Fréttablaðið - 28.12.2011, Side 4
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR4
Í leiðara blaðsins í gær var missagt að
verja ætti 25 milljörðum til vitundar-
vakningar gegn kynbundnu ofbeldi.
Upphæðin er 25 milljónir.
LEIÐRÉTT
EYÐILEGGING Sprengjuárásin á aðfanga-
dag olli miklu tjóni. NORDICPHOTOS/AFP
NÍGERÍA, AP Að minnsta kosti
35 létu lífið í sprengjuárás á
kaþólska kirkju í Nígeríu á
aðfangadag.
Óttast er að fleiri árásir verði
gerðar á kaþólskar kirkjur þetta
árið, en á síðasta ári kostuðu
árásir af þessu tagi um jólin 32
manns lífið.
Þetta er því annað árið í röð
sem íslamskir öfgamenn, sem
vilja koma á sjaría-lögum, gera
árásir á kaþólskar kirkjur í
Nígeríu um jólin.
„Það verður enginn friður
fyrr en gengið verður að kröfum
okkar,“ sagði talsmaður samtaka
sem nefna sig Boko Haram. - gb
35 létust í sprengjuárás:
Nígeríubúar ótt-
ast fleiri árásir
Bætur borgaðar 1. janúar
Tryggingastofnun mun greiða út
bætur hinn 1. janúar, eins og venja er,
þó að daginn beri upp á sunnudag.
Þetta kemur fram á síðu Trygginga-
stofnunar.
FÉLAGSMÁL
NEYTENDUR Viðbótartekjuöflun
ríkissjóðs árið 2012 mun skila 20,7
milljörðum króna, nái áætlanir
fram að ganga. Sala ríkiseigna og
arður af eignum ríkissjóðs á að
skila 11 milljörðum, en 9,7 verða
í formi skatttekna. Fréttablaðið
kynnti sér hvaða breytingar skella
á um áramótin.
Breytingar verða á tekjuþrepum
skattkerfisins og hækka mörkin á
milli fyrsta og annars þreps
um 9,8 prósent. Það þýðir að
fleiri falla í fyrsta þrepið og
hærri upphæð fellur undir
það hjá þeim sem fara í
hærri þrep. Mörk annars og
þriðja þreps hækka einnig,
en sú hækkun nemur 3,5
prósentum. Þessar breyt-
ingar munu skila ríkis-
sjóði 300 milljónum lægri
tekjum. Þær á að vega upp
með framlengingu heim-
ildar til úttektar á sér-
eignasparnaði, sem
nemur þremur mán-
uðum.
Gjald af áfengi og
tóbaki, bifreiðagjald,
útvarpsgjald og gjald
t i l Framkvæmda-
sjóðs aldraðra hækk-
ar um 5,1 prósent og
sérstakt vörugjald af
bensíni, sem og olíu-
gjald, hækkar um 2,5
prósent að teknu tilliti
til hækkana á kolefnis-
gjaldi sem á að hækka
um þriðjung. Þetta er
metið til 0,2 prósenta
hækkunar á vísitölu
neysluverðs.
Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins fór
fram á að gjald á nef-
tóbak yrði hækkað um
200 prósent, en það er
nú 4,12 krónur á hvert gramm, eða
hluta úr grammi. Niðurstaðan
var að hækkunin nemur rúmlega
30 prósentum. Gert er ráð fyrir
að það skili um 94 milljónum
króna í ríkissjóð.
Þá má nefna það að bifreiða-
gjald hækkar, sem og vörugjöld
af bensíni og olíu. Það má því
gera ráð fyrir að rekstur bif-
reiða verði dýrari.
