Morgunblaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2010
Frábær
gaman-
mynd frá
þeim sömu
og færðu
okkur “40
Year old
Virgin” og
“Anchor-
man”
FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS
7
Steve Carrell og Paul Rudd
fara á kostum ásamt Zach
Galifianakis sem sló
eftirminnilega í gegn
í “The Hangover”
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA
HHHH
„ÞESSI LÆTUR KLÁRLEGA SJÁ SIG Á
ÓSKARNUM Á NÆSTA ÁRI.“
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
“ÞETTA ER EINFALDLEGA BESTA MYNDIN
SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU”
- Leonard Maltin
HHHH
“EF ÞAÐ ER TIL MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ
SJÁ, ÞÁ ER ÞAÐ ÞESSI”
- Boxoffice Magazine
HHHH
“THE TOWN ER ÞRILLER EINS OG ÞEIR
GERAST BESTIR OG RÚMLEGA ÞAД
- Wall Street Journal
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
Bráð-
skemmtileg
grínmynd
fyrir alla
fjölskylduna
HHH
- D.H. EMPIRE
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLA
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 650
650 kr.
Tilboðil
650 kr
Tilboðil
650 kr.
Tilboðil
BESTA SKEMMTUNIN
WALL STREET 2 kl.8-10:30 L
EAT PRAY LOVE kl.8 L
SOLOMON KANE kl. 10:30 16
ALGJÖR SVEPPI OG... kl.6 L
AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L
/ SELFOSSI
FURRY VENGEANCE kl.6 L
THE TOWN kl.8 -10:30 16
ALGJÖR SVEPPI OG... kl.6 L
DINNER FOR SCHMUCKS kl.8-10:10 L
/ AKUREYRI
THE TOWN kl.6-8-10-10:40 16 FURRY VENGEANCE kl.6-8 L
THE TOWN kl.8-10:40 VIP GOING THE DISTANCE kl.8:30 L
DINNER FOR SCHMUCKS kl.6-8:15-10:30 7 ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L
SOLOMON KANE kl.8:15-10:40 16 AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L
SOLOMON KANE kl.5:50 VIP THE GHOST WRITER kl.10:40 12
/ ÁLFABAKKA
THE TOWN kl.8-10:10-10:40 16
FURRY VENGEANCE kl.6 L
GOINGTHEDISTANCE kl.8 L
ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L
STEP UP 3 - 3D kl.83D 7
INCEPTION kl. 10:10 12
HUNDAR OG KETTIR kl.6 m. ísl. tali L
/ KRINGLUNNI
Sérhver sem ætlar
sér að ná frama í
menningarheim-
inum á Íslandi ætti
sem fyrst að af-
neita Breiðbandinu
og búa til velvalda hótfyndni um lág-
kúru bandsins. Það er auðvelt að
safna kaldhæðnum kommentum um
hljómsveit einsog Breiðbandið.
Textar þeirra koma frá staðal-
ímyndum um karlmenn og konur.
Húmorinn byggir á fitu, bjór-
drykkju, fótbolta, röflandi kvenfólki,
stinningarlyfjum og karlmönnum
sem kunna ekki að halda á þvotta-
bursta. Tónlistin er lítt ögrandi. Gít-
arinn áberandi og melódían einföld.
En fyrir þá sem ekki hefur verið
drekkt í kynjafræðum og hafa ekki
tuggið femínistafræðin með morg-
unmatnum né þurft að skríða upp
menningar-metorðastigann með til-
vitnunum í díalektísk fræði Derrida,
þá er þetta létta grín Breiðbands-
manna bara skemmtilegt. Einfaldur
og góðlegur húmor þeirra hittir í
mark.
