Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 10
N æstkomandi sunnudag kl. 20 verður Elite Model Look keppnin 2010 haldin á Grand hóteli en nokkur ár eru liðin frá því að slík keppni var síðast haldin hér á landi. Nýir aðilar standa nú að opnun skrifstofu Elite á Íslandi sem mun hefja formlega starfsemi sama dag og keppnin fer fram. Ingibjörg Finnbogadóttir framkvæmdastjóri skrifstofunnar varð fyrir svörum um endurkomu Elite. – Hverjir eru það sem standa að Elite á Íslandi að þessu sinni? „Þetta kom þannig til að Jón Ólafsson athafnamaður og Bernard Hennet hjá Elite í París eru félagar og það barst í tal hjá þeim í vor að stofna aftur skrifstofu hér á Íslandi eftir öll þessi ár. Í framhaldi af því ákváðu þeir að stökkva á þetta og Jón fékk mig og Tinnu Aðalbjörns- dóttur með sér.“ Að sögn Ingibjargar verður skrif- stofan bæði með karlkyns og kven- kyns módel á sínum snærum og mun einnig leita að hæfileikaríku fólki fyr- ir auglýsingar og kvikmyndir. Leita að fersku útliti Ingibjörg segir Elite keppnina verða mjög flotta, enda koma að henni ótal styrktaraðilar og stór nöfn í umboðsheiminum úti eru væntanleg til landsins til að sitja í dómnefnd; þær Michaela Quesada, fulltrúi Elite í París, og Barbara Pfister „casting director“ frá New York. Auk þeirra sitja í dómnefndinni Helgi Már Björgvinsson, sölu- og markaðsstjóri Icelandair, Baldur Kristjánsson ljós- myndari og Ellen Loftsdóttir stílisti. Stelpurnar eru á aldrinum 16-20 ára og mun sigurvegarinn keppa í lokakeppninni Elite Model Look World í næsta mánuði. „Við auglýstum eftir stelpum í keppnina í lok ágúst og þátttakan var mjög fín. Við ákváðum samt að hafa stelpurnar ekki of margar til að byrja með og völdum átta til þátt- töku en venjulega keppa í kringum 15 stelpur í svona keppni. Sigurveg- arinn verður síðan fulltrúi okkar í Kína núna í október þar sem ein stúlka verður valin sigurvegari úr hópi stúlkna alls staðar að úr heim- inum.“ – Og hverju eruð þið að leita að? „Við erum að leita að nýjum andlit- um, fersku „lúkki“; því sem er að gerast í tískuheiminum í dag. Stelp- urnar þurfa náttúrlega að vera flott- ar, öruggar, hafa aðlaðandi persónu- leika og myndast vel.“ holmfridur@mbl.is Elite-módelkeppnin haldin á ný Elite Iceland skrifstofan verður opnuð formlega sunnudaginn 26. september næstkomandi með keppninni Elite Model Look 2010 á Grand Hótel. Keppendur Frá vinstri: Harpa Hilmarsdóttir, Thelma Haraldsdóttir, Anna Jia, Edda Óskarsdóttir, Helga Gabríela Sigurðardóttir, Áslaug Björnsdóttir, Eydís Evendsen, Andrea Röfn Jónasdóttir. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Linda Hallberg er ungur sænskur förðunarfræðingur sem heldur úti þessari frábæru bloggsíðu um förð- un, hár, húð og neglur. Linda er aug- ljóslega mjög fær í sínu fagi og hún er með flottar hugmyndir. Þarna er hægt að fá allskonar leið- beiningar um förðun og mjög góðar og margar myndir fylgja með sem sýna vel hvernig á að gera. Eins er hægt að sjá hvernig á til dæmis að flétta eða greiða hár á ákveðinn hátt. Svo er líka sýnt hvern- ig á að setja munstur á neglur og svona mætti lengi telja. Þeir sem ekki skilja mikið í sænsku ættu ekki að láta það stoppa sig í því að njóta alls sem þarna er í boði, því myndirnar tala agjörlega sínu máli, hvort sem verið er að kenna eitthvað eða sýna af öðrum ástæðum. Til dæmis gefa myndirnar frá hrekkja- vökunni góðar hugmyndir um bæði klæði og förðun í tilefni þess dags en hann er ekki svo langt undan. Linda prófar líka allskonar hluti (Linda testar), tékkar á nýjustu ilm- vötnunum, kinnalitunum eða hverju öðru sem hana langar að prófa. Hún er líka með „tips og trix“ og gefur ráð um hvernig sé best að finna besta grunnfarðann fyrir haustið. Vefsíðan www.blogg.veckorevyn.com/lindas-sminkblogg/ Frumleg Nýjasta færslan hennar Lindu sýnir m.a þessa flippuðu förðun. Allt um förðun, hár, húð, neglur Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Árlegt Októberfest Stúd-entaráðs Háskóla Íslandsfer fram um helgina á lóðfyrir framan aðalbyggingu skólans. „Októberfest var fyrst haldið ár- ið 2003 þegar