Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 32
32 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Í byrjun mánaðarins var opnuð samsýning níu ungra myndlist- armanna í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni. Nú um helgina verða fluttir gjörn- ingar og einnig verður leiðsögn um sýninguna. Á laugardag fremur Páll Haukur Björnsson gjörning Páls Hauks Björnssonar í safn- rýminu og stendur hann yfir kl. 15:00-17:00. Á sunnudag kl. 15:00 munu síðan Birta Guð- jónsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar og lista- mennirnir Steinunn Gunnlaugsdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir segja frá sýningunni og ræða um einstaka verk. Myndlist Gjörningar og leið- sögn í Gerðarsafni Birta Guðjónsdóttir Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur er komið út í kilju. Bókin segir frá Klöru sem ólst upp við frjálslyndi hippafor- eldra og átti skrautlega æsku, en er nú í sambúð með ungum manni á uppleið. Ákveðin atvik verða til þess að hún gerir upp við hugsjónir foreldranna, jafn- framt því sem hún tekst á við gildismat eigin kynslóðar. Um leið uppgötvar hún nýjar hliðar á sjálfri sér og eigin lífi. Fólkið í kjallaranum hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2004 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Borgarleikhúsið sýnir í haust leikgerð bók- arinnar í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Bókmenntir Fólkið í kjallaran- um komið út í kilju Kápa Fólksins í kjallaranum. Hausthefti Þjóðmála er komið út. Meðal efnis í nýja heftinu er grein Atla Harðarsonar um svokallaða „nýfrjálshyggju“ sem lýst hefur verið sem ríkjandi hugmyndafræði í að- draganda hruns bankanna. Matthías Johannessen gerir upp við Baugstímann í grein- inni „Samsæri gegn upplognu samsæri!“, Björn Bjarnason skrifar um ris og fall Baugs- miðlanna, Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um af- stöðu forystumanna Sjálfstæðisflokksins til Evr- ópusamrunans, Guðni Th. Jóhannesson birtir kafla úr væntanlegri ævisögu sinni um Gunnar Thoroddsen og svo má lengi telja. Stjórnmálaumræða Hausthefti Þjóð- mála komið út Forsíða haustheftis Þjóðmála. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, og Richard Simm, píanóleikari, halda tónleika næstkomandi sunnudag í Selinu á Stokkalæk, Rang- árvöllum. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 16:00, hyggjast þau leika verk eftir Mozart, Beetho- ven, Árna Björnsson og Cesar Frank. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Félag íslenskra tón- listarmanna með styrk frá mennta- málaráðuneytinu. Rut Ingólfsdóttir hóf fiðlunám fimm ára gömul hjá Ruth Her- manns og stundaði síðar nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Conservatoire Royal de Musique de Bruxelles. Rut hefur margoft komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur og leikið inn á fjölda geisladiska. Richard Simm er Englendingur en hefur verið búsettur hér á landi undanfarin ár og starfar nú sem píanóleikari við Listaháskóla Ís- lands. Hann nam við Royal College of Music í London og við Staat- liche Hochschule für Musik í München. Rut og Richard hafa unnið sam- an frá 2001 og kynnt íslenska tón- list í Tókýó, París, Brussel, Pek- ing, Lanzhou og Róm. Samstarf Rut Ingólfsdóttir og Richard Simm spila á Stokkalæk. Rut og Richard í Selinu  Tónleikar á Stokka- læk á sunnudag Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Garðar Cortes fagnar sjötugsafmæli sínu í dag, föstudag. Í tilefni afmæl- isins efnir hann til tónlistarveislu í Langholtskirkju í kvöld klukkan átta. Aðgangur er ókeypis. Meðal þeirra sem koma fram eru Óperukórinn og nokkrir úr fjölskyldunni. Efnisskráin er afar fjölbreytt en meðal annars verður flutt syrpa af íslenskum þjóð- lögum í útsetningu Garðars, söngvar eftir Schubert, rússnesk lög, lög úr bandarískum söngleikjum og óperum og brot úr Carmina Burana. Þá segir Garðar að gestir muni ekki komast undan því að syngja með. Spurður hvernig það sé að verða sjötugur segir Garðar: „Það er ekkert að því að verða sjötugur annað en það að á íslenskunni er maður allt í einu kominn á áttræðisaldur. Annars er breytingin engin. Ég fer enn á fætur fyrir sex á hverjum morgni og vinn allan daginn langt fram á kvöld.