Breiðbandið - Bætir á sig
bbbmn
Alþýðutón-
list
Börkur Gunnarsson
Um er að ræða
geisladisk og
mynddisk með
upptökum frá tón-
leikum til heiðurs
Elvis Presley í
Salnum 27. mars 2010. Ekkert er til
sparað til að láta þessa útgáfu líta
vel út en innihaldið er heldur rýrt og
stendur ekki undir útgáfu. Friðrik
Ómar er alltaf góður og syngur lög
Elvis vel. Það hefur eflaust verið
gaman að vera á tónleikunum en
þeir gefa ekkert tilefni til að vera
gefnir út á geisla- og mynddiski. Það
er ekkert þarna sem þarf að sjá eða
heyra aftur; þetta eru aðeins hefð-
bundnir, látlausir tökulagatónleikar.
Plötuumslagið er glæsilegt en
nefna verð ég undarlega útfærslu á
Elvis-hárgreiðslu Friðriks Ómars,
er hún meira eins og Tinni hittir
Herbert Guðmundsson árið 1985 en
Elvis. Fyrir þá sem voru gestir á
tónleikunum er líklega gaman að
eiga þennan grip en við hin förum
bara út í búð og kaupum okkur safn-
disk með hinum eina sanna Elvis.
Hver er til-
gangurinn?
Friðrik Ómar – Elvis
bbnnn
Ingveldur Geirsdóttir
Ekki er nema eðli-
legt að mann hafi
rekið í rogastans er
maður heyrði
fyrstu plötu Jón-
asar Sigurðssonar fyrir réttum fjór-
um árum. Ég vissi að Jónas hafði ver-
ið í hinu galgopalega bandi
Sólstrandargæjunum og átti því ekki
von á miklu, en BAMM … þvílíkt og
annað eins. Platan, sem ber hinn und-
irfurðulega titil Þar sem malbikið
svífur mun ég dansa inniheldur
skrýtipopp í hæsta gæðaflokki og var
dansinn á mörkum hins sérkennilega
og hins aðgengilega það velheppn-
aður að lög af plötunni rötuðu í út-
varp – og nutu vinsælda.
Ég var því að vonum spenntur fyr-
ir þessari plötu, en um leið nokkuð
uggandi. Þegar menn hitta vel í mark
með frumburði renna þeir gjarnan á
rassinn með næsta skammt, og er
meira að segja til nafn á þetta í popp-
fræðum, kallað „Hin erfiða plata nr.
2“.
Það er mér því mikil og ómæld
ánægja að skýra frá því að ekkert
slíkt er í gangi hér. Það er ekki einu
sinni vottur af því. Og ef eitthvað er,
tekur þessi plata hinni fyrri fram.
Þetta er á allan hátt heilsteypt verk;
rennslið er öruggara, hljómurinn er
fyllri, hugmyndirnar að fullu mót-
aðar og maður heyrir á Jónasi að
hann veit upp á hár hverju hann vill
ná fram. Þetta er svona eins og mun-
urinn á Mellow Gold og Odelay
Becks.
Sá mikli meistari kemur stundum
upp í hugann þegar hlýtt er á Jónas,
en einnig landar hans Egill Sæbjörns
og Mugison. Líkt og á fyrri plötu er
allt þægilega á skakk og skjön, lögin,
krydduð með brassi, óhljóðum og í
einu tilfelli Sinclair Specrum-tölvu
fara í óvæntar áttir, statt og stöðugt
og maður situr með sperrt eyrun frá
upphafi til enda. Textarnir eru líka
kapítuli út af fyrir sig, og nær Jónas
hæstu hæðum í hinu magnaða
„Hleypið mér út úr þessu partíi“.
Heyrn er sögu ríkari, gott fólk.
Ein af betri plötum ársins til þessa,
ekki spurning.
Það er í góðu lagi, að vera hugsandi gæi
Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað
bbbbb
Arnar Eggert Thoroddsen
Jónas Sigurðsson „Er einhver þarna úti?“
Íslenskar plötur
Sjá ennfremur viðtal við Jónas
á bls. 30
Hinn grínaktugi leikariBen Stiller sýnir á sérnýja, dramatíska hlið íkvikmyndinni Green-
berg og stendur sig bara prýðilega,
svei mér þá! Stiller er beinaber, föl-
ur og lokkaprúður, líkt og gamall,
útbrunninn rokkari frá hippa-
tímabilinu.
Myndin segir af Roger nokkrum
Greenberg, tónlistarmanni sem býr í
New York en hefur ekki náð frama
með listsköpun sinni og starfar sem
smiður. Bróðir hans, Phillip, á hins
vegar mikilli velgengni að fagna og
býr í glæsihýsi í Hollywood-hæðum
Los Angeles með eiginkonu sinni,
börnum og hundi. Phillip biður bróð-
ur sinn að gæta húss og hunds á
meðan hann og fjölskyldan eru í fríi í
Víetnam. Aðstoðarkona Phillips,
Florence, sér til þess að Roger
skorti hvorki mat né drykk og að
hundurinn fái nóg að éta. Hin unga
Florence heillast af Roger, þrátt fyr-
ir að hann sé þurr á manninn og fá-
máll og að á þeim sé töluverður ald-
ursmunur, Roger fertugur en hún
hálfþrítug. Aldursmunurinn veldur
nokkrum núningi milli þeirra, Roger
lífsreyndur og -þreyttur en Florence
sakleysið uppmálað og létt í lund.
Engu að síður fella þau hugi saman
en sambandið er stormasamt þar
sem Roger tekur bræðiköst af
minnsta tilefni, er taugaveiklaður og
sár út í allt og alla. Undarleg hegðun
Rogers á sér þó eðlilegar skýringar
sem koma í ljós þegar líða tekur á
myndina og þá einkum í samskiptum
hans við fyrrverandi hljómsveit-
arfélaga sinn, Ivan, sem leikinn er af
hinum fantagóða Rhys Ifans.
Greenberg er lágstemmt drama,
oft á tíðum gamansamt, og persónu-
sköpun sem og vel skrifuð samtöl
gera hana að fyrirtaks kvikmynd.
Sennilega er rétta orðið „grát-
brosleg“. Hér er áhugaverð mynd
dregin upp af manni á miðjum aldri
sem brennt hefur allar brýr að baki
sér, er vinafár og einmana, draum-
arnir brostnir. Forsögunni er fléttað
í smáum skömmtum inn í framvind-
una, í upphafi veit maður ekkert um
aðalpersónuna en smám saman er
lögunum flett utan af henni. Myndin
er framreidd af raunsæi, engar ýkj-
ur eða stælar, og leikurinn er fyrsta
flokks. Stiller sýnir hér á sér nýja
hlið: hann er alvöruleikari, ekki bara
sprelligosi. Mörg dásamleg atriði má
finna í myndinni, t.d. þegar Green-
berg hittir gamla skólafélaga í garð-
veislu en nær engum tengslum við
þá, líkt og þeir séu ókunnugt fólk.
Annað atriði er ekki síðra, þegar
hann hellir sér yfir ungmenni í teiti
og skammar þau fyrir að vera svona
örugg með sig. Þannig hafi hans
kynslóð nú ekki verið! Þá ætti mynd-
in að höfða öðru fremur til fólks sem
komið er á þennan aldur, fertugt eða
þar um bil, þann aldur er barneignir,
uppeldi og starfsframi er í algleym-
ingi og vinatengsl taka að veikjast,
oft á tíðum. Þegar fólk fer að líta yfir
farinn veg og velta því fyrir sér hvar
það sé statt í lífinu. Hefur það náð
þeim markmiðum sem það setti sér
fyrir 15-20 árum, er það sátt við líf
sitt? Og þar frameftir götunum.
Greenberg er ein allsherjar til-
vistarkreppa, bráðvel heppnuð sem
slík en þó kannski fullhæg á köflum.
Græna ljósið, Bíó Paradís
Greenberg bbbmn
Leikstjóri: Noah Baumbach. Aðal-
hlutverk: Ben Stiller, Greta Gerwig,
Rhys Ifans. 107 mín. Bandaríkin, 2010.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYND
Þjakaður Stiller í hlutverki Greenberg í samnefndri kvikmynd.
Visinn og bagaður Stiller