Fréttablaðið - 28.12.2011, Page 2

Fréttablaðið - 28.12.2011, Page 2
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR2 SLYS „Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í glugga- tjöldin fyrir ofan. Ég heyri kon- una mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timbur- bústaður bara fuðrað upp,“ segir Hrafnkell Á. Proppé skipulags- fræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næst- um búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kring- um sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýsti- minnkarann á gaskútnum, fros- ið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gas- flæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfs- maður Olís, þekkir vel til gas- kúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleið- ingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan vald- ið skemmdum,“ segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkar- ar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfald- lega ekkert út úr gaskútnum.“ Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög vara- samt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frost- skemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skyn- samlegra sé að verja einfald- lega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is 15% afsláttur Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R af öllum styrkleikum og pakkningastærðum MENNTAMÁL Framkvæmda- sýsla ríkisins hefur fyrir hönd Háskóla Íslands boðið til opinnar hönnunar- samkeppni um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum. „Fyrir- huguð bygg- ing mun rísa á horni Suður- götu og Brynjólfsgötu og verður um 4.000 fermetrar að stærð,“ segir á vef Ríkiskaupa. Bygg- ingin á að hýsa starfsemi tungu- málamiðstöðvar undir formerkj- um UNESCO og einnig að bjóða aðstöðu til kennslu og rannsókna á erlendum tungum. Gert er ráð fyrir að niður- stöður hönnunarsamkeppninnar verði kynntar 16. maí 2012. - óká VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Fjögur þúsund fermetra hús: Blásið til hönn- unarsamkeppni GASKÚTUR Mikilvægt er að breiða yfir gaskúta sem geymdir eru utandyra í frostinu. Annars er hætta á að vatn smjúgi inn í þrýstiminnkarann í gaskútnum og frjósi sem getur eyðilagt þrýstiminnkarann. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Gaskútar geta vald- ið slysahættu í frosti Gaskútar sem geymdir eru utandyra í frosti geta skemmst og valdið slysahættu. Mest hætta þar sem kútar eru geymdir úti en ætlaðir til inninotkunar. Mikil- vægt að breiða yfir kútana svo vatn komist ekki inn og valdi frostskemmdum. STRÆTÓ Nemar í grunnskólum höfuð- borgarsvæðisins fá nú líka strætókort. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Grunnskólanemar á höfuðborgarsvæðinu munu geta fengið nemakort í strætó frá og með áramótum. Kortin hafa hing- að til aðeins verið í boði fyrir nema á framhalds- og háskólastigi. Í tilkynningu frá Strætó bs. kemur fram að Umboðsmaður barna og foreldrar grunnskóla- nema hafi meðal annarra viljað að kortin yrðu í boði fyrir grunn- skólanema. Sala á nemakortunum hófst í gær og gilda kortin frá 1. janúar til maíloka. - þeb Strætókort í boði fyrir alla: Grunnskóla- nemar fá kort VIÐSKIPTI Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evr- ópu hinn 1. janúar næstkomandi. Tómas mun hafa aðsetur í Genf og hafa yfirumsjón með álframleiðslu- sviði Alcoa í Evrópu. Þar með mun hann bera ábyrgð á rekstri álvera Alcoa á Íslandi, Spáni og í Noregi auk súrálsverksmiðju Alcoa á Spáni. Starfsfólki Alcoa Fjarðaáls var tilkynnt um þetta í gær en til- kynnt verður um það síðar hver tekur við af Tómasi Má hjá Alcoa Fjarðaáli. - mþl Tómas Már Sigurðsson: Verður forstjóri Alcoa í Evrópu TÓMAS MÁR SIGURÐSSON EÞÍÓPÍA, AP Tveir sænskir blaða- menn, þeir Johan Persson og Martin Schibbye, voru í gær dæmdir til ellefu ára fangavistar í Eþíópíu fyrir stuðning við hryðju- verkasamtök. Þeir fóru ólöglega inn í landið og voru handteknir fyrir sex mánuðum í