Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Egill Ólafsson egol@mbl.is Dómur Hæstaréttar um vexti á er- lendu bílaláni þýðir að lántakandinn þarf að greiða 795.944 krónur með dráttarvöxtum frá 11. ágúst í fyrra þegar Lýsing, sem veitti lánið, yf- irtók bílinn. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur sem dæmdi Lýsingu í vil. Hæstirétt- ur taldi óhjákvæmilegt að líta með öllu framhjá ákvæðum bílasamn- ingsins um vexti og að taka yrði mið af almennum óverðtryggðum vöxt- um Seðlabanka Íslands eins og þeir voru á hverjum tíma. Lýsing vildi upphaflega inn- heimta 5,2 milljónir af láninu Lántakandinn, Guðlaugur Haf- steinn Egilsson, keypti Jeep Grand Cherokee í nóvember 2007, en lána- samningurinn átti að renna út í nóv- ember 2013. Lánsupphæðin var tæplega 3,6 milljónir. Greiða átti af láninu mánaðarlega og fyrsta af- borgun var 57.562 kr. Lánið var gengistryggt. Eftir hrun hækkaði höfuðstóll lánsins mikið og í ágúst 2009 yfirtók Lýsing bílinn, en þá var lánið í vanskilum. Eftir að hafa met- ið bílinn og dregið frá viðgerðar- kostnað og sölukostnað setti Lýsing fram kröfu um að Guðlaugur greiddi fyrirtækinu rúmlega 5,2 milljónir. Lýsing höfðaði mál í febrúar sl. og krafðist þess að hann greiddi þessa upphæð með dráttarvöxtum. Eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu myntkörfulána ólöglega felldi Lýsingin þetta mál niður og höfðaði nýtt mál. Héraðs- dómur féllst á varakröfu Lýsingar sem felur í sér að miðað skuli við al- menna skuldabréfavexti Seðlabanka Íslands. Þegar Guðlaugur tók lánið voru þessir vextir Seðlabankans 16%. Þeir hækkuðu eftir hrunið haustið 2008 og fóru hæst í 21% í stuttan tíma í ársbyrjun 2009. Um mitt það ár voru þessir vextir komnir niður í 10,5% en eru núna 7,75%. Ekki hægt að miða við Libor-vexti Þeir vextir sem tilgreindir eru í lánasamningnum eru Libor-vextir með 2,9% álagi. Lögmaður Guðlaugs krafðist þess að miðað yrði við þessa vexti. Hæstiréttur segir í dómi sín- um að „fullljóst [sé] að slík vaxta- kjör af láninu gátu ekki komið til álita nema í tengslum við gengis- tryggingu þess, sem nú liggur fyrir að óheimilt hafi verið að kveða á um“. Hæstiréttur segir að eftir að ákvæði í samningnum um gengis- tryggingu hefur verið metið ógilt, með dómi Hæstaréttar frá 16. júní sl., séu skuldbindingar Guðlaugs við Lýsingu að öllu leyti í íslenskum krónum og algerlega óháðar þeirri tengingu við japönsk yen og sviss- neska franka, sem gengið var út frá við gerð samningsins. „Þegar virt er að ákvæðið um gengistryggingu í samningi aðilanna er ógilt og bein og órjúfanleg tengsl eru samkvæmt framansögðu milli þess ákvæðis og fyrirmæla þar um vexti er hvorki unnt að styðjast við þau fyrirmæli óbreytt eftir orðanna hljóðan né gefa þeim með skýringu annað inntak, enda liggur fyrir í málinu að á millibankamarkaði í London hafa aldrei verið skráðir LI- BOR-vextir af lánum í íslenskum krónum. Vegna þessa er óhjá- kvæmilegt að ógildi ákvæðisins um gengistryggingu leiði til þess að líta verði með öllu fram hjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð,“ segir í dómnum. Hæstiréttur segir síðan að miðað við atvik sé ekki um annað að ræða en líta svo á að samið hafi verið um lánið án þess að tiltekið sé hverjir vextirnir ættu að vera. Þegar þannig hátti skuli peningakrafa taka mið af lægstu almennu óverðtryggðu vöxt- um Seðlabanka Íslands, sbr. ákvæði laga um vexti og verðtryggingu frá árinu 2001. 28. júlí 2009 Skilaði jeppanum sem var síðar seldur fyrir 2,8 milljónir, að frádregnum ýmsum kostnaði. Gengistryggðu lánin féllu í dómskerfinu Apríl 2009 Hætti að greiða af jeppanum. 11. ágúst 2009 Samningnum rift að kröfu Lýsingar. 16. júní 2010 Hæstiréttur dæmir gengistryggð lán ólöglegmeð tveimur dómum um bílalán frá Lýsingu annars vegar og SP-fjármögnun hins vegar. 29. júní 2010 Lýsing stefnir Hafsteini. Málinu er ætlað að skera úr um hvaða vaxtakjör eigi að miða við á gengistryggðum lánum sem hafa verið dæmd ólögmæt. Aðalkrafan gerir ráð fyrir verðtryggðum vöxtum skv. gjaldskrá en einnig gerir Lýsing fimm varakröfur. Hafsteinn vill að miðað sé við samningsvexti og þá hafi hann þegar greitt alla fjárhæðina til baka. 23. júlí 2010 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir að lánið skuli reiknað líkt og Hafsteinn hefði tekið óverðtryggt lán, skv. vöxtum Seðlabankans.Hafsteinn var dæmdur til að greiða um 800.000 krónur, auk dráttarvaxta. 