Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 ✝ Halldóra Gunn-arsdóttir sálfræð- ingur fæddist á Siglu- firði 19. janúar 1936. Hún lést í Gautaborg 5. september sl. Foreldrar hennar voru Gunnar Jónsson skipasmíðameistari, f. 1. apríl 1899 í Hlé- skógum í Höfða- hverfi, d. 27. október 1960, og Sólveig Kristjana Þórð- ardóttir, f. 19. júní 1902 í Eiðhúsum, Miklaholtshreppi, d. 12. mars 1975. Systkini Halldóru, samfeðra, voru 1) Ólafur, f. 7.11. 1919, d. 13.11. 2004, 2) Tryggvi, f. 14.7. 1921, d. 6.2. 2009, 3) Bára, f. 14.10. 1925, d. 3.11. 1992. Alsystkini Hall- dóru eru: 1) Anna Lísa, f. 20.11. 1934, 2) Gunnar, f. 17.6. 1940, 3) Helga, f. 27.2. 1945. Halldóra giftist 14. september 1960 Bjarna Arngrímssyni geð- lækni, f. 2. ágúst 1936. Börn: 1) Edda Sigríður, f. 3. maí 1955, Fjäll- ann í Uppsala og lauk prófi árið 1979 frá háskólanum í Gautaborg en fjölskyldan hafði þá flutt þang- að. Að námi loknu vann Halldóra fyrstu árin sem fjölskylduráðgjafi í Kungsbacka og sálfræðingur í Vestur-Gautaborg. Árið 1981 fékk hún stöðu hjá sálfræðiþjónustinni á Hisingen í Gautaborg og vann þar til starfsloka. Halldóra bætti við sig sérnámi í sálrænni samtalsmeðferð, handleiðslufræðum, fjölskyldu- meðferð og sálfræðilegri meðferð með leikrænni tjáningu. Halldóra vann brautryðjendastörf á vegum sálfræðiþjónustunnar á Hisingen í Gautaborg. Ber þar hæst verkefni sem nefndist „Delta projektet“ þar sem félagsþjónustan, sjúkrasam- lagið, vinnumiðlunin og heilsugæsl- an unnu sameiginlega að sálfræði- legri endurhæfingu langtíma- sjúklinga. Halldóra fór fyrir hópi sálfræðinga í verkefninu sem lauk um það leyti sem hún fór á eftir- laun. Einnig unnu Halldóra og Bjarni mikið saman á sviði fjöl- skyldumeðferðar. Halldóra kom m.a. til Íslands til þess að halda námskeið og efla faghandleiðslu fyrir fagfólk í Handleiðslufélagi Ís- lands. Útför Halldóru fer fram frá St. Birgittas kapell í Gautaborg í dag, 17. september, og hefst athöfnin kl. 13. backa, Svíþjóð, sam- býlismaður: Ulf Karl- quist. Börn Eddu: a) Mikael Bjarni (Airik- ainen) Lagerberg, b) Jón Bjartur Moe, börn hans: Livia og Ika, c) Aron Lag- erberg, sambýliskona Ylfa Pálsdóttir. 2) Friðrik, f. 19. ágúst 1962, Nol, Svíþjóð. 3) Arngrímur, f. 14. október 1967, maki: Susanne Isaksson, börn hennar: Amanda Lindgren og Anton Lindgren. Halldóra tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1955. Var ritari á lögmannsstofu hjá Ein- ari Ásmundssyni sem síðar varð einn ritstjóra Morgunblaðsins. Fylgdi Halldóra Einari þangað og varð einnig ritari annarra ritstjóra blaðsins og síðar blaðamaður. Fjöl- skyldan fluttist til Svíþjóðar 1969 vegna sérnáms Bjarna og settist fyrst að í Västerås. Árið 1973 hóf Halldóra nám í sálfræði við háskól- Í dag verður kær frænka mín, Hall- dóra Gunnarsdóttir, borin til hinstu hvílu í Gautaborg. Einstök öðlingskona er horfin á braut og stórt skarð er höggvið í fjöl- skyldu hennar. Á þessari stundu hvarflar hugurinn til bernsku- og æskuáranna. Halldóra ólst upp á Akureyri ásamt systkinum sínum, Önnu Lísu, Gunnari og Helgu. Það var alltaf tilhlökkunar- efni, þegar von var á fjölskyldunni að norðan til Reykjavíkur. Henni fylgdi