Morgunblaðið - 12.10.2010, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010
Elsku amma okkar hefur kvatt
þennan heim til þess að vera hjá
Guði. Hún mun lifa í gegnum allar
þær minningar sem hún skildi eftir
sig, þær minningar eru ómetanlegur
fjársjóður. Ekki væri hægt að óska
sér betri og hjartahlýrri ömmu. Það
var alltaf hægt að leita til ömmu,
sama hvað bjátaði á. Lítill gutti sem
strauk að heiman fór ekki langt,
heldur gat hann leitað til ömmu sinn-
ar með grátstafinn í kverkunum og
mætti þar skilningi og hlýju. Amma
var ekki lengi að hressa drenginn
sinn við með bíltúr, ís og leikjum. Lít-
il stúlka, sem langaði í svo margt fal-
legt, gat líka leitað til ömmu sem
skildi það svo vel og tók þátt í að láta
það verða að veruleika. Ferð til
Spánar með ömmu og afa þegar þau
buðu litla drengnum sínum, sem
hafði verið veikur, lifir enn í minning-
unni. Amma átti sérstaklega auðvelt
með að höfða til okkar barna-
barnanna enda naut hún og sóttist
eftir samveru okkar. Hún náði vel til
okkar, ekki bara sem amma heldur
einnig sem vinur. Það hefur alltaf
verið auðvelt að eiga gott samtal við
hana og það var stutt í spaugið hjá
ömmu, hún var ung í anda og hafði
gaman af hnyttnum húmor. Það er
ekki hægt að tala um hana án þess að
nefna það hversu virðuleg og glæsi-
leg kona hún var. Enda einsdæmi að
geta átt löng samtöl við sonardóttur
sína um nýjasta tískuvarning og
menningu. Við erum einstaklega
heppin að hafa átt hana að í öll þessi
ár. Hún var einstök manneskja sem
mótaði okkur mikið og var alltaf til
staðar. Missirinn er erfiður og mikil
eftirsjá að elsku ömmu, en þegar
hugsað er um hana færist yfir mann
hlýja sem vermir hjartarætur og
minningar sem kalla fram bros.
Guð geymi ömmu og gefi afa styrk.
Sverrir Snævar, Jóhanna
Guðrún og Steindór Arnar.
Það dimmdi snögglega yfir föstu-
daginn 1. október þegar móðir mín
hringdi og sagði mér lát Hönnu,
elskulegrar föðursystur minnar.
Fréttin kom sem reiðarslag þótt
Hanna hafi átt við veikindi að stríða.
Ég hafði ákveðið að heimsækja hana
í vikunni en af því varð ekki, ég varð
of sein. Það hvarflaði ekki að mér að
stundin væri svona nálæg. Hanna
frænka er farin frá okkur og komin
til foreldra sinna og bræðra.
Ég get yljað mér á öllum fallegu
minningunum sem ég á um hana.
Hanna frænka var alltaf svo hlý,
brosandi og yndisleg. Sem lítil stelpa
átti ég heima í sveit, á Múla í Dýra-
firði, en þaðan var Hanna og ólst þar
upp. Dýrafjörðurinn, og Múli sér-
staklega, var henni alltaf kær. Hún
kom vestur á hverju sumri á meðan
við bjuggum þar. Þegar við systurn-
ar vorum yngri kölluðum við hana
alltaf Sumarsól af því hún lýsti upp
tilveru okkar og var alltaf svo fín og
falleg og vafði okkur örmum þegar
hún kom í heimsókn á æskustöðvarn-
ar.
Ég fékk stundum að fara til
Reykjavíkur og þá kom aldrei annað
til greina en að vera í Brúnalandinu
hjá Hönnu og Sverri. Hjá þeim var
ég alltaf velkomin. Þau voru yndisleg
hjón sem allt vildu fyrir mann gera.
