Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 31
skella upp úr, því þú varst líka með bestu húmoristum sem hef kynnst. Sást alltaf spaugilegar hliðar alls, ef sá gállinn var á þér, enda kallaði ég þig snemma ömmu dreka, eftir ömmu Jóns Odds og Jóns Bjarna. Sem dæmi um frísklegan húmor þinn tek ég mér bessaleyfi til að rifja það upp þegar gamall vinnu- félagi minn kíkti í heimsókn og þú varst þar fyrir, en sá hafði þá um- sjón með grínútvarpsþætti sem hét Górillan. Kom þá upp úr dúrnum að þú vissir allt um þennan þátt, þú hafðir oft hlýtt á hann (þarna var amma komin vel á níræðisaldurinn). Elsku amma, ég ákvað heldur að deila þessu en að rifja upp pönnu- kökubaksturinn enda baðstu undan því að þín yrði minnst sem fyrir- myndarhúsmóður „sem ættir alltaf nóg til frammi“, þótt vissulega vær- ir þú alltaf til fyrirmyndar. „Amma þín er frábær,“ eru orð sem ég fékk oft að heyra. Ég meina, það eru ekki margar ömmur sem droppa inn í partíin hjá barnabörn- um sínum sísona til þess að heilsa upp á vinahópana. Fyrir okkur barnabörnunum var aldrei neitt til- tökumál að amma liti við. Eingöngu skemmtilegt því amma féll alltaf strax inn í hópinn, og bara spjallaði og jafnvel dansaði ef henni var boð- ið upp – en lét sig svo hverfa áður en fjörið náði hámarki. Ömmu var mjög umhugað um velferð allra og sinnti afkomendum sínum af metnaði og hjartans ein- lægni, á meðan líkamleg heilsa leyfði og var skýr fram á síðasta dag – með glóandi eld í augum og æðum. Nú veit ég það, amma mín, að það fer mjög vel um þig með afa. Þú læt- ur þér ekki leiðast, svo mikið er víst! Takk fyrir mig. Guðrún Kristjánsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Kristánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. samferða alla lífsgönguna. Það er líka undarlegt að þegar sest er nið- ur til slíkra hluta er eins og erfitt sé að greina sérstök atvik tengd þér Kolla. Einhvern veginn var það svo að þú varst svo eðlilegur og sjálf- sagður hluti tilverunnar. Frá æskuárunum man ég ekki mikið eftir þér. Sennilega höfum við bræðurnir ekki haft áhuga á að hafa þig með í leikjum okkar eða þú ekki haft áhuga á því að leika þér við stráka sem allir voru yngri en þú. Það er fyrst þegar við komumst á unglingsárin að minningar fara að birtast. Oftar en ekki varst þú öf- unduð sem elst í hópnum og komin lengst á þroskabrautinni. Vaktir at- hygli ungra manna fyrir glæsileik og forvitni okkar strákanna tengd- ist þeim málum. Eitthvað rámar mig í njósnir og hrekki í því sam- bandi. Eftir að þú stofnaðir fjöl- skyldu áttum við athvarf hjá þér hvenær sem á þurfti að halda og að- stoð og ráð komu frá þér þegar um var beðið. Samskiptin voru mismik- il enda var hópurinn stór og dreifð- ist fljótlega í allar áttir. Þó var sam- bandi haldið eftir því sem aðstæður leyfðu hverju sinni. Lífslækur þinn óx og börn komu í heiminn. Hann liðaðist þó ekki lygn og sléttur um grundir. Í honum voru flúðir og fossar og reyndist siglingin erfið á stundum. Þér tókst þó á ótrúlegan hátt að komast hjá erfiðu strandi skútunnar og siglingin endaði á lygnum breiðum lífsins. Öll gerðum við okkur vonir um að sjá þig á næsta ættarmóti. Svo verður ekki og verður þín sárt saknað. En svona er lífið. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Skarð er höggvið í systkinahópinn sem við sem eftir lifum verðum að lifa með. Minningar um góðar samveru- stundir og þakklæti fyrir samfylgd- ina eru okkur efst í huga á kveðju- stund. Ljóðlínur Guðrúnar Jóhannsdóttur lýsa þessu svo: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Og svo segir Valdimar Briem í sínum fallega sálmi: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendum við hjónin samúðar- og vináttukveðjur. Hilmar. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Mig langar í nokkrum orðum að minnast ömmu minnar, Kolbrúnar Daníelsdóttur, er lést þann 9. sept- ember sl. Þegar ég hugsa um ömmu Kollu dettur mér fyrst í hug hvað hún var einlæg og góð. Hún vildi allt fyrir mann gera og var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á. Við brölluðum ým- islegt í gegnum árin og eigum ótal- margar skemmtilegar minningar saman. Mér eru t.d. minnistæðar heimsóknirnar til hennar þegar hún bjó á Ísafirði. Þá dekraði amma við mig frá morgni til kvölds og ég naut sannarlega góðs af því. Hún studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, alveg sama hvað það var. Hún hvatti mig til að fylgja draumum mínum og það ætla ég að gera. Amma Kolla var alltaf til staðar þegar ég þarfnaðist hennar og hún mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku amma, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Salka.  Fleiri minningargreinar um Kol- brúnu Daníelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 ✝ Birgir Stefánssonfæddist á Ak- ureyri 24. febrúar 1939. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð þann 7. september 2010. Foreldrar hans voru Svanfríður Guð- laugsdóttir frá Bárð- artjörn í Grýtubakka- hreppi f. 12.9. 1912, d. 11.11. 2002 og Stefán Aðalsteinsson frá Hreiðarstaðakoti í Svarfaðardal f. 27.12. 1907, d. 14.2. 1960. Systkini Birgis eru Stella, Emma og Stefán. Birgir kvæntist 25.12. 1939 eft- irlifandi eiginkonu sinni Heiðu Hrönn Jóhannsdóttur frá Akureyri f. 10.1. 1939. Foreldrar hennar voru Jóhann Kon- ráðsson frá Akureyri f. 16.11. 1917, d. 27.12. 1982 og Fann- ey Oddgeirsdóttir frá Hlöðum á Grenivík f. 14.9. 1917, d. 2.5. 2009. Börn Heiðu og Birgis eru Örn Viðar, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur, Svanfríður, gift Sveini Eiríkssyni, Stefán, kvæntur Helgu Gunnlaugs- dóttur, Þorbjörg og Jóhann Kon- ráð. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörnin eru 2. Útför Birgis fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 17. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Þegar ég hugsa um hann tengda- föður minn, Birgi Stefánsson, eða Bigga afa eins og við kölluðum hann oftast þá koma upp margar góðar og fallegar minningar. Fallegur. Það er einmitt rétta lýs- ingin á afa Bigga. Hann var fallegur að utan sem innan. Yndislegur, góður og yfirvegaður maður í alla staði. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að í lífi mínu þau rúm 30 ár síðan við kynntumst. Það er eiginlega ekki hægt að tala bara um Bigga afa því alltaf þegar hann var nefndur og alls staðar sem hann fór, var amma Heiða líka. Afi Biggi og amma Heiða. Þau voru sam- heldin hjón þrátt fyrir að vera mjög ólíkar persónur. Vógu hvort annað upp og voru hið fullkoma par. Birgir var hvers manns hugljúfi. Ég veit ekki nokkra manneskju sem líkaði ekki vel við hann. Hann heillaði alla með fágaðri framkomu sinni. Börnin mín minnast hans helst þar sem þau kúrðu í fanginu hans, þegar hann hnýtti upp rólur fyrir þau í snúr- ustaurana og ýtti þeim og svo auðvit- að með hestunum sínum. Hestarnir voru hans líf og yndi og átti fjölskyld- an margar góðar stundir tengdar hestamennskunni. Útreiðartúrar, lengri ferðir og svo bara þessi daglega umhirða og samvera við hestana. Fyrir nokkrum árum veiktist afi Biggi af Alzheimer. Það er ömurlegur sjúkdómur og smám saman varð Birgir fjarlægari og fjarlægari. Ég er samt svo þakklát fyrir þau ár sem við áttum með honum þrátt fyrir veikind- in. Það var mjög aðdáunarvert hversu amma Heiða hlúði vel að honum alla tíð. Hún hafði hann heima og hugsaði um hann hverja sekúndu og það veit sá sem þekkir þennan sjúkdóm að það er langt frá því að vera auðvelt starf. En Heiða stóð sem klettur við hlið hans fram til síðustu stundar. Það var henni afskaplega erfitt þegar kom að því að hann þurfti að flytja inn á dvalarheimili fyrir tæpu ári síðan. Hlíð varð hans síðasta heim- ili og ég er óendanlega þakklát fyrir hversu yndislega umönnun hann fékk þar. Þar vinnur óeigingjarnt fólk sem sinnir sínu starfi af miklum sóma. Heiða fór til hans á hverjum degi margar klukkustundir í senn og ég veit að meðal hennar og starfsfólks mynduðust góð vinabönd. Mig langar að þakka öllu þessu yndislega fólki á Skógarhlíð og Grænuhlíð og öllum öðrum sem önnuðust hann. Elsku Birgir tengdapabbi, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni. Elsku Heiða tengdamamma, Guð styrki þig í sorginni og þakka þér fyrir hversu sterk þú varst alla tíð. Þú ert hetja. Ég elska ykkur bæði. Helga Gunnlaugsdóttir. Margs er að minnast, margs er að sakna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hann Biggi er dáinn og við systkinin minnumst og söknum. Frændurnir Biggi og pabbi ásamt eiginkonum sín- um, byggðu sér hús, hlið við hlið, kornungt duglegt fólk með ört stækk- andi fjölskyldur. Biggi, Heiða og börn voru því frá upphafi, hluti af okkar lífi, við þekktum ekki annað en að þau væru í næsta húsi og samgangurinn var mikill. Glaðlegur, hlýr, hógvær, stríðinn, skemmtilegur og fallegur maður, það er sú mynd af Bigga sem kemur fyrst upp í huga okkar þegar við hugsum til æskuáranna, þeirra tíma sem sam- skiptin voru mest. Það eru ófáar úti- legurnar sem við munum eftir með Bigga, Heiðu og krökkunum, enda farnar á þeim tíma sem ekki þótti eins sjálfsagt að ferðast og í dag. Þá voru farnar ótroðnar slóðir, keyrt yfir ár og vötn, á leiðinni um Sprengisand, Veiðivötn, Þórsmörk, Landmanna- laugar, Grímsstaði, Ásbyrgi, já, ótal staði þar sem næstu skref ferðarinnar voru skoðuð gaumgæfilega, spáð og spekúlerað á þeirra tíma jeppum, aldrei teflt í tvísýnu, samtaka nánir menn, oftar eins og bræður. Bigga er sárt saknað. Þeir frændur, ásamt Stebba, bróð- ur Bigga, keyptu sér líka lítinn bát, Flintstone var hann skírður. Þeir stofnuðu félag um gripinn, Flintstone Fishing Corporation, jahá þetta fannst þeim sko sniðugt, lýsir kannski best húmornum, gleðinni og uppá- tækjunum sem voru mýmörg á þess- um árum. Ótal ferðir voru farnar frá Akureyri, og eru okkur minnisstæðar ferðirnar upp að Ísólfsvatni þar sem tjaldað var með stórfjölskyldurnar, skektan sett á flot og silungur dreg- inn að landi, í