Hvað fyrirtæki varðar ber
mest á fjársýsluskatti sem
lagður verður á fjármálafyrir-
tæki. Skatturinn leggst á
launagreiðslur. Til stóð að
hafa skattinn 10,5 pró-
sent en í meðförum efna-
hags- og viðskiptanefndar
lækkaði hann í 5,45 pró-
sent. Það var ekki síst til
að mæta gagnrýni um að
skatturinn þýddi að fyrir-
tækin drægju úr launa-
kostnaði sínum með því að
segja upp fólki. Í staðinn
verður lagður á skattur á
hagnað fjármálastofnana
umfram einn milljarð.
Umhverfis- og auðlinda-
skattur hækkar einnig og
mun það hafa áhrif á elds-
neytiskostnað fyrirtækja.
kolbeinn@frettabladid.is
Áfengi og tóbak verða dýrari
Þrepamörk skattkerfisins breytast um áramótin og hafa áhrif á tekjuskatta. Þá hækka álögur á ýmsar
neysluvörur, svo sem áfengi, tóbak, bensín og olíu. Afla á tæpra 10 milljarða króna í nýjar tekjur 2012.
Umhverfis- og auðlindaskattur. Fjárhæð kolefnisgjalds á hvern lítra af gas-
og dísilolíu hækkar úr 4,35 í 5,75 krónur, á hvern lítra af bensíni úr 3,80 í
5 krónur og á hvert kílógramm af brennsluolíu úr 5,35 í 7 krónur. Verður
óbreytt á flugvéla- og þotueldsneyti, 5,35 krónur.
Fjársýsluskattur. Leggst á allar tegundir launa eða þóknana fyrir starf,
hverju nafni sem nefnist, hjá fjármálafyrirtækjum. 5,45 prósenta skattur. Við
álagningu opinberra gjalda árin 2012 og 2013 skal til viðbótar við sérstakan
skatt samkvæmt lögunum greiða 0,0875 prósent af skattstofni. Gjalddagi
viðbótarskattsins er 1. nóvember 2012 og 2013.
Fyrirtæki
TEKJUR
■ Breyting á skattþrepum
■ Mörk milli fyrsta og annars þreps í tekjuskatti einstaklinga hækka úr
209.400 kr. tekjuskattsstofni á mánuði í 230.000 kr. sem jafngildir
2.760.000 kr. á ári. Hækkun um 9,8 prósent.
■ Mörk milli annars og þriðja þreps hækka úr 680.550 kr. tekjuskattsstofni
á mánuði í 704.370 kr. en það eru 8.452.400 kr. á ári. Þetta er hækkun
um 3,5 prósent.
■ Auðlegðarskattur. Nýtt 2 prósenta viðbótarskattþrep á eignir einstak-
linga annars vegar og hjóna hins vegar yfir tiltekin mörk sem skili 1,5
milljörðum kr. á næsta ári.
■ Frádráttur iðgjalda. Heimild til frádráttar iðgjalda frá tekjuskattsstofni
vegna viðbótarlífeyrissparnaðar verði 2 prósent í stað 4 prósenta næstu
þrjú árin sem skili 1,4 milljörðum.
NEYSLA
■ Áfengi. Hækkun krónutölu gjalds. Skilar 2,3 til 4,3 prósenta hækkun
ústöluverðs.
■ Tóbak. Hækkun krónutölu gjalds. Skilar um 3,5 prósenta hækkun heild-
söluverðs til smásala.
■ Neftóbak. Hækkun krónutölu gjalds. Skilar um 35 prósenta hækkun
heildsöluverðs til smásala.
■ Bifreiðagjald. Bifreiðagjald ökutækja að eigin þyngd 3.500 kg eða minna
hækkar úr 5.000 í 5.255 fyrir losun allt að 121 gramms af skráðri kolefnis-
losun. Losun hvers gramms umfram það hækkar úr 120 krónum í 126.
■ Vörugjald af bensíni og olíu hækkar um 2,5 prósent.
■ Gjald til Framkvæmdasjóðs aldraðra hækkar um 5,1 prósent. Skilar 90
milljónum í ríkissjóð.
