Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 34

Morgunblaðið - 24.09.2010, Side 34
Púff! Meðlimir Swords of Chaos hveita sig upp. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Rokksveitin Swords of Chaos hefur um nokkra hríð verið einn af fasta- punktum Reykjavíkurrokksins en fyrsta plata sveitarinnar, The End Is As Near As Your Teeth, er ný- komin út, „LOKSINS!“ eins og sigri hrósandi bassaleikari sveitarinnar, Úlfur Hansson, orðar það. „Við erum mjög kátir með þetta. Ferlið er búið að taka um ár en elstu lögin eru ca. fjögurra ára gömul, hefur ábyggilega komið í góðar þarf- ir líka. „Við í Swords erum síðan í startholunum fyrir næstu plötu og ég á von á því að hún verði allt öðru- vísi en þessi. Okkur langar til að semja meira í stúdíóinu, flækja þetta aðeins á jákvæðan hátt. Nú þegar þessi plata er loks komin er hægt að líta fram á veginn og kokka upp eitt- hvað spennandi. Það er hugur í okk- ur!“ Swords of Chaos halda tónleika í Havarí á morgun en útgáfu- tónleikar verða 1. október næstkom- andi á Faktorý sem er heil eilífð í okkar huga.“ Platan var tekin upp í október, í hljóðstofu Friðriks og Jóhanns, hljóðveri sem var svo gott sem fok- helt að sögn Úlfs, en einmitt sá þátt- ur hefði gætt upptökurnar töfrum. „Ég fór svo á túr með Jónsa í upp- hafi þessa árs. Það er búið að vera ótrúlegt ævintýri og maður hefur lært mikið af því.“ Á plötunni er kol- brjálað rokk en einnig seiðmögnuð raftónlist, hljóðverk sem þeir fé- lagar unnu með Kiru Kiru. Aukasjálf Úlfs sem raftónlistarmaðurinn Klive Swords of Chaos gefa út langþráða breiðskífu  Tekin upp í fokheldu hljóðveri 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Janus Metz er 35 ára gamall og hefur hlotið lof fyrir heimildar- myndir sínar. Hann á hina umtöl- uðu mynd Armadillo á RIFF en þar er fjallað um líf danskra her- manna í Afganistan árið 2009, nán- ar tiltekið á herbækistöð er nefnist Armadillo. Stöðin er í Helmand- héraði í sunnanverðu landinu en þar hafa átök erlenda fjölþjóðaliðs- ins og talibana oft verið harðari en í flestum öðrum héruðum Afganist- ans. Metz verður meðal gesta á RIFF. Metz og félagi hans, myndatöku- maðurinn Lars Skree, fylgdust með hermönnunum í samanlagt þrjá og hálfan mánuð í bækistöðinni og deildu með þeim kjörum. En voru þeir félagar, báðir að sjálfsögðu vopnlausir, ekki dauðhræddir? „Jú, það vorum við auðvitað,“ segir Metz. „En þetta er spenna sem einhvern veginn brýst fyrst fram í manni eftir atburðina. Þegar þetta gerðist einbeittum við okkur að starfinu sem var að búa til mynd. Sé þetta að gerast rétt hjá manni eru bardagarnir þó ógnvæn- legri en ella. Sé þetta lengra í burtu getur það virst dálítið óraun- verulegt.“ Höfðu enga reynslu af hermennsku Metz og Skree hafa enga reynslu af hermennsku en fóru á æfingar með hermönnunum fyrir brottför- ina til Afganistans til þess að átta sig betur á því hvernig hægt væri að gera heimildarmynd af þessu tagi, hvort það væri yfirleitt hægt að mynda í miðjum bardögum. „Við þurftum að læra hvað ákveðnar skipanir merktu, hvernig bregðast bæri við ákveðnum að- stæðum. Ef gefin er skipunin „slanga vinstri“ verðum við að vita að það þýðir að láta sig falla til jarðar, sprengjukúla er á leiðinni. Við ákváðum að klæðast einkenn- isbúningum eins og hermennirnir, okkur var ráðlagt það. Ef við skær- um okkur úr hópnum myndum við verða enn meira freistandi skot- mark.“ -Kaldur raunveruleikinn bók- staflega drýpur af þessari mynd. En hafið þið verið sakaðir um að sviðsetja eitthvað? „Nei, en margir sem sjá myndina segja að þetta sé næstum því of raunverulegt til að geta verið satt! Það sem gerist er ekki sviðsett, þarna sjást t.d. fallnir talibanar í skurði, lík þeirra. En auðvitað verðum við að velja og hafna. Þeg- ar við myndum reynum við að velja okkur stað þar sem ekki er hávær rafstöð í bakgrunninum svo að ég nefni dæmi.