Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 1

Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  223. tölublað  98. árgangur  NORÐMENN ERU FELMTRI SLEGNIR FLATSKJÁIRNIR TAKA STÖÐUGT FRAMFÖRUM LEITAÐ AÐ NÝJUM ANDLITUM OG FERSKU ÚTLITI TÖLVUR OG TÆKNI 8 SÍÐUR FYRIRSÆTUKEPPNI 10HARMLEIKUR Í ÓSLÓ 19 Átakið Labbað í leikskólann er hafið. Því er beint til foreldra að ganga eða hjóla með börnum sínum til og frá leikskóla. Þessi þróttmiklu börn láta ekki sitt eftir liggja. Hjólað í haustblíðunni Morgunblaðið/Golli Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að boðað hafi verið til fundar í stjórnarráðinu með formönnum allra flokka eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að verðtrygging lána með bindingu við erlenda gjaldmiðla væri óheimil. „Í kjölfar dómsins kom nefnd um fjármálalegan stöðugleika saman og mat það svo að vissar líkur væru á því að íslenska bankakerfið myndi hrynja að nýju,“ segir Bjarni. „Alvarleiki málsins draup af andlitum embættis- manna og ráðherra.“ Ríkisstjórnin hafi verið algjörlega óundirbúin. Bjarni segir að þetta tilvik sé sam- bærilegt við það sem tillaga um ákær- ur gegn fyrrverandi ráðherrum bygg- ist á. Ef gæta ætti ýtrustu sanngirni, jafnræðis og því fordæmi væri fylgt sem nú er í uppsiglingu væri rétt að leggja fram ákæru á hendur Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfús- syni og Gylfa Magnússyni. Í greininni kemur andstaða Bjarna við ákærur af þessu tagi skýrt fram. »21 „Alvarleiki málsins draup af andlitum“  Óviðbúin fyrri gengisdómi Hæstaréttar Bjarni Benediktsson  Fram- leiðslugeta ál- vers Alcan í Straumsvík verð- ur aukin um 20% á næstu fjórum árum. Álverið verður ekki stækkað, en þess í stað verður búnaður sem þegar er fyrir hendi uppfærður með það fyrir augum að hann geti nýtt aukinn rafstraum við álframleiðsluna. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í árslok 2012 og straumurinn verði smátt og smátt aukinn í kjölfarið þar til full- um afköstum verður náð, um mitt ár 2014. Framleiðslugetan verður þá 228 þúsund tonn, en er í dag 189 þúsund tonn. Öll leyfi liggja fyrir. Landsvirkjun tryggði sér nýlega lánsfjármagn í skuldabréfaútboði, á 6,5% vöxtum. Forstjóri Landsvirkj- unar segir þau kjör ásættanleg mið- að við aðstæður. »6 Öll leyfi komin í hús Hagvöxtur á næsta ári verður að- eins um 0,5 prósent, ef spá grein- ingardeildar Arion banka rætist. Spáin verður kynnt í dag. Spá greiningardeildar Arion banka er því mun svartsýnni en spár fjármálaráðuneytis og Seðla- banka. Í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði 2,4 pró- sent og fjármálaráðuneytið spáði því svo haustið 2009 að hagvöxtur árið 2011 yrði 2,8 prósent og það ár yrðu umskipti í atvinnulífinu. Bæði spá fjármálaráðuneytis og Seðlabanka gera ráð fyrir mun meiri stóriðjuframkvæmdum á næsta ári en gert er í spá Arion, en á spá bankans er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum í Helguvík. »18 Svartsýnisspá um hagvöxt  Þingmenn Samfylkingarinnar standa frammi fyrir mjög erfiðu vali þegar atkvæði verða greidd um hvort höfða eigi mál á hendur fyrr- verandi ráðherrum. Talið er að fyrst verði borin upp tillaga um að ákæra Geir H. Haarde og síðan um að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Samþykki Samfylkingin ákæru á hendur Geir hafa sjálf- stæðismenn í hendi sér hver niður- staðan verður þegar atkvæði verða greidd um ákæru á hendur Ingi- björgu Sólrúnu. Ef sjálfstæðismenn sitja hjá duga atkvæði Samfylking- arinnar skammt til þess að hindra að Ingibjörg