minningunni alveg fullt af honum. Við munum líka eftir dögunum fyr- ir gamlárskvöld, pabbi og Biggi lok- aðir inni í bílskúr og það var strang- lega bannað að fara þangað inn. Þeir félagar voru nefnilega að útbúa kín- verja, litlar sprengjur sem hoppuðu og skoppuðu um götuna, mikið óskap- lega fannst þeim gaman að þessu uppátæki sínu – og okkur auðvitað líka. Við sjáum þá frændur fyrir okk- ur og minnumst Bigga. Hefðum svo heitt óskað þess að foreldrar okkar hefðu getað notið samvista við þau á ferðum sínum um Ísland í dag. Við þykjumst vita að þar hefði Biggi vilj- að vera, ferðast, prófa nýjar slóðir og njóta landsins sem hefur breyst svo mikið í áranna rás. Elsku vinir, Heiða, Öddi, Svana, Stebbi, Tobba, Jói, tengdabörn, barnabörn og stórfjöl- skyldan öll, um leið og við minnumst yndislegs manns með þökk og virð- ingu, biðjum við þess að birta minn- inganna megi ylja ykkur um ókomin ár. Kær kveðja, Kristín, Svala, Gunni, Alla og fjölskyldur Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst. Bak við móðuna miklu rís mannlegur andi hæst. (Davíð Stefánsson.) Kristín Hrönn Reynisdóttir. Þegar þú gengur undir efsta dóm og allt þitt líf sem fölnað blað við veg- inn, hver hugsun orðin eins og visnað blóm og engin minning nema sjálfur treginn og þegar dauðinn dregur þessa jurt sem duft í vindi undir moldarbörðin og allt þitt líf er líkt og fokið burt og lokin ekkert nema kannski jörðin en allt svo hljótt og enginn segir neitt og öll þín hugsun kölkuð eins og gröfin og allt sem þér var einu sinni veitt er aðeins þetta líf og þögn og töfin á milli þess að molna visnað blað í mold og þögn og lifa uppá það, þá fylgir þessum dómi ógnarefi, ósköp þín og dauðans krepptur hnefi. (Matthías Johannessen) Góðvinur okkar hjóna í áratugi, hefur kvatt þessa jarðvist, eftir lang- vinn og erfið veikindi. Birgir hafði mikinn áhuga á útivist og var slyngur veiðimaður, bæði á sjó og landi. Hann hélt hesta í áraraðir, og samvistir við þá veittu honum mikinn hugnað. Það er ein mesta hamingja að hljóta góða samferðarmenn. Birgir var í þeim hópi. Það var ætíð gott að leita til hans, dagfarsprúður, hjálp- samur og með afar notalegt viðmót. St. G. St. segir á einum stað „og lífsins kvöð og kjarni er það, að líða og kenna til í stormum sinna tíða“. Óveð- ursský fóru að hrannast upp. Birgir greindist með Alzheimer árið 1998. Sjúkdómurinn tætti smám saman í sundur miðtaugakerfi hans. Örlög hans voru grimm. Hann lifði öðru lífi í þessu lífi, þar til yfir lauk. Hrynjandi lífsins getur stundum verið ansi skringileg. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Far vel, far vel, tryggi vinur, Auður Ólafsdóttir og Ágúst Þorleifsson. Elskulegur vinur minn, Birgir Stefánsson er fallinn. Við byrjuðum ungir að bralla sam- an, vorum dálítið sér á parti með lest- urinn í skólanum og hættum báðir er skyldunni lauk. Við byrjuðum því óvenju ungir að vinna og þroskuð- umst í amstri og athöfnum lífsins. Biggi fór á togara 15 ára gamall. Þeg- ar hann kom í land eftir fyrsta túrinn var hann með frostbólgnar kinnar og úlnliðirnir tvöfaldir af sinaskeiða- bólgu – en hann fór aftur. Birgir var vinsæll meðal félaga sinna um borð og fljótur að tileinka sér hvaðeina er að sjómennskunni laut. Var til dæmis af- bragðs netamaður. En þar kom að hann hætti og fór að læra bifvéla- virkjun. Enda þá þegar búinn að kynnast sinni kæru Heiðu Hrönn Jó- hannsdóttur. 