Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 24. desember 2011 35 Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur 23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan Árbæjarlaug 06:30-18:00 09:00-12:30 Lokað 12:00-18:00 09:00-12:30 Lokað Breiðholtslaug 06:30-18:00 09:00-12:30 Lokað Lokað 09:00-12:30 Lokað Grafarvogslaug 06:30-18:00 10:00-12:30 Lokað Lokað 10:00-12:30 Lokað Klébergslaug 11:00-15:00 10:00-12:30 Lokað Lokað 10:00-12:30 Lokað Laugardalslaug 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað 12:00-18:00 08:00-12:30 12:00-18:00 Sundhöllin 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00-12:30 Lokað Vesturbæjarlaug 06:30-18:00 09:00-12:30 Lokað Lokað 09:00-12:30 Lokað * www.itr.is ı sími 411 5000* Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma* Himnesk heilsubót um jólin Afgreiðslutími sundstaða um jól og áramót 2011-2012 Dettifoss kemur við sögu í nýju sýnishorni úr stórmyndinni Prometheus sem var að hluta til tekin upp hér á landi í sumar. Miðað við stikluna verður mynd- in mikið fyrir augað og verður spennandi að sjá hversu stóran sess íslensk náttúra fær í henni þegar hún verður frumsýnd næsta sumar. Aðalleikurunum Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace bregð- ur fyrir í stiklunni. Viðbrögðin við henni hafa verið góð hjá kvik- myndaáhugamönnum, sem bíða með mikilli eftirvæntingu eftir þessu nýjasta verk Ridleys Scott, leikstjóra Alien og Gladiator. Dettifoss í nýrri stiklu ÁNÆGJA Mikil ánægja er með sýnis- hornið úr nýjustu mynd Ridleys Scott, Prometheus. Jennifer Aniston og Justin Theroux munu eyða sínum fyrstu jólum saman í ár og í tilefni þess sendi parið ættingjum sínum sameiginlegt jólakort. Í jóla- kortinu óska Aniston og Theroux viðtakanda góðra jóla og segjast hafa styrkt ákveðin hjálparsam- tök í nafni hans. Aniston og Theroux hófu sam- band sitt í vor og hafa verið óaðskiljan leg allar götur síðan. Í jólakortinu sem parið sendi sínum nánustu stendur meðal annars: „Við óskum þér og fjöl- skyldu þinni góðra jóla. Fram- lag hefur verið lagt til St. Jude‘s Children‘s Research Hospital og dýraathvarfið Best Friend í þínu nafni.“ Gjafmilt par GJAFMILD Jennifer Aniston og Justin Theroux eru gjafmilt par. NORDICPHOTOS/GETTY Þær sögur ganga nú fjöllum hærra í Hollywood að hjarta knúsarinn Justin Timberlake hafi skellt sér á skeljarnar fyrir kærustuna Jessicu Biel. Parið var að koma úr rómantískri skíðaferð í Wyoming í Bandaríkjunum og á bónorðið að hafa átt sér stað þar. Slúðurbloggarinn Perez Hilton varð fyrstur til að flytja fregnirn- ar á sinni síðu en þar segir Hilton að honum þyki ólíklegt að Timber- lake hafi trúlofað sig á sama tíma og fyrrverandi kærasta hans, Brit- ney Spears, en hún fékk bónorð frá kærasta sínum Jason Trawick síð- ustu helgi. Hvorki Timberlake né Biel hafa talað um sögusagnirnar hingað til. Slúðrað um bónorð Í SKÍÐAFERÐ Jessica Biel og Justin Timberlake voru saman í skíðafríi en þar á Timberlake að hafa skellt sér á skeljarnar. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Angelina Jolie er byrj- uð að læra frönsku til að halda í við börnin sín sem tala öll tungu- málið reiprennandi. Móðir Jolie, leikkonan Marcheline Bertrand, var frönskumælandi Kanadabúi og leggur Jolie mikla áherslu á að börn sín, sex talsins, tali ýmis tungumál. „Það er til skammar að þau tali tungumálið betur en ég og þess vegna er ég byrjuð að læra. Einn- ig ætla ég að verða betri kokkur fyrir börnin,“ segir Jolie í viðtali sem Clint Eastwood tók við hana fyrir Interview Magazine. Lærir frönsku Rooney Mara, sem þykir standa sig ákaflega vel í hlutverki Lisbeth Salander í kvikmyndinni Karlar sem hata konur, viðurkennir að hlutverkið hafi gert hana karlmann- legri. „Áður en ég fékk hlutverkið þá var ég stelpuleg og kvenleg og var mikið í ljósum litum. En núna er ég allt í einu farin að klæðast svörtu og dökkbláu.“ Ein erfiðasta sena bókanna og kvikmyndarinnar er þegar umsjón- armaður hennar nauðgar Saland- er á viðurstyggilegan hátt. Mara segir það atriði ekki hafa verið erf- itt fyrir sig. „Salander er svo víðs- fjarri mér og mínum persónuleika að ég náði að láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á mig,“ segir Mara sem eyddi tveimur mánuðum í Svíþjóð áður en tökurnar hófust og viður- kennir að kuldinn og myrkrið hafi reynst henni erfiður. Hlutverkið breytti mér SOGAST AÐ SALANDER Rooney Mara segist vera orðin mun karlmannlegri eftir að hafa leikið Lisbeth Salander.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.