Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Við verðum að nýta það tækifæri sem við höfum nú til þess að greiða fyrir meðferð erfiðra skuldamála heimila og fyrirtækja, og reyna að eyða allri óvissu, við teljum mikilvægt að það sé líka enginn vafi á því að tekið sé á sambærilegum málum með sam- bærilegum hætti þegar einstak- lingar eiga í hlut,“ sagði Árni Páll Árnason á blaðamannafundi í kjöl- far úrskurðar Hæstaréttar í gær. Í upphafi næsta þings hyggst Árni tala fyrir frumvarpi um það að öll bílalán með gengisviðmiðun verði gerð ólögmæt, óháð efni samningsins. Jafnframt verða öll íbúðalán, hvort sem þau eru með gengisbindingu eða í erlendum gjaldmiðlum, gerð ólögmæt. Þeim sem þau hafa tekið býðst að velja á milli verðtryggðs íslensks láns, óverðtryggðra vaxtakjara eða að breyta láni sínu í hreint erlent lán, kjósi þeir það. Þetta mun hafa í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir bankakerfið, en við teljum að það sé engin önnur skynsamleg leið en þessi, segir Árni. Fyrirtækjalán annars eðlis „Það er afskaplega erfitt að finna einhver vaxtakjör sem eru sanngjörn, önnur en vaxtakjör í þeim gjaldmiðli sem lánað er í,“ sagði Árni þegar hann var spurður að því hvort hann væri ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. Með boðaðri lagasetningu segir hann að leitast sé við að ná sanngjarnri niðurstöðu, fyrir skattgreiðendur ekki síður en lánþegana eina. Hann segir mikilvægt að gera greinarmun á lánum einstaklinga og lánum fyrirtækja, en fyrirhug- uð löggjöf mun ekki breyta skil- málum lána þeirra síðarnefndu. Mikill aðstöðumunur sé á milli ein- staklinga sem taka bíla- eða hús- næðislán og fyrirtækja sem taka lán í atvinnuskyni. Fyrirtækin séu mun betur í stakk búin til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin skuldsetningu og kjör hennar. Ávinningnum af breyttum lánaskil- málum yrði sömuleiðis misskipt. „Það er erfitt að útskýra af hverju eignarhaldsfélög í eigu út- rásarvíkinga, sem skulda í erlend- um gjaldmiðli, ættu að fá að þvo af sér skuldirnar,“ segir Árni og bæt- ir því við að það sé ekki „heldur skynsamlegt að fyrirtæki í útflutn- ingsgreinum, sem eru kannski með allar sínar eignir í erlendum gjald- miðli og eru þannig fullkomlega varin fyrir gengissveiflum, ættu að fá sérstaka gjöf frá fjármálakerf- inu, og þar með óbeint frá almenn- ingi í landinu.“ Heildarverðmæti gengisbund- inna lána einstaklinga eru 185 milljarðar. Talið er að skilmála- breytingin nú lækki þessa tölu um 43 milljarða, en það er högg sem bankakerfið þarf að taka á sig. Séu gengisbundin lán fyrirtækja tekin með í reikninginn fer heildarupp- hæð lánanna yfir þúsund milljarða. Yrði miðað við lægstu óverð- tryggðu vexti Seðlabankans við endurútreikning fyrirtækjalán- anna þýddi það 84 milljarða högg á bankakerfið til viðbótar. Óvissu fjármálastofnana eytt Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segist fagna niðurstöðunni „öðrum þræði“. Hún geri Seðla- bankanum kleift að varðveita fjár- málastöðugleika með góðu móti. Sú töf sem orðið hafi á endur- skipulagningu skulda fyrirtækja hafi seinkað efnahagsbatanum. „Ef þetta verður til þess að bankarnir komast í betri stöðu til að taka á því mun það flýta efnahagsbatan- um,“ segir Már. Árni segist gera ráð fyrir því treysta megi á „samfélagslega ábyrgt bankakerfi“ þegar hann er spurður að því hvort