Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 5

Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 5
FRÉTTIR 5Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Bókanir í ævintýraferð Mogga- klúbbsins til Kína hafa gengið vel en þeim lýkur í dag. Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra Íslendinga í Kína, verður fararstjóri en ferðin er skipulögð af Guðna Þórðarsyni, oft kenndum við Sunnu. Guðni segir Ólaf þekkja land og þjóð vel í Kína. „Innifalið er allt sem fólk þarf fyr- ir sjálft sig. Þ.e.a.s. morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. Morgunverðirnir eru á hótelunum en hádegisverðirnir eru hingað og þangað eftir því hvar fólk er statt en alltaf verður farið á ekta kínverska veitingastaði. Einn kvöldverðurinn er svo mikil veisla á frægasta pek- ing-andar-veitingastað í Peking,“ segir Guðni. Þá er hópnum boðið á lokahátíð heimssýningarinnar sem nú fer fram í Kína. „Fólk fær tækifæri til að skoða sýninguna um daginn en svo er hátíð um kvöldið. Þá verður mikið um dýrðir en Kínverjarnir segjast þá ætla að koma með mestu flug- eldasýningu sem sést hafi. Þeir eru frægir fyrir það.“ Sendiherra gerist fararstjóri í Kína Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, átti í gær fund með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en áður höfðu þeir báðir flutt ræðu á alþjóðaþingi um norðurslóðir sem haldið er í Moskvu. Í tilkynningu frá forsetaembætt- inu segir að Pútín hafi á fundinum lýst áhuga rússneskra orkufyr- irtækja á því að kanna möguleika Drekasvæðisins. Einnig væri brýnt að hefjast nú þegar handa um gerð áætlana og reglna varðandi ferðir skipalesta sem myndu fara um hinar nýju norðurleiðir á komandi árum og áratugum. Byggja þyrfti hafnir, skipuleggja svæði fyrir gáma- geymslur og þróa samgöngu- miðstöðvar sem þjónað gætu þessari nýju vídd í heimsviðskiptunum. Þar skiptu lega Íslands og Rússlands höfuðmáli. Þá sagði Pútín að rússneskum stjórnvöldum hefði verið kappsmál að styðja Ísland á tímum fjár- málakreppunnar og slíkur stuðn- ingur væri hluti af erindisbréfi Rússa innan Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Forseti Íslands benti m.a. á að þróun alþjóðlegra samtaka sem og rannsóknarsamstarf á norðurslóðum hefðu fært íbúunum ný tækifæri til áhrifa. Þá ræddi hann um sameig- inlega arfleifð landanna tveggja. Ólafur og Pútín á norð- urslóðum Reuters Leiðtogar Ólafur Ragnar og Pútín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tvítugan karlmann í sjö mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundið, fyrir fjölda brota, þar á meðal að hafa hrækt á lögreglumann, hótað honum og öðrum lögreglumönnum lífláti og að skera börn þeirra á háls. Annar tvítugur maður var dæmd- ur í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta þremur lögreglumönn- um lífláti við sama tækifæri. Sá sem þyngri dóminn hlaut var einnig dæmdur fyrir að vera með samtals 10,32 grömm af amfetamíni og 6,39 grömm af kannabisefnum í fórum sínum en hann var að auki sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka bíl ítrekað undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann dæmdur til að greiða um 1,2 milljónir króna í máls- kostnað. Hótaði að deyða börn lögreglumanns Fjögur ungmenni hafa játað að hafa farið til Krýsuvíkur á nýárs- dagskvöld síðasta í þeim eina til- gangi að kveikja í gömlu kirkjunni þar. Þetta kemur fram á bloggvef Þórhalls Heimissonar, sókn- arprests í Hafnarfirði. Bætir Þór- hallur því við að lögreglan muni skýra nánar frá því sem gerðist inn- an tíðar. Kveikt var í kirkjunni 2. janúar sl. Hún var byggð árið 1857, fyrir 153 árum, og endurbyggð og endurvígð árið 1964. Kveiktu í kirkjunni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Saga Kirkjan var notuð sem íbúðarhús 1917-1929 en var þá aftur helguð. LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Lausnir fyrir heimili Landsbankinn ætlar sér stóran hlut í uppbyggingu íslensks efnahagslífs og mun þjónusta einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluvanda af enn meiri krafti en áður. Bankinn setti nýverið á stofn Ráðgjafastofu einstaklinga sem sinnir þjónustu við þá sem standa frammi fyrir greiðsluerfiðleikum. Úrræði Landsbankans til að takast á við greiðsluvanda einstaklinga eru fjölmörg, t.d.: E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 0 2 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . ENDURÚTREIKNINGUR ERLENDRA FASTEIGNALÁNA Einstaklingar með fasteignalán í erlendri mynt geta nú óskað eftir endurútreikningi lána sinna. Lánin verða endurreiknuð miðað við verðtryggða eða óverðtryggða vexti sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum nýrra almennra útlána hjá lánastofnunum. Úrræðið verður í boði um leið og endurútreikningi lána er lokið. Þeirri vinnu verður hraðað eins og hægt er. 5000 KR. AF HVERRI MILLJÓN Á MÁNUÐI Einstaklingar með fasteignalán í erlendri mynt eiga kost á að greiða 5000 kr. af hverri milljón af upprunalegum höfuðstól lánsins þar til endurútreikningur liggur fyrir. Greiðsla af láni sem var upphaflega 10 milljónir króna verður 50.000 krónur á mánuði. 25% HÖFUÐSTÓLSLÆKKUN LÁNA Viðskiptavinir með lán í erlendri mynt eiga kost á að sækja um 25% höfuðstólslækkun gegn því að lánunum sé breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum. 110% AÐLÖGUN ÍBÚÐALÁNA Einstaklingar með íbúðalán hjá Landsbankanum, hvort sem er í erlendri mynt eða íslenskum krónum, geta sótt um að lánið sé fært niður í 110% veðhlutfall af markaðsvirði eignar. Eftirstöðvar áhvílandi láns, umfram 110% af markaðsvirði íbúðarhúsnæðis, eru felldar niður. Lausnirnar eru háðar nánari skilmálum. Viðskiptavinir sem nýta sér úrræði bankans fyrirgera ekki rétti sínum leiði dómar eða lagasetning til betri niðurstöðu. Hafið samband við þjónustufulltrúa í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér um land allt. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.