þýskunemar héldu litla hátíð. Þetta hefur aðeins stækkað síð- an og er nú komið í þriggja daga hátíð sem fer fram í þremur tjöldum,“ segir Ósk Gunnarsdóttir stúdentaráðsliði og einn skipuleggjenda Októberfest. Stúdentaráð vinnur að hátíðinni í samvinnu við AM-Events sem kemur nú að undirbúningnum í þriðja sinn. Októberfest byrjaði í gærkvöldi með Ring-rokk-festivali þar sem níu hljómsveitir stigu á svið. Í kvöld er hið hefðbundna Októberfest og segir Ósk mikla stemningu í skólanum fyr- ir kvöldinu. „Háskólanemendur mæta í tjaldið kl. 19, margir beint úr vís- indaferð, og þá byrja herlegheitin. Það verður búningakeppni þar sem flottasti búningurinn fær verðlaun, einnig verður mottukeppni þar sem flottasta yfirvaraskeggið verður val- ið. Það sést úti í skóla að það eru óvenjumargir með mottur í tímum og misflottar en það er gott að metn- aðurinn er fyrir hendi. Það verður líka lúðrasveit og jóðlari og þýska danshljómsveitin Tanzen, svo erum við með veit- ingatjald sem býður upp á bratwurzt og pretzeln fyrir svanga gesti,“ segir Ósk um kvöldið í kvöld. Hátíðarsvæðið Hér má sjá Ósk Gunnarsdóttir sem situr í Stúdentaráði og skipuleggur Októberfest ásamt Jens Fjalari formanni Stúdentaráðs. Jóðlari og Skítamórall Viðamesta Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands hingað til fer fram um helgina. Þýsk hátíð í kvöld með jóðlara og danshljómsveitinni Tanz- en og ekta íslenskt sveita- ball með Skítamóral annað kvöld. spector var með þetta sem kosn- ingaloforð í vor og svo leitaði hann til okkar í skemmtinefndinni og við gerðum þetta að samstarfsverkefni skemmtinefndar og skólafélags,“ segir Helga en ásamt henni eru í skemmtinefndinni Halldóra Ársæls- dóttir og Unnur Bergmann. Líf og fjör Spurð hvort búið sé að uppfylla mörg kosningaloforð segir Helga að stutt sé liðið á önnina en Einar hafi einnig lofað að ísbíll kæmi stund- um á skólalóðina og það hafi gerst einu sinni það sem af er önn. Helga er í fimmta bekk, á þriðja ári, og segir veturinn leggjast vel í sig enda mun hún, ásamt fleirum, sjá um að halda uppi fjörinu í skól- anum. Hún segir hlutverk skemmti- nefndarinnar vera að sjá um alls- konar viðburði innan skólans í vetur eins og markaðinn og að hafa líf og fjör í matarhléum annað slag- ið. „Okkar aðalverkefni er að sjá um söngkeppnina sem verður haldin í janúar, sem er undankeppni MR fyr- ir Söngkeppni framhaldsskólanna,“ segir Helga. Skólaport verður opið á morgun, laugardag, milli kl. 14 og 17 og eru allir velkomnir á markaðinn. Hann er staðsettur í Casa nova sem er port á bak við aðalbyggingu Menntaskólans í Reykjavík. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nemendur Menntaskólans í Reykja- vík halda markað á morgun sem þeir kalla Skólaport. „Þetta er svona markaður eins og Kolaportið og af því drögum við nafnið. Nemendur og kennarar skólans geta leigt borð og selt allt milli himins og jarðar,“ segir Helga Björnsdóttir, nemandi við MR og einn skipuleggjenda Skólaportsins. „Það verður margt í boði, t.d. verð- ur ein stelpa að selja skartgripi sem hún gerir sjálf, einn stelpuhóp- ur verður með sölubás þar sem all- ur ágóðinn rennur til góðgerð- armála og svo verða einhverjir með kökubasar og heitt kakó. Aðrir eru að tæma úr geymslum og fataskáp- um, t.d. ætla nokkrar stelpur að selja föt og skó og ég veit um einn strák sem ætlar að selja sjónvarp. Það er búið að panta um tuttugu bása. Í þeim hópi er einn bekkur með heilan bás,“ segir Helga. Fleira verður á boðstólum því nemendur ætla að reka kaffihús í kaffiteríu skólans, Cösu, þar sem tónelskir MR-ingar munu líka stíga á svið. „Nemendur sem spila á hljóðfæri skiptast á að halda uppi stemning- unni,“ segir Helga. Þetta er í fyrsta skipti sem haldinn er slíkur markaður í MR. „Einar Lövdahl sem er núna in- MR-ingar selja notað og nýtt í Skólaporti á morgun Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólaport Helga Björnsdóttir, Unnur Bergmann, Einar Lövdahl og Halldóra Ár- sælsdóttir skipuleggja markaðinn sem fer fram á morgun í porti skólans. Markaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.