Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 24. desember 2011 31 JÓLAKVEÐJA FRÁ KPMG Gleðileg jól og farsælt komandi ár Starfsfólk KPMG óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Um leið þökkum við þeim fjölmörgu sem sótt hafa Fróðleik á fimmtudegi, Haustráðstefnu KPMG, námskeið eða aðra viðburði félagsins samskiptin á árinu sem er að líða. kpmg.is Bobby Gillespie, forsprakki Primal Scream, segir að skortur á metnaði og sköpunargáfu ein- kenni rokkbransann í dag. Primal Scream hefur á ferli sínum gefið út plöturnar Screamadelica og XTRMNTR sem báðar eru í hávegum hafðar. „Ég rakst á Paul Weller um daginn og við fórum að tala um að ef þú ert alvarlega þenkjandi ung manneskja og hefur eitthvað að segja þá ferðu frekar í eitthvað annað. Í tónlistinni virðist allt vera á léttu nótunum og ekkert sérlega listrænt. Allir virðast sætta sig við núverandi ástand,“ sagði Gillespie við Irish Times. Rokkið er í vanda statt ÓSÁTTUR Bobby Gillespie, forsprakki Primal Scream, segir að metnað skorti í rokkið. „Það kæmi mér ekki á óvart ef eftirspurnin eftir rafbókum verði nokkur og þá sérstaklega í kvöld þegar væntanlega fjölmargir fá í jólagjöf spjaldtölvur og les vélar,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Fyrstu rafbækur Forlagsins eru nú fáanlegar á vef þess, forlagid.is, og kennir þar ýmissa grasa. Þar geta áhugasamir til að mynda nælt sér í nýjar spennu- sögur Arnaldar Indriðasonar, Steinars Braga og Stefáns Mána auk nýrra skáldsagna Hallgríms Helgasonar og Ólafs Jóhanns Ólafssonar svo einhverjir séu nefndir. Bækurnar kosta flestar í kringum fjögur þúsund krónur. Jólabækur fá- anlegar sem rafbækur EGILL ÖRN JÓHANNSSON Nýjustu bækur Forlagsins nú fáanlegar í rafbókarformi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það var hin 19 ára gamla Melan- ie Amaro sem vann fyrstu banda- rísku X-Factor keppnina. Amaro hlaut fimm milljónir dollara í sigur laun og auglýsingasamning við Pepsi. Sigurganga Amaro er ævintýri líkust því Simon Cowell, einn af dómurum keppninnar, sendi hana heim í einum þættinum en snerist svo hugur og fékk hana aftur. „Hún á eftir að verða verðugur fulltrúi þessa lands, hún er stjarna,“ sagði Cowell og bætti því við að hann væri himinlifandi. „Við hefðum ekki getað fengið betri endi. Marg- ir héldu að þetta hefði verið fyrir fram ákveðið þegar ég sótti hana aftur en það var alvöru. Og hið kaldhæðnislega er að hún vann.“ Amoro réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur í úrslita- þættinum heldur söng slagara R. Kelly, I Believe I Can Fly, og svo Listen með Beyoncé. Hinir tveir keppendurnir voru þeir Chris Rene og Josh Krajcik. Allir fengu að heyra nokkur orð frá fjölskyld- um sínum og keppendurnir felldu flestir tár. Meðal þeirra sem tróðu upp í lokaþættinum voru 50 Cent, Justin Bieber og Leona Lewis en það setti óneitanlega ljótan blett á lokakvöldið að þrír starfsmenn þáttarins slösuðust alvarlega í atriði 50 Cent. Amaro sigraði í X-Factor SIGUR Simon Cowell virðist orðlaus þegar hann heyrir kynni X-Factor, Steve Jones, tilkynna að Melanie Amaro sé sigurvegari. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska Óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren hefur samþykkt að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Glee. Mirren mun hins vegar ekki birt- ast á skjánum heldur eingöngu tala fyrir hugsanir einnar persónu. Samkvæmt vefsíðunni The Wrap er ekki vitað hvaða persóna fær rödd Mirren, sem hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Queen. „Helen hefur tekið upp nokkrar alveg brjálæðis- lega fyndnar línur fyrir þáttinn,“ hefur The Daily Express eftir heimildarmanni sínum, en Glee er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn beggja vegna Atlantshafsins. Helen Mirren í Glee TALAR Rödd Helen Mirren mun hljóma í sjón- varpsþáttaröðinni Glee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.