verði ákærð. »4 Morgunblaðið/Golli Alvara Erfið atkvæðagreiðsla framundan. Samfylkingin á völina og kvölina Raðir af fólki sem bíður eftir að fá út- hlutaðan mat og helstu nauðsynjar frá hjálparstofnunum samræmast ekki hugmyndinni um norrænt vel- ferðarkerfi, enda þekkist það hvergi annars staðar á Norðurlöndum. Matarúthlutanir eru ekki nýjar af nálinni á Íslandi en þó ekki eins rót- grónar og margir telja. Harpa Njáls félagsfræðingur seg- ir að yfirvöld hafi búið vandamálið til á 10. áratugnum. Kreppan hafi því bæst ofan á félagslegan vanda sem þegar var til staðar og margfaldað hann. Fátækt þekkist ekki síður annars staðar á Norðurlöndum en á Íslandi en þar þykja matarúthlutanir samt sem áður fráleitar enda er þar mun lengri reynsla af opinberri sam- félagsþjónustu, að sögn Láru Björnsdóttur, formanns Velferðar- vaktarinnar. Hún segir viðhorf til matargjafa menningarbundin, t.a.m. séu útlendingar víða vanir því að kaþólska kirkjan útdeili ölmusu. Þess misskilnings hefur enda gætt meðal útlendinga á Íslandi að matar- úthlutanir séu hluti af opinberri vel- ferðarþjónustu. Lára og Harpa eru sammála um að afar slæmt sé ef það viðhorf sé að skjóta rótum á Íslandi að matarúthlutun hjálparstofnana sé eðlilegur hluti samfélagsins. »14 Matargjafirnar eins- dæmi á Norðurlöndum  Telja að úthlutanir séu opinber þjónusta Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Hæstiréttur lagði í gær fyrir héraðs- dómara að taka mál um meint brot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristín- ar Jóhannesdóttur, Tryggva Jónsson- ar og félagsins Gaums til efnismeð- ferðar. Málinu var áður vísað frá héraðs- dómi að hluta á þeim grundvelli að nú þegar hefðu ákærðu mátt þola refs- ingu í formi skattaálags fyrir þau brot sem þau voru ákærð fyrir. Fyrir Hæstarétti héldu þau fram að ef refs- ing yrði ákvörðuð í annað sinn mætti líta á það sem brot gegn samningsvið- auka við mannréttindasáttmála Evr- ópu en þar segir að enginn skuli sæta lögsókn né refsingu fyrir brot sem hann hefur þegar verið sakfelldur fyr- ir. Hæstiréttur benti á að hér á landi er byggt á því að heimilt sé að haga stjórnkerfi skattamála með þeim hætti að fjallað sé um beitingu álags og ákvörðun refsingar í hvoru máli um sig þótt þau geti átt rót sína að rekja til sömu eða samofinna atvika. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að byggt væri á meginreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar og því þyrfti að liggja skýrt fyrir að íslensk lög færu í bága við sáttmálann með dómi Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, segir niður- stöðu Hæstaréttar skynsamlega. „Það á ekkert að vera að hlaupa eftir þessu fyrr en það er búið að fjalla um ná- kvæmlega sömu gjöld fyrir Mann- réttindadómstóli Evrópu. Þetta er ekkert ósvipað öðrum túlkunum Hæstaréttar á mannréttindasáttmál- anum. Þeir hafa ekkert verið að breyta framkvæmd sinni án þess að hafa skýr fordæmi Mannréttinda- dómstólsins.“ Skattamál brýtur ekki mannréttindi  Hæstiréttur leggur fyrir héraðsdóm að taka fyrir skattamál eigenda Gaums Morgunblaðið/Kristinn Gaumur Málið til efnismeðferðar Mál Gaums » Ákærðu sögðust nú þegar hafa hlotið refsingu fyrir brotið í formi skattaálags og því væri óheimilt að dæma aðra refs- ingu í málinu. » Hæstiréttur vísaði málinu til efnismeðferðar á grundvelli þess að slíkt fyrirkomulag er heimilt á Íslandi. » Saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar skynsamlega. MDæmi í skattamáli Gaums »14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.