Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 35
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30, danshópur kl. 20. Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9-16.30. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14, umsjón Lýður Benediktsson. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, stólajóga kl. 10.15, boccia kl. 10.45. Listamaður mán- aðarins. Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleðigjaf- arnir í Gullsmára syngja kl. 14. Sturla Guð- bjarnason spilar undir á hljómborð. Opið hús í Félagsh. Gjábakka á morgun kl. 14. Upplestur Hulda Jóhannesdóttir, stuttur leikþáttur: Guðlaug Erla og Hermann Guð- mundsson, Guðni leikur á harmonikku, Gunnlaugur og Sigurður spila. Veitingar í boði félagsins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntaklúbbur kl. 13, umsjón hefur Ólafur Sigurgeirsson. Dans í Ásgarði Stangarhyl 4 á sunnudag kl. 20, Sighvatur Sveinsson leik- ur fyrir dansi. Félagsheimilið Boðinn | Opið frá kl. 9-17, veitingar. Handavinna kl. 10, postulínsmáln- ing og ganga kl. 11, leikfimi kl. 12, jóga kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30 og kl. 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30 og kl. 13, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Laus pláss á spænskunámskeið, skráning í síma 554-3400. Haustfagnaður verður 23. sept. kl. 14, með dagskrá og veitingum. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður og trjáálfar kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leig- fimi kl. 10.30, hringsansar kl. 12.45. Gleði- gjafarnir kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 9.15, félagsvist kl. 13, sala á miðum á dansiball FEBG 24. sept. kl. 13-15 í dag, Kaffi. Farið á Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu 3. okt. Uppl. í síma 617- 1501. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16, m.a. bókband kl. 13, prjóna- kaffi kl. 10, stafanga kl. 10.30. Frá hádrgi er spilasalur opinn. Kóræfing kl. 15.30, nýj- ir félagar velkomnir. Leikhúsferð 24. sept. Háteigskirkja | Brids-aðstoð kl. 13 í Setr- inu, kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, matur, keramik námskeið hjá Erlu kl. 12.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, brids kl. 12,30, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, myndlist hefst 21. sept. kl. 10. Dansleikur 24. sept. kl. 20.30. Sími 555-0142. Hvassaleiti 56-58 | Postulín/skart- gripagerð kl. 9. Námskeið í myndlist kl. 13, kaffisala kl. 14.30. Böðun fyrir hádegi, há- degisverður, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið, gang- an, gönuhlaup, Thachi, listasmiðjan og myndlist 9. Hæðargarðsbíó: Perlur og svín kl. 16. Tölvuleiðbeiningar á mánudag kl. 13.15. Uppl. í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Gull- smára kl. 12.45, boccia í Gjábakka kl. 13. Sundlaug Kóp.: Ganga kl.16. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, opið hús vist/brids kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Haustfagnaður kl. 18. Myndlist, vinnust. og útskurður kl. 9-12. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/kortagerð kl. 9, enska kl. 11.30, matur, tölvukennsla kl. 13.30, sungið v/flygilinn kl. 14.30, veit- ingar, dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun og handavinna kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30. DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VEISTU HVAÐ OKKUR VANTAR Í ÞENNAN HEIM? MEIRA KREM KÆRLEIKA MEÐ SÚKKULAÐI- KREMI ÉG VISSI ÞAÐ EKKI! ÞEIR ERU MEÐ VÖÐVA Í FÓTUNUM SEM SPENNAST ÞEGAR ÞEIR SOFNA ÞAÐ SAMA Á VIÐ UM EYRUN Á SNOOPY AF HVERJU