16. september 2010 Hæstiréttur staðfestir dóm um að miða skuli við óverðtryggða vexti Seðlabankans.Ríkis- stjórnin tilkynnir aðgerðir vegna gengistryggðra lána. 21. nóvember 2007 Guðlaugur Hafsteinn Egilsson gerir samning við Lýsingu um að taka á leigu Jeep Cherokee jeppa af árgerð 2006. Lánsupphæðin var 3.582.000 krónur, 50% voru bundin japönsku jeni, 50% svissneskum franka. Október 2008 Bankarnir hrynja. Gengið hrynur. „Fullljóst að slík vaxta- kjör komu ekki til álita“  Hæstiréttur dæmir að miða skuli við vexti Seðlabanka við innheimtu bílalána Morgunblaðið/Golli Í Hæstarétti Lögmennirnir Sigurmar Albertsson og Gísli Baldur Garðarsson fara yfir niðurstöður dómsins. „Sú niðurstaða að vextir skuli á hverjum tíma vera jafnháir lægstu óverð- tryggðu vöxtum Seðlabanka Ís- lands, getur reynst skuld- urum þungur baggi,“ segir Ásta S. Helga- dóttir, umboðsmaður skuldara, í yf- irlýsingu í gær. Hún telur niðurstöðu Hæsta- réttar í bílalánamálinu ekki þá hag- stæðustu fyrir skuldara. Lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka Íslands eru nú 7,75%, en frá september 2006 til júní 2009 voru lægstu óverðtryggðu vextir frá 15% til 21%. Þessa vexti þurfa sumir skuldara nú að borga. Eigi að síður sé gott mál að óvissu í vaxta- málum hafi verið aflétt, enda geti fólk nú áttað sig betur á stöðu sinni og gert ráðstafanir eftir því. Vextirnir eru skuld- urum þungur baggi Ásta S. Helgadóttir. „Ég er feginn að það skuli vera komin lausn í þetta. Þetta er gott fyrir alla aðila, að búið sé að leysa úr þessari þrætu,“ segir Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Lýsingar, í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar í gengislánamálinu. „Ég reikna með að þetta séu lykt- ir í þessari deilu,“ segir hann enn- fremur. Sigurmar reiknar með að af- leiðingar dómsins verði að önnur bílafjármögnunarfyrirtæki, sem séu með sambærileg lán og dóm- ur Hæstaréttar fjallar um, muni fara eftir þessum dómi. „Mér virðist í fljótu bragði vera um að ræða að héraðsdómur sé staðfestur en það er önnur nálg- un. Annar rökstuðningur heldur en var í héraði,“ segir Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður skuldarans, um niðurstöðu dómsins. „Hann felst í því að það er ekki verið að tala um brostnar for- sendur lengur, heldur er talað um að ákvæðið um samninga hafi orðið ógilt með sama hætti og ákvæðið um gengistrygginguna var ógilt. Þar af leiðir að samningurinn er þannig ekki með neinum ákvæð- um um vexti og þá grípa vaxtalög beint inni í. Þá eru ákvarðaðir vextir sem eru lægstu seðla- bankavextir,“ segir Gísli Baldur. Felur í sér lyktir í þessari deilu VIÐBRÖG LÖGMANNA MÁLSAÐILA EFTIR DÓMINN „Forsendur Hæstaréttar eru allt aðrar en Héraðsdóms og taka ekkert á forsendubresti lántaka. Því er ljóst að höfða verður nýtt mál ef fá á úr því skorið hvort lán- taki hafi orðið fyrir forsendubresti,“ segir Marinó G. Njálsson stjórnarmaður í Hags- munasamtökum heimilanna um dóm Hæstaréttar í dag. Marinó segir niðurstöðu Hæsta- réttar í raun þá að vaxtaákvæði gengistryggðra samninga sé svo tengt gengistryggingu að ekki sé hægt annað en að dæma það ógilt. „Niðurstaðan leiðir til þess að greiðslur sem lántakar inntu af hendi fram að hruni og í samræmi við greiðsluseðla hækka mikið," sbs@mbl.is Ekkert tekið á for- sendubrestinum Marinó G. Njálsson „Þetta er sú nið- urstaða sem ég átti síst von á,“ segir Gísli Tryggvason tals- maður neytenda um dóm Hæsta- réttar. Hann kveðst frekar hafa átt von á því að dómurinn yrði ómerktur, honum vísað heim í hér- að eða fyrri niðurstöðu breytt. „Það var langt bil milli ýtrustu krafna og mér fannst vanta millikröfur sem hefðu verið sanngjarnari mála- miðlun,“ segir Gísli sem telur nið- urstöðu eiga við um öll bílalán í er- lendri mynt. „Niðurstaðan er vonbrigði. Og ef þessu verður ekki skotið til EFTA- dómstólsins er þetta endanlegt,“ segir talsmaður neytenda. sbs@mbl.is Sanngjarnar millikröfur vantaði Gísli Tryggvason Dómur Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.