Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  217. tölublað  98. árgangur  KENNDU MÉR AÐ KYSSA RÉTT OG FESTA TÖLU ALLT UM HEIMILI OG HÖNNUN HAMINGJAN ÞARF ELDSNEYTI OG VIÐHALD LIFUN 32 SÍÐUR HEIMUR REBEKKU LÍFAR 11SVONA Á AÐ....HANDBÓK 10 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Einungis um helmingur þingflokks Samfylkingarinnar mætti til fundar í húsakynnum Samfylkingarinnar í gærkvöldi, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar og utanríkisráð- herra. Athygli vakti að Össur Skarp- héðinsson gekk af fundi löngu áður en honum lauk, eða á tíunda tím- anum. Ingibjörgu Sólrúnu var sl. sunnudag gefinn kostur á að mæta til slíks fundar til að útskýra sín sjónarmið í ljósi skýrslu þingmanna- nefndar um viðbrögð við rannsókn- arskýrslunni um bankahrunið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins átti sér stað hreinskiptin og opinská umræða á fundinum í gærkvöldi, án þess að einhver hrein niðurstaða fengist. Heimildir Morgunblaðsins herma að flestir fundarmanna hafi verið fyrrverandi formanni afar hlið- hollir, en ekkert liggur þó fyrir hver verður afstaða sumra þeirra sem sátu fundinn. » 16 Aðeins helmingur mætti til fundarins Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir lagasetningu sem gerir það að verk- um að allir þeir sem tekið hafa bíla- eða húsnæðislán með tengingu við erlenda gjaldmiðla sitji við sama borð. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, tilkynnti þessa fyrirætlan á blaðamannafundi í kjöl- far úrskurðar Hæstaréttar í gær. Með úrskurði sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms, frá því fyrr á árinu, um vaxtakjör bíla- lánasamnings sem Lýsing gerði við viðskiptavin sinn. Báðir aðilar áfrýjuðu úrskurði héraðsdóms. Að- alkrafa Lýsingar fyrir Hæstarétti var að miða skyldi við breytingar á vísitölu neysluverðs, við endurreikn- ing lánsins. Á þetta var ekki fallist. Samkvæmt úrskurðinum nú skal miða við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans, en ekki samnings- vexti, líkt og lántaki gerði kröfu um. Niðurstaða Hæstaréttar verður lögð til grundvallar lagasetningunni. Eyða langvarandi óvissu „Við höfum lengi vitað að skulda- staða í erlendum gjaldmiðlum hefur verið útblásin og það hefur blasað við að það þyrfti að lækka þá skulda- stöðu. Þessi dómur gefur okkur færi á að horfast í augu við staðreyndir, og greiða fyrir því að heimilin komi fjármálum sínum í horf,“ sagði Árni. Hann lagði á það áherslu að annað gilti um lán til fyrirtækja. „Það er að mínu mati mikilvægt að ekki ríki vafi um lögmæti þeirra,“ sagði Árni, ein- staklingar séu ekki í sömu aðstöðu til að meta þá fjármögnunarkosti sem þeim bjóðist. Eftirgjöf til fyrirtækja með gengisbundin lán þýddi gríðar- legt högg á fjármálakerfið. Afleið- ingar fyrirhugaðrar lagasetningar munu leiða til 43 milljarða króna kostnaðar fyrir fjármálakerfið. Lagasetning í kjölfar dóms Morgunblaðið/Golli Samræmi Már Guðmundsson, Árni Páll Árnason og Gunnar Andersen á blaðamannafundinum í gær.  Hæstiréttur úrskurðar að notast skuli við óverðtryggða vexti Seðlabankans  Ráðherra boðar lagasetningu um vaxtakjör gengisbundinna lána einstaklinga MDómur Hæstaréttar »6, 14 Uppgjöri og endurútreikningi bíla- lána og kaupleigusamninga verður hraðað í fjármálastofnunum í kjölfar dómsins. Í frétt Landsbanka segir að dómurinn hafi „nokkur áhrif á SP- Fjármögnun hf., dótturfélag bank- ans. Landsbankinn mun hins vegar styðja SP-Fjármögnun hf. þannig að staða viðskiptavina fyrirtækisins verði trygg.