Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2011, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 24.12.2011, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 24. desember 2011 35 Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur 23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan Árbæjarlaug 06:30-18:00 09:00-12:30 Lokað 12:00-18:00 09:00-12:30 Lokað Breiðholtslaug 06:30-18:00 09:00-12:30 Lokað Lokað 09:00-12:30 Lokað Grafarvogslaug 06:30-18:00 10:00-12:30 Lokað Lokað 10:00-12:30 Lokað Klébergslaug 11:00-15:00 10:00-12:30 Lokað Lokað 10:00-12:30 Lokað Laugardalslaug 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað 12:00-18:00 08:00-12:30 12:00-18:00 Sundhöllin 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00-12:30 Lokað Vesturbæjarlaug 06:30-18:00 09:00-12:30 Lokað Lokað 09:00-12:30 Lokað * www.itr.is ı sími 411 5000* Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma* Himnesk heilsubót um jólin Afgreiðslutími sundstaða um jól og áramót 2011-2012 Dettifoss kemur við sögu í nýju sýnishorni úr stórmyndinni Prometheus sem var að hluta til tekin upp hér á landi í sumar. Miðað við stikluna verður mynd- in mikið fyrir augað og verður spennandi að sjá hversu stóran sess íslensk náttúra fær í henni þegar hún verður frumsýnd næsta sumar. Aðalleikurunum Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace bregð- ur fyrir í stiklunni. Viðbrögðin við henni hafa verið góð hjá kvik- myndaáhugamönnum, sem bíða með mikilli eftirvæntingu eftir þessu nýjasta verk Ridleys Scott, leikstjóra Alien og Gladiator. Dettifoss í nýrri stiklu ÁNÆGJA Mikil ánægja er með sýnis- hornið úr nýjustu mynd Ridleys Scott, Prometheus. Jennifer Aniston og Justin Theroux munu eyða sínum fyrstu jólum saman í ár og í tilefni þess sendi parið ættingjum sínum sameiginlegt jólakort. Í jóla- kortinu óska Aniston og Theroux viðtakanda góðra jóla og segjast hafa styrkt ákveðin hjálparsam- tök í nafni hans. Aniston og Theroux hófu sam- band sitt í vor og hafa verið óaðskiljan leg allar götur síðan. Í jólakortinu sem parið sendi sínum nánustu stendur meðal annars: „Við óskum þér og fjöl- skyldu þinni góðra jóla. Fram- lag hefur verið lagt til St. Jude‘s Children‘s Research Hospital og dýraathvarfið Best Friend í þínu nafni.“ Gjafmilt par GJAFMILD Jennifer Aniston og Justin Theroux eru gjafmilt par. NORDICPHOTOS/GETTY Þær sögur ganga nú fjöllum hærra í Hollywood að hjarta knúsarinn Justin Timberlake hafi skellt sér á skeljarnar fyrir kærustuna Jessicu Biel. Parið var að koma úr rómantískri skíðaferð í Wyoming í Bandaríkjunum og á bónorðið að hafa átt sér stað þar. Slúðurbloggarinn Perez Hilton varð fyrstur til að flytja fregnirn- ar á sinni síðu en þar segir Hilton að honum þyki ólíklegt að Timber- lake hafi trúlofað sig á sama tíma og fyrrverandi kærasta hans, Brit- ney Spears, en hún fékk bónorð frá kærasta sínum Jason Trawick síð- ustu helgi. Hvorki Timberlake né Biel hafa talað um sögusagnirnar hingað til. Slúðrað um bónorð Í SKÍÐAFERÐ Jessica Biel og Justin Timberlake voru saman í skíðafríi en þar á Timberlake að hafa skellt sér á skeljarnar. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Angelina Jolie er byrj- uð að læra frönsku til að halda í við börnin sín sem tala öll tungu- málið reiprennandi. Móðir Jolie, leikkonan Marcheline Bertrand, var frönskumælandi Kanadabúi og leggur Jolie mikla áherslu á að börn sín, sex talsins, tali ýmis tungumál. „Það er til skammar að þau tali tungumálið betur en ég og þess vegna er ég byrjuð að læra. Einn- ig ætla ég að verða betri kokkur fyrir börnin,“ segir Jolie í viðtali sem Clint Eastwood tók við hana fyrir Interview Magazine. Lærir frönsku Rooney Mara, sem þykir standa sig ákaflega vel í hlutverki Lisbeth Salander í kvikmyndinni Karlar sem hata konur, viðurkennir að hlutverkið hafi gert hana karlmann- legri. „Áður en ég fékk hlutverkið þá var ég stelpuleg og kvenleg og var mikið í ljósum litum. En núna er ég allt í einu farin að klæðast svörtu og dökkbláu.“ Ein erfiðasta sena bókanna og kvikmyndarinnar er þegar umsjón- armaður hennar nauðgar Saland- er á viðurstyggilegan hátt. Mara segir það atriði ekki hafa verið erf- itt fyrir sig. „Salander er svo víðs- fjarri mér og mínum persónuleika að ég náði að láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á mig,“ segir Mara sem eyddi tveimur mánuðum í Svíþjóð áður en tökurnar hófust og viður- kennir að kuldinn og myrkrið hafi reynst henni erfiður. Hlutverkið breytti mér SOGAST AÐ SALANDER Rooney Mara segist vera orðin mun karlmannlegri eftir að hafa leikið Lisbeth Salander.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.