Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010
Fimmtudaginn 2.
september afhjúpaði
Reykjanesbær styttu
af geirfugli eftir banda-
ríska myndlistarmann-
inn Todd McGrain sem
listamaðurinn vann ár-
ið 2008 og færði bæn-
um að gjöf fyrir réttu
ári. Þetta hefði í alla
staði verið gleðileg tíð-
indi nema vegna þess
að myndverk McGra-
ins er nauðalíkt myndverkinu „Geir-
fugl“ eftir Ólöfu Nordal frá 1998. Það
verk var sett upp í Skerjafirði á sam-
sýningu Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík, „Strandlengjan“, og
keypti Listasafn Reykjavíkur þá
verkið, sem stendur þar enn.
Við samanburð á myndum af verk-
unum, sem birtar voru í Morg-
unblaðinu 4. september, mætti halda
að hér væri um sama myndverkið að
ræða. Samband íslenskra myndlist-
armanna telur að bæði framsetning
og hugmyndafræðin að baki verki
McGrains séu það lík „Geirfugli“
Ólafar Nordal að varði við höfund-
arréttarlög nr. 73 frá 1972. Verk Ólaf-
ar er steypt í ál en verk Todds
McGrains í brons, en að öðru leyti eru
áferð, stærð og inntak fuglanna keim-
lík. Verkin eru eins framsett þar sem
fuglarnir standa báðir við sjó og horfa
til hafs í átt að Eldey þar sem síðustu
geirfuglarnir á Íslandi voru vegnir. Í
viðtali við Morgunblaðið segir Todd
McGrain að verk Ólafar „sé gjörólíkt
sínu verki, sem fjalli um verndun
náttúrunnar“. Hugmyndafræðin að
baki verki Ólafar er mjög skýr. Geir-
fugl hennar fjallar um náttúruvernd,
missi, skammtímagróða, stór-
iðjustefnu og tvískinnung með því að
vísa í íslenska sögu. Því til staðfest-
ingar hafa ljósmyndir og útskýringar
á „Geirfugli“ Ólafar verið aðgengileg-
ar á ensku í nettímaritinu Icelandic
Art News síðan í júlí 2005, í grein eftir
Evu Heisler. Þetta hefði Todd
McGrain getað kynnt sér, þar sem
honum var gert ljóst fyrir ári að hér á
landi væri verkið þegar til.
Ef maður kynnir sér nánar geirfugl
Todds McGrains má sjá að hann er
hluti af stærra verki sem nefnt er
„The Lost Bird Project“, sem eru
styttur af fimm útdauðum fuglateg-
undum í heiminum. Sú staðreynd hef-
ur verið notuð sem rök fyrir því að
þessi tvö verk séu óskyld. Þessar
fimm styttur hefur McGrain staðsett
á austurströnd Norður-Ameríku, þar
með talið frumeintak af geirfuglinum
sem afhjúpaður var á Fogo-eyju und-
an ströndum Nýfundnalands í júlí á
þessu ári. Það er því enn meiri ráð-
gáta hvers vegna Todd McGrain velur
að halda til streitu að
setja niður aukaeintak af
geirfugli sínum hér á Ís-
landi, nema ef vera
kynni að það kæmi sér
vel fyrir myndlistarfer-
ilinn. Í hans eigin hug-
myndafræðilega sam-
hengi virðist hún
algerlega óþörf.
Hafþór Yngvason,
safnstjóri Listasafns
Reykjavíkur, hafði veður
af gjöfinni fyrir ári.
Hann lét menningarsvið
Reykjanesbæjar þegar vita að hér
væri verk sem færi „hættulega nálægt
verki Ólafar“ og bað menningarfull-
trúa bæjarins „að senda McGrain ljós-
mynd af verki Ólafar, þannig að hann
gæti endurskoðað sinn hug“ (Mbl. 4.
sept.). Í ljósi þeirrar staðreyndar að
Todd McGrain var látinn vita í tíma að
mjög svipað verk væri þegar fyrir
hendi hér á landi er augljóst að hann
hefur ekki unnið heimavinnuna sína.
Sem starfandi listamaður hefði hann
átt að vita að hér færi hann í besta falli
mjög nærri broti á höfundarrétti og
hætta þá þegar við fyrirætlanir sínar.
