Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 11
Nýverið tók ég upp á því að endurvekja gamlaástríðu; að lesa bækur. Hér áður fyrr var ég svoheltekin af þessari ástríðu að fátt annað komstað, hvort sem um var að ræða svefn, lærdóm,
fæðu eða félagslíf. Ég jafnvel faldi mig inni í skápum til
þess að eiga kost á að lesa tímunum saman án truflunar.
Segja mætti að svona hegðun jaðri við fíkn. Í seinni tíð hef
ég uppgötvað sífellt fleiri ástríður, til að mynda
tónlist, eldamennsku og ferðalög, ég hef orðið
ástfangin og spunnið óslítanleg vinabönd. Með
þessu móti tókst mér að sefa þessa eldheitu
ástríðu. Það kom að því að aðrar ástríður
tóku yfirhöndina og neistinn milli mín og
bókanna fjaraði hægt og rólega út. Ég
kveikti á sjónvarpinu og slökkti á heilanum.
Fljótlega hætti ég að heyra óp skáld-
sagnapersóna sem köfnuðu undir ryki
óhreyfðra bókanna. Ég fór að fylgja
hverri hreyfingu lækna á borð við
House, Meredith Grey og John
Dorian, sökkti tönnunum í True
Blood, nagaði neglurnar yfir Dex-
ter og slúðraði með örvænting-
arfullu húsmæðrunum. Við vorum
orðnir kærir vinir. Ég vissi þeirra
dýpstu leyndarmál, við hlógum,
grétum og göntuðumst eins og
vinum er lagið.
Innst inni þótti mér eitthvað
vanta. Snemmsumars ákvað ég
að slá upp veislu á nýja heim-
ilinu mínu og af því tilefni (þó
aðallega vegna plássleysis),
var sjónvarpinu komið fyrir í
kompunni. Ég vann af mér flesta
sólríka sumardaga og brá því á það
ráð að fara í lautarferð út í garð að
vinnudegi loknum, sleikja síðustu geisla
sólarinnar með bók í hendi. Ég hafði
líka gleymt hversu notalegt það er að
hreiðra um sig undir sæng í sófanum
við gluggann á gráum rigningar-
dögum, hlusta á regnið dynja á rúð-
unni og sökkva mér í söguþráð bók-
arinnar. Innan skamms er ég
komin í ævintýralega veröld þar
sem töfrar ráða ríkjum og hið ógerlega er gerlegt, eða á
slóð morðingja og skyggnist inn í huga þeirra vitfirrtu. Ég
set mig í fótspor skáldsagnapersónunnar, við erum ein og
sama manneskjan. Ég gleymi stund og stað og hugurinn
dansar í alsælu.
Að uppgötva ástríður og leyfa þeim að blómstra veitir
manni hamingju, ergo: ástríða er hamingja. Það þarf svo
lítið til þess að upplifa hamingju en einhverra hluta
vegna leitar manneskjan yfirleitt langt yfir
skammt. Draumurinn minn er ekki að eignast pen-
inga né stórt hús. Ég væri hins vegar til í að vera
blessunarlega laus við fjárhagsáhyggjur. Mig
langar í fallegt heimili sem er mitt og við einn
gluggann vil ég hafa djúpa gluggakistu yfir
hlýjum ofni þar sem ég get
staflað púðum og pullum og
hreiðrað um mig á gráu rigning-
ardögunum með bók í hendi og sagt
bless í bili við hið daglega amstur. Því
hamingjan er eins og vél sem þarf elds-
neyti og reglubundið viðhald, sé því
ekki fylgt eftir grotnar hún niður og
deyr. Þess vegna óska ég öllum þess að
þeir geti uppgötvað sínar eigin ástríður
og þar af leiðandi verið hamingjusamir
til æviloka. Sjónvarpið dúsar enn inni í
kompu og safnar ryki...
Rebekka Líf Albertsdóttir
rebekka@mbl.is
»Fljótlega hætti ég að heyra ópskáldsagnapersóna sem köfn-
uðu undir ryki óhreyfðra bókanna.
Ég fór að fylgja hverri hreyfingu
lækna á borð við House, Meredith
Grey og John Dorian, sökkti tönn-
unum í True Blood, nagaði negl-
urnar yfir Dexter og slúðraði
með örvæntingarfullu hús-
mæðrunum.
Heimur Rebekku Lífar
Algengt Gott er að vita hvernig á að glíma við krókódíl.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
n o a t u n . i s
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Landssamtök sauðfjárbænda munu
heilgrilla lamb fyrir utan verslun
Nóatúns, Nóatúni 17, í dag frá kl. 16:00
GRILLVEISL
A
NÓATÚNI 17
NÓATÚN
Í SAMVINNU
VIÐ