Alltaf var Hönnu umhugað um
ættingja sína og hafði mikinn áhuga á
að vita hvernig okkur vegnaði. Þegar
synir mínir fæddust færði hún þeim
fallegar sögubækur með gömlum
sögum til þess ég gæti lesið þær fyrir
þá. Þannig var Hanna, henni þótti
gaman að gleðja aðra og var alltaf
boðin og búin ef hún gat aðstoðað á
einhvern máta.
Síðustu ár átti Hanna við erfið
veikindi að stríða en alltaf hélt hún
reisn sinni og glæsileika og gerði
heldur minna úr veikindunum en efni
stóðu til.
Elsku frænka mín, ég minnist þín
með hlýju í hjarta og er þakklát fyrir
að hafa fengið að eiga þig sem
frænku. Takk fyrir allt og allt. Hug-
urinn er fullur af góðum minningum
sem munu lifa áfram og ég vil kveðja
þig með þessu ljóði eftir Þórunni Sig-
urðardóttur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
Elsku Sverrir, Óskar, Jón Sverrir,
Helgi, Sigga og fjölskyldur. Ég og
fjölskylda mín sendum ykkur sam-
úðarkveðjur og biðjum guð að veita
ykkur styrk í sorginni.
Ragnheiður Þórðardóttir.
Í dag kveð ég yndislega vinkonu
mína, það er erfitt til þess að hugsa
að þú sért ekki lengur hér á meðal
okkar. Þú varst svo mikil persóna,
hress, örlát, ákveðin, hjálpsöm og
óendanlega traust.
Við áttum ýmislegt ógert, allt
föndrið og það sem okkur langaði að
gera annað skemmtilegt.
Þú ætlaðir ekki að gefast upp,
sterk og sigurviss mættir þú þessum
erfiða sjúkdómi og komst mörgu í
framkvæmd þrátt fyrir veikindi þín.
Þið Sverrir bjugguð ykkur fallegt
heimili svo af bar. Það er sorglegt að
þú sökum heilsuleysis skyldir ekki fá
að njóta að fullu þess góða sumars
sem nú er liðið. Þú þráðir að geta far-
ið í sumarbústaðinn með Sverri og
börnunum og að horfa á rósirnar
blómstra. Löngunin að geta verið ut-
andyra var mikil, að vera úti í góða
veðrinu. Þú fékkst þér hjólastól svo
það væri mögulegt.
Þú sagðir mér eitt sinn hversu
mikið þig langaði til að fá að geta
fylgst lengur með barnabörnunum
ykkar Sverris, sjá þau stækka og
þroskast, en sum hver eru lítil ennþá.
Þú náðir því að verða langamma,
elsku vinkona, þér til mikillar
ánægju.
Nóttina áður en þú kvaddir kæra
vinkona komstu til mín í draumi svo
fín og falleg eins og alltaf og laus við
öll veikindi. Ég veit að þú varst að
kveðja mig enda það fyrsta sem ég
heyrði um morguninn að þú hefðir
kvatt þennan heim.
Elsku Jóhanna, þú kvaddir með
reisn, barðist áfram til síðasta and-
artaks. Nú veit ég að þú ert á leið til
betri heima og færð heilsu þína á ný.
Það er mikil huggun harmi gegn að
vita að öll þjáning er horfin og þér
líður vel.
Ég hef þá trú að þú verðir ávallt
hjá okkur þó svo þú sért horfin okkar
sjónum. Þakka þér fyrir allar ynd-
islegu stundirnar sem við áttum sam-
an. Minningarnar lifa innra með mér
uns við hittumst á ný.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Sverri og fjölskyldu ykkar á þessari
erfiðu stundu.
Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku
vinkona.
Guðmunda Jóhannsdóttir
(Munda).
Föstudaginn 1. október lést okkar
kæra vinkona Hanna eftir langvinn
veikindi.
Hanna var hluti af hópi sem þekkst
hafði frá því á 6. áratug síðustu aldar.
Fyrir okkur sem komum af lands-
byggðinni var þessi félagsskapur
dýrmætur. Hanna er önnur af þess-
um hópi sem kveður. Áður lést Krist-
ín Friðriksdóttir löngu fyrir aldur
fram árið 1996.