brugðist verði við hugsanlegum málaferlum af hálfu lánastofnana. „Ég vænti þess að menn muni meta meiri hagsmuni fyrir minni. Ég held að það sé ekki neinum bönkum til góðs að vera misseri eftir misseri með misgóð lán á sínum bókum. Það er líka mikilvægt fyrir bank- ana í landinu að fá hreinar línur,“ segir Árni. Löggjöf tryggi sanngirni  Efnahags- og viðskiptaráðherra höfðar til sanngirnissjónarmiða með boðaðri lagasetningu um gengisbindingu bíla- og húsnæðislána  Segir annað gilda um skilmála gengisbundinna lána fyrirtækja Morgunblaðið/Golli Gengisbinding Efnahags- og viðskiptaráðherra situr fyrir svörum á blaðamannafundi í kjölfar þess að boðuð var lagasetning sem hefur það í för með sér að öll gengisbundin bíla- og húsnæðislán einstaklinga verða gerð ólögmæt. Höfuðstóll gengistryggðs bílaláns snarlækkar með dómi Hæstaréttar og ekki fer á milli mála að dómurinn er til mikilla hagsbóta fyrir flesta sem tóku gengistryggð bíla- lán. Það sést vel á útreikningum Nordik Finance sem birtir eru í töflunni hér fyrir ofan. Höfuðstóll gengis- tryggðs húsnæðisláns lækkar einnig mikið. Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Nordik Finance, bendir þó á að sökum þess að húsnæðislán séu til mun lengri tíma en bílalán, verði ávinningurinn minni fyrir þá sem voru með gengistryggð húsnæðislán en þá sem voru með gengistryggð bílalán. Sturla hefur reiknað út hvernig höfuðstóll gengis- tryggðs húsnæðisláns sem nú stendur í 35 milljónum myndi þróast á næstu fimm árum. Annars vegar miðar hann við að áfram yrði miðað við geng- istryggingu og hins vegar við að lánið yrði endurreiknað í samræmi við dóm Hæstaréttar og gert að láni í krónum sem bæri óverðtryggða vexti. Í því tilfelli miðar hann við að höfuðstóll endurreiknaðs láns myndi þá vera um 22,6 milljónir. Í útreikningunum miðar Sturla við að gengi krónu styrkist um samtals 20% á næstu fimm árum og að vaxtamunur við útlönd verði um 6%. Niðurstaðan er sú að eftir fimm ár væri höfuðstóllinn, bæði gengistryggða lánsins og lánsins í krónum, nánast sá sami, eða ríflega 22 milljónir. Ástæðan fyrir því að gengistryggða lánið lækkar mikið en hið innlenda lítið sem ekkert, felst einkum í því að vextir erlendis eru svo miklu lægri en hér. Sturla tekur þó fram að búast megi við vaxtahækkun í útlönd- um en einnig geti vextir hér á landi lækkað. „Það er ekki víst að mönnum sé greiði gerður með því að láta þá greiða krónuvexti,“ segir Sturla. Sturla Jónsson Háir vextir draga úr hagsbótum af dómi Uppgjör og endurútreikningur bílalána og kaupleigusamninga mun liggja fyr- ir um miðjan október í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið um yfirtökur eða uppgreiðslur á lánasamningum að ræða, segir í yfirlýsingu frá Íslands- banka, en bankinn hefur einsett sér að flýta þessari vinnu. Í frétt frá Lands- bankanum segir að endurútreikningur lána taki töluverðan tíma og ekki sé ljóst hvenær honum ljúki, en endurútreikningi verði hraðað eins og hægt er. Í frétt Landsbankans kemur fram að dómur Hæstaréttar nú leiði ekki til þess að hluthafar bankans þurfi að leggja Landsbankanum til nýtt eigið fé enda séu áhrifin af þessum dómi óveruleg. „Á hinn bóginn hafa fyrrnefndir dómar Hæstaréttar í þessum málum nokkur áhrif á SP-Fjármögnun hf., dótt- urfélag bankans. Landsbankinn mun hins vegar styðja SP-Fjármögnun hf. þannig að staða viðskiptavina