“ Það þurfti að gera svo margt Garðar hefur sannarlega komið miklu í verk um ævina. Auk þess að vera kennari, kórstjóri, hljómsveit- arstjóri og dáður óperusöngvari stofnaði hann Sinfóníuhljómsveitina í Reykjavík, sem nú er Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna, Íslensku óp- eruna og óperukórinn og Söngskól- ann í Reykjavík þar sem hann hefur verið skólastjóri frá árinu 1973. „Það þurfti að gera svo margt, þannig að eitt leiddi af öðru,“ segir hann. „Svo kom í ljós að sumt gat ég gert betur en ég hélt og annað ekki eins vel, en ég gerði það samt. Þetta er bara lífs- ins saga. Ef manni finnst eitthvað skemmtilegt skynjar maður ekki endilega hvað liggur vel fyrir manni, og hvað maður á að láta vera. En það er mjög mikilvægt að geta staðsett sig. Ég er músíkmaður, söngvari af því þar kann ég til verka, enda hlaut ég góða kennslu, og svo eru það viss forréttindi að fá að kenna ungviðinu og miðla af reynslu allra þessara ára.“ Syngur ekki lengur Hann syngur ekki lengur opin- berlega en á ferlinum söng hann ten- órhlutverk í óperu- og tónleikahúsum hér heima og erlendis. „Þegar maður er kominn á þennan aldur þá syngur maður ekki lengur,“ segir hann. „Það er annað sem tekur við og það er svo margt að ég get ekki saknað söngs- ins. En auðvitað var stórkostlegt á sínum tíma að syngja Othello, Rada- mes, Cavaradossi, Alfredo og alla hina karlana. Eina óperu átti ég mér sem uppáhald en ég náði aldrei að syngja í henni. Það er Peter Grimes eftir Britten, mögnuð og tilþrifamikil ópera. En ég er sáttur,“ segir Garðar að lokum, og vonast eftir að vinir og vandamenn komi til veislunnar. Morgunblaðið/Golli Garðar Cortes „Það er mjög mikilvægt að geta staðsett sig. Ég er músík- maður, söngvari af því þar kann ég til verka.“ Heldur upp á afmælið með tónlistarveislu Frumkvöðull » Garðar Cortes hefur komið víða við í tónlistarlífinu á Ís- landi. Honum hefur hlotnast ýmis heiður fyrir frumkvæði sitt og störf að tónlistar- málum, þar á meðal fyrstu Bjartsýnisverðlaun Bröste fyrir stofnun Íslensku óperunnar 1982.  Garðar Cortes er sjötugur í dag Ef marka má mynd- ina er eymdin í Hanna High School algjör37 » Komið er að MagnúsiHelgasyni í sýningarröðListasafns Reykjavíkurí D-sal Hafnarhússins. Magnús sýnir á annan tug mál- verka og á vegginn hefur hann skrifað „ég er ekki safnhaugur“ og „ég er ánamaðkur“. Á gólfi sjást deplar – kannski för eftir ánamaðk? Með þessum orðum er skírskotað til vanda sem lista- menn standa frammi fyrir nú þeg- ar frumleikinn virðist heyra sög- unni til og endurtekningin verður óhjákvæmilega hlutskipti margra. Magnús kýs að líkja listrænu starfi sínu við líf ánamaðksins sem nærist í frjósömum jarðvegi – og á jafnframt þátt í endurnýjun hans. Málverk Magnúsar eru byggð upp hægt og rólega meðan hann hlykkjast um moldina og finnur ýmislegt á leið sinni, t.d. park- etplötu með ummerkjum eftir fer- hyrnda spýtu og e.t.v. málning- arslettum. Þá er listamaðurinn kominn á sporið, og af listrænu innsæi fullvinnur hann smám sam- an verkið. Áhrifin koma einnig frá götulistinni, tölvugrafík, myndmáli fjölmiðla og auðvitað listasögunni, og útkoman er bráðskemmtilegur spuni. Glettnin endurspeglast í heitum verka eins og Valhoppar af kæti, Algjör heppni og Nú Herðu- breið en í síðastnefnda verkinu, sem lýsir barnslegri leikgleði, skír- skotar Magnús til alþýðulista- mannsins Stefáns frá Möðrudal. Verk Magnúsar einkennast vissu- lega af „upprunalegri“ tilfinningu fyrir hrynjandi í línu og lit, en í þeim býr jafnframt fáguð sjónræn hugsun og er verkið Fjórir bláir gott dæmi um slíkt. Í stærri verk- unum, sem flest eru unnin á striga, gætir meiri frásagnarþarfar; stenslatæknin verður fígúratíf fremur en afstrakt og textar rata inn á myndflötinn. Þarna nær Magnús ekki sama flugi og í smærri myndunum, stóru verkin eru flatari og þar örlar á tilgerð. Hér er þó engu að síður á ferðinni lunkinn ánamaðkur og vert að fylgjast með næst þegar hann stingur upp kollinum. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús D17 – Magnús Helgason bbbmn Til 24. október 2010. Opið daglega kl. 10-17 og fimmtudaga til kl. 22. Aðgang- ur ókeypis. Sýningarstjóri: Yean Fee Quay. ANNA JÓA MYNDLIST Maðkur í myndinni Fegurð/æla Eitt af verkum Magnúsar Helgasonar, „Svo fögur ég æli / So perfect I’ll puke“ frá árinu 2009.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.