Lögfræðingur SÍM telur „að þessi
verk séu vægast sagt ákaflega lík og
að verk Ólafar sé eldra og hafi verið
aðgengilegt almenningi sl. tíu ár á net-
inu. Því bendi margt til að þarna
kunni að vera um að ræða brot á höf-
undarrétti. Slíkt verður að sjálfsögðu
að ákvarða af dómstólum, fari málið
þá leið. Það versta í þessu máli er þó
að þeir forystumenn bæjarfélags
Reykjanesbæjar sem þáðu þetta verk
og settu það upp skuli ekki hafa kann-
að málið miklu betur, einkum og sér í
lagi þar sem þau fengu ábendingu um
hugsanlegt höfundarrréttarbrot fyrir
ári“.
Vegna ofangreindra staðreynda
gerir stjórn Sambands íslenskra
myndlistarmanna alvarlegar at-
hugasemdir við þau ófaglegu vinnu-
brögð sem menningarsvið Reykjanes-
bæjar og listamaðurinn Todd
McGrain hafa viðhaft í þessu máli og
harma það að geirfuglsverk Todds
McGrains skuli hafa verið reist á
Reykjanesskaga.
F.h. stjórnar SÍM.
Um Geirfuglsmálið
og höfundarrétt
Eftir Hrafnhildi
Sigurðardóttur
Hrafnhildur
Sigurðardóttir
» Það er því enn meiri
ráðgáta hvers vegna
Todd McGrain velur að
halda til streitu að setja
niður aukaeintak af
geirfugli sínum hér á Ís-
landi …
Höfundur er formaður Sambands
íslenskra myndlistarmanna.
Það er ekki á hverjum degi sem við
Íslendingar skörum fram úr þegar
baráttan gegn fátækt og hungri í
heiminum er annars vegar en slíkt
gerðist þó á dögunum. Stefán Ein-
arsson, hönnunarstjóri auglýs-
ingastofunnar Hvíta hússins sigraði
glæsilega í keppni Sameinuðu þjóð-
anna í Evrópu um bestu auglýs-
inguna til að efla baráttuna gegn fá-
tækt í heiminum.. Efnt var til
keppninnar í tilefni af því að nú eru
tíu ár liðin frá því leiðtogar allra að-
ildarríkja Sameinuðu þjóðanna sam-
þykktu svokallaða Þúsaldaryfirlýs-
ingu í tilefni alda- og þúsaldamótanna
árið 2000.
Þúsaldarmarkmiðin um þróun fela
í sér að átta mælanlegum þróun-
armarkmiðum skuli náð fyrir árið
2015 og er hið fyrsta og helsta að
fækka um helming fátækasta fólki
heims.
Nú er að ljúka í New York leið-
togafundi Sameinuðu
þjóðanna þar sem tekin
er út staða Þúsald-
armarkmiðanna þegar
fimm ár eru til stefnu. Í
sigurauglýsingu sinni,
bendir Stefán Ein-
arsson hæversklega á
kjarna málsins: „Kæru
leiðtogar. Við bíðum
enn.“
Árangur hefur
náðst
Engum blöðum er
um það að fletta að ár-
angur hefur náðst. Ef miðað er við ár-
ið 1990 hefur hlutfall þeirra sem búa
við örbirgð minnkað úr 46 prósentum
jarðarbúa í 27 prósent árið 2005.
Þetta þýðir að 1,4 milljarðar jarð-
arbúa teljast nú til hinna örsnauðu og
hefur fækkað um 400 milljónir á 20
árum, eða sem samsvarar sam-
anlögðum íbúafjölda Bandaríkjanna,
Þýskalands og Svíþjóðar.
Fyrir fimm árum skáru fé-
lagasamtök með rokkstjörnurnar
Bob Geldof og Bono í broddi fylk-
ingar upp herör gegn fátækt í heim-
inum. Undir þrýstingi frá „Live 8“
hreyfingunni samþykktu leiðtogar
G-8, átta helstu iðnríkja heims, á
fundi sínum í Glenneagles í Skotlandi
að auka opinbera þróunaraðstoð um
fimmtíu milljarða dollara og tvöfalda
árlega aðstoð við Afríku eða um 25
milljarða dollara. Nú er munurinn á
loforðum og efndum, ef aðeins er litið
til Afríku, 16 milljarðar dollara. Í opn-
unarræðu sinni á leiðtogafundinum í
New York hvatti Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
rík lönd sérstaklega til að svíkja ekki
fyrri fyrirheit um opinbera þróun-
araðstoð við fátæk ríki sem hann líkti
við líflínu sem væri „milljörðum
manna milljarða virði.“ Þegar Ísland
bauð sig fram til öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna ítrekuðu
stjórnvöld vilja sinn til
að auka þróunaraðstoð
sína þannig að hún
næmi 0,7% af þjóð-
artekjum en fyrstu fyr-
irheit um þetta voru
gefin í samþykktum Al-
þingis upp úr 1970. Ís-
land hefur skorið sig úr
hvað þróunaraðstoð
varðar í hópi Norður-
landanna en þrjú þeirra
eru í hópi þeirra sem
hafa náð 0,7% markinu.
