 manns lífið. - gb Jarðskjálftar í Christchurch: Íbúar fylltust skelfingu á ný AFLeiðinGAR SKJáLFTAnS reynt að ná bifreið upp úr eðju sem myndaðist í einum skjálftanna. FréttaBlaðið/ap DAnmöRk Amagermaðurinn, Marcel Lychau Hansen, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. Á 23ja ára tímabili myrti hann tvær konur og nauðgaði sex öðrum, síðast táningsstúlku á síðasta ári. Það mál varð til þess að tengja saman nokkur óleyst mál og bár­ ust böndin að Hansen, sem var fljótlega handtekinn. Í réttarhöldunum neitaði hann sök, þrátt fyrir að lífssýni tengdu hann við mörg brotanna. Sagði hann ljóst að annar maður, með sama DNA og hann sjálfur, hefði greinilega framið afbrotin. - þj Dómsmálinu lokið: Amagermaður í lífstíðarfangelsi HjáLPARStARf Einmana fólk sem sumt á engan að hringir mikið í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 yfir hátíðarnar, að því er fram kemur á vef Rauða krossins. „Svarað er í símann allan sólar­ hringinn, allan ársins hring.“ Þá verður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, í Eski­ hlíð 4, opið allan sólarhringinn yfir hátíðarnar, en á milli jóla og nýárs verður opið frá 17 til hádegis daginn eftir. Vin, athvarf fyrr fólk með geð­ raskanir, býður upp á jólakaffi á annan í jólum og Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, verður opin frá 9.30 til 15.30 virka daga á milli jóla og nýárs. - óká Mikið hringt í hjálparsíma: Rauði krossinn til taks um jólin tékkLAnD AP Útför Vaclavs Havel var gerð í Prag í gær að viðstödd­ um fjölda erlendra þjóðhöfðingja. Þar á meðal mátti greina David Cameron frá Bretlandi, Nico­ las Sarkozy frá Frakklandi og Angelu Merkel frá Þýskalandi, ásamt Hillary Clinton, utanríkis­ ráðherra Bandaríkjanna, og eigin mann hennar, Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Hann var mikill baráttu­ maður fyrir frelsi þjóðanna og fyrir lýðræði,“ sagði Lech Walesa, fyrrverandi forseti Pól­ lands, sem eins og Havel varð forseti lands síns eftir að sigur hafði unnist. Havel sat lengi í fangelsi á tímum kommúnistastjórnar­ innar og varð þekktasti andófs­ maður Tékklands, ásamt því að vera þekktur leikritahöfundur. Hann varð svo forseti Tékk­ lands árið 1989, þegar flauels­ byltingin svonefnda hafði steypt stjórninni af stóli. Forseta­ embættinu gegndi hann til árs­ ins 2003. Havel lést á sunnudaginn var, 75 ára að aldri. - gb Útför vaclavs Havel gerð í Prag að viðstöddum fjölda þjóðhöfðingja: Lýðræðishetja syrgð í Tékklandi FReLSiSheTJA KvÖDD Fjöldi manns mætti til að kveðja fyrrverandi forseta og andófsmann. FréttaBlaðið/ap Svíþjóð Svíum sem selja jóla gjafir á netinu hefur fjölgað undan farin ár. Fyrstu jólagjafirnar eru aug­ lýstar til sölu þegar á aðfangadag. Annar hver Svíi getur hugsað sér að selja jólagjöf á þennan hátt samkvæmt könnun auglýsinga­ síðunnar Blocket þar sem 400 þúsund manns hafa boðið gjafirn­ ar sínar til sölu. Helsta ástæðan fyrir sölunni er sögð vera sú að viðkomandi eigi fyrir eins hlut. Tölvuleikir, myndavélar og far­ símar eru oftast auglýst. ­ ibs Á netið strax á aðfangadag: Selja gjafirnar sem þeir fá vEðURSPá alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg kaupmannahöfn las palmas london mallorca New york orlando Ósló parís san Francisco stokkhólmur heiMURinn Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 8° 7° 6° 7° 2° 7° 7° 20° 7° 18° 4° 24° 0° 7° 14° 4°á MoRGUn 5-10 m/s, stífari -til síðdegis. AnnAR Í JÓLUM 5-10 m/s en 8-15 sV-til. 1 0 -2 -2 -2 -7 -2 0 4 2 1 23 12 10 10 14 14 15 18 18 23 15 -6 -6 -2 -2 0 -2 -2 -3 -7 -7 SToRMASAMUR AðFAnGADAGUR Þegar hátíð gengur í garð verður veður farið að ganga niður á vesturhluta landsins en um sama leyti verður vonskuveður um allt austanvert landið sem mun mögulega vara fram á jólanótt. Þá má gera ráð fyrir snjókomu og skafrenningi víðast hvar. elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.