Hanna vann eitt ár hjá sendiherra-
hjónunum í París og jók þar við
áhuga og þekkingu sína á matargerð-
arlist, sem var henni í blóð borin,
enda lék allt í höndunum á henni og
nutum við góðs af því alla tíð. Árið
1960 urðu ýmsar breytingar hjá okk-
ur. Þrjár okkar fóru til Kaupmanna-
hafnar og ein valdi sér Ameríku, þar
sem hún býr ennþá. Hanna var þá
búin að stofna heimili með Sverri sín-
um og búin að eignast frumburðinn
Óskar. Við hinar skiluðum okkur
heim 1963 og stofnuðum okkar fjöl-
skyldur. Eftir það var stofnaður
saumaklúbbur, sem síðan varð mat-
arklúbbur. Oft glöddumst við saman
á stórafmælum og við fleiri tækifæri.
Minningin um Hönnu er björt og
falleg eins og hún var sjálf.
Við sendum Sverri og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Auðbjörg, Anna, Ásdís, Eygló,
Birgitte, Jóna og makar.
Hinstu kveðjur til góðra vina eru
minningar um þau brot úr liðnum
tíma sem skína eins og leiðarstjörnur
í skjóli gleymdra hversdaga.
Sú var ein gæfa okkar hjóna á
frumbýlisárum að hefja búskap í fjöl-
býli sem andbýlingar Jóhönnu og
Sverris, við með okkar börn, þau með
sín. Það var oft fjör á þeim stigapalli
og sá pallur var tíðum vettvangur
óheftrar tjáningar skapmikilla ungra
einstaklinga sem og uppeldislegra
lausna ábyrgra foreldra. Einskær
heppni réð því að húsráðendur báð-
um megin palls sóttu sín gildi til við-
líka uppruna í dreifðum byggðum
landsins og þar með fylgdu svipuð
viðhorf til lífsins og mannlegra sam-
skipta yfirleitt, ekki síst til barnanna,
uppeldisins og hamingjunnar.
Frumbýlingar í þröngbýli finna
sér með tímanum rýmri húsakynni,
æskan líður undrafljótt og áður en
varir eru ungir og viljasterkir mót-
mælendur á stigapalli orðnir ábyrgir
uppalendur sem reyna af fremsta
megni að skila áfram gildum eigin
uppvaxtar. En sem betur fer hefur
rás tímans engin áhrif haft á vináttu
okkar við Jóhönnu og Sverri. Það
hefur verið tækifæri til þess að dást
að ástríku sambandi þeirra tveggja
og þéttri samkennd allrar fjölskyld-
unnar, og nú síðast að fylgjast með af
virðingu og aðdáun hvernig Sverrir
studdi Jóhönnu síðustu dagleiðirnar.
Hún var sterk kona, öflug ættmóðir
og skoðaði æðrulaus sína vegferð
þótt hún sæi leiðarlokin fyrir allt of
snemma.
Við þökkum fyrir ómetanlega sam-
fylgd og sendum Sverri og öllum ætt-
boga hans og Jóhönnu einlægar sam-
úðarkveðjur úr fjarlægð.
Kolfinna og Hinrik.
HINSTA KVEÐJA
Amma var besta amma í
heimi. Þótt sálin væri sterk þá
varð líkaminn veikur og þess
vegna varð hún að kveðja okk-
ur. Það er gott að hugsa um all-
ar minningarnar sem við eigum
um ömmu. Ég gleymi aldrei
ferðinni okkar til Legolands,
Drekarússíbananum, öllum
jólakökunum og öllum knúsun-
um. Ég hugsa alltaf til ömmu
þegar ég spila á píanó, það var
gjöfin þín til mín, elsku amma.
Við höldum utan um afa og
segjum Úlfari allar sögurnar af
ömmu, hann er alltaf að leita að
þér.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Þinn
Ernir.
Elsku Erla systir
mín.
