Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 39

Fréttablaðið - 24.12.2011, Síða 39
LAUGARDAGUR 24. desember 2011 31 JÓLAKVEÐJA FRÁ KPMG Gleðileg jól og farsælt komandi ár Starfsfólk KPMG óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Um leið þökkum við þeim fjölmörgu sem sótt hafa Fróðleik á fimmtudegi, Haustráðstefnu KPMG, námskeið eða aðra viðburði félagsins samskiptin á árinu sem er að líða. kpmg.is Bobby Gillespie, forsprakki Primal Scream, segir að skortur á metnaði og sköpunargáfu ein- kenni rokkbransann í dag. Primal Scream hefur á ferli sínum gefið út plöturnar Screamadelica og XTRMNTR sem báðar eru í hávegum hafðar. „Ég rakst á Paul Weller um daginn og við fórum að tala um að ef þú ert alvarlega þenkjandi ung manneskja og hefur eitthvað að segja þá ferðu frekar í eitthvað annað. Í tónlistinni virðist allt vera á léttu nótunum og ekkert sérlega listrænt. Allir virðast sætta sig við núverandi ástand,“ sagði Gillespie við Irish Times. Rokkið er í vanda statt ÓSÁTTUR Bobby Gillespie, forsprakki Primal Scream, segir að metnað skorti í rokkið. „Það kæmi mér ekki á óvart ef eftirspurnin eftir rafbókum verði nokkur og þá sérstaklega í kvöld þegar væntanlega fjölmargir fá í jólagjöf spjaldtölvur og les vélar,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Fyrstu rafbækur Forlagsins eru nú fáanlegar á vef þess, forlagid.is, og kennir þar ýmissa grasa. Þar geta áhugasamir til að mynda nælt sér í nýjar spennu- sögur Arnaldar Indriðasonar, Steinars Braga og Stefáns Mána auk nýrra skáldsagna Hallgríms Helgasonar og Ólafs Jóhanns Ólafssonar svo einhverjir séu nefndir. Bækurnar kosta flestar í kringum fjögur þúsund krónur. Jólabækur fá- anlegar sem rafbækur EGILL ÖRN JÓHANNSSON Nýjustu bækur Forlagsins nú fáanlegar í rafbókarformi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það var hin 19 ára gamla Melan- ie Amaro sem vann fyrstu banda- rísku X-Factor keppnina. Amaro hlaut fimm milljónir dollara í sigur laun og auglýsingasamning við Pepsi. Sigurganga Amaro er ævintýri líkust því Simon Cowell, einn af dómurum keppninnar, sendi hana heim í einum þættinum en snerist svo hugur og fékk hana aftur. „Hún á eftir að verða verðugur fulltrúi þessa lands, hún er stjarna,“ sagði Cowell og bætti því við að hann væri himinlifandi. „Við hefðum ekki getað fengið betri endi. Marg- ir héldu að þetta hefði verið fyrir fram ákveðið þegar ég sótti hana aftur en það var alvöru. Og hið kaldhæðnislega er að hún vann.“ Amoro réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur í úrslita- þættinum heldur söng slagara R. Kelly, I Believe I Can Fly, og svo Listen með Beyoncé. Hinir tveir keppendurnir voru þeir Chris Rene og Josh Krajcik. Allir fengu að heyra nokkur orð frá fjölskyld- um sínum og keppendurnir felldu flestir tár. Meðal þeirra sem tróðu upp í lokaþættinum voru 50 Cent, Justin Bieber og Leona Lewis en það setti óneitanlega ljótan blett á lokakvöldið að þrír starfsmenn þáttarins slösuðust alvarlega í atriði 50 Cent. Amaro sigraði í X-Factor SIGUR Simon Cowell virðist orðlaus þegar hann heyrir kynni X-Factor, Steve Jones, tilkynna að Melanie Amaro sé sigurvegari. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska Óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren hefur samþykkt að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Glee. Mirren mun hins vegar ekki birt- ast á skjánum heldur eingöngu tala fyrir hugsanir einnar persónu. Samkvæmt vefsíðunni The Wrap er ekki vitað hvaða persóna fær rödd Mirren, sem hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Queen. „Helen hefur tekið upp nokkrar alveg brjálæðis- lega fyndnar línur fyrir þáttinn,“ hefur The Daily Express eftir heimildarmanni sínum, en Glee er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn beggja vegna Atlantshafsins. Helen Mirren í Glee TALAR Rödd Helen Mirren mun hljóma í sjón- varpsþáttaröðinni Glee.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.