“ Halldór Jörgensson, forstjóri Lýs- ingar, segir að framundan sé mikil vinna við úrvinnslu mála. Hann segir að enn eigi eftir að skera úr um ýmis álitamál, til dæmis þegar eigendaskipti hafa orðið á bíl- um. Vonast hann til að frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra taki á sem flestum vafamálum. „Þetta er þungt högg en viðráðanlegt,“ segir Halldór. „Þetta er að mínu viti sú leið sem mesta sáttin getur orðið um í sam- félaginu. Niðurstaðan er jákvæð fyr- ir fjármálakerfið og landsmenn alla,“ segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant. „Þungt högg en viðráðanlegt“ „Sú niðurstaða að vextir skuli á hverjum tíma vera jafnháir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands getur reynst skuldurum þungur baggi,“ segir Ásta S. Helga- dóttir, umboðsmaður skuldara. „Þetta er sú niðurstaða sem ég átti síst von á,“ segir Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda, um dóm Hæstaréttar. „Það var langt bil milli ýtrustu krafna og mér fannst vanta millikröfur sem hefðu verið sanngjarnari málamiðlun.“ „Forsendur Hæstaréttar eru allt aðrar en Héraðsdóms og taka ekk- ert á forsendubresti lántaka. Því er ljóst að höfða verður nýtt mál ef fá á úr því skorið hvort lántaki hafi orðið fyrir forsendubresti,“ segir Marinó G. Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Vextirnir geta orðið þungur baggi Fjórir karlmenn og tvær konur sem nú sitja í gæsluvarðhaldi eru í sam- einingu talin hafa svikið út um 270 milljónir króna með því að fá end- urgreiddan virðisaukaskatt af upp- lognum framkvæmdum. Látið var líta út fyrir að um milljarði hefði ver- ið varið til að endurbæta tvö hús á höfuðborgarsvæðinu en þær fram- kvæmdir áttu sér aldrei stað, fólkið sem er í haldi átti ekki umrædd hús og eigendur húsanna voru grunlaus- ir um svikin, að sögn lögreglu. Meðal þeirra sem eru í gæsluvarð- haldi er starfsmaður ríkisskatt- stjóra. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur hluti þeirra sem eru í haldi tengst fíkniefnamálum. Lagt hefur verið hald á einhverja fjármuni í tengslum við rannsókn málsins. Gert ráð fyrir endurgreiðslu Reglur um virðisaukaskatt gera m.a. ráð fyrir að þeir sem standa í endurbótum á atvinnuhúsnæði fái endurgreiddan virðisaukaskatt. Skatturinn er síðan innheimtur þeg- ar húsnæðið er selt eða það sett í út- leigu. Í þessu tilviki virðist sem um hreinræktaða svikamyllu hafi verið að ræða því engar framkvæmdir voru að baki reikningum fyrir um milljarð króna sem voru grundvöllur fyrir endurgreiðslu virðisauka- skattsins. Auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Hún komst á sporið þegar fjármálastofnun tilkynnti henni um grunsamlegar millifærslur. Upp- hæðirnar sem gengu á milli reikn- inga sakborninga voru óeðlilegar og hærri en áður höfðu sést hjá viðkom- andi. »2 Eigendur vissu ekkert  Talin hafa svikið út 270 milljónir vegna falsframkvæmda „Þó að einhverjir verði ekki alveg ánægðir af því að þeir fengu ekki jafn mikið og þeir vildu þá er það bara lífsins gangur. En ég held að þegar frá líði muni þetta létta okkur róðurinn,“ sagði Már Guð- mundsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi í gær. Ekki voru allir á eitt sáttir í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar um vaxtakjör á gengisbundnu bíláláni. Már segir að lamað bankakerfi hjálpi engum og nið- urstaðan sé góð að því leyti að horfur hvað fjár- málastöðugleika varði séu góðar. Lausafjárstaða bankanna sé til dæmis almennt góð. Þeir séu auk- inheldur enn á bak við höft, og því engin hætta á því að áhlaup verði gert á þá erlendis frá, líkt og gerðist síðla árs 2008. Með því að aflétta hinni miklu óvissu sem ríkt hefur um fjárhagsstöðu og styrk bankakerfisins sé hins vegar verið að skapa skilyrði til þess að hefja vinnu við afnám þeirra hafta sem verið hafa á fjármagnshreyfingum. „Svona er bara lífsins gangur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.