hressandi norðlenskur blær. Systurnar, mæður okkar, voru nán- ar, við börnin á líkum aldri og ætt- arböndin sterk. Það var spilað, leikið og spjallað og fremst í flokki var Hall- dóra, full af orku og lífsgleði. Árin liðu, við börnin uxum úr grasi en héldum þó alltaf sambandi. Hall- dóra og Bjarni settust að í Svíþjóð með börnum sínum þremur, Eddu, Friðriki og Arngrími og hafa þau lengst af búið í Gautaborg. Þar hefur Bjarni unnið sem barnageðlæknir um langt árabil. Halldóra lauk námi í sál- fræði eftir að þau fluttu utan. Auk starfa hjá hinu opinbera ráku þau eigin meðferðarstofu í Gautaborg. Halldóra og Bjarni voru mjög sam- stillt hjón svo erfitt er að nefna annað þeirra nema hins sé getið líka. Fal- legt heimili þeirra í Gautaborg bar vott um listfengi og smekkvísi. Þar gaf að líta fagra gripi frá ýmsum heimshornum í bland við íslensk verk. Gestrisni þeirra var rómuð og öllum tekið með ljúfmennsku og hlýju. Þau nutu þess mjög að ferðast, komu oft til Íslands en fóru líka víða um heim og kynntu sér menningu framandi þjóða. Ég minnist ferða með þeim hjón- um og Helgu, systur Halldóru, um töfraheim Ítalíu og til Suður-Afríku til Önnu Lísu og Péturs manns henn- ar. Menning, listir og saga skipuðu veglegan sess í ferðum þessum en einnig að gleðjast saman og njóta augnabliksins. Fyrir nokkrum árum fór að bera á heilsubresti hjá Halldóru. Veikindi hennar ágerðust og kraftarnir dvín- uðu smátt og smátt þar til ekki varð lengur við ráðið og yfir lauk. Blessuð sé minning hennar. Bjarna og frændfólki mínu í Sví- þjóð sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Megi björt minning um Halldóru vera huggun í sorg ykkar. Ásta Anna Vigbergsdóttir. Í dag kveðjum við kærleiksríka konu. Konu sem gaf okkur styrk og stuðning þegar eitthvað bjátaði á. Hún hlúði að þeim sem sóttu hana að og hlustaði með ró og spekt á það sem henni var sagt. Hún var ráðgefandi og íbyggin þegar kom að svörum og sá oft leiðir sem aðrir ekki sáu. Halldóra Gunnarsdóttir, móður- systir mín, var einlæg, hlý og gjafmild. Hún var staðföst og trú sinni sannfær- ingu og alltaf til í að hlusta. Það sýndi hún í verki með nærgætni. Ég dvaldi oft hjá þeim heiðurshjón- um, Halldóru og Bjarna, þegar ég var yngri. Þá var farið í ferðalög, göngu- túra eða siglingar. Arngrímur og Friðrik tóku mér sem bróður. Edda sem stóra systir okkar allra. Minning- ar af þeim ferðalögum eru stór hluti af æskuminningum mínum og hugsa ég oft hlýlega til þeirra tíma. Það verður undarlegt að kveðja í síðasta sinn. Ég kveð með söknuði kæra frænku og þakka henni hlýjan hug til mín og fjölskyldu minnar. Væntumþykja hennar var einlæg og góð ráð voru alltaf vel þegin. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. (Einar Ben.) Elsku Bjarni, Edda, Friðrik og Arngrímur, ég votta ykkur mína sam- úð. Megi minning Halldóru lifa í hjört- um okkar. Kristján Þór Árnason og fjölskylda. Góð vinkona okkar, Halldóra Gunn- arsdóttir, er fallin frá. Við Freyjur, fé- lagsskapur nokkurra íslenskra kvenna í Gautaborg, áttum því láni að fagna að hafa Halldóru í okkar hópi. Þau tuttugu og fimm ár sem við höfum haldið saman hefur Halldóra sett sterkan svip á samveru okkar og verið mikill gleðigjafi. Hún tók af einlægni þátt í gleði og sorgum okkar allra. Ógleymanlegar eru allar fyndnu og mannbætandi frásagnir Halldóru af ferðalögum þeirra Bjarna – stóru ást- arinnar og lífsförunautar hennar. Halldóra hafði nefnilega einstaka til- hneigingu til að lenda alltaf í óvænt- um og spaugilegum ævintýrum, enda borin áfram af brennandi áhuga á líf- inu og tilverunni allri. Þau hjónin ferðuðust oft til framandi landa, jafn- vel eftir að heilsu Halldóru fór að hraka. Frumskógar Súmötru og pýramídar Egyptalands voru meðal annars kannaðir. Halldóra og Bjarni voru gestrisin og góð heim að sækja. Minnisstæð er ítalska veislan sem þau héldu, þar sem matur og vín voru flutt beint frá Ítalíu og endalaust góðgæti borið á borð. Á þennan hátt vildi Halldóra leyfa okkur Freyjum að njóta alls hins besta frá hennar elskuðu Róma- borg, en þar dvöldu þau Bjarni lang- tímum á sumrin. Þau voru sannkall- aðir lífskúnstnerar, sem áttu spennandi líf saman. Halldóra og Bjarni eignuðust þrjú börn og stóran hóp afkomenda sem hún fylgdist með af lífi og sál. Við njótum þess að Edda, dóttir þeirra, er ein af Freyj- unum. Halldóra var einstaklega hispurs- laus og án fordóma. Það hefur án efa nýst henni vel í farsælu starfi hennar sem sálfræðingur en hún var sér- fræðingur í klínískri sálarfræði og fjölskyldumeðferð. Hún var frum- kvöðull í að færa sálfræðiþjónustu inn á heilsugæslustöðvar í Gauta- borg. Okkar líflegu, hláturmildu og lit- ríku vinkonu, Halldóru, er sárt sakn- að. Við sendum Bjarna, Eddu, Friðriki og Arngrími og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Aldís Einarsdóttir, Auður Guð- jónsdóttir, Hanna Níelsdóttir, Hrafnhildur Soffía Guðbjörns- dóttir, Jakobína Grétarsdóttir, Kristín Gústavsdóttir, Sigríður Gröndal, Sólveig Óskarsdóttir, Vigdís Hansdóttir, Yrsa Sverr- isdóttir, Þórunn Guðmunds- dóttir, Þórdís Katrín Þorsteins- dóttir. Halldóra Gunnarsdóttir ✝ Ásrún GuðríðurHéðinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. janúar 1969. Hún lést á Skógarbæ í Reykjavík laugardag- inn 11. september 2010. Foreldrar hennar eru Héðinn Hjart- arson f. 20. júlí 1928 og Hrefna Margrét Hallgrímsdóttir f. 24. apríl 1934, d. 17. júlí 1992. Systkini Ás- rúnar eru Margrét Héðinsdóttir f. 17. ágúst 1960. Hall- dóra Jónsdóttir, sammæðra, f. 18. febrúar 1956 og Símon Jónsson f. 26. mars 1953. Ásrún ólst upp hjá foreldrum og systrum í Reykjavík. 21 árs flutti hún á sambýlið Grundarlandi 17. Þar bjó hún í 9 ár, um skamman tíma bjó hún á sambýlinu Fannafold 178, þaðan flutti hún á sambýlið Jöklaseli 2 þegar það var tekið í notkun. Vegna veikinda var Ásrún flutt á hjúkr- unarheimilið Skóg- arbæ fyrir rúmu ári síðan, þar sem hún lést. Á barnsaldri sótti Ásrún dagþjónustu í Lyngási og síðar Lækjarási. Þar átti hún marga vini. Við aðstandendur Ásrúnar þökkum öllu því frábæra fólki sem annaðist hana í gegnum tíðina. Útför Ásrúnar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 17. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku, elsku litla systir, nú ertu farin frá okkur. Ég veit að ég á að finna fyrir létti nú þegar þrautum þínum er lokið. En ósköp er þetta erfitt. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á hvernig sjúkdómurinn fór með þig, sérstaklega síðustu vikur. Þú hefur ekkert skilið í því hvað væri að ger- ast með líkama þinn. Þú gast ekki lengur hreyft þig, áttir erfitt með að borða sem var ein þín uppáhaldsiðja, þú varst hætt að tjá þig með þeim fáu orðum sem þú kunnir, varst hætt að segja bæ og svo fór þitt skínandi bros. Ég sá hvað það var erfitt fyrir þig þegar þú þurftir að fara nota hjólastól. Þú grést og kall- aðir á mömmu. Elsku systir, það var erfitt. Nú ertu komin til mömmu og líður betur og getur aftur farið að ganga um allt. Ég var 13 ára þegar þú fæddist. Við vissum ekki betur en að þú vær- ir hraust og heilbrigð stúlka, en þeg- ar talið kom ekki hjá þér vissum við að eitthvað var að. Þriggja ára greindist þú með þroskahömlun og seinna með einhverfu. Þú varst svo fallegt barn að engan gat grunað að eitthvað væri að. Tveggja ára varstu komin með hár niður á axlir og vakt- ir athygli hvar sem þú fórst. Ég var svo stolt af þér. Þú varst litla systir og um leið og ég fór að vinna í fiski á unglingsárunum eyddi ég megninu af laununum í föt á þig. Þú varst ljós mitt og yndi, þú varst litla systir. Þegar ég eignaðist fjölskyldu flutti ég vestur á Flateyri og hitti þig sjaldnar þau ár sem ég bjó þar. Eftir að mamma dó var Magga syst- ir okkar óþrjótandi dugleg að sinna þér ásamt pabba sem fór daglega að heimsækja þig. Það verður mikið tómarúm hjá honum nú þegar þú ert farin. Elsku Ásrún, þakka þér fyrir allt og hvíl í friði, dúllan mín. Þín systir Halldóra. Mig langar með örfáum orðum að minnast kærrar vinkonu með þakk- læti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þrátt fyrir fötlun þína og áhrifin sem hún hafði á líf þitt varstu litrík- ur persónuleiki, ákveðin og vissir hvað þú vildir. Þú hafðir gaman af lífinu og heillaðir alla í kringum þig með smitandi hlátri og undurfallegu brúnu augunum þínum. Þannig man ég þig, elsku Ásrún, og ég vil þakka þér samfylgdina og allar góðu stund- irnar. Þín verður sárt saknað en ég trúi því að þú sért hvíldinni fegin, þér líði loksins vel og sért aftur farin að hlaupa um og hlæja. Ég sendi Héðni föður þínum inni- legar samúðarkveðjur. Hann var stoð þín og stytta og missir hans er mikill. Einnig votta ég systrum þín- um og öðrum aðstandendum samúð. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Fyrir hönd okkar allra í Jöklaseli, Margrét Steiney Guðnadóttir. Ásrún Guðríður Héðinsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns og föður, NORMAN JOHN EATOUGH, Boca Raton, Flórída, Bandaríkjunum. Svava Þórisdóttir Eatough, Kathleen Eatough. ✝ KRISTÓFER BALDUR PÁLMASON fv. dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, Vesturbrún 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15.00. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem hafið auðsýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar yndislegu móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÚNAR B. ÓLAFSDÓTTUR, Árskógum 8 og minnst hennar af hlýju og vinsemd. Dóra Sigrún Hilmarsdóttir, Helgi Pétursson, Ólöf Heiða Hilmarsdóttir, Sigursteinn Jósefsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.