Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 16

Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er ekki sjálfgefið að árangur ná- ist í hverri einustu tilraun þegar tækjum og tólum er sökkt niður á hafsbotn og reynt að ná sýnum af þúsund metra dýpi. Slíkar rann- sóknir Íslendinga og Norðmanna á Drekasvæðinu nýlega gengu hins vegar eins og best varð á kosið. Þrjá- tíu sýni náðust og mest var fagnað þegar upp af botninum kom fimm metra langur kjarni. Úr þessum sýnum verður lesið á næstu vikum í þeirri von að olía og gas finnist á Drekasvæðinu. Orkustofnun annast þessar rann- sóknir á Drekanum og var Hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson leigt í 30 daga leiðangur, sem lauk fyrir tíu dögum. Samstarf var haft við Norð- menn í leiðangrinum og voru níu sýnanna tekin fyrir þá Noregsmegin við markalínuna. Auk þess var hafs- botninn á norska svæðinu kortlagð- ur og stýrði Guðrún Helgadóttir þeim hluta verkefnisins. Botninn á íslenska hlutanum var kortlagður fyrir tveimur árum, alls um 10 þús- und ferkílómetrar. Finnum gas með þessum hætti „Við vorum fyrst og fremst að leita eftir ummerkjum um kolvetni á svæðinu,“ segir Guðni A. Jóhannes- son, orkumálastjóri. „Ef þarna undir eru olíu- og gaslindir má reikna með að eitthvað af gasi komi upp í gegn- um jarðskorpuna, þó það kunni að vera lítið þá finnum við það með þessum hætti.“ Hann segir að sýna- takan hafi gengið mjög vel og búið sé að senda sýnin til greiningar í rannsóknastofu í Noregi. Niðurstöð- ur fáist væntanlega í lok október. Guðni segir að eftir fyrstu útboðs- umferðina meðal olíufyrirtækja hafi þau sjónarmið komið fram af hálfu fyrirtækjanna að nánari upplýsingar skorti um ummerki um kolvetni, þ.e. gas og olíu, í botnsetinu. Fyrirtækin færu ekki inn í svona verkefni nema þau hefðu vissu fyrir því að gasteg- undir væri að finna í setinu. Því hefði verið farið í þessar rannsóknir núna. Um samstarfið við Norðmenn sagði Guðni að á þessum vettvangi væri mikið samstarf milli landanna og með því að rannsaka Drekasvæð- ið sem eina heild fengjust heillegri og betri upplýsingar. Norðmenn hefðu greitt fyrir upplýsingar sem þeir fengu úr leiðangrinum. Fimm metra í frjálsu falli Sýnatakan fer þannig fram að vír er slakað frá skipinu og á hann er hlaðið lóðum þannig að þyngdin er um hálft tonn. Neðst á vírnum er rör og síðustu fimm metrana fellur farg- ið í frjálsu falli og sekkur rörið í set- ið, sem er yfirleitt mjúkt. Á stöku stað var botninn harður og það skil- aði sér í bognum rörum og lélegum kjarna. Minnst var dýpið um 860 metrar og mest var það um 2050 metrar. Flestir kjarnarnir sem náðust voru um og yfir tveir metrar og mest tæplega fimm metrar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvort ekki var fagnað þegar það sýni náðist,“ segir Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orku- stofnun og leiðangursstjóri við sýna- tökuna. Rannsóknastofa í Noregi hefur nú fengið sýnin til greiningar, en tækni- maður frá því fyrirtæki var með í leiðangrinum til að aðstoða við sýna- tökuna og til að tryggja sem mest gæði. Við sýnatökuna er reynt að finna staði þar sem líkur eru taldar mestar út frá misgengi í jarðlögum og ummerkjum á botni. Ekki ótvíræð merki Spurður hvort leiðangursmenn hafi orðið varir við ótvíræð merki um gas á svæðinu segir Þórarinn að svo hafi ekki verið. „Hins vegar sáum við vísbendingar um gas-hý- dröt, en það er gas bundið í vatns- kristöllum, svipað og ís, en það segir ekkert um hvers konar gas þarna gæti hafa verið um að ræða. Það gæti hafa komið djúpt að neðan, en það gæti líka hafa myndast við nið- urbrot efna ofarlega í setinu á hafs- botninum,“ segir Þórarinn. Drekasýni af hafsbotni í greiningu  Kortlagning og 30 kjarnasýni tekin á 860-2050 metra dýpi á Drekasvæðinu Útboðsferli » Eftir fyrstu útboðsumferð- ina meðal olíufyrirtækja þótti ljóst að nánari upplýsingar vantaði um ummerki um kol- vetni, þ.e. gas og olíu, í botn- setinu. » Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að annað útboð sér- leyfa til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu muni fara fram á tímabilinu 1. ágúst til 1. des. á