Hér kveð ég þig í
hinsta sinn. Þegar þið
hjónin og Olli og Dúdda komuð til
okkar í Sólheima fyrir nokkrum
vikum, datt mér ekki í hug að það
væru okkar síðustu samverustundir
í þessu lífi. Ég hugsa oft til baka,
um okkar bernsku- og unglingsár,
þær yndislegu stundir sem við átt-
um saman. Þú fjörkálfurinn og ég
að vara þig við sjónum og öðrum
hættum. Fyrstu minningarnar eru
þegar þú dast í sjóinn og Heiða
systir bjargaði þér. Við vorum mjög
samrýmdar og aldrei man ég eftir
að við værum ósáttar. Við hopp-
uðum um göturnar á Hólmavík.
Fórum að veiða á bryggjunni.
Byggðum kastala í sandinum. Vor-
um í berjamó eða í leikjum með full-
orðna fólkinu.
Þegar við fluttum til Patreks-
fjarðar eru minningarnar bjartar.
Alltaf logn og blíða á kvöldin á
Patró. Þú í frjálsum íþróttum og við
saman í handbolta, sundi og að róa
út á fjörð. Ég man þegar við
gleymdum að setja negluna í botn-
inn á skektunni og rerum lífróður í
land. Svo í annað skipti þegar hnís-
urnar komu allt í kringum bátinn.
Þá fór hjartað að slá hraðar. Við
fórum líka til Tálknafjarðar að
sækja kind fyrir pabba og fórum
suður af fjallinu á versta stað. Fólk-
ið á bænum ætlaði ekki að trúa að
við hefðum komið þar niður. Það
var ekki í fyrsta sinn sem við lent-
um í ógöngum í fjallgöngum.
Þegar mér datt í hug að það væri
Erla
Ingimundardóttir
✝ Erla Ingimund-ardóttir fæddist í
Hveravík í Stranda-
sýslu hinn 17. desem-
ber 1937. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 18. sept-
ember 2010.
Útför Erlu fór fram
í kyrrþey 27. sept-
ember 2010.
gaman að fara í
kaupavinnu og Björn
Pálsson á Löngumýri
bauð mér vinnu, tók
ég það ekki í mál
nema Erla systir væri
með og svo fórum við
saman í kaupavinnuna
sumarið 1955.
Þegar þið Snjólfur
fóruð að búa í Reykja-
vík, þá var ég alltaf
velkomin til ykkar.
Það var ekki amalegt
að fá að vera með
ykkur.
Elsku Erla, ég verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
systur og bestu vinkonu sem ég hef
átt. Kæri Snjólfur. Ég þakka ykkur
hjónum alla hjálpsemi og sendi þér
og fjölskyldunni samúðarkveðjur.
Megi almættið vaka yfir ykkur í
sorginni. Góðar minningar lifa
áfram.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Kæra systir, hvíldu í friði.
Sigríður (Siddý) í Sólheimum.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og bróður,
HARÐAR BJÖRNSSONAR,
Stóragerði 14,
Hvolsvelli.
Guð blessi ykkur öll.
Rúna Björg Jónsdóttir,
Arnheiður Harðardóttir,
Kristín Auður Harðardóttir, Sverrir Guðfinnsson,
Jón Gísli Harðarson, Ann-Sofie Gremaud,
Halldór Hrannar Hafsteinsson,
Hafþór Helgi Hafsteinsson,
Fannar Aron Hafsteinsson,
Þórdís Björnsdóttir,
Sigríður Ingibjörg Björnsdóttir.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs sonar míns, bróður okkar, mágs og
frænda,
SÖLVA HEIÐARS MATTHÍASSONAR,
Melasíðu 6i,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Hvítasunnusöfnuðinum
á Akureyri fyrir ómetanlegan stuðning á erfiðum
tíma. Guð veri með ykkur öllum.
Anna María Þórhallsdóttir,
Ásta Ottesen, Páll H. Jónsson,
Gunnlaug Ottesen, Friðrik Diego,
Þórhallur Ottesen, Margrét Jóhannsdóttir,
Kristín Ottesen, Sigmundur Ásgeirsson,
Vilhelm Ottesen
og frændsystkini.