Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í dag verður mælt fyrir þingsályktunartillögum þingmannanefndarinnar sem fjallað hefur um ráð- herraábyrgð frá því í ársbyrjun. Annars vegar verður mælt fyrir tillögu meirihluta nefndarinnar um að fjórir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði ákærðir og hins vegar fyrir tillögu tveggja fulltrúa Samfylk- ingarinnar í nefndinni um að þrír ráðherrar verði ákærðir. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að enn sé mikill taugatitringur í þingflokki Samfylking- arinnar vegna þessa máls og að skoðanir séu mjög skiptar um ágæti tillögu fulltrúa Samfylking- arinnar og hvort Samfylkingunni sé yfir höfuð stætt á að styðja slíka tillögu. Fullyrt var í gær að Samfylkingin væri klofin í tvær öndverðar fylkingar í þessum efnum og sá klofningur hefði ekki gert neitt annað en skýrast, eftir að Kristín Edwald lögfræðingur mætti í fyrra- dag á þingflokksfund Samfylkingarinnar og svaraði þeim spurningum um lögfræðileg álitaefni, sem þingmenn vildu bera upp. Heimildir úr þingflokki Samfylkingarinnar herma að svör Kristínar hafi m.a. falið í sér miklar efasemdir um lögmæti þess að Alþingi samþykkti að ákæra þrjá eða fjóra fyrr- verandi ráðherra og draga þá fyrir landsdóm. Afdrif beggja þingsályktunartillagnanna í meðförum Alþingis eru því í fullkomnu uppnámi þar sem vitað er að allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins munu greiða atkvæði gegn þeim báðum og líklega þrír, jafnvel fjórir þingmenn Framsókn- arflokksins, en rétt er þó að geta þess að þingmenn Framsóknarflokksins munu ekki gefa upp afstöðu sína fyrr en úr ræðustól á Alþingi. Þeir eru sagðir halda spilunum þétt að sér. Loks telja margir að um helmingur þing- manna Samfylkingarinnar muni vilja fella báðar til- lögurnar, en það sama eigi við um marga þeirra eins og þingmenn Framsóknar; þeir ætli ekki að gefa upp afstöðu sína fyrr en úr ræðustól á Alþingi. Lögfræðiálitin mikið leyndarmál? Þingflokkur Samfylkingarinnar fékk á fund sinn í gær hluta þeirra lagaspekinga sem aðstoðuðu þingmannanefndina við að meta hvort skilyrði og efni þættu til þess að leggja til við Alþingi að höfða mál á hendur ráðherrum á grundvelli laga um ráð- herraábyrgð. Sérfræðingarnir sem um ræðir eru Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor, Jónatan Þórmunds- son prófessor, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Róbert R. Spanó prófessor og Sigríður J. Friðjóns- dóttir vararíkissaksóknari. Búist er við því að þeir lagasérfræðingar sem ekki ræddu í gær við þing- flokkinn muni gera það í dag, að loknum fram- sögum um þingsályktunartillögurnar. Hluti þingflokksins sat svo í gærkvöldi á óformlegum fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylk- ingarinnar og utanríkisráðherra, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vildu ekki allir þingmenn flokksins mæta til fundarins. Ákveðnir þingmenn hafa leitað eft- ir því við þingmannanefndina að fá í hendur þau sérfræðiálit sem ofan- greindir lögfræðingar unnu fyrir nefnd- ina, en ekki fengið. Þá hefur Morg- unblaðið upplýsingar um að enginn fyrrverandi ráðherranna sem eiga yfir höfði sér ákærur frá Alþingi og að verða dregnir fyrir landsdóm, hafi fengið um- rædd gögn í hendurnar. Þessi vinnubrögð þingmannanefndarinnar, sem lagði fram skýrslu með tillögum um gjörbreytt og bætt vinnubrögð stjórnsýslunnar, Alþingis og fleiri, eru harðlega gagnrýnd, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, bæði meðal þingmanna og utan þings. Þykir ýmsum viðmælendum Morg- unblaðsins sem leyndarhyggjan og pukrið sem sé í kringum störf nefndarinnar sé þvert á þann boð- skap sem fram komi í skýrslu hennar. Þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í fyrra- kvöld við Atla Gíslason, formann þingmannanefnd- arinnar, að fá álit lögfræðinganna sem unnu fyrir þingmannanefndina í hendur, hafnað Atli þeirri beiðni. Ekki náðist í Atla í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ákveðnir vimælendur Morgunblaðsins töldu í gær að pukrið í kringum nefndarfundina, blátt bann við því að ræða hvað gerðist á fundunum, vilji þeir eru að verjast,“ sagði viðmælandi. Annar, sem er úr stuðningsarmi Ingibjargar Sólrúnar í Samfylkingunni, bendir á að þrír ráð- herranna fyrrverandi, þ.e. þeir Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hafi þó ákveðinn grunn að styðjast við í málsvörn sinni, sem séu niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, um vanrækslu þeirra í starfi. Slíkan grunn hafi Ingibjörg Sólrún ekki að styðjast við og því geti hún vart vitað, a.m.k. ekki á þessu stigi, hvernig hún eigi að verjast. Annar spyr hvort það sé meginverkefni meiri- hluta nefndarinnar, sem fulltrúar VG, Framsókn- arflokksins og Hreyfingarinnar skipa, og minni- hlutans sem tveir fulltrúar Samfylkingarinnar skipa, að leita allra leiða til þess að draga fjórmenn- ingana (Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðs- son) eða þremenningana (allir framangreindir að Björgvini undanskildum) fyrir landsdóm, án þess að þeir hafi möguleika á því að bera hönd fyrir höf- uð sér. Þingmaður sem rætt var við sagði að hann og fleiri þingmenn litu það alvarlegum augum ef þeim yrði synjað um leyfi til þess að kynna sér lögfræðiálit sérfræðinganna í heild. Vinnubrögð Atla Gíslasonar, formanns þing- mannanefndarinnar, væru síður en svo yfir gagn- rýni hafin, sérstaklega ef það væri staðreynd að það væri fyrst og fremst hann sem stæði fyrir allri þessari leyndarhyggju og pukri. „Við sem erum að fjalla um það hvort Alþingi á að ákæra þrjá eða fjóra fyrrverandi ráðherra erum þannig í hlutverki ákæruvaldsins. Það hlýtur að vera einsdæmi að ákæruvaldið eða saksóknari fái ekki að kynna sér öll málsskjöl, áður en ákvörðun er tekin um það hvort ákært verður eða ekki,“ sagði hann. Hvað átti Oddný við? Nokkrir viðmælendur höfðu það í flimtingum í gær að Jóhanna Sigurðardóttir hefði opinberlega svarið af sér öll afskipti af störfum fulltrúa Sam- fylkingarinnar í þingmannanefndinni og að full- trúarnir sjálfir hefðu gefið út yfirlýsingu í sömu veru. Meðal annars spurðu þessir viðmælendur hvað hefði þá falist í frásögn Oddnýjar G. Harð- ardóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, í morgunútvarpi Rásar 2 fyrr í vikunni, þar sem hún greindi frá því að hún og Magnús Orri Schram, hinn fulltrúi flokksins í nefndinni, hefðu í síðustu viku átt trúnaðarfund um málið með formanni Samfylkingarinnar. formannsins til þess að halda skýrslum laga- sérfræðinganna leyndum og handstýra því síðan hvaða skjöl þingmenn fengju að skoða hlytu að vera til marks um það að a.m.k. einhver álit sérfræðing- anna væru þvert á þá niðurstöðu meirihlutans að Alþingi væri stætt á því að gefa út ákærur á ráð- herrana fyrrverandi. Þannig sagði einn viðmælandi að sér skildist að ekkert ofangreindra lögfræðiálita yrði lagt fram í heild, heldur hygðist nefndin velja ákveðin gögn í lokaða möppu, sem einhverjir og þá væntanlega þingmenn og hugsanlega verðandi sakborningar fengju að kynna sér. „Þetta er furðulegt réttarfar. Það að hugs- anlegir sakborningar geti ekki fengið að kynna sér málsskjöl eftir að ákæra er í raun komin út, hlýtur að teljast brot á mannréttindum. Í því felst að sak- borningar geta ekki einu sinni fengið að vita hverju Pukur og leyndarhyggja eru harðlega gagnrýnd  Mikið spurt um rétt þeirra fjögurra sem eiga ákærur yfir höfði sér frá Alþingi Morgunblaðið/Kristinn Til fundar Ingibjörg Sólrún mætir ásamt lögmanni sínum Sigurvin Ólafssyni til fundar í gærkvöldi. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Þar sem áhugi hefur verið fyrir að fræðast meira um fíkniefni, vímu- efni og heilsuspillandi efni, afleið- ingar þeirra og hvernig má þekkja þau hefur Félag íslenskra fíkni- efnalögreglumanna, í samvinnu við Svenska Narkotika Polisföreningen og Svenska Carnegie Institutet gef- ið út fræðslu- og forvarnarrit. Fjallað er á hlutlausan hátt um fíkniefni frá öllum hliðum í ritinu og á það að svara sem flestum spurningum áhugasamra. Félagið vonast til þess að útgáfa ritsins verði til þess að flestir öðlist þekk- ingu á því hvað fíkniefni eru, hvernig þau líta út, orsakir og af- leiðingar neyslu þeirra. Þannig megi forða mörgum frá klóm fíkni- efnadjöfulsins. Morgunblaðið/Júlíus Efni Meðal annars er fjallað um kannabis. Rit um fíkniefni og vímuefni gefið út Snarfari, félag sportbátaeigenda í Reykjavík, fagnar 35 ára afmæli á morgun, laugardag. Félagið var stofnað í húsi Slysavarnafélagsins 18. september árið 1975. Stofn- félagar voru um sextíu en um 350 manns eru nú í félaginu. Hafsteinn Sveinsson var fyrsti formaður félagsins en hann varð fyrstur manna til þess að sigla sportbát yfir hafið út til Íslands frá Evrópu. Í tilefni af afmælinu verður félagið með kaffiveitingar í félags- heimili sínu við Snarfarahöfn að Naustavogi frá kl. 15:00. Hallur Hallsson hefur ritað sögu Snarfara sem kemur út í tilefni af afmælinu og verður Hafsteini afhent fyrsta eintakið. Gamlir og nýir félagar eru hvattir til að mæta og gleðjast með. Snarfari fagnar 35 ára afmæli sínu Félag einstæðra foreldra hefur ákveðið að úthluta styrkjum úr námssjóði FEF, fjórum styrkjum fyrir haustönn 2010. Námssjóð- urinn varð upphaflega til vegna styrks frá Rauða krossi Íslands í kjölfar könnunar sem leiddi í ljós að einstæðir foreldrar væru með verst settu hópum samfélagsins. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Félags ein- stæðra foreldra á Vesturgötu 5 í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 30. september nk. Styrkir til einstæðra Hlynur Jónsson var kosinn for- maður Heimdall- ar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á að- alfundi félagsins sem fram fór sl. þriðjudag. Hlynur er laganemi við Há- skólann í Reykja- vík. Hann er fyrrverandi formaður Ungra frjálshyggjumanna, hefur setið í stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna frá 2009, var í stjórn Frjálshyggjufélagsins 2007-2010, stjórn Heimdallar 2007-2008, í stjórn Ungra frjálshyggjumanna 2004-2006 og var formaður Bákn- brjóta, félags hægrimanna við HR, árið 2005. Hlynur Jónsson for- maður Heimdallar Hlynur Jónsson STUTT Vinnubrögð þingmannanefndarinnar í þá veru að halda sem mestri leynd yfir störfum nefndarinnar og leyfa ekki þingheimi að kynna sér lögfræðiálit sem unnin voru fyrir nefndina eru harðlega gagnrýnd. Alþingi verður í hlutverki ákæruvaldsins, þeg- ar kemur að því að ákveða hvort þrír eða fjórir fyrrverandi ráðherrar verða ákærðir og dregnir fyrir landsdóm. Þingmenn sem rætt var við í gær, telja þau vinnubrögð Atla Gíslasonar, formanns þingmannanefndarinnar, að neita þeim um að skoða í heild þau lög- fræðilegu álit sérfræðinga sem unnin voru fyrir nefndina, ekki standast lág- markskröfur um gott réttafar. Þeir muni krefjast gagnanna, því án þeirra geti þeir ekki gert upp hug sinn. Breytt og bætt vinnubrögð? FÁTT UM SVÖR Atli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.