Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 2
Það var heldur betur galsi í hinum landskunna skemmtikrafti Ómari Ragn- arssyni í gær þar sem hann liðkaði sig baksviðs áður en hann kom fram á afmælisskemmtun og tónleikum í Salnum í Kópavogi í tilefni af sjötíu ára afmæli sínu. Einnig fagnaði hann því að fimmtíu ár eru síðan hann kom Ómar fagnar sjötugsafmæli eldsprækur og kattliðugur Morgunblaðið/Eggert fyrst fram. Margir vina hans úr skemmtanabransanum stigu á svið og sam- fögnuðu, m.a. Ragnar Bjarnason, Þuríður Sigurðardóttir og félagar úr Sumargleðinni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti í dag vilja til að gera 16. september að degi íslenskrar náttúru til heiðurs Ómari. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hluti þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli, sem teygir anga sína inn fyrir veggi ríkisskatt- stjóra, hefur komið við sögu í fíkniefnamálum. Samtals nema hin ætluðu svik um 270 millj- ónum króna. Lagt hefur verið hald á einhverja fjármuni vegna rannsóknarinnar og verið er að rannsaka bankaviðskipti þeirra sem eru í haldi. Rannsókn málsins er nýhafin og er á við- kvæmu stigi en miðað við umfang málsins bendir allt til að það falli undir skilgreiningu á skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir karlmenn og tvær konur Níu manns voru handteknir vegna málsins á þriðjudag og miðvikudag og sex þeirra úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Þetta eru fjórir karlmenn og tvær konur, allt Íslendingar. Tímalengd gæsluvarðhaldsins er á bilinu fimm dagar og upp í tvær vikur. Einn þeirra sem er í haldi er starfsmaður ríkisskattstjóra en starfs- maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað við svikin Ekkert gert og eigendur grunlausir Hin meinta svikastarfsemi snýst um að tvö einkahlutafélög skiluðu inn reikningum fyrir um milljarð króna. Látið var líta svo út að reikningarnir væru vegna endurbóta á at- vinnuhúsnæði, annars vegar í Reykjavík og hins vegar í Mosfellsbæ. Í samræmi við reglu- gerð fengu einkahlutafélögin endurgreiddan virðisaukaskatt af tilteknum kostnaði, samtals ríflega 270 milljónir. Þann virðisaukaskatt hefði síðan átt að innheimta þegar húsnæðið yrði selt eða leigt. Ekkert var hins vegar fram- kvæmt. Þá er húsnæðið sem um ræðir ekki í eigu þeirra sem hafa verið handteknir vegna máls- ins og að sögn Gríms Grímssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns í auðgunarbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, liggja eigendur húsanna ekki undir grun í málinu. Grunsamlegar millifærslur Í samtali við Morgunblaðið sagði Grímur að tilkynning um grunsamlegar millifærslur hefði borist lögreglu frá fjármálafyrirtæki. Tilkynn- ingin hefði verið á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðju- verka sem sett voru árið 2006. Tilkynningin hefði borist nokkrum dögum áður en lögregla lét til skarar skríða. Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að óeðlilegar og háar millifærslur hefðu vakið athygli fjár- málastofnunarinnar. Upphæðirnar hefðu ekki verið í nokkru samræmi við fyrri viðskipti þeirra sem um ræðir. Tilkynningin hefði leitt lögreglu á sporið. Svikin teygja anga sína til skattsins  Hluti þeirra sem eru í haldi hafa komið við sögu fíkniefnamála  Fjórir karlar og tvær konur í haldi  Fengu endurgreiddan virðisaukaskatt vegna framkvæmda sem aldrei voru  Eiga ekki húsin „Fyrir mig er þetta sigur, því með þeirri niðurstöðu sem fengin er lækkar lánsfjárhæðin úr 5,2 milljónum króna í 900 þúsund,“ segir Hafsteinn Egilsson, veitingamaður á Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi. Hafsteinn var hinn stefndi í máli Lýsingar sem niðurstaða fékkst í fyrir Hæstarétti í gær. Málið var reist vegna bílaláns sem Haf- steinn tók vegna jeppakaupa árið 2007 en málið höfðaði Lýsing til að eyða óvissu um vaxtakjör á ólögmætum gengistryggðum lánum. „Núna eru mín mál komin í mun viðráðanlegri stöðu,“ segir Hafsteinn. Hann kveðst sáttur með niðurstöðuna í málinu – svo langt sem hún nær – enda þótt vörnum frá sinni hlið hefði ekki að öllu leyti verið komið við. „Ég hætti reyndar að borga af láninu fyrir nokkrum misserum enda leit ég þá svo á að lánið og forsendur þess væru orðnar allt aðrar en var í upphafi. Og svo geta fleiri sagt, er ekki talað um að 40 þúsund heimili í landinu séu með myntkörfulán? Nei, það er svo sem ekki talað mikið um lánamál hér á barnum en meira um fótbolta og KR þar sem margir hafa áhyggjur af stórveldinu.“ sbs@mbl.is Mál eru viðráðanlegri og sáttur með niðurstöðuna Morgunblaðið/Eggert Á vespunni Hafsteinn Egilsson, veitingamaður á Rauða ljóninu, er ánægður enda minnkar skuldabyrðin mikið.  Talað á barnum um KR og fótbolta en ekki myntkörfur Tveir danskir lífeyrissjóðir, ATP og PFA, hafa ásamt sænska trygg- ingafélaginu Folksam keypt danska bankann FIH Erhvervsbank af skilanefnd Kaupþings. Þetta full- yrðir danska sjónvarpsstöðin TV2 en sjóðirnir hafa staðfest fréttina. PFA, ATP og Folksam stóðu saman að tilboði í FIH og öttu kappi við enska fjárfestingarsjóðinn Tri- ton, sem átti samvinnu við nokkra danska lífeyrissjóði um tilboð í bankann. TV2 Finans segir að gengið hafi verið frá samkomulag- inu síðdegis í gær á Hilton-hótelinu á Kastrup-flugvelli. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndarinnar, í gær. Lífeyrissjóðir keyptu FIH Tortillur erumun girnilegri meðgeometrísku mynstriúr sýrðum rjóma H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 2 0 4 BARA KREISTA! Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri segir að aldrei áður hafi mál verið rann- sakað sem snýst um meinta svika- starfsemi starfsmanns ríkisskattstjóra. Málið hlýtur að vera litið mjög alvar- legum augum innan stjórnsýslunnar, bæði vegna fjárhæðarinnar sem um ræðir en ekki síður vegna meints þáttar starfs- manns ríkisskattstjóra. Vænta má að vinnuferlar þar verði grandskoðaðir í kjöl- farið. Fordæmalaust og alvarlegt mál MEINT SVIK STARFSMANNS RSK Askan úr Eyjafjallajökli virðist hafa góð áhrif á uppskeru korns undir Eyjafjöllum og víðar í Rangárþingi. Þórarinn Ólafsson, kornbóndi í Drangshlíð, segir að uppskera af akri heima við bæ sé ótrúlega góð, þótt sáð hafi verið seint. Sáð var í akurinn í Drangshlíð þriðja árið í röð. Venjulega fer að draga úr uppskeru á þriðja ári. Svo er ekki nú, lengi var mikið grænt í akrinum og útlit er nú fyrir upp- skeru eins og á fyrsta ári eftir hvíld akurs. Askan bætir uppskeru á korni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.