næsta ári. Vísindi Sædís Ólafsdóttir merkir einn af 30 kjörnum og til hliðar má sjá stæðu af sýnum í fiskikari. Drekasvæðið Á sjó Ívar Bjarnason, háseti á Árna Friðrikssyni, og Kjartan Thors, sem vann sem ráðgjafi fyrir OS í leiðangrinum, taka á móti búnaðinum af hafsbotni. Sýnin gefa væntanlega upplýsingar um hvort olíu og gas er að finna á svæðinu. Ljósmynd/Þórarinn Sveinn Arnarson Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Hvergi í hinu almenna heilbrigðiskerfi eru spurningar um reynslu af heimilisofbeldi hluti af upplýsingum um skjólstæðinga. Það er þannig ekki nema ef fólk segir frá að eigin frumkvæði eða ef eitthvað vekur grunsemdir, sem ofbeldi kemur til umræðu. Þegar kemur að ákveðnum áhættuhópum, fyrst og fremst fíklum, er hins vegar oft spurt. Víða er þó auk- in árvekni gagnvart öðrum þekktum áhættu- hópum s.s. konum af erlendum uppruna. Þetta er m.a. niðurstaða rannsóknar Ing- ólfs V. Gíslasonar, sem beindist að skráningu og skimun heilbrigðisþjónustunnar eftir kyn- bundnu ofbeldi og kynnt var í gær. Einnig var kynnt rannsókn Guðrúnar H. Sederholm sem fjallar um þjónustu félagasamtaka er aðstoða konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er m.a. sú að um helmingur kvenna sem dvaldi í Kvennaathvarfinu fór aftur heim í óbreyttar aðstæður og að fatlaðar, aldraðar og erlendar konur eru afskiptar hvað þjónustu varðar. Tilraun með skimun eftir kynbundnu of- beldi er að hefjast á þremur deildum Land- spítalans. Í rannsókn Ingólfs er lagt til að skimunartilraun verði auk þess gerð á nokkr- um heilsugæslustöðvum og í kjölfarið metið hvort skynsamlegt sé að taka upp allsherjar skimun. Ekki hugað að reykingum fyrr en spurt var reglulega Í rannsókn Ingólfs var rætt við 19 heil- brigðisstarfsmenn af 9 stofnunum. Margir þeirra sögðu ofbeldi afar sjaldan koma upp í samskiptum við skjólstæðinga og því hefði ekki verið talin þörf á að taka upp skimun. En þeir gátu þess einnig að lítið hefði verið hugað að reykingum skjólstæðinga fyrr en farið var að spyrja með reglubundnum hætti. Flestir viðmælendur töldu að nokkuð skorti á þekkingu hjá heilbrigðisstarfsfólki á kynbundnu ofbeldi og er í rannsókn Ingólfs lagt til að fræðsla um eðli og einkenni ofbeldis í nánum samböndum verði hluti af grunnnámi allra starfshópa í heilbrigðiskerfinu. Þá er einnig lagt til að heilbrigðisstarfsfólki verði séð fyrir endurmenntunarnámskeiði á þessu sviði. Þá er ennfremur lagt til að skilgreint verði hvernig taka eigi á málum kvenna komi í ljós að þær búi við eða hafi búið við ofbeldi í sambúð. Vera megi að skynsamlegast sé að ein miðstöð sinni öllum slíkum málum. Óléttan áhættuþáttur Í skýrslu Ingólfs er sérstaklega fjallað um hvort spyrja eigi allar óléttar konur í mæðraeftirliti um reynslu af ofbeldi en könn- un dómsmálaráðuneytisins frá 1996 sýndi að 4,5% þeirra kvenna sem höfðu verið beittar grófu ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka töldu að meðganga þeirra hefði verið ástæða ofbeldisins. Rannsóknir benda til að árlega verði milli 0,5% til 2% kvenna á Íslandi fyrir ofbeldi af hendi maka eða fyrrverandi maka. Ef mið- að er við fjölda íslenskra kvenna 18 ára og eldri árið 2009 þá þýðir þetta að milli 590 og 2360 konur eru beittar slíku ofbeldi á hverju ári. Kvenna sem búa við ofbeldi ekki leitað  Almennt er ekki spurt um reynslu af ofbeldi í heilbrigðiskerfinu  Aukin árvekni gagnvart konum af erlendum uppruna  Talið að á hverju ári séu 590 og 2.360 konur beittar ofbeldi af hálfu maka Ljósmynd/Kristinn Stopp! Fræða þarf heilbrigðisstarfsfólk um einkenni kynbundins ofbeldis. Meginniðurstöður » Ekki eru neinar fastmótaðar leiðir varðandi það hvernig tekið er á þeim til- fellum þar sem kona skýrir frá ofbeldi. » Almennt var ósk um meiri fræðslu á sviðinu, hver væru helstu einkenni, hvernig ætti að spyrja og hvað ætti að gera ef upp kæmi ofbeldisbeiting. Sú fræðsla þyrfti bæði að vera þáttur í grunnnámi heilbrigðisstarfsfólks og einnig yrði boðin endurmenntun. » Oft var nefnt að mikilvægt væri að til staðar væri miðstöð sem gæti komið málum tengdum ofbeldi í réttan farveg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.