Við erum ekki hálf-
drættingar: fyrir róttækan nið-
urskurð í ár var okkar hlutfall 0,33%.
Ísland er vissulega ekki eina ríkið
sem grípur til niðurskurðar en þó
dróst opinber þróunaraðstoð ESB
ríkja aðeins saman um 0,2% árið
2009. Bretar og Belgar juku raunar
þróunaraðstoð sína.
Að lifa á 170 krónum á dag
Niðurskurður þróunaraðstoðar er
gjarnan réttlættur með því að erfitt
sé að rétta fátækum úti í hinum stóra
heim hjálparhönd, á meðan fátækt
aukist innanlands.
Mikilvægt er að hafa í huga að hug-
takið „sárasta fátækt“ er skilgreint
þannig að sá sem hefur að hámarki
einn dollar á dag og fjórðungi betur
til að lifa af telst fátækur. Andvirði
um 170 íslenskra króna! Stefán Ein-
arsson hafði efnahagshrunið á Ís-
landi, öðrum þræði, í huga þegar
hann hannaði sigurauglýsinguna í
auglýsingakeppni Sameinuðu þjóð-
anna til höfuðs fátækt í heiminum:
„Sjálfur er ég frá landi sem sjálft hef-
ur lent í áþreifanlegum efnahagserf-
iðleikum og því var mér þetta efni
frekar hugleikið. Fyrst og fremst
varð mér hugsað til þess hve ótrúlega
heppin við erum að geta gengið að
grundvallarþörfum vísum. Það er
mjög sláandi staðreynd að hafi maður
aðgang að hreinu vatni, húsnæði,
fatnaði og mat, þá tilheyrir maður
hinum heppna fjórðungi mannkyns,“
sagði Stefán Einarsson í viðtali við
vefsíðu Sameinuðu þjóðanna.
Áminning til okkar
Um auglýsinguna sjálfa sagði
hann:
„Út frá þessum andstæðum kvikn-
aði hugmyndin að tvískiptingunni á
milli leiðtoganna og biðraðar afrískra
barna eftir mat. Á meðan leiðtogar
heims koma saman í sínu fínasta
pússi á enn einum leiðtogafundinum
til að semja yfirlýsingar, líða milljónir
manna í heiminum skort og eru enn
að bíða eftir raunhæfum aðgerðum.“
Auglýsing Stefáns er til marks um
að við Íslendingar getum verið á
heimsmælikvarða ef við getum og
viljum, en um leið er hún þörf áminn-
ing: „Ég vildi að auglýsingin væri
sterk áminning til leiðtoga heimsins
en um leið áminning til okkar allra
sem búa við allsnægtir.“
Þetta eru orð í tíma töluð. Og
reynslan frá Glenneagles sýnir að án
vakandi aðhalds almennings er lík-
legast að leiðtogarnir láti hina fátæk-
ustu bíða lengi enn.
Eftir Árna Snævarr
» Í sigurauglýsingu
sinni, bendir Stefán
Einarsson hæversklega
á kjarna málsins:
„Kæru leiðtogar. Við
bíðum enn.“
Árni Snævarr
Höfundur stýrir Norðurlandasviði á
Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna í Brussel.
Ísland á toppnum
– aldrei þessu vant
Verðlaunamynd Stefáns Einarssonar í samkeppni SÞ.
Tíska & förðun
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um
Tísku og förðun föstudaginn 15. október
MEÐAL EFNIS:
Nýjustu
förðunarvörurnar.
Húðumhirða.
Haustförðun.
Ilmvötn.
Snyrtivörur.
Neglur og naglalökk.
Hár og hárumhirða.
Tískan í vetur.
Flottir fylgihlutir.
Góð stílráð.
Íslensk hönnun.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
S
ÉR
B
LA
Ð
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. október
Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2010 í hári, förðun, snyrtingu og
fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira.