Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.12.2011, Blaðsíða 54
24. desember 2011 LAUGARDAGUR46 JÓLAMATURINN „Ég fer til tengdó á aðfangadag. Hún er ekkert í hefðunum og breytir um án þess að blikka auga. Núna er það jólanaut. Á meðan ég borða eitthvað ferfætt þá er ég sáttur.“ Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur. Jólakortin hafa streymt inn um póstlúgur lands- manna undanfarið og eru sum þeirra orðin ansi litrík og frumleg. Alda Guðjóndsóttir stílisti var á meðal þeirra er sendu sínum nánustu sérstaklega litríkt og frumlegt jólakort í ár. Á kortinu sést Alda sitja til borðs ásamt fjórum börnum sínum og gæða sér á litríkum bollakökum. Hún segir hugmyndina hafa verið sótta í síðustu kvöldmáltíðina en að fjölskyldan hafi orðið ásátt um að hafa myndina litríka og ýkta. „Við vildum vera ýktari útgáfa af okkur sjálfum og fengum vinkonu mína, Guðbjörgu Huldísi, sem er sminka til að farða okkur. Benni ljósmyndari lánaði mér svo ljós og svo tókum við myndirnar bara sjálf. Það er mjög gott að eiga góða að þegar maður gerir svona lagað,“ útskýrir Alda en myndin var tekin heima hjá henni og borðið skreytt með hennar eigin jólaskrauti. Alda segir myndatökuna vera orðna hluta af undir búningi jólanna og að fjölskyldan hafi gaman af því að pæla í umgjörð kortanna. Hún viðurkennir að kortin veki mikla lukku meðal vina og ættingja. „Fólk bíður spennt eftir kortunum og það er því komin svolítil pressa á okkur að standa undir eftir- væntingunni,“ segir Alda og hlær. Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa einnig sent nokkuð óhefðbundin jólakort frá sér í ár og má þar nefna jólakort leikkonunnar Brynhildar Guð- jónsdóttur og Heimis Sverrissonar og uppistand- arans Ara Eldjárns og sambýliskonu hans, Lindu Guðrúnar Karlsdóttur. Ari og Linda stilltu sér upp ásamt tuskuhumri. - sm Frumleg jólakort vinsæl í ár Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síð- ast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heim- sóknina. „Ég ætla að vera um jólin í Den- ver en ég kem aftur til Íslands 9. janúar og þá verð ég í þann mund að ljúka við að semja lögin á plöt- una mína, eða ég vona það alla vega,“ segir Grant. Platan fylgir eftir vinsældum Queen of Den- mark sem kom út í fyrra og var valin plata ársins hjá breska tón- listartímaritinu Mojo. Hún var einnig ofarlega á árslistum fjöl- margra annarra tónlistargagn- rýnenda og er eftirvæntingin því mikil eftir nýju efni frá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Grant sagðist í viðtali við Frétta- blaðið fyrir Airwaves-tónleikana hafa beðið eftir því í tuttugu ár að komast til Íslands, enda einlægur aðdáandi Sykurmolanna og Gus- Gus. Hann dvaldi í fimm daga hér á landi og eignaðist marga vini, þar á meðal leikarann Guð- jón Þorstein Pálmarsson sem brá sér í hlutverk leiðsögumanns hans. Saman fóru þeir til Víkur og skoð- uðu Seljalandsfoss og virtist Grant frá sér numinn yfir fegurð lands- ins. Hét hann því að koma aftur til Íslands og því kemur endurkoma hans hingað eftir um það bil tvær vikur ekki á óvart. Grant fór einnig á Biophilia-tón- leika Bjarkar í Hörpunni og tón- leika Sinéad O´Connor í Fríkirkj- unni. Vinátta tókst með honum og þeirri síðarnefndu og ætlar O´Connor að syngja eigin útgáfu af lagi Grants á næstu plötu sinni. Grant notaði jafnframt tæki- færið þegar hann var í Reykjavík og heimsótti Bigga veiru úr Gus- Gus í hljóðverið hans. Þar lýsti JOHN GRANT: VONANDI GENGUR SAMSTARFIÐ UPP Snýr aftur til Íslands á nýju ári og starfar með GusGus LITRÍKT KORT Alda Guðjónsdóttir og börnin hennar sendu vinum litríkt og frumlegt jólakort í ár. Heimir Sverrisson og Brynhildur Guðjónsdóttir gerðu það einnig. „ Þ etta var brjá læðislega skemmti legt þó að maður svæfi lítið í tíu daga,“ segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir, sem var í framkvæmdastjórn í nýju íslensku myndinni Vaxandi tungl, sem sýnd verður á RÚV á jóladag. Hlutverk Birnu í tökunum var margslungið en hún var allt í öllu í tökuliðinu og sá meðal annars um búninga, smink, leikmuni og stundum hoppaði hún í statista- hlutverk ef þess þurfti. „Maður var bara allt í öllu og mér fannst ekkert mál að hoppa í hin ýmsu hlutverk,“ segir Birna, sem legg- ur stund á fjarnám í sálfræði. Hún er búsett á Bolungarvík ásamt eiginmanni og þremur börnum. Svo skemmtilega vill til að Birna er dóttir aðalleikara myndarinnar, Pálma Gestssonar, en þetta var í fyrsta sinn sem hún vinnur með föður sínum. „Ég verð að viður- kenna að ég var smá stressuð yfir að vinna með pabba fyrst en þetta gekk rosalega vel. Pabbi er svo mikill fagmaður og það var gaman að fylgjast með honum að störfum. Svo fannst mér líka einstaklega skemmtilegt að geta loksins skipað pabba fyrir,“ segir Birna hlæjandi og bætir við að hún geti vel hugsað sér að vinna í kvikmyndabransan- um í framtíðinni. Vaxandi tungl er fjölskyldumynd byggð á raunverulegum atburðum og fóru upptökur fram um páskana 2010 á Suðureyri og í nærliggjandi bæjum á Vestfjörðum. Lýður Árna- son leikstýrði en Birna hefur unnið með honum áður. Fyrir stuttu var myndin sýnd í nýju félagsheimili Bolungarvíkur fyrir bæjarbúa og Suðureyringa, sem léku stórt hlutverk í gerð myndarinnar. „Það var æðislega gaman að halda smá bíósýningu fyrir fólkið hérna og myndin fékk góðar við- tökur. Það eiga samt allir eftir sitja límdir við tækið á jóladag líka.“ - áp Fékk loksins að skipa pabba fyrir SKEMMTILEGT TÖKUFERLI Birna Hjaltalín Pálmadóttir var allt í öllu í tökuferlinu á nýju íslensku myndinni Vaxandi tungl, þar sem hún fékk að vinna með föður sínum Pálma Gestssyni í fyrsta sinn. MYND/ÁGÚST ATLASON „Hún var mjög fín,“ segir Silja Magg ljósmyndari, en hún myndaði sjálfa Charlotte Gainsbourg fyrir tónlistartímaritið Self-Titled Magaz- ine í New York. Silja hefur verið búsett í New York undanfarin ár en hún er útskrifuð úr ljósmyndanámi við listaskólann Parsons. Silja er að gera það gott í New York og er iðin við að munda lins- una en það má segja að hún hafi ljósmyndun í genunum þar sem hún er dóttir Magnúsar Hjörleifssonar ljósmyndara og systir ljósmyndarans fræga Ara Magg. Mynd Silju af frönsku leik- og tónlistarkonunni Charlotte Gainsbourg er andlitsmynd í svarthvítu og í einföldum stíl. Á heimasíðu Silju, siljamagg.com, má sjá brot af verkum hennar en hún hefur meðal annars tekið myndir fyrir Barneys New York, French Connection, VS Magazine og New York Post. Charlotte Gainbourg er fræg fyrir að vera dóttir Serge Gainsbourg og Jane Birkin og er bæði leik- og söngkona. Hún hefur leikið í myndum Lars von Trier, Antichrist og nú síðast Melancholia. Ásamt því að gefa út sólóplötur hefur Gainsbourg sung- ið með sveitinni Air og Madonnu. „Það var mjög gaman að fá að mynda hana,“ segir Silja sem er stödd á Íslandi yfir hátíðarn- ar. - áp Myndaði Gainsbourg SKEMMTILEGT VERKEFNI Silja Magg gerir það gott New York þar sem hún starfar sem ljósmyndari. Hún tók myndir af Charlotte Gainsbourg, leik- og söngkonu, fyrir tónlistartímarit. NORDICPHOTOS/GETTY SILJA MAGG hann yfir áhuga á að vinna með íslensku sveitinni og Biggi sagði við Fréttablaðið að það væri sjálf- sagt að athuga með einhvers konar samstarf. Samkvæmt Grant er þetta sam- starf að verða að veruleika. „Ég og Biggi ætlum að vinna að nokkrum hljómum fyrir tvö lög eftir mig og við ætlum að sjá hvort eitthvað kemur út úr því. Vonandi gengur það upp því GusGus er ein af þeim hljómsveitum sem hafa haft hvað mest áhrif á minn tónlistarferil,“ segir hann. freyr@frettabladid.is AFTUR TIL ÍSLANDS John Grant, til hægri, ásamt leikaranum Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni við Seljalands- foss. Tónlistarmaðurinn snýr aftur til Íslands í janúar. Þá ætlar hann að vinna að lögum á næstu plötu sína með Bigga Veiru úr hljómsveitinni GusGus. Bowel Biotics+ Ensímin hjálpa við að brjóta niður og melta fæðuna, eykur næringarupptöku. Lagar uppþembu og vanlíðan eftir máltíðir. Virkar vel við candida sveppasýkingu. Kemur á jafnvægi í maga og ristli. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. Meltingarensím úr grænmeti og ávöxtum Meðmæli: Þægileg inn taka ekkert bragð , fljótvirkt • HUSK trefjar • 5 sérvaldir acidofilus gerlar • Inulin FOS næring fyrir acidofilus gerlanna lifestream™ nature’s richest superfoods www.celsus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.