austurhluta landsins þar sem þeir voru í fylgd með sómölskum uppreisnarhópi. Mannréttindasamtök hafa gagn- rýnt handtökuna og dóminn og segja afar erfitt fyrir blaðamenn að afla sér frétta í landinu. - gb Tveir Svíar í fangelsi í Eþíópíu: Dæmdir í ellefu ára fangavist KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetn- ingarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS- staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Enn sem komið er virkar kerfið, sem kallast Beidou, aðeins í Kína en fyrir lok næsta árs er ætl- unin að það nái til allrar Asíu. Beidou hefur verið í þróun frá árinu 2000 og áformað er að það nái til heimsins alls árið 2020. Til að svo megi verða þarf að koma miklum fjölda gervitungla á braut um jörðu. Alls verður sex nýjum gervitunglum skotið á loft á næsta ári. Forsvarsmenn Beidou-kerfisins segja skekkju- mörkin um tíu metra. Talið er víst að með aðgangi sem kínverski herinn hefur að kerfinu sé nákvæmn- in meiri, samkvæmt frétt BBC um málið. Kerfið nýtist meðal annars til að miða stýriflaug- um, og hafa sérfræðingar bent á að með því megi gera árásir á Taívan og önnur nágrannaríki Kína. Þá er kerfið nauðsynlegt til að nota mannlausar flugvélar. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem hefur komið sér upp tækni af þessu tagi. Auk GPS-kerfisins sem Bandaríkin eiga rekur Rússland sitt eigið kerfi, Glonass. Þá vinnur Evrópska geimvísindastofnunin að þróun staðsetningarnets sem fengið hefur nafnið Galileó. - bj Svar Kína við GPS-kerfi Bandaríkjanna mun ná yfir alla Asíu fyrir lok árs 2012: Opið öllum en nýtist hernum Á BRAUT UM JÖRÐU Sex kínverskum gervitunglum verður skotið á braut um jörðu á næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTY HEILBRIGÐISMÁL Reglugerð um vöktun súna (sjúkdóma sem smit- ast á milli manna og dýra) og súnuvalda tók nýverið gildi, að því er fram kemur á vef Matvæla- stofnunar. Reglugerðin byggir á tilskipun Evrópusambandsins. „Með þessari reglugerð eru í fyrsta sinn settar heildarreglur á Íslandi um vöktun og varnir gegn sjúkdómum sem berast á milli manna og dýra,“ segir á vefnum. Í reglugerðinni sjálfri segir að til- gangur hennar sé að sjá til þess að súnur og súnuvaldar og tengt þol þeirra gegn sýklalyfjum sé vaktað á réttan hátt og að tilhlýði- leg faraldsfræðileg rannsókn fari fram þegar upp koma sjúkdómar sem berast með mat. - óká Ný sjúkdómavarnareglugerð: Gætt að súnum og súnuvöldum LÖGGÆSLA Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki telja þörf á því að lögreglumenn hafi almennari aðgang að skot- vopnum en nú er. Í frétt blaðsins í gær var fjallað um grein í félagsblaði lögreglu- manna þar sem velt var upp þeirri hugmynd að koma skot- vopnum fyrir í læstum hirslum í lögreglubílum. „Auðvitað vill maður að lög- regla sé þannig búin að lögreglu- mönnum stafi ekki hætta af þeim sem þeir eru að glíma við hverju sinni,“ segir Ögmund- ur í samtali við Fréttablaðið. „En almenna viðhorfið hvað skotvopn áhrærir hefur h i n s vega r verið það að æskilegast sé að lögregla sé óvopnuð. Það er sú regla sem við viljum halda í heiðri.“ Ögmundur segir að vissulega séu undantekningar á þessari reglu, til dæmis sérsveit ríkislög- reglustjóra. Einnig séu skotvopn til staðar hjá sumum embættum á landsbyggðinni. Þau séu helst notuð ef aflífa þurfi dýr. „Víkingasveitin getur gripið til vopna ef brýna nauðsyn krefur en mitt viðhorf er að lögreglan eigi að vera óvopnuð og hætta sé á að vítahringur myndist þar sem vopn kalli á vopn. Það viðhorf hefur líka verið ríkjandi innan lögreglunnar sjálfrar.“ - þj Innanríkisráðherra um hugmyndir um skotvopnaburð lögreglu: Ekki þörf á byssum fyrir löggur ÖGMUNDUR JÓNASSON Guðmundur, er nokkuð Gó fyrr en Bó segir gó? „Það er ekkert Bó fyrr en Gó segir Bó.“ Guðmundur Óskar Guðmundsson stendur fyrir tónleikunum Jólagestir Gó á Café Rosenberg. Nafnið er tilkomið sem grínádeila á stóru jólatónleikana, Frostrósir og Jólagesti Bó. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.