■ Útvarpsgjald. Hækkar úr 17.900 í 18.800 krónur á ári. Skilar 200 millj-
ónum í ríkissjóð.
Einstaklingar
milljarðar
eru við-
bótar-
tekjur ríkissjóðs 2012, þar af
9,7 milljarðar í formi skatt-
tekna.
20,7
ÁFENGI Útsöluverð áfengis
hækkar um 2,3 til 4,3 prósent
um áramótin. Sterka vínið
hækkar mest.
REYKJAVÍKURBORG Verja á 650 milljónum króna í bygg-
ingu nýrrar félagsmiðstöðvar í Spönginni í Grafar-
vogi. Þar munu þjóðkirkjan og hjúkrunarheimilið Eir
meðal annarra hafa aðstöðu.
„Þarna verður fyrst og fremst aðstaða fyrir Korp-
úlfa, sem er félagsstarf eldri borgara í Grafarvogi.
Kirkjan verður þarna með kirkjusel og Eir með þjón-
ustu fyrir heilabilaða,“ segir Hrólfur Jónsson, for-
stöðumaður framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar.
Nýja byggingin verður einmitt tengd Eir með yfir-
byggðum gangi. Áætlað er að taka húsið í notkun á
árinu 2014.
Hrólfur segir hugmyndina að félagsmiðstöð á
þessum stað eiga rætur að rekja aftur til ársins 1996.
Útfærslan hefur tekið breytingum í gegnum tíðina.
Þar til í hruninu var rætt um töluvert stærri bygg-
ingu sem einnig átti að hýsa Borgarbókasafnið og
hverfisþjónustumiðstöðina Miðgarð. Bóksafnið verð-
ur hins vegar áfram í Grafarvogskirkju og Miðgarð-
ur verður í leiguhúsnæði á Gylfaflöt. - gar
Fimmtán ára hugmynd að veruleika í breyttri mynd í 650 milljóna framkvæmd:
Byggja félagsmiðstöð í Spönginni
FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG Nýja félagsmiðstöðin verður tengd
við hjúkrunarheimilið Eir. MYND/THG ARKITEKTAR
DANMÖRK Danski herinn hefur
viðurkennt að hafa afhent írösk-
um stjórnvöldum fanga í Írak. Þá
hefur herinn viðurkennt að hafa
tekið mun fleiri fanga í Íraksstríð-
inu en áður hefur verið gefið upp.
Tveir fyrrverandi varnarmála-
ráðherrar dönsku stjórnarinnar,
þau Gitte Lillelund Bech og Søren
Gade, segjast ekkert hafa vitað
um þetta.
„Það er mjög alvarlegt, ef menn
halda sig ekki við alþjóðalög,“
hefur danska blaðið Politiken eftir
Lillelund Bech. - gb
Danski herinn brotlegur:
Danir afhentu
Írökum fanga
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
7°
7°
6°
7°
6°
6°
6°
20°
10°
16°
9°
17°
5°
7°
13°
4°Á MORGUN
Strekkingur með SV og S-
strönd annars hægari.
FÖSTUDAGUR
Vaxandi vindur sunnan
og vestan til, jafnvel
stormur.
1
-1
-2
-3
-3
0 -1
-1 -3
-4
0
-1
-1
-2
-2
-3
-4
-4
-4
-6
-7
4
6
6
3
2
2
2
3
7
5
4
12
BJART OG STILLT
verður fram eftir
degi en svo vex
vindur með éljum
og snjókomu sunn-
an og vestan til.
Það sem eftir lifi r
árs verða nokkrar
sviptingar í veðrinu,
það gengur lægð
yfi r landið seint
á föstudag með
snjókomu, slyddu
og jafnvel rigningu
og miklum vindi.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
GENGIÐ 27.12.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,4696
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,05 122,63
190,99 191,91
159,56 160,46
21,457 21,583
20,464 20,584
17,794 17,898
1,5659 1,5751
188,12 189,24
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is