fyrirtækisins verði trygg,“ segir í frétt Lands- bankans. Í tilkynningu Íslandsbanka kemur fram að eiginfjárstaða bankans sé áfram yfir 16% lágmarkskröfum FME eftir niðurstöðu dómsins. Viðskiptavinum er bent á að nýta sér tímabundin úrræði á meðan boðaðrar löggjafar er beðið. Landsbankinn hefur sett á stofn ráðgjafarsetur fyrir skuldsett heimili og aukin þjónusta fyrir þau verður kynnt á næstunni. Í frétt frá Arion banka segir:„Arion banki hefur á undanförnum mánuðum unnið með Fjármálaeftirlitinu við að meta hugsanleg áhrif af lánum í erlendri mynt á efnahag bankans. Það er mat bankans að þó fyrirhugað frumvarp ráð- herra verði að lögum þá hafi það óveruleg áhrif. Bankinn muni áfram uppfylla skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall og 20% lausafjárhlutfall.“ Arion banki vekur athygli á því að dómur Hæstaréttar fjallar um bílalán en Ar- ion banki sé ekki með nein slík lán í bókum sínum Uppgjöri og endurútreikningi hraðað Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að höggið sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir, í kjölfar dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán, sé mun mildara en svörtustu spár og sé um 140 milljarðar króna. Hann segir að Fjármálaeftirlitið muni nú skoða eig- infjárkröfur, sem stofnunin gerir til fjármálafyrirtækja. Tekið verði með í reikninginn að ákveðinni óvissu hafi verið eytt. Þá komi til álita að skoða lægri kröfur. Gunnar segir hins vegar að FME sé ekki búið að taka slíka ákvörð- un. „Að minnsta kosti er búið að eyða heilmikilli óvissu og tryggja stöðugleika í kerfinu,“ segir hann og bætir við að hann fagni öllum aðgerðum sem eyði slíkri óvissu. „Við höfðum af þessu áhyggjur, af endurreikningi á grunni erlendra samningsvaxta. Og okkar þáttur í þessu máli hefur verið að safna og greina upplýsingar,“ segir Gunnar Gunnar Andersen Skoða eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja 43 milljarðar króna sem bankakerfið tekur á sig vegna dóms Hæstaréttar 133 milljarðar sem bankakerfið tæki á sig væru lán fyrirtækja tekin með ‹ KOSTNAÐUR BANKANNA › » Bílalán breyting á höfuðstól Húsnæðislán breyting á höfuðstól Afborgun skv. uppr. greiðsláætl. 72.094 Síðasta afborgun 132.618 Afborgun m.v. dóm Hæstaréttar 117.090 15.000.000 kr. (myntkarfa CHF/JPY) til 40 ára. Jafnar afborganir. Fyrsti gjalddagi 2.7.2007 4.000.000 kr. (myntkarfa CHF/JPY) til 7 ára. Jafngreiðslulán. Fyrsti gjalddagi 2.7.2007 Efirstöðvar erlend mynt Endurútreikn. dómur Hæstaréttar Endurútreikn. samningsvextir Efirstöðvar erlend mynt Endurútreikn. dómur Hæstaréttar Endurútreikn. samningsvextir 5.872.762 kr. 1.390.997 kr. -7.053 kr. 35.462.798 kr. 17.069.770 kr. 11.283.529 kr. Afborgun skv. uppr. greiðsláætl. 54.910 Síðasta afborgun 133.729 Afborgun m.v. dóm Hæstaréttar 35.719 Eitt gangi yfir alla Forsendur: 20.000.000 kr. jafngreiðslulán til 25 árameð 1,5% álagi, tekið 1. júlí 2005. Myntkarfa: 10%USD, 35%CHF, 30%JPY, 25% EUR. Lán A Lán B Lán A Lán B Fimm árum eftir útgáfudag er lán B dæmt ólöglegt. Lán A er hinsvegar metið sem löglegt, vegna annarrar skjalagerðar. Höfuðstóll á útgáfudegi 20 milljónir 20 milljónir 37,9 milljónir 19,3 milljónir Höfuðstóll eftir dóm Hæstaréttar Munur: 18.595.441 kr. Útreikningar Nordik LegalÚtreikningar efnahags- og viðskiptaráðuneytis Dómur Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.