Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010
Reuters
Indverji við auglýsingaskilti í Nýju
Delí um Samveldisleikana í októ-
ber. Undirbúningurinn hefur geng-
ið brösuglega og þykir málið vera
hneisa fyrir þjóðina. Myndir af
grútskítugum salernum hafa verið
áberandi á síðum breskra blaða,
nokkrar þjóðir hafa nú frestað för
íþróttafólks þar til góður aðbún-
aður hefur verið tryggður.
Samveldisleikar í hættu
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Norðmenn eru felmtri slegnir vegna fjöl-
skylduharmleiks í einu af úthverfum Óslóar,
Mortensrud, en 41 árs karlmaður virðist hafa
myrt eiginkonu sína og þrjár dætur og síðan
fyrirfarið sér. Ekki er vitað með vissu hvenær
þessi harmleikur varð en síðast sást til fólksins
á þriðjudag. Yngsta barnið var aðeins 14 daga
gamalt. Lögreglan í Ósló segir að ættingjar og
nágrannar verði yfirheyrðir en hugsanlega
muni aldrei fást á skýringar á því sem gerðist,
að því er fram kemur í Aftenposten.
Maðurinn hét Saeid Ahmadzadeh, var
Kúrdi, upprunninn í Íran en dvaldist lengi í
Írak. Hann kom til Noregs 1991 eftir að hafa
flúið frá Írak og hlaut ríkisborgararétt 1999.
Ahmadzadeh var sagður mjög vel látinn, afar
umhyggjusamur faðir en fremur einrænn, ef
marka má nágranna hans og félaga.
Dæturnar „blíðlyndar og fjörugar“
„Allir vissu hver börnin voru en ekki móðirin
eða faðirinn,“ segir einn nágranninn, Muham-
mad Zahid Bhatti, sem segir foreldrana hafa
haldið sig mest innandyra. „Ég spjallaði við
hann einu sinni en hann var mjög fálátur og
svaraði bara því sem ég spurði um, sagði ekk-
ert fleira.“
Ekkert hafi þó bent til þess að nokkuð væri
að á heimilinu. Litlu stúlkurnar, sjö og níu ára,
hafi verið blíðlyndar og fjörugar, allir hafi
þekkt þær, hans eigin börn hafi leikið sér við
þær. „Dóttir mín spurði mig í dag hvenær
stelpurnar kæmu aftur heim,“ sagði Bhatti.
Eiginkonan, sem var 37 ára, var frá Mar-
okkó og með dvalarleyfi í Noregi, börnin voru
öll með norskt ríkisfang. Konan og 14 daga
gömul dóttir hennar fundust látnar í blokk-
aríbúð þeirra í Mortensrud, úthverfi í Ósló, í
fyrradag. Níu ára dóttir konunnar fannst síðan
látin í stöðuvatninu Gjersjøen, skammt sunnan
við Ósló, þegar verið var að leita þar að öldr-
uðum manni sem saknað var.
Leit var þá hafin að Ahmadzadeh og sjö ára
dóttur hjónanna sem einnig var saknað. Fundu
kafarar lík mannsins og stúlkunnar í vatninu
skömmu fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld og
bíll mannsins var skammt frá.
Fjölskylduharmleikur í Ósló
Faðir af Kúrdaættum myrti eiginkonu og börn og drekkti sér síðan
Vel látin fjölskylda úr röðum innflytjenda frá Íran og Marokkó
Scanpix
Sorg Blóm og kertaljós við íbúðarblokkina í Mortensrud í Ósló þar sem fjölskyldan bjó.
„Okkur sem þekktum hann finnst þessi
morð óskiljanleg,“ segir náinn vinur Ah-
madzadeh, Iran Morovati. Erfan Tarin, sem
stundaði ásamt Ahmadzedeh nám í fé-
lagsvísindum við Óslóarháskóla, segir Ah-
madzadeh hafa verið prúðmenni er barist
hafi fyrir mannréttindum í Íran.
Að sögn Verdens Gang var Ahmadzadeh
um tíu ára skeið í skæruliðasveitum kúr-
dískra kommúnista sem höfðu bækistöðv-
ar í Kúrdahéruðum Íraks en störfuðu í Ír-
an. Flugher Saddams Husseins
Íraksforseta réðst á Kúrdabyggðir lands-
ins með eiturgasi 1988 og myrti tugþús-
undir óbreyttra borgara.
Sagður hafa verið
skæruliði í áratug
Gjersjøen-vatn
Mortensrud
SAEID AHMADZADEH
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þótt öll atkvæði hafi verið talin í Sví-
þjóð og stjórnina skorti tvö sæti upp
á þingmeirihluta er enn óljóst hver
niðurstaða kosninganna um sl. helgi
verður. Komið hefur í ljós að mistök
voru gerð, ekki var gengið rétt frá
um 50 utankjörstaðakjörseðlum sem
úrskurðaðir höfðu verið ógildir.
Fulltrúi eins sveitarfélagsins í
Värmlandi skilaði bunka af 50 ógild-
um seðlum til héraðsyfirvalda í
Karlstad en samkvæmt lögum á að
setja slíka seðla í sérstakan, innsigl-
aðan poka með skýringum.
Í Värmlandi vantaði einn stjórn-
arflokkanna, Þjóðarflokkinn, aðeins
sjö atkvæði til að hreppa eitt sæti í
viðbót og líklegt er að flokkurinn
kæri vegna málsins. „Þetta er mjög
óþægilegt,“ sagði Gith Nilsson, sem
hefur umsjón með kosningum fyrir
héraðið. „Sumt af því sem bent var á
að gerði seðlana ógilda heldur vatni
en annað veldur mér áhyggjum. Til
dæmis að umslögin utan um seðlana
hafi ekki verið límd aftur. Ég held að
það dugi ekki til ógildingar.“
Munurinn er ótrúlega lítill,
stjórnarflokkarnir fengu 173 þing-
sæti og á landsvísu tæplega 2.000 at-
kvæðum minna en rauðgræna fylk-
ingin og Svíþjóðardemókratarnir.
Staðan enn
óljós í Svíþjóð
Mistök við meðhöndlun ógildra atkvæða
Verður talning kærð?
» Einn af talsmönnum
Þjóðarflokksins, Carl Hamilton,
útilokar ekki að flokkurinn
kæri talninguna í Värmlandi.
» Fari svo gæti dregist fram
í nóvember að endanleg niður-
staða fáist. Ef til vill gæti þurft
að kjósa á ný.
Eldaskálinn
Ármúli 15 . 108 Reykjavík . sími: 562 1420
eldaskalinn@eldaskalinn.is . www.invita.com
– persónulega eldhúsi›
Allt að 80% afsl.
Invita hættir á Íslandi
ALLT Á AÐ SELJAST
INVITA ISLAND
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
GERÐU OKKUR TILBOÐ
Komirðu með teikningu, sjáum við hvernig þetta nýtist þér
Eldhúsinnréttingar – Baðinnréttingar