“ -Sluppuð þið tveir ósærðir? „Já, það gerðum við, a.m.k. lík- amlega. Það var hrikalega erfitt að gera þessa mynd og það er fyrst núna að ég er farinn að losna við hana úr sinninu. Maður verður var við eins konar seinkuð við- brögð við því að hafa verið vitni að svona hrottalegum átökum og ofbeldi. Um tíma var erfitt fyrir mig að tala um það sem ég upplifði þarna. Við urðum að stofna okkur sjálfum í sams konar hættu og hermennirnir til að geta gert þessa mynd til þess að þeir öðl- uðust nægilega virðingu fyrir okk- ur. Við gætum hafa særst eins og margir aðrir en við sluppum. Ég hef einu sinni gert mynd um glæpamenn í Suður-Afríku en aldr- ei fyrr kynnst neinu sem líkist þessu.“ Breytast í eins konar úlfaflokk „Það sem við reynum m.a. að sýna er að stríð er ringulreið vegna þess að það er háð af fólki. Það spila líka inn í þetta hefndarþorsti og jafnvel blóðþorsti. Smám saman breytast hermenn- irnir í eins konar úlfaflokk, einingu þar sem allt snýst um að standa saman. Samkennd er oft jákvæð en getur auðveldlega orðið hættuleg. Þá geta menn hafnað í kaldrana, hálfgerðu svartnætti þar sem mörkin milli þess sem er rétt og þess sem er rangt hverfa. En við reynum líka að sýna þann vanda sem menn eru í vegna þessa stríðs, hvað það er mikil gjá milli Afgana og útlendinga, hvað dönsku hermennirnir eiga erfitt með að átta sig á því hvað er að gerast handan virkismúranna. Þeir eru einangraðir. Óbreyttir borgarar eru eins og lús milli tveggja nagla. Þeir eru yfirleitt ekki uppteknir af því að taka afstöðu til talibana eða ISAF [erlenda herliðsins] heldur eiga fullt í fangi með það eitt að komast lífs af. Þótt ég hafi gert þessa mynd tek ég ekki afstöðu með eða móti stríð- inu en það er ljóst að þetta gengur ekki vel núna, menn hafa stokkið út í ófæru. Mestu hlýtur að skipta að Afganar taki sjálfir á eigin málum, taki við stjórninni.“ Beltisdýr Stilla úr heimildarmyndinni Armadillo sem fær fimm stjörnur hjá gagnrýnanda (sjá síðu 36). Hvað þýðir „slanga vinstri“ á hermannamálinu?  Danska myndin Armadillo er sýnd á RIFF  Kvik- myndagerðar- menn fylgdust með hermönnum í Afganistan og mynduðu blóðuga bardaga við talibana Eftir að sýningu á myndinni lýk- ur í kvöld í Bíó Paradís mun leik- stjórinn, Janus Metz, taka við fyrirspurnum úr sal. Þá verður hann og þátttakandi í málþingi á vegum RIFF og Alþjóðlegs jafnréttisskóla við Háskóla Ís- lands (GET-programme). Auk Metz og fulltrúa GET munu Fahad Jabali, einn af leik- stjórum Vetrar á Gasa, og Sharon Ward, framleið- andi myndarinnar Eit- urlyf í Afganistan, taka þátt í umræðum. Mál- þingið fer fram í Þjóð- minjasafninu í dag kl. 16:00- 17:30. Stendur fyrir máli sínu SPURT OG SVARAÐ Janus Metz  Í dag kl. 16 verður haldin út- gáfuteiti vegna bókarinnar Ritun kvikmyndahandrita eftir kvik- myndagerðarmanninn Önnu Th. Rögnvaldsdóttur. Teiti þessi verð- ur haldin í húsi Nemaforum, í Slipp- húsinu við Reykjavíkurhöfn, og er gengið inn Mýrargötumegin. Ritun kvikmynda- handrita fagnað Fólk  Á morgun heldur þungarokks- hljómsveitin Ask the Slave útgáfu- tónleika á skemmtistaðnum Fak- torý vegna annarrar breiðskífu sinnar, The Order of Things. Undanfarið ár hefur Ask the Slave einbeitt sér að gerð plöt- unnar og ekki haldið tónleika í um ár. Aðdáendur hljómsveitarinnar hljóta því að vera spenntir fyrir tónleikunum í kvöld þar sem biðin hefur verið þónokkur. Hljómsveitin sér um upphitun og á neðri hæð staðarins heldur Dj Logi Pedro uppi stuðinu með Retro Stefson dj- setti frá miðnætti. Ask the Slave loksins með tónleika  Í október verða átta ár liðin frá því hinir vösku drengir í Hvann- dalsbræðrum stofnuðu hljómsveit- ina. Af því tilefni ætla drengirnir að halda tónleika á Græna hatt- inum í kvöld og á morgun og verða eingöngu leikin lög af fyrstu þremur diskum bræðranna. Hvanndalsbræður bjóða og upp á fordrykk! Hvanndalsbræður fagna átta ára afmæli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.