18 ára eignuðust þau sitt fyrsta barn og stofnuðu heimili. Þó ekki væri það stórt var það ein- staklega fallegt og smekklegt og þannig hefur það verið hvar sem þau hafa búið því Heiða er einstök hús- móðir og mikill fagurkeri hvort held- ur er innanhúss eða utan. Þau stóðu í húsbyggingu og eignuðust börnin sín fimm, falleg, yndisleg og hæfileikarík. Alltaf hélst þessi góða vinátta okkar þriggja, enda þekkst frá unga aldri. Biggi var góður bifvélavirki, eftir- sóttur og vinsæll. Hann var einn af stofnendum verkstæðisins Baugs og vann þar um árabil. Síðan rak hann eigið verkstæði um tíma. Á árunum upp úr 1960 gerðum við út á hand- færi, ásamt öðrum, 27 tonna bát, en það gekk á ýmsu í þeirri útgerð. Veiðiskapur var Bigga í blóð borinn, lax- og silungsveiðar stundaði hann sér til ánægju og gekk til rjúpna þeg- ar færi gafst. Hann var afbragðs skytta enda byrjuðum við að skjóta úr riffli í blýklump í kjallaranum á æsku- heimili hans að Munkaþverárstræti 21, langt innan við fermingu. Já, það var margt brallað. Á Ariel mótorhjóli ókum við til dæmis í Svarfaðardal þegar við vorum 15 ára og ferming- arvorið felldum við okkur fyrirdrátt- arnót og drösluðum henni á tveimur reiðhjólum sem við leiddum hlið við hlið út á Pétursborg, en þar átti pabbi hans trillu og svo var dregið fyrir sil- ung af kappi. En æskuárin með öllum sínu uppátækjum og töfrum tóku enda. Biggi var einstakur maður – geð- prúður – glaðvær – traustur vinur og kom sér vel hvar sem hann var, allar götur þar til hinn ljóti óminnishegri fór að gera vart við sig. Ef einhver kona hefur elskað mann sinn er það Heiða Hrönn. Það sýndi hún best eftir að veikindi Bigga byrj- uðu og allan þann langa tíma þar til yfir lauk. Heiðu, börnum þeirra og öllum ástvinum vottum við Ragna samúð okkar. Farðu í friði, gamli vinur, Þráinn Karlsson. Ég vil í nokkrum fátækum orðum minnast góðs vinar, Birgis Stefáns- sonar. Þó langt sé um liðið í árum talið er mér enn í fersku minni þegar hin góðu kynni við Birgi og fjölskyldu hans spunnust upp úr kynnum okkar Heiðu þegar við unnum saman á FSA. Fljótlega varð ég líkt og margir aðrir heimagangur hjá Heiðu og Bigga á þeirra undurfagra og hlýlega heimili. Það voru ófáir kaffibollarnir drukknir þar undir hressilegum um- ræðum, við sögur og hlátrasköll með eindæma meðlæti hennar Heiðu sem þeir þekkja sem kynnst hafa þessari góðu fjölskyldu. Þarna kynntist ég Bigga, hæverskum heimspekingi, stóískum á hverju sem gekk með ríka kímnigáfu og manngæsku. Við fórum í fjölda ferðalaga, berjatúra og veiði- ferðir á þeim 4 árum sem við Ella bjuggum á Akureyri og veiddum við Biggi meðal annars feitan makríl í net við Keflavík, Skagafirði 1977. Þó heimili Heiðu og Bigga væri stórt, var hjartalag þeirra enn stærra og þau hjón óþreytandi viskubrunnur vina og kunningja sem margir sóttu í. Minningar þessara ára standa mér ætíð ofarlega í minni. Um leið og ég votta Birgi virðingu mína og bið honum blessunar á þeirri ferð sem hann nú hefur hafið sendi ég Heiðu Hrönn, börnum hennar tengda- og barnabörnum mínar inni- legustu samúðaróskir. Arnar Hauksson. Birgir Stefánsson  Fleiri minningargreinar um BIrgi Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.