Morgunblaðið - 12.10.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 12.10.2010, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010 n o a t u n . i s F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI Fljótlegt og gott í Nóatúni FISKIBOLLUR KR./KG 969 MILLS MAJONES 299 KR./STK. V8 GRÆNMETIS- SAFI, DÓS 139 KR./STK. BB RÚGBRAUÐ KR./PK. 149 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl 20% afsláttur F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI GOURMET SALTFISKUR HNAKKASTYKKI KR./KG 1598 1998 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Litlar líkur eru á því að Landhelg- isgæslan geti tekið björgunarþyrlu á leigu, eins og vonast hafði verið til. Fjárframlög til stofnunarinnar drag- ast saman um 8% á milli ára, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ríkiskaup auglýstu í lok ágúst eftir tilboðum í leigu þyrlu af gerðinni Su- per Puma, til eins árs. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, sagði í kjölfar birt- ingar auglýsingarinnar að ætlunin væri að „kanna hvernig markaðurinn er, hvort við eigum einhverja mögu- leika og hvort eitthvað er til á leigu sem við höfnum efni á“. Í samtali við Morgunblaðið nú segir Georg að möguleikarnir á því að tilboð, sem hægt sé að ganga að, hafi rýrnað í ljósi fjárlaganna. Tilboðsfrestur er nú runninn út. Þau tilboð sem borist hafa verða opn- uð síðdegis á morgun. Með tilkomu nýrrar þyrlu hefði Landhelgisgæsl- an þrjár vel búnar þyrlur til notk- unar við gæslu og björgunarstörf. Skera niður á öllum sviðum Georg segir fjárhagslegar for- sendur hafa breyst frá því sem var þegar auglýst var eftir þyrlunni. Gert hafi verið ráð fyrir 5% niður- skurði hjá Landhelgisgæslunni, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi verð- ur henni gert að spara 8%, um það bil 220 milljónir króna, milli ára. Georg segir þetta „allnokkurn mismun,“ sem muni koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur gæslunnar. „Við komum til með að þurfa að skera niður á öllum sviðum, en reyn- um náttúrlega að gera það þannig að sem minnst bitni á öryggi. Við reyn- um að hagræða helst þannig að það komi sem skást út,“ segir hann. Möguleikarnir rýrna Landhelgisgæslan hefur í dag á að skipa tveimur þyrlum, Líf og Gná, en þá síðarnefndu er gæslan með á leigu. Þær eru báðar af gerðinni Su- per Puma, líkt og auglýst er eftir nú. Líkurnar á því að þriðja þyrlan bæt- ist í flotann virðast orðnar hverfandi. Ríkiskaup annast framkvæmd út- boðsins, þannig að tilboðin berast ekki beint til Landhelgisgæslunnar. Georg segist halda að nokkur tilboð hafi borist. „Svo er aftur spurning hvort við ráðum við það eða ekki,“ segir hann. „Það þarf að fara í gegn- um það allt saman, í tengslum við þessi niðurskurðaráform. Þetta var meira könnun á því hvort við ættum einhverja möguleika, en þeir hafa rýrnað við þetta,“ segir Georg og vís- ar þar til niðurskurðarins. Framlög til gæslunnar verða um 2,6 milljarð- ar árið 2011, samkvæmt fjárlögum. Þyrluleiga LHG í uppnámi  Niðurskurður á framlögum til Landhelgisgæslunnar dregur úr líkum á því að unnt verði að leigja þyrlu  Auglýsing Ríkiskaupa birt áður en fjárlög voru kynnt „Útboðið var í raun bara könnun á möguleikum, en þetta er í full- komnu uppnámi.“ Georg Lárusson Sú var tíð að fiskur var hertur á trönum vítt og breitt um landið og ágætis pening mátti hafa upp úr því að hengja upp fisk og taka síðan niður skreiðina fyrir Nígeríumarkað. Nígería heillar ekki lengur á þessum markaði og á Seltjarn- arnesi bregða menn á leik í trönunum. Mannlíf í trönunum Morgunblaðið/Ómar Össur Skarphéð- insson, utanrík- isráðherra, hvet- ur kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xi- aobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár, úr haldi. Haft er eft- ir Össuri á vef ut- anríkisráðuneyt- isins, að enginn eigi að sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Segir Össur, að Nóbelsverðlauna- nefndin norska hafi tekið ákvörðun sína að vel ígrunduðu máli. Liu Xi- aobo sé verðugur handhafi Nóbels- verðlauna og þau séu mikilvæg við- urkenning á framlagi hans og baráttu fyrir mannréttindamálum í Kína. Þá leggur Össur áherslu á að ís- lensk stjórnvöld eigi hreinskiptin samskipti við Kína eins og önnur ríki. Íslenskir stjórnmálamenn hafi margoft tekið upp mál sem tengist mannréttindum í samtölum sínum við kínverska ráðamenn. Liu Xi- aobo verði sleppt Össur Skarphéðinsson  Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Framkvæmdastjóri Hvítasunnu- kirkjunnar á Íslandi hefur viðukennt að hafa dregið sér fé úr sjóðum kirkjunnar. Hann hefur látið af störfum. Fjárdrátturinn átti sér stað á sex ára tímabili, frá árinu 2004 til loka ágúst 2010. Yfirferð gagna hefur leitt í ljós að fjárdrátturinn nemur rúmlega 25 milljónum króna. „Gagnasöfnun er nú lokið og telst málið upplýst innan kirkjunnar. Ekkert bendir til þess að upphæðin sé hærri en sú sem nefnd hefur ver- ið,“ segir í tilkynningu frá Hvíta- sunnukirkjunni. Þar segir einnig að í ljósi þess að verknaðurinn hafi staðið yfir um nokkurra ára skeið megi ætla að árs- reikningar á umræddu tímabili hafi verið byggðir á misvísandi gögnum gagngert í því skyni að fela fjár- dráttinn. Þannig var réttum fjár- hagsupplýsingum skipulega haldið frá endurskoðanda sem vann árs- reikninga samkvæmt bestu vitund. Stjórn hreyfingarinnar hefur falið Sigurbirni Magnússyni hrl. að fara með málið fyrir hönd Hvítasunnu- kirkjunnar á Íslandi og kæra málið til lögreglu og setja fram bótakröfu á hendur framkvæmdastjóranum fyrrverandi. „Eins og gefur að skilja er fjár- drátturinn mikið áfall fyrir Hvíta- sunnukirkjuna, safnaðarmeðlimi og samstarfsmenn framkvæmdastjór- ans sem naut mikils trausts sem hann misnotaði á þennan hátt,“ segir í tilkynningunni. Dró sér 25 milljónir frá kirkjunni Vegna fyrirliggjandi tillagna um niðurskurð fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi halda sveitarfélögin í Austur-Húnvatnssýslu í samvinnu við Stéttarfélagið Samstöðu íbúa- fund þriðjudaginn 12. október kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Blöndu- ósi. Kröfuganga verður farin frá Heilbrigðisstofnuninni að félags- heimilinu. Íbúafundur á Blönduósi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.