DETTA FUGLAR EKKI ÞEGAR ÞEIR SOFNA? ÁÐUR EN ÉG LÆT ÞIG FÁ MATINN... ERTU BÚINN AÐ ÞVO ÞÉR UM HENDURNAR? EN ERTU BÚINN AÐ ÞVO Á ÞÉR UPPHANDLEGGINA? JÁ HVAR SÉRÐ ÞÚ SJÁLFAN ÞIG EFTIR FIMM HUNDRUÐ ÁR? PRAKASH, ÉG BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ STRÁKUR Á ÞÍNUM ALDRI GÆTI HANNAÐ SVONA FLOTTA FYRIRTÆKJASÍÐU MYNDIRNAR ERU ALVEG MAGNAÐAR OG ÞAÐ VAR MJÖG GÓÐ HUGMYND HJÁ ÞÉR AÐ BÆTA VIÐ TÓNLIST EN ÉG HELD AÐ VIÐ EIGUM EFTIR AÐ VELJA LAG SEM ER EKKI MEÐ „JONAS BROTHERS“ ÉG VEIT... SYSTIR MÍN NEYDDI MIG TIL AÐ SETJA ÞETTA LAG INN ÞESSIR TVEIR EIGA EKKI EFTIR AÐ BRJÓTAST INN Á HEIMILI FÓLKS Í NÁNUSTU FRAMTÍÐ ÉG VONA AÐ M.J. LEGGI EKKI TVO OG TVO SAMAN... ÞARNA ER ÞAÐ! HÚS BORGARSTJÓRANS! Á SAMA TÍMA...PETER FER HEIM OG KÓNGULÓAR- MAÐURINN KEMUR OG BJARGAR HENNI Týnd kisa Kisan okkar, sem er norskur skógarkötttur fór frá heimili sínu við Skipholt í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Ef einhverjir hafa orðið varir við hana viljið þið vinsamlegast hafa samband við Dóru í síma 553-5101. Dóra Steindórsdóttir. Söngvakan enn og aftur Sex undangengna vetur höfum við glaðst með glöðum á söngvöku Fé- lags eldri borgara í Reykjavík hálfs- mánaðarlega. Enn ætlum við að fagna samfundum við hinn söng- glaða, síunga hóp fólks sem hefur veitt okkur mikla ánægju með þátt- töku sinni. Við hefjum leik núna mið- vikudaginn 22. september og vænt- um þess eins og áður að sjá sem flesta sem njóta vilja þess yndis sem söngurinn færir öllum sem hann eiga að förunaut. Við höldum upp- teknum hætti og gjör- um okkur sitthvað ann- að til ánægjuauka, aðalatriðið er að syngja saman af hjartans lyst, já og list ef út í það er farið. Sjáumst heil á söngsins vængjum. Helgi Seljan og Sig- urður Jónsson. Stór trefill tapaðist Stór skær grænn trefill (sjal) með v-laga munsti og kögri, tap- aðist í miðbæ Reykja- víkur. Finnandi vin- samlega hafið samband í síma 581-3739 eða 861-5615. Fund- arlaun. Myndavél tapaðist Einn gestur okkar á gistiheimilinu Our House, týndi Canon Rebel Xs myndavél við Nóatún á Hringbraut fyrir um viku síðan. Í henni voru all- ar myndir hans af Íslandsheimsókn- inni og saknar hann hennar því sárt. Heiðarlegir finnendur eru vinsam- legast beðnir um að skila henni til okkar og óheiðarlegir finnendur um að senda okkur a.m.k minniskortið á gistiheimilið Our House, Kárastíg 12, 101 Reykjavík, sími 847-4943. Berglind. Ást er… … að sýna ákafa hennar áhuga. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Magnús Ólafsson frá Sveins-stöðum fór í hestaferð með Ströngukvísl suður Forsæludals- kvíslar. „Veður var óskaplega fal- legt, Krákur blasti við okkur og Langjökull og Hofsjökull drifhvítir að sjá. Síðan riðum við austur Auð- kúluheiði og upp á Sauðafell. Þaðan beint í Áfanga, skálann sunnan við Áfangafell. Þar í gestabók var leið- inni lýst og þessar stökur fylgdu. Óskaplega á ég gott eigi neitt að veði Suðrum Kvíslar feiki flott fer ég nú með Gleði. Okkur Krákur kemur mót og kyngimögnuð jöklahvíta, eins og fögur yngissnót er sú fegurð á að líta. Gleði er hér skrifuð með stórum staf vegna þess að í upphafi ferðar teymdi ég gæðingshryssu að nafni Gleði undan Sprota frá Hæli og lagði svo á hana áður en haldið var í átt að Sauðafelli.“ Óttar Einarsson veltir fyrir sér borðsiðum í Færeyjum: Engir hafa á því geð, ærið tískir fana-, að éta grind og jafning með Jenisi av Rana. Hallmundur Kristinsson er í senn myndlistarmaður og hagyrðingur. Oft ég geri annaðhvort og þá kannski bæði: Yrkja myndir uppá sport eða mála kvæði. Vísnahorn pebl@mbl.is Af hestaferð og borðsiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.